Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 13
b ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 13 Vildu notfæra sér Kelly Harrý hjá andfætlingum RANNSÓKN: AlastairCamp- bell, fyrrverandi fjölmiðlafull- trúiTonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, segir í dag- bókum sínum að hann og Geoff Hoon landvarnaráðherra hafi viljað notfæra sér vopna- sérfræðinginn David Kelly til að hafa betur í heiftarlegri deilu við ríkisútvarpið, BBC. Kelly svipti sig lífi eftir að hann hafði verið nafngreindur sem heimildarmaður umdeildrar fréttar BBC um að stjórnvöld hefðu ýkt hættuna af meintum gjöreyðingarvopnum íraka. Campbell og Hoon vildu not- færa sér játningu Kellys um að hann hefði rætt við fréttamann BBC, Andrew Gilligan, til að grafa undan trúverðugleika fréttar hans. MANNDÓMSVÍGSLA: Harrý Karlsson prins á Englandi ætlar að starfa á sauðfjár- og naut- gripabúum í Ástralíu næstu þrjá mánuðina. Prinsinn ætlar að taka sér frí frá námi í eitt ár, á meðan hann ákveður hvað hann ætlar að verða þegar hann verðurstór. Ástralíudvöl- in er liður í þeirri sjálfskoðun. Ástralskir lýðveldissinnar, sem vilja slíta tengslunum við bresku krúnuna, eru hins vegar lítt hrifnir af því að þurfa að taka þátt í kostnaðinum við ör- yggisgæslu prinsins, yngri son- ar Karls ríkisarfa og Díönu heit- innar prinsessu. Harry kom til Sydney í morgun að staðartíma. Farið var með hann í dýragarð borgarinnar til að heilsa upp á dýr og menn. Rannsóknin á morðinu á Önnu Lindh: Þrjú vitni viss í sinni sök Þrjú vitni segjast handviss um að hinn 35 ára gamli Per Olof Svensson, sem er í haldi lög- reglunnar, grunaður um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar, sé maðurinn sem öryggismyndavélar í NK- vöruhúsinu festu á filmu. Lindh var stungin til bana í NK fyrir tæpum hálfum mánuði. Aftonbladet í Svlþjóð segir í dag að vitnin hafi gefið sig fram við lög- regluna eftir að myndir af hinum grunaða birtust í fjölmiðlum. Að sögn blaðsins er vitnisburður þessa fólks helsta tromp lögreglunnar. Svensson var handtekinn fyrir viku og síðastliðinn föstudag var hann úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald. Lögreglan er því L ALVEG VISS: Vitni segjast klár á því að þessi maður sé hinn sami og sænska lög- reglan hefur í haldi, grunaðan um morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra. undir miklum þrýstingi að leggja fram nægilega sterkar vísbendingar um sekt Svenssons til að fá gæslu- varðhaldið framlengt. Svensson neitar statt og stöðugt að hafa myrt Önnu Lindh. Sænska blaðið Expressen segir í morgun að fingraför sem talið er að morðinginn hafi skilið eftir sig á rúllustiga vöruhússins á flótta sín- um séu ekki frá Svensson komin. Expressen segir einnig frá því að sænskir sérfræðingar hafi ekki lagt í að rannsaka smásætt lífsýni sem fannst á morðvopninu og gæti leitt lögregluna á slóð morðingjans. Ástæðan sé sú að þeir fá aðeins eitt tækifæri. Sýnið var þvf sent til Bret- lands þar sem færustu sérfræðing- ar Evrópu rannsaka það. Nýr framkvæmdastjóri í Briissel: NATO er ekki úrelt bandalag Atlantshafsbandalagið (NATO), sem stofnað var fyrir hálfri öld til að heyja kalda stríðið, hefur fengið nýtt hlutverk í glímunni við viðsjárverðan heim, segir tilvonandi framkvæmdastjóri þess, Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer. Framkvæmdastjórinn væntan- legi hafnaði þeirri gagnrýni að NATO væri úrelt fyrirbæri í leit að nýjum tilgangi. „Óvinurinn er ekki lengur hinn hefðbundni óvinur heldur er óvin- urinn til dæmis alþjóðleg hryðju- verkastarfsemi, óvinurinn er við- sjár, óvinurinn er óöryggi. Það er ástæðan fyrir því að NATO er í Afganistan og styður pólska herlið- ið í írak. Það er hinn nýi óvinur," sagði hann í viðtali við breská ríkis- útvarpið, BBC. Evrópusinni Jaap de Hoop Scheffer, sem nú gegnir starfi utanríkisráðherra Hollands, var í gær tilnefndur sem eftirmaður Georges Robertsons lá- varðar á stóli framkvæmdastjóra NATO. Ráðamenn í Washington og London fögnuðu tilnefningu hans. De Hoop Scheffer lýsti sjálfum sér, á fundi með fréttamönnum, sem eindregnum evrópusinna og stuðningsmanni samvinnu yfir Atl- antshafið. „Ég hef þegið tilnefninguna sem Atlantshafssinni og sem Evrópu- NÝR í BRÚNNI: Hollenski utanríkisráðherr- ann, Jaap de Hoop Scheffer, hefur verið til- nefndur framkvæmdastjóri NATO og tekur við bandalaginu á umbrotatímum. maður. Ég held að mjög vel sé hægt að sameina þessa þætti þar sem eðli NATO er að byggja á þeirri var- anlegu brú milli heimsálfanna tveggja," sagði hollenski utanríkis- ráðherrann. De Hoop Scheffer er 55 ára gam- all og hefur lengið starfað í utanrík- isþjónustu Hollands. Hann hefur gegnt starfi utanríkisráðherra í tveimur ríkisstjórnum hægri- og miðflokkanna og hefur starfað sem diplómat í höfuðstöðvum NATO í Brússel. ÞARFASTI ÞJÓNNINN! Leigan i þbm hverfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.