Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Side 2
2 FRÉTTtR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
ÚTGAFUFÉLAG: Otgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: ðm Valdimarsson
AÐALRrrSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv,is - Auglýsingar: auglys-
ingar@dv.is. - Dreiflng: dreifmg@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið D V ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Kemst á kvennafar
- frétt bls. 8
Borgin breytist
-fréttbls. 10-11
Tískuvikan í London
-fréttbls. 12-13
Lifandi grasrót
- Menning bls. 18
Mark hjá Jóa Kaila
- DV Sport bls. 37
Sumarið hjá ÍA
- DV Sport bls. 39
Reyndi að smygla
snákum í buxunum
28 ára Svíi var handtekinn á
flugvellinum í Sydney í Ástralíu á
mánudagskvöldið þegar hann
reyndi að smygla átta hættulegum
snákum til landsins með því að
líma þá við fótleggina á sér.
Að sögn Chris Ellisons, dóms-
málaráðherra Ástralíu, var mað-
urinn, sem er 28 ára, að koma frá
Taflandi þegar tollþjónar upp-
götvuðu snákana sem hann hafði
vafið inn í pappír áður en hann
límdi þá fasta við fótleggina.
Meðal snákanna voru íjórar
baneitraðar kóngakóbrur sem
þegar voru settar í örugga
geymslu hjá sóttvarnareftirlitinu
í Sydney.
Að sögn Ellisons helur maður-
inn verið ákærður fyrir ólöglegan
innflutning á dýrum og mun
koma fyrir rétt á morgun.
Gengi deCODE upp
VÍSINDI: Gengi hlutabréfa í
deCODE, móðurfélagi Is-
lenskrar erfðagreiningar,
hækkað um 14 á hlutabréfa-
markaði Nasdaq í Bandaríkj-
unum í gær. Lokagengi var
4,75 dalir og hefur ekki verið
hærra í rúmt ár. Nýleg upp-
götvun lE á geni sem tengist
hættu á heilablóðfalli hefur
vakið mikla athygli. Stórblað-
ið New YorkTimes greindi frá
upptgötvuninni á forsíðu
sinni og aðrir stórir fjölmiðlar
hafa fylgt í kjölfarið. Fundur
(E á heilablóðfallsgeninu vek-
ur ekki síst athygli fyrir þá sök
að heilablóðfall er ein af al-
gengari dánarorsökum hins
vestræna heims auk þess að
vera algeng ástæða fyrir
langtímaörorku fólks.
Lægri einkunnir
LAGANÁM: Lágmarkseinkunn í
þremur námsgreinum á fyrsta
ári lögfræði við Háskóla (slands
verður lækkuð úr 7 í 6. Ákvörð-
unin var tekin á deildarfundi
lagadeildar. Orator, félaga laga-
nema, fagnar þessari ákvörðun
og telur félagið að hún geti ver-
ið til þess fallin að fjölga nem-
um í deildinni.
Neyðarkall móður geðsjúkrar 16 ára stúlku sem fær hvergi aðstoð:
Sextán ára reykvísk stúlka, sem
þjáist af þunglyndi og geð-
hvarfasýki, fær hvergi þá að-
stoð sem hún þarf. Hún býr hjá
móður sinni og þær eru báðar
að gefast upp.
DV hitti móður stúlkunnar, Sess-
elju Garðarsdóttur, í gærkvöld.
Hún féllst á að segja sögu dóttur
sinnar sem er í einu orði sagt harm-
saga.
Vandamálin hófust í Rimaskóla,
þar sem stúlkan var við nám. Þar
lenti hún í alvarlegu líkamlegu og
andlegu einelti. Hún skipti um
skóla, en það dugði ekki til. Bera fór
á þunglyndi hjá henni um 12 ára
aldur og ágerðist það mjög fljótt.
Það varð svo alvarlegt að hún fór að
skera sig f handleggi, klóra sig, var
með miklar svefntuflanir og átti
það til að rústa heimilið. Allur líf-
sneisti virtist úr henni, hún brosti
aldrei og var orðin alvarlega veik.
„Það er ólýsanlega sárt
að horfa upp á barnið
sittskera sig og mis-
þyrma sjálfu sér mán-
uðum saman."
Stúlkan gekk til sálfræðings á
þessum tíma og þar fékk hún þann
úrskurð að auk eineltisins hefði
hún trúlega verið ofvirk sem bam.
Ofvirkni leiddi gjarna til þunglynd-
is. Stúlkan endaði í neyðarvistun á
geðdeild, sem leiddi til þess að hún
fékk lyf sem hjálpuðu henni mikið.
„Þá fékk ég dóttur mína aftur,"
segir Sesselja. „Hún fór að brosa og
var róleg og yflrveguð."
En það reyndist aðeins stund
milli stríða. Fyrir rúmum tveimur
ámm lenti stúlkan í slæmum fé-
lagsskap, fór að neyta eiturlyfja og
missti afar fljótt alla stjóm á neysl-
unni. í desember 2002 var hún svo
lögð inn á geðdeild á Akureyri
vegna sjálfsvígshættu.Þar kom í ljós
að lyfin sem hún var á vom hætt að
virka. Skipta hefði þurft um lyf eða
breyta skammtinum fyrir löngu.
Geðlæknar og vistanir
Nú hófst þrautaganga milli með-
ferðarheimila og geðlækna. Stúlkan
var greind með geðhvarfasýki 2.
Hún talaði stöðugt um sjálfsvíg,
skaðaði sjálfa sig með eggvopnum
og var í botnlausri neyslu. Hún var
vistuð nokkrum sinnum í neyðar-
vistun, „sem er bara geymsla," seg-
ir móðir hennar. Hún dvaldi á
meðferðarheimilum, þ. á m. á
Stuðlum. Þaðan strauk hún sex
sinnum. Stúlkan fór síðan að Ár-
NEYÐARKALL MÓÐUR: „Oll börn eiga rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er unnt að veita til verndar andlegu,
líkamlegu og félagslegu heilbrigði þeirra," segir m.a. í Lögbók barnanna, þar sem er að finna helstu lagaákvæði, sem snerta börn og ung-
linga hér á landi. Þetta má finna á vefsíðu Umboðsmanns barna, sem annaðist samantektina. Myndin er sviðsett.
völlum. Þar líkaði henni vel. Eftir
það fór hún f skóla. Þar var neysla í
gangi og hún féll aftur. Hún hefur
einnig dvalið á Vogi. Síðustu mán-
uðir hafa verið hryggileg barátta
upp á líf og dauða. Hún býr hjá
móður sinni en hefur lagst út um
helgar og verið þá á götunni. „Hún
þolir ekki lengri tíma en helgarnar í
senn," segir Sesselja.
Um vistun og viðeigandi með-
ferðarúrræði á geðdeild hefur ekki
verið að ræða. Sesselja hefur
margoft farið með dóttur sína að-
framkomna á Barna- og unglinga-
geðdeild LHS og reynt að koma
henni þar inn, en ætíð verið vísað
frá, m.a. „vegna fjársveltis". Síðast-
liðið miðvikudagskvöld gafst stúlk-
an svo upp og kvaðst vilja komast
inn á geðdeild. Móðir hennar fór
með hana á LHS við Hringbraut,
þær hittu fagfólk og farið var yfir
sögu stúlkunnar, bæði andleg veik-
indi, stöðugar sjálfsvígstilraunir og
ömurlega vanlfðan líkamlega og
andlega. Eftir hátt í þrjá klukkutíma
var henni tilkynnt að geðdeildin
væri enginn staður fýrir unglinga,
hún ætti að reyna neyðarvistun á
Stuðlum eða Vogi. Þar með voru öll
sund lokuð.
Óiýsanlega sárt
„Það er ólýsanlega sárt að horfa
upp á barnið sitt skera sig og mis-
þyrma sjálfu sér mánuðum saman,"
segir Sesselja. „Henni líður svo Ula
innan í sér að hún reynir að yfirfæra
andlegan sársauka yfir á lfkama sinn.
Hún talar oft um að lífið sé ömurlegt,
henni líði svo iHa. Hún geti ekki Ufað
lengur, hún sjái engan tUgang með
því. Hún vilji bara deyja. Hún eygir
enga von, engin úrræði. Hún er ekki
á lyfjum núna, því það er gagnslaust
þegar hún er f eiturlyfjum. En hún
segir að í vímu líði sér skást, þá
gleymi hún ömurlegri andlegri van-
h'ðan sinni um stund. Hún sendir
með ýmsu móú frá sér neyðarkall
um hjálp en fær engin svör.
En sannast sagna er dóttir mín frá-
bær stelpa," segir Sesselja enn frem-
ur. „Hún á auðvelt með að læra, hún
er listræn og músíkölsk og á ótrúlega
framtíð fyrir sér, bara ef þjóðfélagið
gefst ekki upp á henni eða hún á því.
Ég trúi því ekki fyrr en í lengstu lög að
það sé búið að loka á hana.
Ég veit að það er ég sem stoppa
hana af við að taka líf sitt. Hún veit
hvers virði hún er mér, einkadóttirin
mín, og hún veit að ef hún íyrirfer
sér, þá fer ég líka. Ég get ekki lifað
það af.“ iss@dv.is
Ef hún deyr
þá fer ég líka