Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
Samið um rekstur Nesstofu
SAFN: Seltjarnarnesbær og
Þjóðminjasafn Islands hafa
samið um rekstur, viðhald og
umsjón Nesstofu. Seltjarnar-
nesbær og Þjóðminjasafnið
taka höndum saman um við-
gerðir og viðhald Nesstofu og
þannig fær Seltjarnarnesbær
nú tækifæri til að sinna þess-
um miklu menningarverð-
mætum á viðeigandi hátt.
Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi,
Jónmundur Guðmarsson, hef-
ur barist ötullega fyrir fram-
gangi málsins og að hans und-
irlagi voru m.a. teknar upp við
ræður við menntamálaráðu-
neyti og Þjóðminjasafn fyrir
rösku ári.
Þjóðminjasafnið hefur gætt
þess með ágætum en margir
hafa þó vissulega viljað sjá
Nesstofu fá þann veigamikla
sess sem þessari þjóðarger-
semi hæfir í bæjarlífi Seltirn-
inga og með það fyrir augum
er þessi samningur gerður.
Samkvæmt samningsdrögum
mun Seltjarnarnesbær kosta
hönnun og frágang á lóð en
Þjóðminjasafnið greiðir kostn-
að vegna endurbóta á húsinu
sjálfu.
Nesstofa er eitt af elstu stein-
húsum landsins, reist á árun-
um 1761 til 1763 fyrir fyrsta
landlækni Islands, Bjarna Páls-
son.
NESSTOFA: Aðseturfyrsta land-
læknis Islands fær nú viðhlítandi
meðferð og verður miðstöð
heilbrigðisminja landsins alls.
Styrmir kominn í dýragarð í Svíþjóð:
Kemst
líklega á
kvennafar
„Styrmir var þreyttur þegar ég
kom með hann í sóttkvína.
Hann skalf á leggjunum en
lagðist svo bara, en hann lítur
vel út. Þetta er vel haldinn
fugl," sagði Thomas Ohlsson,
umsjónarmaður storksins
Styrmis, þegar DV talaði við
hann í dýragarði sem opinn er
almenningi alla daga í þorpinu
Höör á Skáni í Suður-Svíðþjóð.
„Ég er 99 prósent viss um að
þessi storkur er karlkyns og að
hann er að minnsta kosti tveggja
ára. Styrmir er því rétt nafn,“ sagði
Thomas. „Hér verður storkurinn í
20 daga. Þá flytjum við hann senni-
lega til Karup, sem er einn af þeim
sjö stöðum þar sem við erum með
storka. Þar hittir hann fleiri fugla,
bæði karl- og kvenkyns," sagði
Thomas, sem starfar fyrir Fugla-
fræðifélagið á Skáni en að því koma
einnig opinberir aðilar auk World
Wide Fund for Nature.
Thomas segir að verði
Styrmir búinn að aðlag-
ast kvenfugli í vor verði
parinu sleppt árið
2005. Ég hefenga
ástæðu til að ætla ann-
að en að Styrmir muni
para sig og síðan fjölga
sér.
Fer sennilega til Afríku
Thomas segir að verði Styrmir
búinn að aðlagast kvenfugli í vor
verði parinu sleppt árið 2005. „Ég
hef enga ástæðu til að ætla annað
en að Styrmir muni para sig og síð-
an fjölga sér. Mér fmnst álitlegast
að hann geri það í haldi eins og Sví-
arnir ætla sér,“ sagði Ólafur Niel-
sen, fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun íslands, við DV en
hann fangaði Styrmi rétt fyrir síð-
ustu jól austur í Breiðdal. Var það
Siðustu sætin!
R
Veðrið í Algarve í september er rómað enda meðalhiti |
22-26°C. Fjölbreytt þjónusta fararstjóra okkar, vandaðar ?
skoðunarferðir og sérsamningar um vallargjöld á alla z
helstu golfvelli Algarve
ásamt vönduðum gisti-
stöðum er trygging fyrir
ánægulegri haustferð.
TERRA vyiv
NOVfi jsól
- 25 ÁRA 0C TRAUSTSINS ViRB
Stanyáíayl 3-110 Reykjaíik
S: 591 9000 • terranova.is • info@terranova.is
UPPELDI: Nú er Styrmir kominn til Svíþjóðar þar sem hann verður sennilega fram á árið
2005. Með honum fór Margrét Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins. Hún er
lengst til hægri á myndinni sem tekin var þegar verið var að þvo storknum hátt og lágt
áður en hann var sendur úr landi. DV-myndGVA
gert samkvæmt leiðbeiningum frá
framangreindum samtökum í Sví-
þjóð.
„Storkurinn er viðráðanlegur
fugl og fljótur að venjast nýjum að-
stæðum," sagði Ólafur.
Þegar DV spurði Thomas Ohls-
son hvert hann teldi að hin vænt-
anlega fjölskylda Styrmis færi þegar
henni yrði sleppt, sagði hann:
„Eiginlega veit ég það ekki.
Kannski aftur til fslands! Nei,
sennilega ekki. Að líkindum fljúga
fuglarnir þá til Afríku til vetursetu
haustið 2005. Svo gætu þeir komið
aftur til Svíþjóðar, annars veit mað-
ur það ekki,“ sagði Thomas.
Hann segir ástæðuna fyrir því að
Styrmir kom upphaflega til íslands
líklega þá að hann hafi lent í stormi
og hreinlega fokið af leið. Önnur
gæti verið sú að áttaskyn hans,
„innri kompásinn“, hafi brenglast.
Það fyrrnefnda sé þó líklegra.
- En hvaðan kom þá Styrmir til
íslands?
„Ég efast um að það hafi verið frá
Svfþjóð því flestir storkar hér hafa
verið merktir. Mér finnst líklegast
að hann hafi komið frá Þýskalandi,
Póllandi eða Eistlandi," sagði
Thomas Ohlsson. ottar@dv.is
Dálítið stirður. Þegar Styrmir kom loks í
dýragarðinn í Sviþjóð og losnaði eftir
langa prísund úr búrinu alla leið frá
Reykjavík, titruðu fæturnir. Hann var orð-
inn þreyttur og lagðist til hvíldar. DV-mynd
Margrét Dögg
Fjölbrautaskóli í
Grundarfirði 2004
Fjölbrautaskóli Snæfellinga mun
taka til starfa haustið 2004 og verð-
ur skólabyggingin við Grundargötu
í Grundarfirði.Ýsamkvæmt sam-
komulagi sveitarfélaganna á norð-
anverðu Snæfellsnesi.ÝSkólanum
er ætlað að vera leiðandi í breyttum
námsháttum með notkun upplýs-
ingatækninnar.ÝEr áætlað að nem-
endur verði alls um 170 talsins,
fyrstu tvö skólaárin verði í boði
haustið 2004, þriðja árið bætist við
haustið 2005 og það fjórða 2006.
Arkitektar eru þegar langt komn-
,ir með að vinna fyrstu teikningar að
skólahúsnæðinu.ÝGert er ráð fyrir
að starf skólameistara verði auglýst
fyrir áramót og annarra starfs-
manna á fyrstu mánuðum ársins
2004.ÝSkólameistari mun taka
endanlega ákvörðun um hvaða
námsbrautir verða í boði við skól-
ann, en fyrirsjáanlegt er að hægt
verði að bjóða upp á almenna
braut, 2 stúdentsbrautir og nokkrar
starfsnámsbrautir, með því að nýta
fyrirkomulag dreifnáms.Ý Nem-
endur sem hafa áhuga á öðrum
námsbrautum ættu síðan að geta
tekið ákveðin grunnfög í stað-
bundnu námi við skólann og frek-
ari áfanga í fjarnámi frá skólanum.
gg@dv.is