Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Síða 14
74 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
SIGURSTUND: Unglr Palestínumenn fagna fréttum af hryðjuverkaárás Hamasliða á Israela.
Ekkert bendir tii að hægt verði
að kveða múslímska hryðju-
verkamenn í kútinn með
skyndilausnum, heldur eflast
þeir við hverja raun og fjölgar
eftir því sem harðar er gengið
að þeim. Þrjátíu ára stríðið er
rétt að hefjast. Þetta eru skoð-
anir M. C. Clemmesen hershöfð-
ingja sem hann setur fram í
grein í Weekendavisen.
Árásirnar á Miðstöð alþjóðavið-
skipta og Pentagon fyrir tveim
árum varð til þess að múslímskum
hryðjuverkamönnum var sagt stríð
á hendur og að þeir yrðu hundeltir
um öll lönd veraldar og felldir hvar .
sem til þeirra næðist. Með amer-
ískri bjartsýni og hæfileikum til að
skilgreina var auðvelt að ákvarða
hvar rætur hins illa liggja.
Farið var í stríð í Afganistan, sím-
ar allra landa hleraðir, nokkrir
hermdarverkamenn teknir af lífi í
Yemen með fjarstýrðri sprengju-
flugvél og sérfræðingar bandarísku
alríkislögreglunnar voru sendir til
að rannsaka hryðjuverkaárásir á
Balí, í Kenía, Filippseyjum og loks í
írak.
Ríki sem iengi hafa mátt þola
skærur og árásir múslíma, eins og
Indland og fsrael, nutu vaxandi
samúðar og aðstoðar. Pakistan,
Saudi-Arabía ásamt því sem eftir er
af sjálfstjórn Palestínu fengu að
heyra að BNA grunaði ríkin um
græsku og var krafist að þau sýndu
samvinnuvilja.
Hins vegar er dagljóst að hvergi
er gerð tilraun til að huga að upp-
tökum vandamálsins eða hvaða
hugmyndafræði og hugsjónir liggja
að baki hermdarverkunum eða
reynt að skilja hvemig stendur á
heiftarhug margra múslíma gagn-
vart vestrænum áhrifum og lífsgild-
um. Því munu átökin harðna og
munu magnast næstu áratugina og
ná til flestra heimshorna.
Innrásin í írak var skipulögð í
Pentagon þar sem fljótfæmislegar
stríðsaðgerðir vom ákveðnar og
vom þær einstaklega ófagmann-
lega unnar. Vandaðar áætlanir ut-
anríkisráðuneytisins um hvernig
staðið skyldi að uppbyggingunni
ÁFRAM VERÐUR DEILT: Ekkert útlit er fyrir að deilurnar milli Israela og Palestlnumanna
séu I rénun eða að endanlegar sættir séu í augsýn.
eftir hemámið vom hunsaðar. Þau
alvarlegu mistök verða til þess að
Bandaríkjamenn hafa lagt gmnn-
inn að andspyrnuhreyfingum í
landinu og nýjum vígvöllum fyrir
andstæðingana að sækja fram á í
stað stöðugleika og vinsamlegrar
samvinnu til að byggja upp landið
sem nú er í rústum, bæði hvað
snertir alla innviði og pólitíska
stjórnun.
Menntun án tækifæra
Þeir heimshlutar sem teljast
múslímskir, ekki síst þjóðirnar í
Mið-Austurlöndum, em að stíga
fyrstu skrefin frá því að vera strjál-
býl og fátæk landbúnaðarsvæði þar
sem hirðingjar reikuðu um og ólæsi
var almennt, í að skipa sér í sveit
með þróaðri iðnríkjum. Það vom
aðeins böm ríkra yfirstéttarmanna
sem nutu menntunar.
Börn sívaxandi millistéttar eiga
þess nú kost að ganga í skóla og
læra að lesa, en verða að gera sér að
góðu að safnast saman í fátækra-
hverfum stórborganna. En hvorki
efnahagsástandið né hæfni yflr-