Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 19
í konuleit SETNINGAFRÆÐI: (kvöld kl. 20.30 heldur Félag íslenskra fræða fyrsta rannsóknakvöld vetrarins í Sögufélagshúsinu í Fischersundi. Þá flytur Ásgrím- ur Angantýsson málfræðingur erindið „Karlarnir, þeir eru í konuleit og konurnar, þær eru í karlaleit. Um orðaröð, tónfall og setningaráherslu í íslensku". Allir velkomnir, frítt inn. Jón á Bægisá TÍMARrT: Sjöunda hefti af þýð- ingatímaritinu Jóni á Bægisá er komið út. „Þegar stríðið að stríðinu verður" eru einkunnar- orð þessa tölublaðs en í því er að finna smásögur og Ijóð frá Mið-Austurlöndum sem opna okkur hugarheim fólksins þar betur en fréttir fjölmiðla. Af fræðilegu efni má nefna fróð- lega grein eftir Auðnu Hödd Jónatans- dóttur og Rannveigu Jónsdóttur um hagnýtar hliðar þýð- inga hérá landi. Gtgef- andi er Ormstunga og eru nánari upþlýsingar á vefsetrinu www.ormstunga.is. Júlíana íheild á tímabærri yfirlitssýningu í Listasafni íslands Nú stenduryfir í Listasafni fslands yfirlitssýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) sem dregur fram öll meginþemu í list hennar. Júlíana tilheyrir brautryðjendum íslenskrar mál- aralistar og er ein affyrstu konunum hér á landi sem gerði þá list að ævistarfi sínu. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina „Vefur lands og lita", gefst einstakt tækifæri til að kynnast list júlíönu því að svo yfirgripsmikil sýning á verkum hennar hefiir ekki verið haldin áður. Verk hennar eiga sér fastan sess í íslenskri listasögu og ljóðræn túlkun hennar á íslenskri náttúru markar henni sérstöðu í íslenskri myndlist. Júlíana var einnig mikilvirkur listvefari og vel metinn frumkvöðull á því sviði og á sýn- ingunni eru listvefnaði hennar gerð góð skil. Á sínum tíma vakti hún athygli bæði fyrir ný- tískuleg fataefni og listrænan myndvefnað. Júlíana Sveinsdóttir bjó mestan hluta ævi sinnar í Danmörku en var alla tíð nátengd ís- landi. Töluvert af verkum sem ekki hafa verið sýnd hérlendis áður má sjá á sýningunni. Þar SJÁLFSMYND LISTAKONU: Júlíana Sveinsdóttir, séð með eigin augum (1956). Hún málaði hátt á annan tug sjálfsmynda. MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 MENNING 79 Leikið lausum hala Stuttmyndir KVIKMYNDIR: Lundabíó heldur stuttmyndakvöld í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Verða sýndar sjö stuttmyndir frá Ind- landi, Bretlandi, Bandaríkjun- um, Hollandi og Kanada. Að lokum verður sýnd klassísk bresk mynd frá sjöunda ára- tugnum. Vetrardagskránni verður dreift á staðnum. TÓNLIST: Kl. 12 á hádegi á morgun halda fiðluleikarinn HjörleifurValsson og Antonia Hevesi píanóleikari tónleika í Hafnarborg. Hjörleifur lauk ein- leikaraprófi frá tónlistarháskól- anum í Ósló árið 1993 og hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatóríið. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, samið og útsett tónlist fyrir leikhús og tekið þátt í upptökum fyrir út- varp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötuútgáfur. Antonia Hevesi er vel kunn hér á landi. Hún hefur haldið fjölda tón- leika í Ungverjalandi, Austurrík , Svíþjóð og fslandi. Á efnisskrá hádegistónleikanna eru m.a. verk eftir Brahms og Smetana. Frítt inn. LISTAKONAN Á UÓSMYND: Júlíana Sveinsdóttir mynd- listarmaður (1889-1966) við trönurnar. ber hæst ofið veggteppi sem Júlíana hannaði fyrir Hæstarétt Dana á 300 ára afmæli réttar- ins árið 1962. Auk teppa má sjá vefstól Júlíönu og skissur á sýningunni nú og gefa þær góða mynd af því hvernig hún vann. Til marks um stöðu Júlíönu í danska listheimin- um hlaut hún hin virtu Eckersbergs-verðlaun árið 1947 og 1951 var hún fulltrúi Dana á IX. ítalska þríæringnum í Mílanó og vann þar gullverðlaun fyrir vefnað. Júlíana Sveinsdóttir hefur sýnt íslendingum fegurð og fjölbreytileika íslenskrar nátt- úru á einkar persónulegan og einlægan hátt. Á sýningu Listasafns íslands eru yfir 100 verk, málverk, vefnaður, teikningar og skissur sem varpa ljósi á feril Júlíönu. Auk þess gefúr Listasafn íslands út bók með greinum um ævi og list Júlíönu Sveinsdóttur og fjöldaljós- mynda af verkum hennar. Þar fjalla þrír list- fræðingar um Júlíönu og framlag hennar: Dagný Heiðdal skrifar greinina „fslenskur listamaður í Danmörku", Harpa Þórsdóttir greinina „Ofið úr íslenskri ull“ og Hrafnhild- ur Schram „Svart grjót, blátt haf'. Hrafnhild- ur lýkur umfjöllun sinni á þessum orðum: Þegarlitið er yfír ferii Júhonu Sveinsdóttur má segja að lífsverk hennar hafí veríð óður til landsins sem hún var iangtímum fjarri. Hún hefur sýnt ísiendingum fegurð og fjölbreyti- leika íslenskrar náttúru á einkar persónuleg- an og einlægan hátt. Þar fer saman sterkur expressjónískur strengur, Ijóðrænt viðhorftil náttúrunnar og hrífandi, dramatísk litasýn. Sýningarstjórar eru Harpa Þórsdóttir og dr. Ólafúr Kvaran. Sýningin stendur til 26. októ- ber og safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga. — 1897-1997 BORGARLEIKHÚSIÐ FÖSTUDAGUR 26. SEPT. kl. 20 STÓRTÓNLEIKAR. ÖRFÁSÆTILAUS Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. íslensk sönglög og óperuaríur. Miðaverð: 2.500 kr. LAUGARDAGUR 27. SEPT. kl. 21 FERÐALÖG UM ÍSLAND KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýútkominni geislaplötu. Miðaverð: 2.000 kr. MUNIÐ NETSÖLUNA: www.salurinn.is Auöi( 3gÆÆSfel:: Miðasala 5 700 400 ■' - 'ý',;:':; leikfélagSII BfREYKJAVÍKUR^ 1897-1997 ^ STÓRA SVIÐ I LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau. 27/9 kl. 14 - UPPSELT Su. 28/9 kl. 14 - UPPSELT Lau. 4/10 kl. 14 - UPPSELT Su. 5/10 kl. 14 - UPPSELT Su. 5/10 kl. 17 - AUKASÝNING Lau. 11/10 kl. 14 - UPPSELT Su. 12/10 kl. 14 - UPPSELT Lau. 18/10 kl. 14 Su. 25/10 kl. 14 Su. 26/10 kl. 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau. 27/9 kl. 20 Lau. 4/10 kl. 20 Fö. 10/10 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi. 25/9 kl. 20 Fö. 3/10 kl. 20 Lau. 11/10 kl. 20 Su. 19/10 kl. 20 Su. 26/10 kl. 20 Ath. Aðeins þessar sýningar VERTU MEÐ! Á kynningarkvöldi. Við kynnum leikárið fyrir gestum og gangandi! Fjölbreytt - Frábært - Óvænt Leikur - Söngur - Dans - Veitingar í kvöld kl. 20 - Aðgangur ókeypis Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir. Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, erjár að eigin vali. r. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali. Kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ í VETUR. 3 tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2003! Sýningar hefjast á föstudag - Örfáar sýningar í haust "...Theodórjúlíusson fór hamförum á svióinu og sýndi svo stórkostlegan leik aó helst væri hægt aó kalla slíkt leiftursókn til leiksigurs." shmöi. Púntila bóndi og Matti vinnumaður eítir Bcrtolt Brecht. Leikstjóri: Guðjóri Pederscn BORGARLEIKHUSIÐ l elkíélítji Ktykjftvrt'iuf * ibfabniui * * \ 03 Rv'ykjðVlk MlðaHwlri StS8 8000 • www .boi^aflölkJtftft is ) ií 017 il

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.