Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Side 20
20 SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 20033
Eðlileg uppstokkun atvinnulífsins
Þeir sem halda því fram að atburðir síðustu
viku, þegar gríðarleg uppstokkun átti sér stað í
viðskiptalífmu undir forystu fslandsbanka og
Landsbanka, sýni óeðlilega samþjöppun valds
og auðs, hafa rangt fyrir sér.
Valdabarátta í íslensku atvinnulífi er ekki ný,
en með þróun hlutabréfamarkaðar og opinni
umfjöllun fjölmiðla hefur hún orðið meira
áberandi. Og valdabarátta í viðskiptalífinu er
eðlilegur fylgifiskur frjáls markaðsbúskapar og
getur skapað farveg fyrir nauðsynlegar breyt-
ingar.
Fjölmiðlar þurfa oft að einfalda hlutina til að
draga upp skýrari mynd af því sem er að gerast
í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Á stundum
gengur sú einföldun út í öfgar. Þetta á ekki hvað
síst við um þá áráttu fjölmiðla að stilla við-
skiptalífinu upp í tvennt; kolkrabba og smokk-
fisk. Háhyrningurinn kom síðar. í sinni einföldu
mynd má halda því fram að fýrir áratug eða svo
hafi verið réttlætanlegt að styðjast við lífríki
sjávar til að lýsa viðskiptalífinu og valdabaráttu
innan þess.
Gömlu valdablokkirnar voru fyrir löngu farn-
ar að riðlast áður en uppstokkunin í síðustu
viku átti sér stað. Raunar má halda því fram að
þær hafi í raun heyrt sögunni til fyrir nokkrum
árum, a.m.k. þegar rætt er um hlutfallsleg völd
og áhrif í íslensku viðskiptalífi.
Og hin sögulega skipting atvinnulífsins í
Sambandið og einkaframtakið - í smokkfiskinn
og kolkrabbann, er aðeins í sögubókum og
flestum óskiljanleg - jafnvel þeim sem eldri eru.
Skiptin sem þrifust í skjóli hafta og opinberra
afskipta af atvinnulífinu.
Uppskiptin íliðinni viku eru aðeins
einn kafli í rúmlega áratugar sögu
minnkandi áhrifa gamalla valda-
blokka sem raunar voru farnar að
riðlast verulega. Þrír meginþættir
hafa öðrum fremur orðið til að ýta
undir þessa þróun.
Múrar valdsins molna
Stjórnarformennska í Eimskip tryggði við-
komandi einstaklingi meiri völd og áhrif í ís-
lensku viðskiptalífi en flestar ef ekki allar aðrar
stöður. Og þegar tengdir aðilar stjórnuðu
stærsta tryggingafélagi landsins, sem teygir
anga sína um allt atvinnulífið líkt og Eimskip
gerir, er óhætt að fullyrða að völdin og áhrifin
voru mikil. Samþætting Eimskips og Sjóvár-Al-
mennra tryggði valdaþræði í allar atvinnugrein-
ar, frá sjávarútvegi til flutninga, frá olíufélögum
til útflutningsfyrirtækja, frá iðnfyrirtækjum til
trygginga, frá bönkum til hátæknifyrirtækja.
En þótt enginn hefði átt að fara í grafgötur um
það hverjir hefðu valdaþræðina í sínum hönd-
um var eignarhald þessara fyrirtækja, og þá
fyrst og fremst Eimskips, orðið óskýrt og út-
þynnt. Uppskiptin í liðinni viku breyta þessu.
Eignarhaldið verður skýrara og skýrt eignarhald
ætti að öðru óbreyttu að vera kostur og auka
styrk fyrirtækisins og treysta bakland stjórn-
enda þess.
Uppskiptin í liðinni viku eru aðeins einn kafli
í rúmfega áratugar sögu minnkandi áhrifa gam-
alla valdablokka sem raunar voru farnar að riðl-
ast verulega. Þrír meginþættir hafa öðrum
fremur orðið til að ýta undir þessa þróun:
Markaðsvæðing sjávarútvegsins með innleið-
ingu kvótakerfisins hefur aftur gert mönnum
kleift að efnast á sjávarútvegi. Glæsileg fyrirtæki
í sjávarútvegi hafa orðið til - fyrirtæki sem hafa
fjárhagslega burði til að taka þátt í atvinnulífinu
á öðrum sviðum. Sá tími er liðinn að sjávarút-
vegsfyrirtæki séu rekin upp á náð og miskunn
banka og þjónustufyrirtækja sem reglulega
breyttu skuldum í híutafé. Nú hafa hlutirnir
sem betur fer snúist við, bankar keppast við að
ná viðskiptum við útgerðina og útgerðarmenn
eru þátttakendur í öðrum fyrirtækjum.
Aukið frelsi á fjármálamarkaði með uppbygg-
ingu hlutabréfamarkaðar og að mestu frjálsu
fjármagnsflæði hefur gert fýrirtækjum, fjárfest-
ingarfélögum og einstaklingum, að ógleymdum
lífeyrissjóðunum, kleift að taka beinan þátt í at-
vinnurekstri og auðgast á stundum verulega.
Frjálsræðinu og hlutabréfamarkaðinum fýlgir
krafan um arðsemi. Völd og áhrif eru ekki leng-
ur drifkraftur viðskiptalífsins eða mælikvarði á
árangur. Þróun fjármálamarkaðarins hefur
dregið hægt en örugglega úr áhrifum stjórn-
málamanna og valdsherra einkaframtaksins og
Sambandsins. Möguleikar til fjármögnunar fyr-
irtækja eru allt aðrir en áður. Menn með góðar
hugmyndir og arðvænlegar ganga ekki lengur
með bedistaf í hendi.
Ein mesta hætta sem steðjar að ís-
lenskum fjármálastofnunum, og þar
með að íslensku viðskipta- og efna-
hagslífi, erað tilfinningin fyrirís-
lensku þjóðfélagi - fyrir íslensku
þjóðarsálinni - dofni í flóknum
excel-æfingum.
Jafnvægi í efnahagsmálum vegna skynsam-
legrar stefnu Seðlabankans í peningamálum
samhliða auknu (en því miður ekki nægilega
miklu) aðhaldi í ijármálum ríkisins, hefur gert
markaðsvæðingu sjávarútvegsins og þróun
fjármálamarkaðarins mögulega.
Þessir þrír þættir hafa lagt grunninn að auð-
legð fjölda einstaklinga og gert það fýsilegt fyrir
aðra að fjárfesta erlendan hagnað hér á landi.
„Utangarðsmennirnir" hafa á síðustu 10-15
árum orðið valdamiklir leikendur í viðskiptalíf-
inu og múrar hins gamla valds hafa molnað
niður hægt en örugglega - löngu áður en upp-
skiptin miklu áttu sér stað í liðinni viku. Og til
þess var leikurinn gerður.
Hætturnar fyrir bankana
Ein mesta hætta sem steðjar að íslenskum
fjármálastofnunum, og þar með að íslensku
viðskipta- og efnahagslífi, er að tilfinningin fyr-
ir íslensku þjóðfélagi - fyrir íslensku þjóðarsál-
inni - dofni í flóknum excel-æfingum.
Sérfræðingar bankanna geta reiknað sig fram
og til baka. Búið tíl fyrirtæki, sameinað fyrirtæki
eða sundrað þeim í margbrotum töflureiknum
og reiknilíkönum. En niðurstaða fallega upp-
settra excel-skjala er eitt. Þekking á viðskiptalíf-
inu og á þjóðfélaginu og skilningur á þeim und-
irstraumum sem alltaf eru til staðar, er annað.
Ef ákvarðanir banka verða í framtíðinni tekn-
ar á grundvelli excel-æfinga en þekking og
skilningur á þjóðfélaginu eru látin lönd og leið,
mun það hafa skelfilegar afleiðingar í för með
sér. Ekki aðeins fyrir bankana sjálfa heldur fyrir
þjóðfélagið allt.
Áhyggjur af því að bankar séu farnir að sitja
báðum megin við borðið eru ekki ástæðulausar.
Ekki aðeins eru bankarnir viðskiptabankar fyr-
irtækja heldur eru þeir einnig orðnir stórir eig-
endur sinna eigin viðskiptavina. Þessu til við-
bótar vakna grunsemdir þeirra sem eru keppi- j
nautar viðkomandi fyrirtækis og um leið við-
skiptavinir banka um að þeirra hagsmunum
verði kastað fýrir róða. Fyrir banka eru grun-
semdir af þessu tagi hættulegar. Ásýnd og trú-
verðugleiki eru gríðarlega mikilvægir þættir í |
starfsemi allra fjármálastofnana - eru raunar
hornsteinar þeirra.
Hætta á hagsmunaárekstrum verð-
ur alltaffyrir hendi þegar bankar
taka afskarið og taka með beinum
hætti þátt í rekstri sem er alls
óskyldur fjármálastarfsemi.
Á sínum tíma töldu Eimskipafélagsmenn að
Landsbankinn væri kominn út á hálan ís þegar
bankinn átti gríðarlegra hagsmuna að gæta í |
Samskipum og tók virkan þátt í uppbyggingu
skipafélagsins enda með stóran eignarhlut.
Forráðamenn bankans tóku myndarlegan þátt í
viðskiptasamningum Samskipa þegar verið var
að byggja félagið upp. í ljósi þess að Lands-
bankinn var, og er raunar enn, viðskiptabanki
Eimskips voru áhyggjur Eimskipafélagsmanna
skiljanlegar - þátttaka bankans í Samskipum
var að þeirra mati óeðlileg og þó ekki síður
óþægileg. Svipuð staða kann að koma upp aftur.
Hætta á hagsmunaárekstrum verður alltaf
fyrir hendi þegar bankar taka af skarið og taka
með beinum hætti þátt í rekstri sem er alls
óskyldur fjármálastarfsemi. Einmitt þess vegna
getur það aldrei og má aldrei vera markmið
banka að eiga til lengri tíma ráðandi hlut í fyrir-
tækjum í ólíkri starfsemi.
En á stundum neyðast bankar til að taka fyr-
irtæki yfir eða að hrein skynsemi segir að nauð-
synlegt sé að taka þátt í umbreytingu fyrirtækis
eða leiða uppstokkun á markaði.
Fjármálafyrirtækin hafa á undanförnum
árum verið drifkraftur róttækra en nauðsyn-
legra breytinga í íslensku viðskiptalífi. Breytt
eignarhald og nýsköpun hefur að stórum hluta
verið fjármagnað af fjármálafyrirtækjunum
sem aftur hafa gert tugþúsundum íslendinga
kleift að taka þátt í atvinnulífinu með beinum
hætti. Stofnun Baugs er að líkindum eitt
skýrasta dæmið um hvernig fjármálafyrirtækin
mynduðu farveg fyrir breytingar og umpólun í
íslensku viðskiptalífi.
Skrattanum skemmt
Þeir sem halda því fram að atburðir síðustu j
viku sýni og sanni (í það minnsta veki spurn-
ingar um) að valdasamþjöppun og auðsöfnun
fárra hafi aukist hafa rangt fýrir sér. Þvert á móti
hefur valddreifing aldrei verið meiri og íslensk-
ir auðmenn hafa aldrei verið fleiri. Aukið frjáls-
ræði hefur því skilað gríðarlegum árangri. Hitt
er svo annað að einhverjum kann að mislíka I
hverjir hafa efnast og hverjir hafa þurft að láta
eftir völd og áhrif. Þetta er eðli frjálsræðisins - j
frelsið er fyrir alla en ekki aðeins hina útvöldu.
Hvort uppstokkunin var skynsam-
leg eða ekki getur enginn dæmt um
á þessu stigi. Eini dómarinn er
reynslan. Og efskilningur og þekk-
ing á þjóðfélaginu fá að vera með í
för er ekki ástæða til að óttast að
illa takist til.
11
Breytingarnar á eignarhaldi Eimskips, Sjóvár-
Almennra og tengdra fyrirtækja eru í sjálfu sér
eðlilegur hluti af þeirri þróun sem átt hefur sér
stað á síðustu árum. Hvort uppstokkunin var
skynsamleg eða ekki getur enginn dæmt um á |
þessu stigi. Eini dómarinn er reynslan. Ef skiln- 1
ingur og þekking á þjóðfélaginu fá að vera með í
för er ekld ástæða til að óttast að illa takist til.
Rangt er að reyna að gera eðlileg viðskipti -
sem þrátt fyrir allt eru gerð með fyrirvara um j
samþykki hluthafa - tortryggileg. Slíkt er aðeins |
til að skemmta skrattanum og þeim fáu sem ;;
alla tíð hafa haft horn í síðu frjálsræðis.