Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 FÓKUS 23 Það hefur skapast mikil eftirvænting eftir nýju Muse-plötunni, Absolution, sem er nýkomin út. Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu hljómsveitarinnar og hlustaði á plötuna sem margir gagnrýnendur eru þegar farnir að kalla bestu rokkplötu ársins. Kraftmikið og marg- slungiS rokktónverk „Það truflar okkur ekkert,“ segir Dominic Howard, trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Muse, þegar hann er spurður út í staðhæfingar um að hljómsveitin sé offnetin. „Þetta eru bara skoðanir fólks. Þær hafa engin áhrif á það hvemig við búum til okkar tónlist. Við gerum bara nákvæm- lega það sem við viljum gera.“ Hafi Muse einhvem tímann verið hampað mikið í tónlistarpressunni þá eru engar líkur á að það minnki í kjölfar nýju plötunnar, Absolution, sem kom út á mánudaginn. Hún er enn þá öflugri heldur en síðasta plata, Origin Of Symmetry sem kom út árið 2001. Absolution er margbrotin og kraftmikil plata, óslitin rokkveisla ffá fyrsta laginu Apocalypse Please og til þess síðasta Rule By Secrecy. Skólafélacar frá Devon Muse er tríó, skipað þeim Matthew Bellamy, söngvara og gítarleikara, Chris Wolstenhome bassaleikara og Dominic Howard trommuleikara. Þeir eru frá smábænum Teignmouth í Devon á Suður-Englandi. Þeir vom skólafélagar og stofnuðu hljómsveitina þegar þeir voru 13 ára. Þeir kölluðu hana ýms- um nöfhum áður en þeir duttu niður á Muse-nafhið, þ.á m. Gothic Plague, Fixed Penalty og Rocket Baby Dolls. Árið 1998 gaf tríóið út sína fyrstu ep-plötu sem það nefridi einfald- lega Muse. Hún innihélt fjögur lög og var gefin út af smáfyr- irtækinu Dangerous Records. Hin 6 laga Muscle Museum fylgdi í kjölfarið árið eftir. Muse þótti minna mikið á Radio- head í upphafi ferilsins. Effir ffábæra tónleika á CMJ-tónlist' arhátfðinni í New York 1999 gerðu félagamir samning við plötufyrirtæki Madonnu, Maverick Records í Bandaríkjun- um og Mushroom Records f Bretlandi. Fyrsta stóra platan þeirra Showbiz kom út seint á árinu 1999 og fékk ágætar við- tökur. Fyrir tveimur árum kom svo önnur platan, Origin Of Symmetry. Frábær plata sem var töluvert betri en frumburð- urinn. SUKK OG SYNDAAFLAUSN Origin Of Symmetry sló rækilega í gegn í Bretlandi og náði platfnusölu. Muse fylgdi henni eftir með 18 mánaða tónleika- ferðalagi sem lauk á Reading tónlistarhátíðinni 2002. Platan var hins vegar ekki einu sinni gefin út í Bandaríkjunum. Ma- verick fannst hún ekki nógu útvarpsvæn og þegar forsvars- menn útgáfunnar fóru ffam á að hljómsveitin endurhljóðritaði smáskífulagið Plug In Baby án falsettu-söngsins fyrir banda- rískar útvarpsstöðvar þá ákváðu Muse-menn að þeir ættu ekki samleið með Maverick lengur. Origin Of Symmetry tónleika- ferðin var mikil sukkferð. Matt söngvari hætti með kærust- unni sem hann hafði verið með síðan hann var 16 ára þegar ferðin var hálfnuð og upp úr því var hljómsveitarrútan að sögn oft fhll af klæðalausum grúpppíum. Eftir tónleikana á Read- ing í fyrra tók sveitin sér nokkurra mánaða ffí til þess að ná áttum og hlaða batteríin, en svo var leigt æfingahúsnæði í London. Áður en byrjað var að taka upp nýju plötuna sem eins og áður segir heitir Ábsolution (syndaaflausn) gerðu þeir alls konar tilraunir með hugmyndir og hljóm. Origin Of Symmetry var tekin upp á hlaupum á milli tónleika, en þeg- ar þeir voru að vinna Ábsolution gátu þeir einbeitt sér algjör- lega að plötunni og höfðu engar aðra skyldur. I fyrra, á milli Origin Of Symmetry og Absolution, kom út tvöföld plata Hullabaloo Soundtracks sem innihélt 10 b-hliðalög og 11 lög tekin upp á tónleikum, þar af tvö ný. ÁHRIF FRÁ KLASSÍSKRI TÓNLIST Matt Bellamy hefur mikið dálæti á klassískri endurreisnar- tónlist. Hann heldur m.a. upp á Bach, Palestrina og kóratón- list. Áhrif ffá klassískri tónlist eru nokkuð áberandi á Absolution. Sum laganna hafa svipaða uppbyggingu og klassík; kaflaskiptin og áherslubreytingamar eru svipaðar og í klassfskum verkum og svo njóta þeir líka fulltingis klassískra tónlistarmanna í nokkrum laganna. Sumir tónlistargagn- rýnendur hafa gengið svo langt að tala um rokkóperu og vissu- lega eiga sum lögin á plötunni ýmislegt sameiginlegt með rokkóperu-pælingum hljómsveita eins og Queen þó að það sé að mínu mati fullmikið að tala um rokkópem. Þetta er fyrst og ffemst kraftmikið og hugmyndaríkt gftarrokk, margslungið og dramatfskt og ólíkt öllu öðru sem er í boði í tónlist í dag. Textamir á plötunni em í svartsýnni kantinum. Laganöfn eins og Apocalypse Please, Time Is Running Out, Falling Away With You, Hysteria og Blackout segja sitt um innihald- ið. Matt segir þetta vera bæði vegna þess að hann var nýhætt- ur í sex ára sambandi þegar hann byrjaði á plötunni og líka vegna ástandsins í heimsmálum undanfarin tvö ár. Nú er hann hins vegar byrjaður með nýrri kæmstu og í góðum mál- um persónulega þó að ástandið í heiminum sé enn við það sama. U ÁRUNUM Hin frábæra plötuútgáfa' Dom- ino, sem gefurm.a. út Bonnie „Prince" Billy, Four Tet, (Smog) og The Kills, ætlar að halda upp á tfu ára afmælið með því að gefa út tvö- falda safnplötu. Hún á að heita Worlds of Possi- bility og kemur út 6. október. Á henni verða 36 lög, m.a. með fyrrnefndum listamönnum en líka með Clinic, Max Tundra, Mouse on Mars, Pram, Quasi. Stephen Malkmus 6 The Jicks, The Btueskins, The Pastels, Sebadoh, Elliott Smith, Jim O’Rourke, To RococcoRoto.fi. ítengslum við útkomu ptötunnar og ftilefni af afmælinu verður röð tónleika í London þar sem margir af listamönnum hennar koma fram. Það gengur vel hjá Domino á afmælisárinu. Margir telja plötuna Four Tet, Rounds eina af bestu plötum ársins hingað til og The Kills, sem eru eins og kunnugt er væntanlegir á Airwaves-tónlistarhátíðina f næsta mánuði, eru eitt af heitustu nýju nöfnunum í rokkinu beggja vegna Atlandshafsins. Yfirlitsútcáfa með Talking Heads Bandarfska ný- bylgjuhljómsveit- in Talking Heads, sem naut mikilla vinsætda og virð- ingar á áttunda og níunda ára- tugnum, er að fara að gefa út pakka með helstu verkum sveitarinnar. Endurútgáfusérfræð- ingarnir hjá Rhino sjá um útgáfuna sem á að heita Once in a Lifetime og er væntanleg II. nóvember. f henni verða þrír geisladiskar og DVD. Á geisladiskunum verða 55 lög, þ.á m. öll þekktustu lög sveitarinnar (Psycho Killer, Life During Wartime, Once in a Lifetime, Burning Down the House, Road to Nowhere...). Auk þess verða þar sjaldgæf og itlfáanleg lög og svo fimm tög sem ekki hafa komið út áður: In Asking Land (frá 1988) og áður óútgefnar útgáfur af Uh-Oh Love Comes to Town, New Feeling, Cities og Drugs. Á DVD-inu verða þrettán myndbönd. Allir fjórir meðlimir Talking Heads (David Byrne, Jerry Harrison, Chris Franti og Tina Weymouth) komu að út- gáfu plötunnar en Byrne hefur ekkert viljað hafa með hina meðlimina sfðan 1991 þó að hann hafi gert undantekningu þegar sveitin var tekin í heiðursflokk rokkara á Rock’N'Roll Hall of Fame hátfðinni í fyrra. Og líka . Morrissey byrjar að taka upp nýja plötu ÍDublin foktóber. Hún hefur fengið vinnuheitið Irish Blood, English Heart og verðurtekin upp af Jerry Finn sem er þekktasturfyrir að hafa unnið með Blink 182 og Green Day ... Næsta plata Van Morri- sons, What's Wrong with This Picture, kemur út 21. október. Það er Blue Note útgáfan sem gefur hana út... Basement Jaxx ætla að fylgja nýju plötunni sinni, Kish Kash, sem kemur út í október, eftir með tónleikahaldi. Fyrstu fjórir tónleikarnir verða í London í desembcr... Nýja Travis-platan, 12 Memories, kemur út 13. október... Á fyrstu sólóplötu Gwen Stefani úr No Doubt verða m.a. lög sem hún vinnur með Missy Elliott og OutKast ... Næsta Belle 6 Sebastian plata á að heita Dear Catastrophe Waitress og er væntanleg 13. október... sk< itili omar Flytjandi: David Bowie Platan: Reality Útgefandi: Iso/Skífan Lengd: 49:25 mín. Flytjandi: Lisa IVlaffia Platan: First Lady Útgefandi: Independentc, Skífan Lengd: 54:07 min. stoðreyndir Þá er David Bowie mættur með sína 26. plötu. Eins og plata Bowie frá því í fyrra, Hetahen, þá er Reality tekin upp undir stjórn Tony Visconti sem pródúseraði margar helstu Bowie-plötur áttunda ára- tugarins. Bowie spilar sjálfur á gítar, hijómborð, synta, xylophone, ásláttar- hljóðfæri og barítónsaxófón en Eari Slick, Mike Garson og Steriing Campbell eru á meðal annarra hljóðfæraleikara. Platan er skyld Heathen en þó nokkuð rokkaðri. Hún ætti að vera gömlum Bowie-aðdáendum vel að skapi. Auk frumsömdu laganna eru tvö tökulög á plötunni, Pablo Picasso eftir andhetj- una og sérvitringinn viðkunnarlega Jonathan Richman (Something About Mary) og Try Some, Buy Some eftir George heitinn Harrison. Platan heitir Reality (Raunveruleiki). Að sögn Bowies hefur orðið .raunveru- leiki" misst merkingu sína í þeirri óreiðu sem einkennir samfélag nútím- ans. Margt af því sem var álitið stað- reynd fýrir tuttugu árum er t.d. f dag spurning. Við erum hætt að geta treyst á sannleikann. Á plötunni veltir Bowie fyrir sér þessum hlutum og hug- takinu „raunveruleiki" ... Þetta er fín plata og aö minu mati tölu- vert sterkari en Heathen. Hér eru mörg flott lög, t.d. New Killer Star, Bring Me the New Disco King, titillagið sem er hörkurokklag, og Fall Dog Bombs sem er nánast eins og tilvísun i Heroes, git- arleikurinn i því minnir á gítarleik Ro- berts Fripps í Heroes og uppbygging lagsins er svipuð. Bowie á greinilega nög eftir ennl trausti Júlíusson Þetta er fyrsta plata So Solid Crew söngkonunnar, Lisu Maffia. Þegar So Solid sló í gegn með laginu 21 Seconds fyrir þremur árum var sveit- inni strax spáð mikilli velgengni sem sólólistamanni. Það eru m.a. félagar hennar úr So Solid, G-Man, Megaman, Swiss, Jo, Thug Angel, Tiger S, Face og AC Burrell sem vinna lögin á plöt- unni með henni. Þetta er sambland af UK garage, r&b og poppi með hip-hop áhrifum. Hér er greinilega reynt aö höfða til fleiri en bara gömlu So Solid Crew aðdáend- anna. Platan er líka ætluð þeim sem hafa gaman tónlist r&b stórstjarna eins og Aaliyah, Beýoncé, Brandy eða Kelly Rowland. Það hefur gengið frekar brösuglega hjá So Solid undanfarið. Ofbeldi hefur loð- að viö tónleika sveitarinnar og nokkrir meðlimanna hafa verið teknir fastir, sakaðir um aö hafa skotvopn og eitur- lyf í fórum sínum. Asher D hlaut átján mánaða fangelsi og G-Man, sem er kærasti Lisu, var í sumar dæmdur í flögurra ára fangelsi fyrir að vera með hlaðna byssu á sér. Þessi plata er vægast sagt mikil von- brigði. Eins og oft þegar reynt er að höfða til allra er niðurstaðan engum að skapi. Platan er vægast sagt mjög mátt- laus og stefnulaus. Skástu lögin - All Over, Women of The Worid og Down - eru ekkert annaö en léleg stæling á því sem snillingar eins og Timbaland hafa verið að gera með bandariskum r&b- stjörnum. trausti júlíusson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.