Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Qupperneq 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Tilvera Fólk • Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5824-550 5810 Kylie með splunkunýja plötu Ástralska söngstjarnan Kylie gefið sér tíma til að vinna að Minogue hefur ekki MMpngr------nýrri plötu. setið auðum hönd- - flH Undanfarna mánuði um síðustu mánuð- Hftý^, .1 Hft hefur stjarnan smá- ina og misserin. Auk ft wfíJ? gaflftj vaxna dvalið löngum þess að vera á kafi í K. T stundum í hljóðveri - í nýju ástarsambandi H HH London, á frlandi og við franska K Spáni - og þess verður hjartaknúsarann og ekki langt að bíða að kvennagullið Olivier M almenningurfái að Martinez hefur hún ftftftft[___\ | heyra. Undir sól BROS Á FRUMSÝNINGU: Kvikmyndin Undir sólinni í Toscana var frumsýnd vestur í Los Angeles á dögunum og þarvoru mættar fjórar brosmildar konur. Þær eru leikkonan Sandra Oh, leik- stýran Audrey Wells, leikkon- an Diane Lane og Nina Jac- obson, forseti Buena Vista kvikmyndafyrirtækisins. Sem fugl áflugi Þótt ístendingar séu orðnir vanir því að sjá konur í prestaskrúða er ekki jafnalgengt að sjá kvenprest í mótor- hjólaskrúða. En sr. íris Kristjánsdóttir, klerkurí Hjallakirkju, á einn slíkan. Sr. íris er nýlega búin að taka mót- orhjólapróf en á eftir að kaupa sér hjól. Fær bara eitt lánað til að láta mynda sig á en vill alls ekki vera með prestakraga á myndinni. „Mótor- hjóladellan kemur mínum prestskap ekkert við,“ segir hún, ákveðin. Kveðst fyrst og fremst líta á mótor- hjólaaksturinn sem tómstundagam- an en telur þó ekki útilokað að hún hjóli í vinnuna á sumrin þegar hún hafi íjárfest í viðeigandi farartæki. „Ekki vegna þess að það sé eitthvað „kúl“ að vera prestur á mótorhjóli heldur af því að það er svo æðislegt að hjóla,“ segir hún brosandi og heldur áfram. „Ég heyrði konu segja það í sjónvarpinu nýlega að þetta væri það næsta sem maður kæmist þeirri tilfinningu að vera fugl á flugi og mér finnst það mjög góð lýsing. Maður er svo frjáls og frír og fær nátt- úruna beint í æð. Ég fæ mikið út úr því og mitt ráð til fólks sem langar að læra á hjól er: Látið drauminn ræt- ast." Létu vindinn leika um hárið Sr. Iris er fædd og uppalin í Kefla- vík, yngst þriggja systkina. Hún kveðst hafa kynnst mótorhjólum á unglingsárunum þegar vinkona hennar fékk skellinöðrupróf. Þær stöllur hafi þá vasast svolítið á hjóli og látið vindinn leika um sítt hárið. Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frelsistilfinn- ing sem fylgirþví að vera á hjóli og ég lofaði sjálfri mér því að láta gamlan draum rætast og taka mótorhjólapróf. Það var svo starfsbróðir hennar úr nágrannaprestakallinu í Digranesi sem smitaði hana að nýju. „Hann er með algera mótorhjólabakteríu," segir hún og upplýsir að eftir náms- ferð sem prestamir í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra fóru til Danmerkur í fyrra hafi þrír leigt sér mótorhjól í Þýskalandi og hjólað svolítið um. „Þá kviknaði aftur þessi unaðslega frels- istilfinning sem fylgir því að vera á hjóli og ég lofaði sjálfri mér þvf að láta garnlan draum rætast og taka mótorhjólapróf. Það efndi ég núna í sumar," segir hún brosandi. Fékkyfir sig gusu Þótt ekki sé skylda að æfa mótor- hjólaakstur á malarvegum til undir- búnings prófs, að sögn írisar, þá var hún látin reyna sig við slíkar aðstæð- ur. „Það gilda önnur lögmál á möl- inni, til dæmis í sambandi við heml- un, fyrir utan það að á malarvegi geta menn átt á hættu að lenda í grjót- kasti ef þeir mæta b£l,“ segir hún. Pollarnir geta líka verið varasamir, bæði á bundnu slitlagi og óbundnu. Því fékk hún að kynnast í ökuprófinu því að þann dag var stórrigning og rok. „Það getur verið slæmt að lenda í djúpum hjólförum, fullum af vatni, og því hélt ég mig úti í kantinum en stór trukkur keyrði samhliða mér og sendi yfir mig þvílíka gusu. Þetta er bara nokkuð sem maður þarf að venjast hér á landi," segir hún hetju- lega. Bara fyrir gangstera Þegar prófið var í höfn var næsta skref hjá írisi að kaupa sér leðurgalla og hanska. Enn á hún eftir að fá sér hjálm og endurskoða skóeignina. „Maður þarf að vera í góðum upphá- um skóm," segir hún. Þegar múnder- ingunni er líkt við prestsskrúða bros- ir hún af kristilegu umburðarlyndi og segir rólega: „Skrúði prestanna við athafnir er auðvitað með sérstökum hætti og ákveðnar reglur gilda í þeim efnum en um mótorhjólaklæðnað gilda líka ákveðnar reglur vegna þess að hann er ekilsins eina vöm ef eitt- hvað kemur fyrir." Hún þegir um stund, segir svo: „Þetta var það sem fólkinu mínu datt fyrst af öllu í hug þegar ég sagði því hvað ég væri að bralla, að það væri svo hættulegt að vera á mótorhjóli og KÓPAVOGSKLERKUR: „Éq er ekki með hióladellu af því það sé svo „kúl" að vera prestur á vélhjóli hel (ris. svo fékk ég að heyra að mótorhjóla- akstur væri bara fýrir gangstera. Fólk gerir sér ákveðna mynd af mótor- hjólafólki, að það sé á bilinu 20-30 ára, algerir brjálæðingar sem spæna um götur á ofsahraða. En það er bara misskilningur." INÚfTI: Er kannski ekki svo óskyldur norraenum mönnum. Ný heimildaþáttaröð í þre-mur hlutum: DNA-slóð víkinga og norrænna manna rakin Sjónvarpið mun í október taka til sýninga nýja heimildaþáttaröð f þremur hlutum þar sem fylgst er með undirbúningi, framkvæmd og niðurstöðum úr verkefni dr. Agnars Helgasonar og dr. Gísla Pálssonar þar sem kanna átti með erfðarann- sóknum hugsanlegan skyldleika inúíta og norrænna manna á Grænlandi miðalda, varpa ljósi á afdrif byggða þeirra og á ferðir inúíta um norðurhjarann. Mörgum spurningum er svarað í þáttunum og nýjar vaktar. Meðal spurninga sem lagt er upp með má nefna: Eru inúítar í Kanada með ljóst yfirbragð afkomendur nor- rænna manna? Blönduðust ís- lensku nýlendurnar grænlenskum inúítum? Hvaða hugmyndir eru uppi um vegferð norrænna manna í vestri? Hvernig má rekja skyld- leika með erfðarannsóknum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.