Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 26
26 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
M Ræktun lýðs og lands
Umsjón: Páll Guðmundsson
Netfang: palli@umfi.is
Sími: 568 2929
£2)
LANOQMÓT
LEIÐTOCJA
SKOUNN
Ungmennafélögin burðarásar í félagslífi í dreifðum byggðum landsins:
Á ÍÞRÓTTAMÓTI: Ungmennafélögin gegna viðamiklu hlutverki í félagslífi úti um land, hvort heldur er litið til íþróttastarfs þeirra
eða margs konar félagslífs sem þau halda úti.
Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri
Norður-Héraðs, er fæddur á Breiðavaði
* í Eiðaþinghá. Hann ólst upp í ung-
mennafélögunum og JC- hreyfing-
unni.
Einnig starfaði hann meðal ann-
ars í Samvirkjafélagi Eiðaþinghár
sem hafði sömu reglur og ung-
mennafélag. Hlutverk félagsins var
að virkja alla saman til átaka. Unnið
var að íþróttamálum, haldnar
skemmtanir og einnig var annað fé-
lagsstarf, til dæmis spilakvöld,
kvöldvökur og fleira. Jónas segir
" þetta hafa verið góðan skóla.
Þjálfaðist upp í ræðu-
mennsku
„í skólum í þá daga var agi meiri
en er í dag. Námið snerist um að
sitja og þegja og taka eftir því sem
kennarinn sagði. Niðurstaðan af því
var að maður hafði skoðanir á hin-
um ýmsum málum en þorði ekki að
tjá sig um hlutina," segir Jónas.
Það var svo þegar hann kynntist
ungmennafélögunum og síðar JC-
starfmu að hann lærði að tjá sig - og
hefur að eigin sögn ekld þagnað síð-
an.
Félagsmálanámskeið á vegum
UMFÍ vom haldin víða um land á
.*■ fyrri ámm. „Þau vom í sjálfu sér
ágæt og þar lærði maður margt
ágætt. Maður þjálfaðist mildð upp f
ræðumennsku og varð síðar ís-
landsmeistari í einstaklingsræðu-
keppni innan JC.“
Fengu sinn félagslega skóla
Ungmennafélögin og kvenfélögin
vom þau félög í sveitinni sem héldu
uppi öllu félagsstarfi í byggðarlag-
inu, að sögn Jónasar. „Þarna fengu
menn alla þá þjálfun sem nýttist
mönnum enn frekar í störfum til
dæmis fýrir sveitarfélög, önnur fé-
lagasamtök eða lyrirtæki. Margir
sem gegna ýmsum forystuhlutverk-
um í þjóðfélaginu í dag fengu sinn
félagslega skóla og reynslu í gegnum
ungmennafélagsstarf."
Sé fyrir mér aukið samstarf
Jónas starfar í dag sem sveitar-
stjóri Norður-Héraðs.
Ég held til dæmis að við
Austfirðingar gætum átt
gott lið í úrvalsdeild í
knattspyrnu efmenn
ynnu meira saman.
„Ég held að það væri mjög af
hinu góða ef samstarfið innan
íþrótta- og æskulýðsmála yrði enn
meira. Hvað ef ungmenna- og
íþróttafélög í landinu myndu hætta
sínu starfi. Þá held ég að staðan í
mörgum sveitarfélögum yrði slæm
og menn myndu kannski fyrst þá
átta sig á því mikla starfi sem félög-
in standa fyrir. Ég sé fyrir mér auk-
ið samstarf milli sveitarfélaga og
ungmennafélaga, til dæmis með að
síðarnefndu félögin taki enn frekar
að sér starfið en fái greitt fyrir það
frá sveitarfélögunum. Við erum
reyndar í dag að greiða þessum fé-
lögum og styrkja, en það er ekki
alltaf í samræmi við þeirra mikla
starf.“
Ef við stöndum saman
Jónas var framkvæmdastjóri UÍA
frá 1990 til 1998 og sat einnig í
nefndinni sem stýrði Landsmótinu
á Egilsstöðum 2001.
„Mjög afhinu góða ef
samstarfið innan
íþrótta- og æskulýðs-
mála yrði enn meira.
Hvað efungmenna- og
íþróttafélög í landinu
myndu hætta sínu
starfi."
„Mótið á Egilsstöðum var stór-
kostlegur atburður. Það var töluvert
átak að koma þessu á enda þurfti að
byggja upp milda aðstöðu en niður-
staðan er sú að í dag er ein glæsileg-
asta íþróttaaðstaða landsins á Egils-
stöðum. Fyrir vikið eru miklir sókn-
armöguleikar til staðar. Það var
mjög gaman að koma að þessu móti
og fjöldi fólks vann þar gott starf."
Landsmótið segir Jónas að hafi
meðal annars sameinað Austfirð-
inga í því að halda þetta mót. „Þegar
við Austfirðingar stöndum saman
þá getum við hlutina. Til dæmis var
meistaramót íslands haldið á Egils-
stöðum í sumar - það er meðal ann-
ars að þalcka þeirri reynslu og að-
stöðu sem við byggðum upp og öðl-
uðumst á landsmótinu."
Héraðssamböndin ómissandi
Á seinni árum hefur komið upp
umræða um héraðssamböndin.
Slíkt er kannski ekki óeðlilegt því að
sum félögin eru svo stór og öflug að
þau telja sig jafnvel geta verið án
sambandanna.
„Minni félög gætu," segir Jónas
„alls ekld verið án héraðssambanda.
Stóru félögin eru oft með ftam-
kvæmdastjóra á eigin vegum og
starfa meira sjálfstætt. Engu að síður
er starf sambandanna mikilvægt
sem sameiginlegur málsvari félag-
anna á svæðinu. Ættu héraðssam-
böndin að vinna að málum sem eru
jafnvel þessum sterku félögum of-
viða, til dæmis í fræðslustarfi, kynn-
ingarstarfi og innra félagslegu
starfi," segir Jónas.
Gætum átt úrvalslið í
knattspyrnu
Hann segir að verið sé að nota
mikla fjármuni í meðalmennsku í
íþróttum en ekki eins mildð í æsku-
lýðsstarf.
„Það er kannski verið að kaupa
menn jafnvel niður í þriðju deildar
lið og síðan ferðast hingað og þangað
um landið. Þegar menn eru famir að
tala um afreksmennsku í íþróttum
þá er það dýrt dæmi og má kannski
segja að þar séu margir kallaðir en
fáir útvaldir. Ég field til dæmis að við
Austfirðingar gætum átt gott lið í úr-
valsdeild í knattspymu ef menn
ynnu meira saman. Á það hefur hins
vegar aldrei verið látið reyna til nógu
langs tíma. Aftur á móti höfiim við
átt marga ágætis einstaldinga í hin-
um ýmsu greinum."
Keppum í tölvuvinnslu
Starfið í ungmennafélögunum er
fjölbreytt. Jónas segir félagsmála-
starf löngum hafa verið umfangs-
mildð og segir að það þurfi sífellt að
endumýja og efla það, meðal ann-
ars með fræðslu og námskeiðum.
„Starfsíþróttir njóta mikilla vin-
sælda á landsmótum og stundum á
héraðsmótum - og ég held að við
ættum alveg eins að keppa f félags-
málum og í fótbolta eða frjálsum.
Keppni í ræðumennsku er til dæmis
ákaflega skemmtileg. Síðan þurfum
við jafhvel að endurskoða starfs-
íþróttimar, alveg mætti hugsa sér að
keppa í tölvuvinnslu enda starfa
margir á þeim vettvangi," segir Jónas
Þór Jóhannsson, sveitarstjóri Norð-
ur-Héraðs, að síðustu.
SVEITARSTJÓRINN: Niðurstaðan af því var að maður hafði skoðanir á hinum ýmsum
málum en þorði ekki að tjá sig um hlutina," segir Jónas Þór Jóhannsson.
Alltaf ódýrast
á www.flugfelag.is
FLUGFÉLAG ÍSLANDS