Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Qupperneq 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
DV Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889
íslenskur sigur
KNATTSPYRNA: (slenskaU-19
ára lið kvenna lék fyrsta leik
sinn í undankeppni EM í gær
en riðillinn ferfram í Slóvakíu.
Leikið var gegn Lettum og er
skemmst frá því að segja að ís-
lenska liðið hafði mikla yfir-
burði í leiknum og vann að lok-
um öruggan sigur, 4-0.
Stjörnustúlkan Harpa Þor-
steinsdóttir skoraði tvö mörk í
gegn Lettum
leiknum og Blikastúlkan Greta
Mjöll Samúelsdóttir og Vals-
stúlkan Dóra María Lárusdóttir
skoruðu eitt mark hvor.
Næsti leikur liðsins er gegn
heimamönnum í Slóvakíu en
þær byrjuðu mótið einnig vel
með góðum sigri á Tékkum,
2-0.
Láki áfram
KNATTSPYRNA: Þorlákur
Árnason verður áfram við
stjórnvölinn hjá Valsmönnum.
„Ég verð áfram með Valsliðið á
næstu leiktíð. Það er búið að
ganga frá því. Við Valsmenn
ætlum ekki að dvelja lengi í 1.
deildinni heldur er stefnan sett
á að komast strax upp aftur,"
sagði Þorlákur Árnason.
Makan laus
KNATTSPYRNA: Að erlendu
leikmönnunun frátöldum er
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
eini KA-maðurinn með lausan
samning. Forráðamenn KA
hyggjast bjóða honum nýjan
samning en hann vildi ekkert
gefa upp um það í gær hvort
hann yrði áfram í KA. „Ég er
samningslaus og ætla mér að
spila en hvar veit ég ekki."
Staðan
Fram
Valur 2 2 0 0 50-45 4
Vfkingur 3 1 1 1 84-79 3
KA 3 1 0 2 82-78 2
Aftureld. 2 1 0 1 52-50 2
Grótta/KR 2 0 2 0 45-45 2
ÞórAk. 3 0 0 3 76-96 0
Næstu leikir:
Þór-Grótta/KR fös. 26. sept. kl. 19.15
Valur-Vfkingur fös. 26. sept. kl. 20.00
Afture.-Vfking. fös. 26. sept. kl. 19.15
Framarinn Héðinn
móttökur hjá 9*
u/KR á Nesinu i gær
rsson sem tekur
Domarar:
Guðjón L. Sigurðsson
Ólafur Haraldsson.
8/10
Sorglegur
sóknarleikur
f boði á Nesinu þegar Grótta/KR og Fram gerðu sanngjarntjafntefli, 21-21
Gæði leiks:
3/10
Áhorfendur:
600.
Maður leiksins:
Hlynur Morthens, Grótta/KR
Gangur leiksins:
0-1, 0-3, 3-4, 5-9,8-9, (9-11), 9-12,
11-14,15-15,17-16, 20-19, 21-21.
Það var haustbragur á leik
Gróttu/KR og Fram á Nesinu f
Jt gærkvöld.Leikur beggja liða
var fullur af mistökum og það
var vel við hæfi að liðin skiptu
með sér stigunum að lokum -
jafnvel þótt hvorugt liðið hafi í
raun átt skilið stig fyrir frammi-
stöðuna.
Framarar byrjuðu leikinn með
miklum látum og náðu fljótlega
þriggja marka forystu fyrir tilstilli
Björgvins Björgvinssonar. Gróttu-
menn komust þó fljótlega inn í
leikinn og voru drifnir áfram af
Gintaras, sem virtist vera eini mað-
urinn í sóknarleik Gróttu/KR sem
þorði að skjóta á markið. Sóknar-
leikur liðsins var ráðleysislegur,
hægur og tilviljanakenndur. Með
því er ég ekki að segja að sóknar-
leikur Framara hafi verið á háu
plani en hann var þó lengstum
skömminni skárri og þeim gekk
betur að opna Gróttuvörnina. Fyrir
vikið fengu þeir mörg víti og þeir
refsuðu Gróttumönnum oft með
vel útfærðum hraðaupphlaupum
sem voru ekki til hjá heimamönn-
um. Hlynur Morthens var í feikna-
formi í marki Gróttu/KR og hélt lið-
inu á floti á löngum köflum.
Sóknarleikur Framara versnaði í
síðari hálfleik og þeir féllu niður á
sama plan og heimamenn voru á í
fyrri hálfleik. Kristinn Björgúlfsson
hafði haft hægt um sig í fyrri hálf-
leik en hann datt í gírinn í síðari
hálfleik og var maðurinn á bak við
góðan kipp hjá heimamönnum
sem endaði með því að þeir
komust yfir þegar 18 mínútur voru
eftir af leiknum. Liðin héldust nán-
ast í hendur það sem eftir lifði leiks
en Framarar náðu forystunni á nýj-
an leik þegar mínúta var eftir af
leiknum. Risinn Héðinn Gilsson
vaknaði þá af værum blundi og
skoraði tvö síðustu mörk Framara í
leiknum. Mark hans mínútu fyrir
leikslok dugði þó ekki til því Krist-
inn Björgúlfsson kom til bjargar og
hann jafnaði leikinn með góðu
skoti þegar aðeins fimm sekúndur
voru eftir.
Bæði lið mega muna sinn fífil
fegri því leikurinn var ekki glæsileg-
ur. Þau geta þó huggað sig við það
að leiðin getur vart legið annað en
upp á við eftir þetta. Hlynur mark-
vörður var bestur í liði heima-
manna, varði jafnt og þétt allan
leikinn og hélt sínum mönnum
inni í leiknum lengi vel. Framlag
Kristins var mikilvægt, ekki síst þar
sem Gintaras fylgdi ekki eftir góð-
um fyrri hálfleik.
Petkevicius var öflugur í marki
Bæði lið mega muna
sinn fífil fegri því
leikurinn var ekki
glæsilegur.
Framara og hann sá til þess að þeir
fengu stig í leiknum með frábærri
markvörslu á lokakaflanum. Guð-
jón nýtti færin vel og Valdimar
skoraði mikilvæg mörk, rétt eins og
Héðinn.
Sanngjörn úrslit
„Miðað við það hvernig leikurinn
þróaðist voru þetta sanngjörn úr-
slit. Það er klárt mál að við
spiluðum ekki vel í þessum leik og
þá sérstaklega ekki í sókninni. Við
klúðruðum of mörgum góðum fær-
um og óðagotið í sóknarleiknum
var fullmikið," sagði Ágúst Jó-
hannsson, þjálfari Gróttu/KR, sem
lagði jakkafötunum í gær en sýndi
þrátt fyrir það sparihliðamar í sam-
skiptum sínum við dómarana.
Heimir Ríkharðsson, þjálfari
Fram, var sammála Ágústi í því að
úrslitin hefðu verið sanngjörn.
„Ég er mjög sáttur við að hafa
náð stigi af því að við spiluðum
þennan leik gríðarlega illa sóknar-
lega. Varnarleikurinn hélt samt oft-
ast bærilega og það er h'nt að ná
stigi þegar við leikum mjög illa,“
sagði Heimir sem fékk rauða
spjaldið í lok leiksins en misskiln-
ingur varð á milli hans og annars
dómara leiksins. Sá sagði að leikur-
inn væri búinn og því gekk Heimir
út á völlinn og fékk fyrir vikið rautt
spjald hjá hinum dómaranum sem
hafði bætt við tíma.
henry@dv.is
GRÓTTA/KR
Mörk/ þar af víti (skot/vrti) Hraðaupphl.
Gintaras Savukynas 8/4 (13/6) 1
Kristinn Björgúlfsson 5(7)0
Magnús Agnar Magnússon 4(7)0
Þorleifur Björnsson 2(7)1
Kristján Geir Þorsteinsson 1(1)0
Sverrir Pálmason 1 (3)0
Brynjar Hreinsson 0 13) 0
Páll Þórólfsson 0 (\) 0
Samtals: 21/4 (42/6)2
Fiskuð víti
Magnús Agnar Magnússon 4
Gintaras Savukynas 1
Þorleifur Björnsson 1
Varin skot/þar af víti (skot á sig/víti)
Hlynur Morthens 18/3 35/6)51%
Gísli Guðmundsson Brottvfsanin 6 mínútur. 0 (4/2)0%
FRAM
Mörk/ þar af víti (skot/vfti) Hraðaupphl.
Björgvin Björgvinsson 6/4 (7/5! 1
Guðjón Drengsson 4 1
Valdimar Þórsson 3 (6/2) 1
Héðinn Gilsson 2(6/1)1
Jón Björgvin Pétursson 2/1 (3/1! 0
Arnar Þór Sæþórsson 2(3)0
Þorri Björn Gunnarssön 1(2)1
Hafsteinn Ingason 1(2)1
HjálmarVilhjálmsson 0 0
Guðlaugur Arnarsson 0(1)0
Samtals: 21/5(41/9)6
Fiskuð vfti
Arnar Þór Sæþórsson MBMM
Héðinn Gilsson 3
Hafsteinn Ingason 1
Valdimar Þórsson 1
Varin skot/þar af vfti (skot á sig/víti)
Egidijus Petkevicius 20/2 (41 48 %
Brottvisanin 14 minútur. Björgvin útilokaður og Heimir þjálfari rautt.
4