Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRl: örn Valdimarsson
AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys-
ingar@dv.is. - Dreiflng: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Margir missa vinnuna í
Vesturbyggð
- frétt bls. 4
Stórfelldar blekkingar
- frétt bls. 6
Tónlistarhús kostar 6,4
milljarða
— fréttir bls. 10-11
Reykingar hafa áhrif á
alla
- Líkami og sál bls. 28
Ásthildur og Allan best
- DV Sport bls. 16
Bíó og sjónvarp
- Tilvera bls. 36-37
Krókódíll og tígrisdýr
bjuggu saman í NY
Þótt New York haf! oft verið lýst
sem borgarfrumskógi er ekki þar
með sagt að maður þurfi að taka
líkinguna jafnbókstaflega og íbúi
nokkur í Harlem. Hann hélt nefni-
lega bæði tígrísdýr og krókódfl
heima hjá sér.
Það voru nágrannar hins 31 árs
gamla Antoines Yates sem gerðu
lögreglunni viðvart um dýrahaldið
um helgina.
Leyniskytta úr röðum laganna
varða var fengin til að skjóta deyfi-
lyfjum í tígurinn, inn um glugga á
fimmtu hæð fjölbýlishússins. Að
sögn talsmanns lögreglunnar í
New York var tígri rúmlega tvö
hundruð kíló og krókódfllinn var
þriggja metra langur.
Yates var ekki heima heldur
reyndist hann vera á sjúkrahúsi í
Ffladelfíu vegna dýrabita.
Hellir í 39. sæti
Austurbyggð
SVEUARSTJÓRNARMÁL Sveit-
arstjórn nýsameinaðs sveitarfé-
lags Búða- og Stöðvarhrepps
samþykkti á fyrsta fundi sínum í
liðinni viku að sveitarfélagið
skyldi heita Austurbyggð. Nafn-
ið hlaut flest atkvæði í samein-
ingarkosningunni. Þá var sam-
þykkt að semja við Steinþór
Pétursson um að verða sveitar-
stjóri Austurbyggðar.
SKÁK: Skáksveit Hellis hafnaði í
39. sæti með 4 stig og 16 vinn-
inga á Evrópukeppni taflfélaga
sem lauk um helgina á Krít.
Franska taflfélagið NAO Chess
Club sigraði. Kvennasveit Hellis
hafnaði í 13. sæti. Hellisliðið var
langstigalægsta lið mótsins. Ár-
angur Hellismanna, sem allir
tefldu 7 skákir, var þannig að
Sigurbjörn J. Björnsson hlaut 5
vinninga, Helgi Áss Grétarsson
3, Sigurður Daði Sigfússon,
Kristján Eðvarðsson og Bragi
Halldórsson 2,5 hver og Ingvar
Ásmundsson 0,5 vinning. Af
Helliskonum, sem hver tefldi 6
skákir, stóð Lenka Ptacnikova
sig best, hlaut 2,5 vinning. Guð-
fríður Lilja Grétarsdóttir hlaut
1,5 Anna Björg Þorgrímsdóttir 1
og Áslaug Kristinsdóttir engan.
Kom við
HEIMSÓKN: Sergei B. Ivanov,
varnarmálaráðherra Rússa, átti
viðdvöl hér á leið sinni til Banda-
ríkjanna í gær. Snæddi hann há-
degisverð í ráðherrabústaðnum í
boði Halldórs Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra. Halldór sagði Rússa
gera sér grein fyrir mikilvægi
Keflavíkurflugvallar fyrir flugum-
ferð um Atlantshaf en málefni
íraks voru einnig rædd.
Heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári:
Næstum 90 milljarða
hækkun frá 1997
SÖGULEG TfMAMÓT: Á þarnæsta ári mun ríkisstjórnin líklega ná þeim magnaða árangri að hafa hækkað útgjöld ríkissjóðs um
hvorki meira né minna en 100 milljarða króna á aðeins átta árum.
Fjárlagafrumvarpið felur í sér
að ríkisútgjöld verða 47% hærri
en þau voru árið 1997.
Á núverandi verðlagi voru heild-
arútgjöld ríkisins 186 milljarðar
árið 1997. Samkvæmt fjárlagafrum-
varpinu verða þau 273 milljarðar á
næsta ári. Hækkunin nemur 87
milljörðum króna. Hiutfallslega er
þetta 47% hækkun.
Hækkunin er svipuð og allar
tekjur af virðisaukaskatti og meiri
en allur tekjuskattur einstaklinga á
næsta ári. Hún jafngildir um
300.000 krónum á hvert manns-
barn eða 1,2 milljónum króna á
hverja fjögurra manna fjölskyldu.
f langtímaáætlun fjárlagafrum-
varpsins kemur fram að árið 2005
er áætlað að ríkisútgjöld verði tæp-
ir 285 milljarðar. Þá munu ríkisút-
gjöld sem sagt hafa aukist um 100
milljarða frá árinu 1997.
í nýlegri samantekt Verslunar-
ráðs fslands kemur fram að opin-
ber útgjöld hafa aukist úr 37% af
vergri landsframleiðslu árið 1997 í
um það bil 42%. í samanburði
OECD-þjóða á hlutfalli samneyslu
af landsframleiðslu hefur ísland
farið úr 16. sæti árið 1980 upp í 11.
sæti árið 1990 og nú í 3. sæti.
Telja má víst að ein stærsta or-
sökin fyrir raunhækkun ríkisút-
gjalda undanfarin ár sé kaupmátt-
araukning ríkisstarfsmanna.
olafur@dv.is
Flugdagur í Mýrdal:
Langþráður
draumur
rættist
Flugmálafélag fslands hélt síð-
asta hópflug ársins í Mýrdaln-
um á laugardag. Rúmlega 20
flugvélar voru á Höfða-
brekkuflugvelli þegar mest var
og er þetta þar með annað
mesta hópfiug félagsins á
seinni árum.
Að sögn Reynis Ragnarssonar,
einkaflugmanns, flugdellukarls og
fyrrv. lögregluþjóns í Vík, var þetta
frábær dagur á allan hátt, enda gat
veður varla verið betra, logn og sól.
Hann sagðist vera búinn að vinna
að því í tvö ár að flugdagur væri
haldinn í Mýrdalnum. Gunnar Þor-
steinsson, starfsmaður flugmálafé-
lagsins, sagði að þessi ferð hefði
toppað allar ferðir sumarsins en til-
gangur svona ferða væri að skoða
Island, njóta góðrar leiðsagnar
heimamanna og sýna flugvélarnar.
Hópflug þetta var skipulagt af
Gunnari og Reyni Ragnarssyni í
Vík, sem var gestgjafi í þessari
heimsókn.
FLUGVtLAFJÖLDI: Fjöldi flugvéla tók þátt I flugdeginum í Vik í Mýrdal.
FLUGDAGUR: Reynir Ragnarsson,
einkaflugmaður og flugdellukarl hafði
undirbúið flugdaginn í Mýrdal í tvö ár.
Hann heppnaðist frábærlega enda veður
gott.
Þegar allar vélarnar voru lentar á
flugvellinum var farið á bflum í
Höfðabrekkuafrétt, þar sem
snæddur var matur í Þakgilshelli.
Hjónin Helga Ólafsdóttir og Bjarni
Jón Finnsson, staðarhaldarar í Þak-
gili, sáu um að framreiða matinn
en þar borðuðu um 60 manns. f
Þakgilshelli var einnig tekið lagið
undir stjórn Önnu Björnsdóttur og
Sesselju G. Sigurðardóttur. Eftir
mat og söng í Þakgilshelli var gam-
all gangnamannahellir í Miðfelli
skoðaður. Farið var í Remundagil
og að lokum var sungið í Stórhelli á
Höfðabrekkuheiðum. Þegar komið
var á flugvöllinn aftur var búið að
hita kaffi og baka vöfflur í flugskýl-
inu. Þá hófst listflug sem Arngrímur
Jóhannsson, forseti Flugmálafé-
lagsins, og Magnús Nordal sáu um.
-SKH