Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Síða 4
4 FRÉTTIF. MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER2003 KEA vill kaupa ÚA Andrés nýr formaður UJ VIÐSKIPTI: Stjórn Kaupfélags Ey- firðinga vill kaupa Útgerðarfélag Akureyringa og mun stjórnin óska eftir viðræðum við nýja stjórn Eimskipafélagsins þess efnis. Hluthafafundur verður í Eimskipi í næstu viku og þar mun samningur sem leiðir af sér að Landsbankinn muni eignast ráð- andi hlut í Eimskipafélaginu verða ræddur. Eimskip er eigandi Brims en Útgerðarfélag Akureyr- inga tilheyrir þeirri samstæðu. Ljóst þykir að nýir eigendur Eim- skips ætli sér ekki að eiga sjávar- útvegsfyrirtækin sem tilheyra Brimi til langs tima og því hefur stjórn KEA óskað eftir viðræðum við Landsbankann um kaup á Út- gerðarfélagi Akureyringa. Verð- mæti fyrirtækisins er talið vera um 5-6 milljarðar króna. I STJÓRNMÁL: Andrés Jónsson úr Reykjavík var kjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna á lands- þinginu um helgina. Hlaut hann 298 atkvæði eða 67,6 prósent en Margrét Gauja Magnúsdóttirfrá Hafnarfirði hlaut 139 atkvæði eða 31,5 prósent atkvæða. Andrés tek- ur við af Ágústi Ólafi Ágústssyni sem verið hefur formaður frá 2001. Brynja Magnúsdóttir verður varaformaður Ungra jafnaðar- manna, Bryndís Nielsen ritari og Dagbjört Hákonardóttir gjaldkeri. Þær voru allar sjálfkjörnar. (kjöri til framkvæmdastjórnar UJ var Hilm- ar Kristinsson var kjörinn alþjóða- ritari. Meðstjórnendur voru kjörnir Andrés Fjeldsted, Rósa María Ósk- arsdóttir, Hinrik Már Ásgeirsson og Guðjón Egill Guðjónsson. A 128 km HRAÐAKSTUR: Lögreglan í Reykjanesbæ stöðvaði í gær mann sem ók á 128 km hraða á Reykjanesbraut, nánartilekið við Hvassahraun. Þar er 90 km hámarkshraði. Getur ökumað- ur átt von á 30.000 króna sekt fyrir að virða ekki reglur um hámarkshraða, að aka á ríflega 40 prósenta meiri hraða en leyfilegt er. Dapurlegt atvinnuástand í Vesturbyggð Bátar seldir og margir sjómenn missa vinnuna Mjög dapurlega horfir hjá mörgum sjómönnum á Patreks- firði í Vesturbyggð þessa dag- ana vegna sölu á bátum úr plássinu. Nærri tíu manns munu missa vinnuna á næstu dögum vegna þessa og eru fá eða eng- in atvinnutækifæri á staðnum fyrir þessa menn. Skipverjum á Garðari BA, sem er einn af hinum svokölluðu Kínabát- um, brá heldur betur í brún fyrir helgina. Þá voru stjórnendur Odda, sem á skipið, á leið til sólarlanda og hringdu þeir af Keflavíkurflugvelli rétt fyrir brottför og tilkynntu skip- stjóranum, Þorsteini Ólafssyni, að hann ætti að sigla bátnum suður næstkomandi fimmtudag því búið væri að selja skipið. Brá skipstjór- anum mjög í brún við þessi óvæntu tíðindi. Við söluna á bátnum missa fimm sjómenn vinnuna og eiga vart í önnur pláss að venda. Annar bátur, Bensi BA, sem er lít- ill krókaveiðibátur, mun þegar hafa BÁTARNIR SELDIR: Nærri tíu manns munu missa vinnuna á Patreksfirði á næstunni vegna sölu á bátum úr plássinu. verið seldur úr plássinu til útgerðar Guðmundar Einarssonar í Bolung- arvík með öllum kvóta, hátt í 200 þorskígildistonnum. Við þetta tap- ast 3 til 4 störf á Patreksfirði. Vitað er að fleiri bátar eru á sölulista og er mikill uggur í sjómönnum þar vestra. Brá skipstjóranum mjög í brún við þessi óvæntu tíðindi. Á Bíldudal, sem tilheyrir nú sama sveitarfélagi, Vesturbyggð, er ástandið jafnvel enn verra og mikil svartsýni rfkjandi eftir að írskt fyrir- tæki hætti við áform um að reisa þar kalkþörungaverksmiðju. At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið fengið til að meta ástandið og á að leggja fram skýrslu um málið innan fárra daga fyrir þingmenn Norðvesturkjördæmis. hkr@dv.is/ Strætó bs. fékk fyrstu vetnisvagnana afhenta ígær: Tveir vagnar Strætó bs. fékk afhenta fyrstu vetnisvagna íslands í gær, þeg- ar fslensk NýOrka ehf. afhenti Strætó bs. lykla aö tveimur af þremur efnarafalknúnum vetn- isvögnum sem veröa í almenn- um akstri Strætó bs. á höfuð- borgarsvæðinu næstu tvö árin. Drægi vetnisvagnanna er áætlað um 200 km sem á að duga vel fyrir hefðbundinn dagsakstur hjá Strætó. Hámarkshraði vagnanna er um 80 km á klukkustund. Gert er ráð fyrir að vagnarnir fari í almenn- an akstur á allra næstu dögum á leið 2. Vagnarnir og vetnisstöðin, sem opnuð var í vor, eru hluti af stóru rannsóknar- og þróunarverkefni um vetnisnotkun sem kallast ECT- ÁFYLUNG: Vetnisvagnarnir verða þrír en tveir voru teknir í notkun í gær. Hér er fyllt á á vetnisstöðinni. í akstur næstu daga VETNISVAGNAR: Fyrstu vetnisvagnarnir voru afhentir Strætó bs. í gær. Drægi þeirra er um 200 km sem dugir vel fyrir daginn. OS. Heildarkostnaður verkefnisins nemur ríflega 700 milljónum króna. Evrópusambandið sfyrkir verkefnið um 40 prósent kostnaðar en eigendur íslenskrar NýOrku og Skeljungur leggja fram stærsta hlutann. íslensk stjórnvöld hafa stutt verkefnið en það er í samræmi við stefnu þeirra sem miðar að sjálfbæru vetnissamfélagi og auk- inni nýtingu endumýjanlegra orkulinda og stefnu í umhverfis- málum. Reykjavíkurborg hefur einnig stutt verkefnið með ýmsum hætti. . Gert er ráð fyrir að vagnarnir fari í al- mennan akstur á allra næstu dögum á leið 2. Markmiðið með ECTOS verkefninu er að prófa þrjá strætisvagna sem nota vetni sem orkubera og em knúnir efnarafölum. Einnig er rekin DV-mynd Hari vetnisstöð sem framleiðir vetni með rafgreiningu vatns og skilar eldsneytinu beint á eldsneytis- geyma farartækja. ECTOS verkefn- ið er fyrirrennari annarra svipaðra verkefna sem nú em að hefjast f níu borgum Evrópu og einni í Ástralíu. Meginmunurinn á íslenska verk- efninu og öðmm er sá að vetnis- stöðin, sem reist varvið Selectstöð- ina við Vesturlandsveg, er sú eina sem er aðgengileg almenningi. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.