Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Side 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAQUR 6. OKTÓBER 2003 -I i Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva: Þorskeldis bíður hörð samkeppni AÐALFUNDUR: Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræðir við Arnar Sigurmundsson, formann SF, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í Skíðaskálanum í Hveradölum. Fjær stendur Ármann Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Aðalfundur Samtaka fisk- vinnslustöðva var haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum sl. föstudag. í ávarpi sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, kom m.a. fram að mikilvægi útrásar sjávarútvegs- ins byggðist fyrst og fremst á að auka virði sjávarfangs sem ekki livað síst fælist í eldi sjávardýra og að auka samspil aukinna aflaheim- ilda í einstökum tegundum og markaðssókn. Aðeins 11 þjóðir draga meiri afla að landi en Islend- ingar. Sjávarútvegsráðherra segir það ekki nú í fyrsta skipti sem hafðar eru miklar væntingar þegar fískeldi sé annars vegar. Eflaust setji hroll að sumum þegar þeir minnast hins svokallaða fiskeldisævintýris sem reið hér yfir á níunda áratugnum. Þvert á móti sé reynslan til að læra af henni og hvar við stæðum í vís- indum og þekkingu ef aldrei hefðu verið gerðar tilraunir og sumar kostnaðarsamar. „Fyrirtækjunum hefur vaxið fisk- ur um hrygg og þeim er nú ætlað að hafa alla forystu um uppbyggingu þessa atvinnuvegar en ekki hinu opinbera eins og áður var í alltof ríkum mæli. Hið opinbera mun þó hafa hlutverki að sinna. Útrás sjávarútvegsfyrir- tækja er alls ekki einföld og margar hættur sem þarfað varast. ísumum tilfellum er því eflaust um að kenna að fjár- hagslegt úthald hefur ekki verið nægilegt. Þannig kappkostum við í sjávar- útvegsráðuneytinu að hafa forystu um að móta meginstefnu og setja atvinnugreininni trausta regluum- gjörð í nánu samstarfi við greinina sjálfa. Hitt er ekki síður mikilvægt að hið opinbera stuðli að uppbygg- ingu þekkingar á þessu sviði. Þar munu styrkir úr AVS-rannsókna- sjóðnum reynast mikilvægir, auk starfsemi þeirrar sem fram fer á vegum Hafrannsóknastofnunar- innar, Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og hjá skólastofnunum landsins, s.s. við Hólaskóla og Há- skólann á Akureyri, en við báðar þessar stofnanir hefur ráðuneytið átt gott samstarf, m.a. á vettvangi AVS-verkefnisins," sagði sjávarút- vegsráðherra. Hörð samkeppni í þorskeldi „Hingað til hefur meira afli verið beint að eldi ferskvatns- en sjávar- fisks og mun meiri þekking er þannig til staðar um t.d. laxeldi heldur en þorskeldi. Gildir þetta bæði um erlenda sem innlenda þekkingu. Hvað varðar uppbygg- ingu þorskeldis getum við þó mikið lært af laxeldinu, bæði hvað varðar yfirfærslu þekkingar og þróunar í markaðsmálum. I laxeldinu er t.d. þekkt hvernig verðið hrundi þegar hin gríðarlega framleiðsla Chile- manna flæddi inn á Evrópumark- aðinn. Þannig varð dýr lúxusmatur, eins og lax, allt í einu að tiltölulega ódýrum hversdagsmat. Þetta hefur breytt öllum rekstrarforsendum laxeldis, auk þess sem þessi mikla magnframleiðsla hefur aukið um- hverfisálagið mikið þar sem fram- leiðslan fer fram. Við þurfum jafn- framt að vera þess meðvituð að í þorskeldinu, eða í eldi á hvítfiski yf- irleitt, bíður okkar hörð sam- keppni, ekki hvað síst frá Chile- mönnum sem nú eru hvað óðast að þróa eldi sitt á lýsingi. Við því er ekkert að gera annað en einfaldlega að gera betur. Mikil reynsla okkar á hvítfiskmörkuðunum erlendis mun reynast ómetanleg, auk þess sem við erum ekki að fást við sölu með einhvern hverfulan lúxusmat sem fólk getur einn góðan veðurdag orðið leitt á. íslenskir bankar og fjármálafyrirtæki eiga samleið í út- rásinni og í framtíðinni munu þess- ir aðilar taka höndum saman ásamt íslenskum fyrirtækjum og fara í landvinninga í Evrópu og jafnvel víðar. Við höfum á síðustu árum séð nokkur dæmi þess að útrás er alls ekki einföld og margar hættur sem þarf að varast. í sumum tilfell- um er því eflaust um að kenna að fjárhagslegt úthald hefur ekki verið nægilegt en í öðrum tilfellum hefur það verið til staðar en útrásin mis- tekist af einhverjum öðrum orsök- Um.“ gg@dv.is EKKERT SLOR: Aðalfundarfulltrúar koma vel „ríðandi" til fundarins í Hveradölum; enginn maður með mönnum nema vera á jeppa. Aldrei fleiri góðar veiðisögur Veiðisumarið er úti, einn og einn veiðimaður streitist þó á móti og neitar að hætta veiðiskapnum, sjóbirtingurinn er ennþá til staðar og sumir eru ennþá að veiða í klak. Veiðimenn voru fyrir fáum dögum í klakveiði í Kjarará í Borgarfirði og fengu víst vel í klakkistuna, klakveiðin hefur gengið vel víðast hvar. En það hafa verið sagðar margar veiðisögur í sumar og margar af þeim eru mjöggóðar. Veiðimaður var í Laxá í Dölum fyrir skömmu, hann var að veiða í Kristnapolli núna undir það síðasta og veiðiskapurinn gekk rólega hjá vini okkar, hann kastaði flugunum yfir hylinn hvað eftir annað, en fiskurinn vildi alls ekki taka, sama hvað hann reyndi. Veiðimaðurinn smækkaði fluguna og setti undir rauða franses. Fiskurinn stökk um allan hylinn en vildi alls ekki taka hjá veiðimanninum. Hann var að falla á tíma, hann hafði lofað konunni að koma heim um kvöldið og veiðifélagamir vom mættir við hylinn, hann kvaddi þá og sagði að hann hefði reynt smá-flugu, rauða franses, undir lokin en flskurinn væri tregur að taka. Vinurinn sem hafði barið hylinn hélt á brott heim á leið, en áfram var kastað íhylinn. Hann var rétt kominn ffá Kristnapolli þegar hann stoppaði bílinn, vom menn virkilega búnir að setja í lax? Hann var varla kominn frá hylnum, nei, hann trúði því alls ekki. Hann hélt áfram og hann hugsaði mikið á leiðinni, en stóðst ekki mátið að hringja í veiðifélagana þegar hann var kominn yfir Bröttubrekku, en þeir vom að veiða og svömðu ekki. Hann hélt áfram og það var komið kvöld, veiðitíminn var úti og hann komin undir Hafnarfjall. Fiskurinn var kominn útí í hylinn og var að losa sig úr peysunni, en laxinn sáu þeir ekki meir. Stóðust ekki mátið Veiðifélagamir vom í símanum og þeir stóðust ekki mátið að hringja í hann, þeir höfðu veitt 10 Iaxa í Kristnapolli og allir höfðu laxamir tekið smá rauða franses og fyrsti laxinn tók þegar hann var rétt kominn af stað niður á þjóðveginn í áttina til Búðardals. Veiðimaðurinn þurfti ekki að vita meira., konan fengi að heyra það um kvöldið. Hennar tími var kominn. Annar veiðimaður var að veiða í Straumfjarðará um daginn og hann lenti í skrýtnu máli, áin var vatnsmikil og það var komið kvöld, fiskurinn var víða um ána og veiðin hafði gengið vel. Hann var veiða og setti víst stöngina frá sér og var kíkja í kringum sig, en þegar hann lítur við er stöngin horfin og sést hvergi. Veiðimaðurinn leitar lengi en finnur ekki neitt og hann gafst upp á því að leita að stönginni enda fannst hún hvergi. Nokkmm dögum seinna fór víst kunnugur maður á staðinn og fann stöngina, en enginn fiskur var endanum á henni. Það hefur greinilega einhver þurft að fá hana lánaða um stundarsakir. Þetta minnir nokkuð á veiðimennina sem vom að veiða fyrir austan og þeir fengu lax sem þeir settu inn í peysu, því það var mjög heitt. Hófu þeir aftur veiðiskapinn eftir að laxinum hafði verið landað og köstuðu um allan hylinn. Allt í einu bankar annar veiðimaðurinn fast í bakið á hinum og spyr hvort hann hafi einhvem tímann séð lax í peysu. „Nei,“ sagði veiðifélaginn strax, en skömmu seinnasáhannþað með eigin augum. Fiskurinn var kominn út í í hylinn og var að losa sig úr peysunni, en laxinn sáu þeir ekki meir. En peysuna fengu þeir fljótlega aftur. G. Bender Erum byrjuð að bóka veiðileyfi fyrir sumarið 2004! STANGVEIÐIFÉLAGIÐ BB.LAX-Á Sími 557 6100 • Tölvupóstur lax-a@lax-a.is • www.lax-a.is vá/á;: ... .________________________________________ ' _____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.