Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Síða 13
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 PRÉTTIR 13 Öttast um öryggi sitt HVfTA HÚSIÐ: Joseph Wilson, fyrrum sendiherra, segir ríkis- stjórn Bush ábyrga fyrir því að störf konu hans, Valerie Plame, fyrir CIA hafa verið gerð opin- ber. Hann segir þau hjónin óttast mjög um öryggi sitt. Nafn Plame var nefnt í pistli Roberts Novaks í júlí síðast- liðnum. New YorkTimes greindi frá því í gær að starf Plame fyrir CIA hafi verið hættulegt og hún hafi notið ýtrustu leyndar. Wilson segir „lekann" vera hefndaraðgerð vegna þess að hann hafi gagn rýnt innrásina í (rak. Wilson sagði jafnframt að stjórnvöld hefðu ekki boðið konu sinni vernd þótt vitað væri að hún væri hugsanlegt skotmark hryðjuverkamanna. Kallaður „Kohl" óvart KAIRÓ: Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sýndi að hann hefur húmorinn í lagi þegar hann sat blaðamanna- afund í Kairó um helgina. - Egypskur túlkur ruglaðist eitthvað í ríminu og tilkynnti að „næstu spurningu væri beint til Kohl". Þetta þótti Schröder afar fyndið og veltist hann um af hlátri. Þótti honum einkennilegt að ein- hver skyldi líkja honum, lág- vöxnum dökkhærðum mann- inum, við hávaxinn, sköllóttan öldung eins og Kohl. Schröder, sem er sósíalde- mókrati, var kjörinn kanslari árið 1998 og tók þá við emb- ætti af íhaldsmanninum Kohl, sem hafði gegnt embættinu í 16ár. íbúum í fátækra- hverfum fjölgar Ef ekki verður gripið til rót- tækra aðgerða er hætta á að íbúar í fátækrahverfum borga heimsins verði orðnir um tveir milljarðar eftir þrjátíu ár. Þeir eru nú um einn milljarður, eða einn sjötti jarðarbúa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem verður kynnt í Rio de Janeiro í dag. Skýrsluhöfundar hvetja stjórn- völd um heim allan til að horfast í augu við vandann áður en hann verður óviðráðanlegur. I þróunarlöndunum búa um 43 prósent íbúanna í fátækrahverf- um, að sögn skýrsluhöfundanna FJÖLGAR: (búafjöldi fátaekrahverfa á eft- ir að tvöfaldast á næstu 30 árum ef ekki verður gripið til aðgerða. en aðeins um sex prósent í þró- aðri ríkjum. Lokaspretturinn hafinn í Kaliforníu: Kvennamálin eru í brennidepli FJÖRUGUR FUNDUR: Arnold Schwarzenegger var í feikna stuði á kosningafundi í Sacramento í gær. Hann tók meðal annars lagið fyrir stuðningsmenn sína og hét þeim sigri í kosningunum á morgun. Kosningabaráttan um embætti ríkisstjóra í Kaliforníu snerist að miklu leyti um kvennamál Arnolds Schwarzeneggers um helgina. Schwarzenegger, sem er repúblikani, er sem kunnugt er tal- inn líklegastur til að vinna kosning- ar sem fara fram á morgun. Þúsundir fýlgismanna Schwarzeneggers hylltu hann á flötinni fyrir framan ráðhúsið f Sacramento í gær. Schwarzenegger hélt ræðu þar sem hann hét því að hann myndi „þurrka Gray Davis" út í komandi kosningum. • Davis er núverandi ríkisstjóri í Kaliforníu og ganga kosningarnar út á hvort hann haldi sæti sfnu sem ríkisstjóri eða verði rekinn úr embætti. Nemi niðurlægður Andstæðingar Schwarzeneggers mættu einnig til fundarins og báru skilti þar sem frambjóðandinn var hvattur tii að leysa frá skjóðunni varðandi meinta aðdáun sína á Hitler. Gamall vinur Schwarzen- eggers, George Butler, hélt því fram fyrir helgina að Schwarzenegger hefði lýst aðdáun sinni á Hitler í einkasamtali sem þeir áttu fyrir aldaríjórðungi. Þessu neitar Schwarzenegger nú, kveðst raunar ekki muna eftir samtalinu, og segist fyrirlíta allt sem Adolf Hitler stóð íýrir. Nú hafa fimmtán konur komið fram opinberlega og ásakað Schwarzenegger um fjölþreifni í ástarmálum. Ein þeirra, Colette Brooks, segir Schwarzenegger hafa gripið í sig aftan frá þegar hún var lærlingur á CNN sjónvarpsstöðinni árið 1982. Hún segir niðurlæging- una hafa verið mikla og hún hafi ekki þorað að koma fram fyrr. Schwarzenegger sagðist í gær undrandi yfir ásökunum kvenn- anna; engin þeirra hefði sagt sér að hætta eða að hegðun hans væri ósæmileg, fyrr en nú. Schwarzenegger baðst fyrir helgina afsökunar á að hafa sýnt konum kynferðislega áreitni. Kaliforníubúar ákveða á morgun hvort Gray Davis situr áfram sem ríkisstjóri. Af 135 frambjóðendum þykir Schwarzenegger eiga mesta möguleika. Aukablað um Akureyri og Norðurland fylgir Magasiní í næstu vikuf 9. október. Fjallað verður um mannlíf, menningu, atvinnulíf og ótalmargt fleira. Blaðinu er dreift í 82 þúsund eintökum. Sölu auglýsinga annast annast Ingibjörg Gísladóttir í síma 550 5734 eða inga@dv.is ogKatrín Theódórsdóttir ísíma 550 5733 eða kata@dv.is Umsjón með efni og greinum hafa Sigurður Bogi Sœvarsson í síma 550 5818, eða sigbogi@dv.is og Geir Guðsteinsson í síma 550 5821 eða gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.