Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 6. OKTÚBER 2003 SKOÐUH 27 Þrælahaldarar nútímans? KiALiARI Sigríöur Víðis Jónsdóttir BAiheimspeki Ég er ofsalega vinsæl. Það vilja mig bókstafiega allir. Bankarnir keppast um að vera vinir mínir, bílasalar brosa til mín og menn bíða mín í röðum með sjúk- dóma- og líftryggingar. Ég fæ bréf send heim þar sem ég er ávörpuð með nafni og mér boðnir gull og grænir skógar. Kreditkortafyrirtækin elska mig. Mér fínnst dálítið erfítt að sinna öllum þessum vinum mínum og alltaf vandasamt þegar gera þarf upp á milli þeirra. Bankarnir eru sérstaklega mikill höfuðverkur. Stundum finnst mér eins og ís- landsbanki verði fúll þegar ég tek frekar tilboði frá Búnaðarbanka eða Landsbanka. Ég reyni að gæta fyllsta jafnræðis. Þessar elskur vilja nefnilega allar hag minn sem mest- an. Þær vilja ólmar lána mér og það skiptir meira að segja engu máli fyrir hverju. Umhyggjan fyrir vel- ferð minni er takmarkalaus. Ekki vera púkó Þessa dagana er þeim mjög um- hugað um að ég eignist fartölvu. Það er fallega gert því ég á enga slíka tölvu og í dag er enginn mað- ur né mönnum nema hann geti státað af DVD-drifi, skrifara, þráð- lausu netkorti og svoleiðis fí'niríi. í þessu máli eru bankastjórarnir hár- réttir menn á hárréttum stað. Þetta eru vinir í raun. Þeir sjá til þess að ég falli inn í hópinn, sé ekki púkó og út undan. Ég á ekki bót fyrir bor- una á mér og fartölvukaup væru fjarlægur draumur ef ekki væri fyrir blessaða bankana. Eins og sönnum vini sæmir koma þessar elskur brosandi til hjálpar. Þær lána mér einfaldlega fyrir gripnum og allir eru ánægðir. Vextirnir eru reyndar dálítið háir en ég hef engar áhyggj- ur vegna þess að bankinn leyfir mér að geyma afborganir þangað til eft- ir hálft ár. Og þá verður hann ör- ugglega með einhver ráð í fartesk- inu, getur kannski boðið mér víxil eða eitthvað. Frítt í bíó En þótt ég eigi fartölvu er ég ekki hólpin. Það er margt annað sem þarf til að vera ekki utanveltu á ís- landi í dag. Aftur fljúga bankarnir inn í líf mitt sem frelsandi englar. Þeir bjóða mér kreditkort sem bjarga málunum og eru meira að segja á ofsalega góðum kjörum. Þegar ég stofna reikning og sæki um kortin fæ ég ferðaávísun og fyrsta árið frítt og alls kyns flottheit. Svo fæ ég líka vænan yfírdrátt. Nú get ég keypt mér nýjan gemsa og lagt gamla hlunknum mínum. Hann er orðinn þriggja ára og er hvorki með litaskjá eða möguleika á nýjum hringitónum, alveg glatað- ur. Hjá símafyrirtækjunum verð ég ákaflega glöð því þar er mér svo vel tekið. Menn keppast um að vera vinir mínir. Þetta er bara eins og að koma í bankana. OgVodafone býð- ur mér ókeypis handfrjálsan búnað og Síminn segist muni gefa mér fimm bíómiða og fúllt af fleira dóti EKKI FJARLÆGUR DRAUMUR: „Ég á ekki bót fyrir boruna á mér og fartölvukaup væru fjarlægur draumur ef ekki væri fýrir blessaða bankana. Eins og sönnum vini sæmir koma þessar elskur brosandi til hjálpar," segir greinarhöfundur. með síma sem er svakalega flottur. Hann kostar reyndar meira en þrjá- tíu þúsund krónur en maður má skipta greiðslunni á tólf mánuði. Það er eins gott að ég sé með góðan sfma því það er vinsælt að hringja í mig. Á kvöldin hafa sam- band djúpraddaðir karlmenn sem bjóða mér á stefnumót. Þeir koma síðan til mín og segja mér allt um tryggingar eða bækur á góðu verði. Stundum er mér boðinn viðbótar- h'feyrissparnaður og fyrst var ég dá- lítið móðguð. „Hvað haldiði eigin- lega að ég sé gömul?" spurði ég hneyksluð. En nú lít ég bara á þetta sem þroskamerki. Ég er vinsæl ung kona á uppleið. Ég lifi í kredit Einmitt af því að ég lít ekki leng- ur á mig sem ungling heldur unga konu, finnst mér tæpast sæma sjálfri mér að berjast um götur borgarinnar í stormi og stórhríð. Það er glatað að mæta hvert sem er með rytjulegt hár og rennandi hor úr nefi. Auðvitað gæti ég tekið Ólíkt Eyva lifi ég hins vegar ekki bara í draumi. Ég lifi nefni- lega líka í kredit, dreg hvergi mörkin skulda og eigna. strætó en það er einhvem veginn ekki inn. Eg er heldur ekki þessi listamannstýpa sem skröltir allt á ryðguðum hjólgarmi með körfu. Og ekki er ég harðgerði skátinn á fjalla- hjólinu og í hlífðarjakkanum í stfl. Ég er líka í svo lélegu formi að ég verð lafmóð við tilhugsunina eina um að dröslast á hjóli upp brekku. Viti menn, hér em bílalánin sem frelsunarengill. Ég fæ lán fyrir álinu og í kaupbæti fylgir hágæða geisla- spilari. Ég er lukkunnar pamfíll. Nú get ég ekið beint í Kringluna og keypt fimm þúsund króna belti, tíu þúsund króna skó og fimmtán þús- und króna gallabuxur. Ég sveifla kreditkortinu og brosi breitt, enda hef ég með góðra manna hjálp keypt mér hamingju og tryggt mér aðgang að hringiðu fslensks samfé- lags. „Þrælahaldarar nútímans," fúll- yrðir eldri frænka mín um bankana en ég hristi bara höfuðið. „Nau, hau, þeir em æði. Lána manni fyrir öllu, alveg geðveikt!" svara ég. Frænkan heldur áfram að muldra: „Hafa allar klær úti og draga menn inn í vítahring neyslu - sérstaklega óharðnaða unglinga sem standast ekki fartölvu- og kreditkortatilboð. Halda gylliboðum að þeim, búa tU kröfur um ákveðinn lífsstíl og bjóða blessuðum bömunum svo að velta skuldunum á undan sér." En ég hristi bara höfuðið. „Er sú gamla endanlega orðin snar?" hugsa ég og herði takið um kreditkortið. „Come on," segi ég og brosi. Ég er hipp og kúl, töff og tískuleg, með nýja klippingu og flottar strípur. Eyjólfur Kristjánsson söng að hann lifði í draumi, drægi hvergi mörkin dags og nætur. Og nú er líf mitt algjör draumur. Ólíkt Eyva lifi ég hins vegar ekki bara í draumi. Ég lifi nefnilega líka í kredit, dreg hvergi mörkin skulda og eigna. Síst betra hér Ástandið hér á landi er síst betra en f Svíþjóð. Þeim sem eru andlega vanheilir er reglulega vísað frá sjúkrastofnunum, ætlast er til að fjölskyldan sjái um þá og þeir eiga jafnvel í engin hús að venda. Nýlega framdi maður sem átti (slfkum hremmingum morð hér á landi, þó að ekki væri það ráðherra sem féll I valinn. Armann Jakobsson á MúrinnJs Ármann Jakobsson. Engar launahækkanir öruggt má telja að farið verði fram á vaxandi kaupmátt launa og sérstaka hækkun á launatöxt- um kjarasamninga. Þar sem mikl- ar launahækkanir annars vegar og stöðugleiki og lág verðbólga hins vegar eru ósamrýmanleg markmið, sem ekki verður náð samtimis, er mikilvægt að menn geri það upp við sig hvor leiðin verði farin við gerð komandi kjarasamninga. AriEdwaid, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnuiifsins, ása.is, þarsem hann segir ekkert svigrúm tii iaunahækkana. Versnandi fer Auðvitað máttu kjósendur bú- ast við þvi að stjórnarflokkarnir gleymdu kosningaloforðunum um leið og þeir væru komnir f Jóhanna Sigurðardóttir. ríkisstjórn. f fyrstu fjárlögum rík- isstjórnarinnar birtast skatthækk- anir i stað skattalækkana. Ekkert kemur fram í fjárlagafrumvarp- inu um hækkun húsnæölslána i 90%. Þetta allt er siðan kórónað með þvi að nota á skattalækkan- ir sem skiptimynt i kjarasamn- ingum, sem auðvitað var aldrei sagt við kjósendur ( kosninga- baráttunni. Jóhanna Sigurðardóttir á vef sinum, aithingi.is/johanna r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.