Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER2003
einkarekna leikskóla
Samningur um
SKÓLAMAL Nýir þjónustu-
samningar við einkarekna leik-
skóla í Reykjavík voru undirrit-
aðir í gær. Með tilkomu samn-
inganna aukast framlög borgar-
innartil einkarekinna leikskóla
um 50 milljónir á ári. Frá árinu
1994 hefur einkareknum leik-
skólum í Reykjavíkfjölgað um
60%, úr tíu í sextán, og börnun-
um á leikskólunum fjölgað um
tæp 80%, frá því að vera 319
árið 1994 í 572 í síðasta mánuði.
Þótt börnunum á einkareknu
leikskólunum hafi fjölgað um
liðlega 250 er það einungis
þriðjungur þess sem þeim hefur
fjölgað á skólum reknum af
Leikskólum Reykjavíkur en á
þeim hefur börnunum fjölgað
um 749 á sama tíma. Samtals
hefur því leikskólabörnum í
borginni fjölgað um rúmlega
eitt þúsund frá 1994. Með nýju
þjónustusamningunum eykst
einnig samstarf einkareknu leik-
skólanna og Leikskóla Reykja-
víkur við skráningu barna en
með samræmdri skráningu má
gera ráð fyrir að bið eftir leik-
skóladvöl styttist og endur-
spegli betur raunverulega þörf
fyrir leikskólapláss í borginni.
Fékk alþjóðleg
VERÐLAUN: Kristín Rós Hákon-
ardóttir sundkona hlaut fyrstu
verðlaun í keppni um framúr-
skarandi árangur einstaklinga í
alþjóðlegri keppni á vegum JC
International. Tveir aðrir Is-
lendingar voru tilefndir: þau
Stefán Karl Stefánsson, stofn-
andi Regnbogabarna, og Aðal-
heiður Birgisdóttir sem er
hönnuður fatalínunnar Nikita.
verðlaun
VERÐLAUN: Bruce Rector hjá JC
afhendir Kristínu Rós verðlaunin.
íslensk/danskur leiðangur
Sigmundar Sæmundssonar:
Fram og til
baka yfir
Grænlands-
jökul á
snjósleða
BENSÍNBIRGÐIR KOMA: Þegar Sigmundur og Daninn komu niður að jökulröndinni við austurströndina kom þyrla með bensín. Var það
sett á sleðana en mennirnir fóru með þyrlunni til byggða. Sleðarnir voru skildir eftir þangað til lagt yrði í hann á ný.
Einhvern tímann er allt fyrst. Það
hefur einmitt verið að gerast á
Grænlandi síðustu vikuna - að
menn ferðist á vélsleðum þvert
yfir jökulinn mikla - frá vestur-
ströndinni yfir á þá austari og
reyndar fóru menn sömu leið
aftur til baka. Oq einhvern veg-
inn er eins og fslendingar séu
aldrei langt undan þegar ævin-
týri eiga sér stað.
Það gerðist líka í þetta skiptið því
Sigmundur Sæmundsson, 36 ára
Reykvíkingur, náði að verða sá fyrsti
í heiminum sem hefur farið á
vélsleða fram og til baka yfir Græn-
landsjökul.
Hann lagði af stað á miðvikudeg-
inum ásamt dönskum samferða-
manni. Þeir óku greitt og lengi en
stöðvuðu í meira en 2.000 metra
hæð aðfaranótt fimmtudags þar
sem þeir tjölduðu í stormi og kófi.
UPPB0Ð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar
upp að Hafnarbraut 27 v/lög-
reglustöð, laugardaginn 1. nóv-
ember 2003, kl. 14.00:
BP-581 DX-149 HM-783 KR-105
KU-086 PT-476 TJ-411 UH-256
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HÖFN
Þeir óku greitt og lengi
en stöðvuðu í meira en
2.000 metra hæð að-
faranótt fimmtudags
þar sem þeir tjölduðu í
stormi og kófi.
Um nóttina hristist tjaldið mjög þar
sem það kúrði í skjóli sleðanna og
farangursvagna.
Daginn eftir héldu þeir félagar
sem leið lá áleiðis að Angmagsalik
en við jökulröndina kom þyrla og
sótti þá. Sleðarnir voru skildir eftir.
Á sunnudaginn var svo lagt af stað
til baka. Þá var annar Dani kominn í
stað hins en Sigmundur hélt með
ÚR ÞYRLUNNI: Þegar þyrlan hóf sig til loftst var horft yfir firðina á austurströndinni.
honum áleiðis aftur yfir að Syðri-
Straumsfirði á vesturströndinni. Var
ekið 355 km leið áður en gist var í
DYE 2 ratsjárstöðinni bandarísku og
bensín tekið úr tunnum. Á mánu-
dag komu leiðangursmenn svo
heilu og höldnu niður í Syðri-
Straumsfjörð. Alsælir með vel
heppnaða ferð þar sem íslendingur-
inn hafði verið í fararbroddi alla leið
með GPS-tækið sitt. Nú telja menn
að búið sé að ryðja brautina fyrir þá
sem hyggjast bjóða upp á vélsleða-
ferðir fyrir fjóra ferðamenn í einu
ásamt tveimur leiðsögumönnum í
framtíðinni.
Myndirnar á sfðunni tala sínu
máli en þær eru teknar á vél Sig-
mundar Sæmundssonar.
ottar@dv.is
AUSTURSTRÖND í SJÓNMÁLI: Sigmundur uppi á kletti þar sem leiðangursmenn komu
niður af jöklinum og litu í austur. Þar blasti Atlantshafið við.
UPPIÁ HÁJÖKLI: Þarna var stöðvað, sleðunum lagt í V-laga línu fyrir vindinn og reynt að
tjalda í skjólinu. Um nóttina hristist allt og skalf og lítið varð um svefn. Þetta var aðfara-
nótt fimmtudagsins í síðustu viku.
UPPBOÐ
Eftirtaldir munir verða boönir upp að Hafnarbraut 27 v/lögreglu-
stöð, laugardaginn 1. nóvember 2003 kl. 14.00:
16“ dekuporaw tifsög nr. 1609 MFG 1994, bandslípivél APTC Model nr. AS406
serial nr. 95903, bandsög Scantolin serial nr. 10155, borðsög standborðvél
Rhino pex 13CB, Elu bandsög EBS 360/ serial nr. 0061, fjölfræsari Herm
Raichenbacher, serial nr. 1354771, Poll Wood PW28-40 Superlathe, serial nr.
002589, Record Power CL 36x30, serial nr. 040332, Record Power DML, 24x,
serial nr. 048693, Record power serial nr. 048690, Record Power serial nr.
048691, Record power serial nr. 048693, Record Power serial nr. 048694,
Record Power serial nr. 048695, ryksuga DX750 Record power serial nr.
030936, Scantool Model nr. AS609 serial nr. 8808032, Teknatoll nova scroll
chuck patrona m/fylgih., og TIP borðsög serial nr. 86079946.
Ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN Á HÖFN
LAGT f HANN Á NÝ: Sigmundur við sleðana áður en lagt var í hann á ný áleiðis að vesturströndinni á sunnudaginn.