Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 11
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 11 Útlönd Heimurinn í hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Arnold til Sacramento KALIFORNÍA: Arnold Schwarzenegger fer til Sacra- mento, höfuðstaðar Kaliforníu, í dag, í fýrstu heimsókn sína frá því að hann var kjörinn ríkis- stjóri fyrr í mánuðinum. Hollywoodleikarinn hefur að undanförnu haft í nógu að snúast við að undirbúa vænt- anlega stjórn sína. Fyrsta verk Schwarzeneggers í dag verður að hitta heistu embættismenn ríkisins sem all- ir eru demókratar. Næsta víst er að bágur fjárhagur Kaliforn- íu verður helsta umræðuefnið. „Ég held að hann geri sér vel grein fyrir því að ríkið á í mikl- um fjárhagserfiðleikum," sagði Phil Angelides, fjármálastjóri Kaliforníu, sem ræddi við Arnold í síðustu viku. Vill athugun Robertson með BNA RANNSÓKN: Kaupsýslumaður- inn Mohamed al Fayed vill að gerð verði rannsókn á dauða Díönu prinsessu og sonar hans í bílslysinu í París 1997. Al Fayed ítrekaði kröfu sína í gær eftir að breskt blað birti bréf frá Díönu. I því segist hún ótt- ast að bílslys þar sem hún muni slasast alvarlega, verði sett á svið. ÁGREININGUR: George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í gær að áform Frakka og Þjóðverja um setja á fót höfuðstöðv- ar herafla Evrópusam- bandsins óháðar NATO, væru peningasóun. Robertson tók þar með í sama streng og stjórnvöld í Washington sem hafa miklar áhyggjur af ráða- gerðinni. Ráðamenn vestra hafa kallað tillöguna „al- varlegustu ógnina við framtíð NATO". Köldu hef- ur andað milli NATO og ESB vegna þessa að und- anförnu. Ekki var það þó að sjá á sendiherrum ESB og NATOeftir mánaðarleg- an fund þeirra í gær. Barn heim HAMINGJA: Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, og Sarah, eigin- kona hans, geisluðu af hamingju í gær þegar þau fóru heim með nýfæddan son sinn af fæðingardeild í Edinborg. Hinn 52 ára gamli Brown hefur sagt að sonurinn skipti nú meira máli en allt annað í lífinu. ísraelar hunsa nýja ályktun SÞ Samþykkt á neyðarfundi allsherjarþings SÞ í gær Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun á sérstökum neyðar- fundi þar sem þess er krafist að ísraelar hætti þegar byggingu varnarmúra á Vesturbakkanum og að þeir sem þegar hafi verið byggðir verði fjarlægðir. Ályktunin var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, eða 144 gegn 4 og voru það Bandaríkin, fsra- el, Míkrónesía og Marshalleyjar sem greiddu atkvæði gegn henni. Tólf þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una og voru það Ástralía, Búrúndi, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, Hondúras, Malaví, Nárú, Nikaragúa, Papua, Rúanda og Tuvalu. í ályktuninni segir að varnar- múrarnir brjóti í bága við alþjóðleg lög en fulltrúar arabaþjóða vildu ganga ennþá lengra og vísa málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag til dómsmeðferðar. Fyrst og fremst skilaboð Ályktunin er fyrst og fremst ákveðin skilaboð mikils meirihluta alþjóðasamfélagsins til ísraelskra stjórnvalda en ekki lagalega bind- andi á nokkurn hátt og ekki eins þýðingarmikil og ef hún hefði verið samþykkt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er síðan í höndum Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að fýlgja ályktun- inni eftir og gefa allsherjarþinginu skýrslu innan mánaðar um við- brögð Israela og hvort þeir hafi far- ið að kröfunum. Ef þeir hafa ekki farið að kröfunum er það Annans að leggja fram tillögur að frekari að- gerðuin. Það var ekki fyrr en eftir sex klukkustunda samningaþóf, aðal- lega milli fulltrúa Evrópusam- bandslandanna og arabaríkja að samkomulag náðist um texta álykt- unarinnar en fulltrúar arabaþjóða vildu leggja fram tvær ályktanir í stað einnar þar sem annars vegar yrði farið fram á það að byggingu varnarmúranna yrði hætt og hins vegar að málinu yrði vísað til Al- þjóðadómstólsins í Haag. Fulltrúar Evrópusambandsþjóð- anna auk fulltrúa ýmissa annarra þjóða voru ekki tilbúnir til þess að samþykkja það þar sem þeir sögð- ust óttast að málið gæti þar frekar orðið pólitískt bitbein og jafnvel dagað uppi. > Fulltrúar arabaþjóðanna drógu í ályktuninni segir að varnargarðarnir brjóti í bága við alþjóðleg lög en fulltrúar arabaþjóða vildu ganga enn þá lengra og vísa málinu til Alþjóða- dómstólsins í Haag til dómsmeðferðar. þá kröfur sínar til baka en á móti samþykktu fulltrúar Evrópusam- bandslandanna fimmtán að bæta inn í textann að bygging varnar- múranna bryti f bága við alþjóðleg lög. Ekki er þó útilokað að til al- þjóðlegrar dómsmeðferðar geti komið eftir að Kofi Annan hefur gefið skýrslu sína. (sraelar gagnrýna ályktunina Dan Gillerman, sendiherra ísra- els hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýndi ályktunina íyrir at- kvæðagreiðsluna í gær og sagði hana aðeins til þess fallna að valda sundrungu innan Sameinuðu þjóðanna og alls ekki til þess að auka á friðarhorfurnar. „Hún er að- eins auðmýkjandi farsi,“ sagði Gill- erman. ísraelskir embættismenn hafa ít- rekað sagt að varnarmúrarnir væru aðeins byggðir af öryggisástæðum með það í huga að hindra sjálfs- morðsliða í því að komast inn í ísr- ael og að þeir verði íjarlægðir um leið og væntanlegt friðarsamkomu- lag sé í höfn. Halda áfram framkvæmdum Bretinn Sir Kieran Predergast, aðstoðarframkvæmdastjóri um pólitísk málefni hjá Sameinuðu þjóðunum, skoraði í gær á Israela að hætta þegar byggingu varnar- múranna. „Þeir munu aðeins gera illt verra og hafa alvarleg áhrif á h'f tugþúsunda Palestínumanna. Þeir standa í raun í vegi fyrir því að frið- arferlið geti haldið áfram eftir síð- ustu atburði. Við getum ekki haidið áfram að draga lappirnar og látið eins og ekkert sé. Þetta er orðin ein allsherjar hringavitleysa þar sem hver hefndin rekur aðra með hrylli- legum afleiðingum fyrir fólkið,“ sagði Predergast. Þrátt fyrir ályktunina hótuðu ísraelsk stjórnvöld því í morgun að halda áfram byggingu varnar- múranna. „Við munum halda áfram byggingu þeirra með það í huga að tryggja öryggi ísraelskra borgara," sagði Ehud Omert 01- mert aðstoðarforsætisráðherra í viðtali við ísraelska útvarpið og bætti við að þeir væru nauðsynleg- ir til þess að hindra það að sjálfs- morðsliðarnir komist inn í ísrael. VARNARMÚRUM MÓTMÆLT: Varnar- múrarnir hafa mikil áhrif á daglegt líf tug- þúsunda Palestínumanna. IpVtÁi jftLGii I fJl in ú]jLi-u»y rt** At ti lij-^aáöfi-érljíí tl tiLáb i —. |ti si 4*>JU fhrá>< I )>JU n*i\ 1 í, öfrJÚÁi Jf ú jJLjj && í3'ÍáiSUIi^iÆ :iSrt4r>áUSi|§ ‘.isSíitfáWín'll M ayin £í3$SS$ H sicaiiv-'j Bush bar mikið lof á múslíma og trú þeirra George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti í morgun yfir ánægju sinni með stjórnvöld í Indónesíu, fjölmennasta mús- límaríki veraldar, og ötula bar- áttu þeirra gegn hryðjuverka- starfsemi. Bush kom í morgun til indónesísku eyjarinnar Balí, þar sem íslamskir hryðjuverkamenn urðu 202 mönnum að bana í sprengjutilræðum á ferðamanna- stöðum fyrir réttu ári, og hafði þar þriggja klukkustunda viðdvöl. Bush hitti Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, að máli og þakkaði henni og FUNDIR Á BALÍ: George W. Bush Banda- ríkjaforseti heimsótti indónesísku eyjuna Balí f morgun og ræddi þar við forseta Indónesíu og helstu klerka múslíma. Indónesum fyrir stuðning þeirra við baráttuna gegn hryðjuverka- starfsemi. Bush hitti einnig helstu múslímaklerka Indónesíu til að reyna að leiðrétta þann misskiln- ing, sem hann telur vera, að utan- ríkisstefna Bandaríkjanna sé and- víg bæði múslímum og íslam. Á fundi með fréttamönnum sagði Bush að íslamskir hryðju- verkamenn saurguðu með verkum sínum ein af mestu trúarbrögðum heims sem hann sagði að væru vel samrýmanleg umburðarlyndi, frelsi og framþróun. „Morð eiga ekki heima í neinum trúarbrögðum," sagði hann. Friðarferlið á Norð- ur-írlandi í strand Friðarferlið á Norður-lrlandi sigldi enn eina ferðina í strand í gær eftir að David Trimble, leiðtogi Ulster-hreyfingar mótmælenda, lýsti því yfir að hann vildi fá nánari skýringar vegna frekara framhalds afvopnunar írska lýðveldis- hersins, IRA, áður en lengra yrði haldið. „Það liggur lyrir klárt sam- komulag milli okkar og lýðveldis- sinna um afvopnun lýðveldis- hersins en áætlun þeirra um næsta skref er allt of óljós að mínu mati,“ sagði Trimble. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem fundaði með deiluaðilum I Belfast í gær, viðurkenndi eftir fundinn að ekk- ert samkomulag lægi enn fyrir en DAVIDTRIMBLE: DavidTrimble, leiðtogi mótmælenda vill nánari skýringar á framhaldi afvopnunar IRA. sagðist vongóður um að menn næðu saman. „Við munum halda samningaviðræðum áfram og hverning sem fer þá munu kosn- ingar fara fram þann 26. nóvem- ber. Herforingi sem móðgaði múslíma undir smásjánni Bandaríska landvarnaráðu- neytið hefur ákveðið að fara yf- ir allar ræður sem háttsettur foringi í leyniþjónustu hersins hefur flutt í kirkjum og á bæna- samkomum þar sem hann hélt því fram að múslímar tilbiðu hjáguð en ekki „alvöruguð". Herforinginn William Boykin vakti mikla reiði í röðum múslíma og annarra þegar hann lýsti því meðal annars yfir að stríð Banda- ríkjamanna gegn hryðjuverkum væri stríð gegn myrkrahöfðingjan- um sjálfum og að róttækir múslím- ar væru að reyna að koma Banda- ríkjunum á kné „af því að við erum kristin þjóð". Donald Rumsfeld, landvarnaráð- FYRIRSKIPAÐI RANNSÓKN: Donald Rums- feld, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, hefurfyrirskipað rannsókn á móðgandi ummælum herforingja í garð múslíma og trúar þeirra. herra Bandaríkjanna, greindi frá rannsókninni í gær og sagði að hún væri gerð að frumkvæði Boykins sjálfs. Boykin gegnir embætti að- stoðarráðherra í landvarnaráðu- neytinu og hefur málefni leyni- þjónustu hersins meðal annars á sinni könnu. Hann vísar á bug að hann sé andvígur múslímum og hefur beðist afsökunar. Rumsfeld vildi ekkert segja um hvort hann teldi að Boykin hefði gert eitthvað rangt og hann gagn- rýndi orð hans ekki heldur. Repúblikaninn John Warner, for- maður hermálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings, hvatti til þess í gær að Boykin yrði fluttur til í starfi vegna rannsóknarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Norðurland Smáouglýsingar ^ Komdu með bílinn til okkar á miðvikudögum milli 13.00 og 17.00. Þú getur pantað Ijós- myndatíma í síma 696 2794 eða með tölvupósti, akureyri@dv.is. Við Ijósmyndum bílinn og aðstoðum þig við textagerð. Ekkert aukagjald, einungis 950 krónur hver birting. Afgreiðsla DV er í Akureyri Centrum, Hafnarstræti 94 (gegnt Bautanum). Fncom Verkfæratöskur fyrir Rafvirkja, Rafeindavirkja ..það sem fagmaðurinn notar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.