Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Side 18
78 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 UANDSMÓT LEIÐTOGA SKOLINN 43. sambandsþing UMFÍ: Samþykkt að íþróttabandalögin fái inngöngu Á fertugasta og þriðja sambands- þingi Ungmennafélags fsland, sem haldið var á Sauðárkróki um síð- ustu helgi, var fjallað um tæplega fimmtíu tilllögur sem lágu íyrir þinginu. Niðurstaða um allar tillög- urnar iiggur fyrir að loknu þinginu en hart var tekist á um þær tillögur sem varða framtíð og skipulag hreyfmgarinnar. Björn B. Jónsson var endurkjör- inn formaður UMFI til næstu tveggja ára með öllum greiddum atkvæðum, eftir að Valdimar Leó Friðriksson dró framboð sitt til for- manns til baka á síðustu stundu. Á þinginu var samþykkt að veita Iþróttabandalagi Reykjavíkur og Iþróttabandalagi Hafnarfjarðar inngöngu í UMFf, að uppfylltum skilyrðum ungmennafélagsins. Skilyrðin varða meðal annars laga- breytingu hjá íþróttabandalögun- um, nafnabreytingu og að sátt náist um sameiginlegar úthlutunarregl- ur lottós á milli UMFf og ÍSÍ. Samþykkt var að halda Ung- lingalandsmót UMFÍ á hverju ári um verslunarmannahelgina, einnig á landsmótsári en fyrir þingið voru skiptar skoðanir um hvort rétt væri að halda unglingalandsmót á landsmótsári. Einnig var samþykkt að opna landsmótin fyrir þátttöku allra sem þau vilja sækja. í þinginu var samþykkt að ráðast í uppbyggingu Þjónustumiðstöðv- STJÓRN UMFÍTIL NÆSTU TVEGGJA ÁRA: Birgir Gunnlaugsson, Fjölni, JóhannTryggva- son, U(A, Hringur Hreinsson, UMSE, Ingi Þór Ágústsson, HSV, Einar Jón Geirsson, UDN, Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMF(, Björn B. Jónsson, formaður UMF(, Einar Karl Haraldsson, Keflavík, Anna R. Möller, UMSK, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMF(, Ásdís Helga Bjarnadóttir, UMSB, og Björn Ármann Ólafsson, U(A. ar UMFÍ í Þrastaskógi, stofna ung- landsbyggðinni og taka þátt í upp- mennaráð UMFÍ, halda áfram upp- byggingu skólabúða í Dölum, auk byggingu þjónustumiðstöðva á fjölda annarra mála. FORSETAR AÐ STÖRFUM: Þórir Haraldsson og Páll Ragnarsson voru þingforsetar á þingi UMF(. Á myndinni eru einnig Kári Gunnlaugsson, Keflavík, og Bolli Gunnars- son, HSK, að störfum sem ritarar, og Kristín Gísladóttir, formaður kjörnefndar. FULLTRÚAR HSK: Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, og Engilbert Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri HSK, á þingi UMF(. HSK er næststærsta héraðssambandið innan UMFÍ, með um fimmtíu ungmenna- og íþróttafélög innan sinna raða. ÞAKKLÆTISVOTTUR: Björn B. Jónsson, formaður UMF(, afhenti Sigurbirni Gunnarssyni, fráfarandi gjaldkera UMF(, þakkarviður- kenningu í lok þings fyrir vel unnin störf í þágu hreyfingarinnar. Sigurbjörn gaf ekki kostá sértil endurkjörs í stjórn eftir 18ára setu í stjórninni. Mikil ánægja kom fram á þinginu með störf Sigurbjörns og ársreikninga sem hann lagði fram á þinginu og sýna trausta stöðu UMF(. Björn var endurkjörinn formaður UMFÍ til næstu tveggja ára með öllum greiddum atkvæðum. DREGIÐ UM SÆTl í VARASTJÓRN: Einar Karl Haraldsson, formaður og framkvæmda- stjóri Keflavíkur, Birgir Ingibergsson, Keflavík, og Haraldur Þór Jóhannsson, formaður UMSS. Einar Karl var kosinn í varastjórn UMF( en Haraldur Þór varjafn Inga Þór Ágústssyni að atkvæðum um sæti í varastjórn en var óheppinn og dró spaðatvistinn þegar dregið var um hvor þeirra tæki sæti í varastjórn UMF(. MENN ÚR STJÓRN OG VARASTJÓRN: Jóhann Tryggvason, UÍA, var kosinn í varastjórn UMFf, Björn Ármann Ólafsson, UÍA, var kos- inn í stjórn UMF( og skipaður gjaldkeri, Áskell Heiðar Arngrímsson og Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri U(A.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.