Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fjörutíu ára Steinþór Jónsson framkvæmdastjóri og hótelstjóri í Reykjanesbæ Steinþór Jónsson, Bragavöllum 7, Keflavík, Reykjanesbæ, er fertug- ur í dag. Starfsferill Steinþór fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lauk grunn- skólaprófi frá Myllubakkskóla, stundaði nám við Hlíðardalsskóla í ölfusi 1976-80 og lauk stúdents- prófi frá FS af viðskiptafræðibraut 1982. Steinþór starfaði með skóla í fyr- irtæki foreldra sinna, Ofnasmiðju Suðurnesja, frá tólf ára aldri, hóf störf á skrifstofu fyrirtækisins 1983 og er nú framkvæmdastjóri þess. Steinþór stofnaði, ásamt föður sínum, Hótel Keflavík 1986 og hef- ur starfað þar sem hótelstjóri frá upphafi. Þá var hann umboðsmað- ur flugfélagsins Canada 3000 1995-99 og er umboðsmaður fyrir flugfélagið HMY á íslandi. Steinþór sat í ferðamálanefnd Keflavíkur í nokkur ár, var fyrsti varamaður í bæjarstjórn fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1998-2002, situr í bæjarstjórn og bæjarráði Reykja- nesbæjar frá 2002, var varaformað- ur í markaðs- og atvinnuráði 1998-2002, var formaður Staðar- dagskrár 21 2002-2003, er formað- ur og upphafsmaður að Ljósanótt í Reykjanesbæ, formaður í umhverf- is- og skipulagsnefnd, er meðlimur í Rotarýklúbbi Keflavíkur, formaður áhugahóps um að tvöfalda Reykja- nesbraut og situr í stjórn Samtak- anna Betri bær í Reykjanesbæ. Steinþór var valinn maður ársins á Suðurnesjum af Víkurfréttum ár- ið 1997. Fjölskylda Steinþór kvæntist 21.6. 1986. Hildi Sigurðardóttur, f. 11.5. 1966, leikskólakennara. Hún er dóttir Sigurðar Guðfinns Sigurðssonar brunavarðar og Guðríður Helga- dóttir leikskólafulltrúa. Börn Steinþórs og Hildar eru Lilja Karen Steinþórsdóttir, f. 29.9. 1987, nemi við MR; Katrín Helga Steinþórsdóttir, f. 21.9.1989, nemi í Heiðarskóla; Unnur María Stein- þórsdóttir, f. 6.11. 1995, nemi í Heiðarskóla; Guðríður Emma Steinþórsdóttir, f. 30.6.1997, nemi í Heiðarskóla. Systkini Steinþórs eru Magnús Jónsson, f. 2.2. 1962, útgerðarmað- ur á Bfldudal, kvæntur Ellu Björk Björnsdóttur og eiga þau þrjú böm, Sigrúnu Ellu, Jón Þór og Önnu Marý; Guðlaug Helga Jónsdóttir, f. 31.10. 1966, kennari í Myliubakka- skóla í Keflavík og á hún þrjá syni, Samúel Albert, Jakob Elvar og Sig- urð Hauk; Davíð Jónsson, f. 16.8. 1976, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Keflavík, en unnusta hans er Eva Dögg Sigurðardóttir. Foreldrar Steinþórs eru Jón William Magnússon, f. 16.12. 1940, framkvæmdastjóri og Unnur Ing- unn Steinþórsdóttir, f. 13.2. 1942, húsmóðir. Ætt Jón William er sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar útgerðar- manns og Guðlaugar Helgu Jó- hannesdóttur en þau voru bæði frá Ólafsflrði. Unnur Ingunn er dóttir hjón- anna Steinþórs Sighvatssonar frá Kirkjubóli í Vöðlavík, en hann ólst upp á Karlsskála í Reyðarfirði, og Sigríðar Stefánsdóttur frá Hafnar- firði. Þau voru búsett í Keflavík. Opið hús verður í félagsheimil- inu Stapa föstudagskvöldið 24.10. frá kl. 19.30 þar sem Steinþór og Hildur eiginkona hans bjóða uppá veitingar og skemmtun fram eftir kvöldi. Allir vinir og kunningjar em hjartanlega velkomnir. Níutíu ára MagnúsJ. Jóhannesson fyrrv. oddviti á Bakkafirði Magnús Jónas Jóhannesson sjó- maður, Hraungerði, Bakkafirði, varð nfræður á mánudag. > Starfsferill Magnús fæddist á Grænhóli á Barðaströnd og ólst þar upp fyrstu árin. Hann var íjögurra ár er hann missti föður sinn og stóð þá móðir hans uppi ekkja í annað sinn á fá- um ámm. Skólaganga hans var átta vikur veturinn fyrir fermingu. Magnús vann ungur við fjár- gæslu, var mörg sumur hjá Gunn- laugi Kristóferssyni á Brekkuvöll- um í Haukabergsþorpi, tvö sumur á handfæraskútu frá Flatey á Breiða- firði, fór til Reykjavíkur í vinnu 1930, var á vertíð næstu árin í Vest- mannaeyjum, Grindavík og í Höfn- unum á veturna, en á sumrin í * kaupavinnu víða á Suðurlandi, stundaði sjóróðra á Hafnarhólma við Steingrímsfjörð 1938, fór til Bakkafjarðar sumarið 1939 og var þrjú sumur við sumarróðra hjá Þórhalli Jónassyni. Haustið 1940 fór Magnús vetrar- maður til Einars Ófeigs Hjart- arsonar og Stefaníu Jónsdóttur í Saurbæ í Skeggjastaðahreppi, bjó þar 1941-47 með lítils háttar bú- skap en stundaði jafnframt sjó á bátkænu sem hann átti. Vorið 1947 flutti fjölskyldan til Bakkafjarðar og hefur búið þar síðan. Þar stundaði Magnús sjó auk þess sem þau vom einnig með kindur og kýr fyrstu ár- in. Hann byggði húsið Hraungerði 1950, flutt inn um haustið og hefur átt þar heima síðan. Magnús var oddviti 1958-74, sinnti ýmsum öðrum trúnaðar- störfum og átti m.a. þátt í stofnum hlutafélags um sfldarverksmiðju til atvinnueflingar á staðnum. Fjölskylda Magnúskvæntist8.11.1941 Járn- brá Einarsdóttur, f. 13.4. 1918, d. 9.6. 2001, stöðvarstjóra Pósts og síma 1953-88 og umboðsmanni Flugfélags Austurlands. Foreldrar hennar vom Einar Ófeigur Hjartar- son, f. 11.5. 1896, d. 11.4. 1963, og Stefanía Jónsdóttir, f. 23.3. 1892, d. 12.5. 1960, bændur í Fjallalækjar- seli á Hallgilsstöðum í Þistilfirði og í Saurbæ í Skeggjastaðahreppi. Börn Magnúsar og Járnbrár: Gunnar Jóhannes, f. 29.4. 1942, rekur bókhaldsskrifstofu í Reykja- vík, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Ólínu Ingibjörgu Hákon- ardóttur, f. 27.4. 1945, og eiga þau einn son; Stefnir Einar, f. 30.9. 1943, útgerðarmaður á Bakkafirði, var kvæntur Kristbjörgu Khorchai, f. 4.1. 1962, en þau skildu og eiga þau tvö börn; Sólrún, f. 11.4. 1945, d. 10.9.2000, síðast starfsmaður hjá Landssíma Islands, búsett í Hafnar- firði, var gift Grétari Bjarnasyni, f. 15.6.1943, húsasmið en þau eignuð- ust fimm börn og eitt barnabarn en tvö barnanna eru látin; Björg, f. 3.4. 1947, starfsmaður hjá Landsbanka íslands, búsett í Kópavogi, gift Þórði Sigurgeirssyni, f. 20.6. 1949, raf- eindavirkja og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn; Freydfs Sjöfn, f. 12.8. 1951, bréfberi hjá Islandspósti á Bakkafirði, gift Elíasi Ingjaldi Helgasyni, f. 8.7. 1952, útgerðar- manni og eiga þau fimm syni; Rósa Björk, f. 27.7. 1957, afgreiðslustjóri hjá íslandspósti á Bakkafirði, gift Ólafi Birni Sveinssyni, f. 3.4. 1958, bifvélavirkja og eiga þau fjögur börn og eitt bamabarn. Systkini Magnúsar er öll látin. Alsystir hans var Jóhanna, hús- móðir í Reykjavík. Hálfsystkini Magnúsar, sam- mæðra: Bjarnfríður, dó ung; Guð- munda, dó ung; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík; Bjarni Þórarinn, bóndi að Neðra-Rauðsdal á Barðaströnd; Ólafur Gísli, verkstjóri á Patreks- firði. Foreldrar Magnúsar vom Jó- hannes Kjartansson, f. 1.12. 1882, d. 29.3.1918, húsmaður og sjómað- ur, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 19.4. 1874, d. 20.11. 1954. Sextíu ára Stórafmæli 95 ára Eva Pétursdóttir, áður að Strandgötu 93, Eskifirði, en dvelur nú í Hulduhlíð, dvalar- heimili aldraðra á Eski- firði. Eiginmaður Evu var Ind- riði Valdimars Ásmundsson, vélstjóri á fiskiskipum, sem lést 1970. Af heilsufarsástæðum tek- ur Eva ekki á móti gestum. 90 ára Steingrfmur Þorsteinsson, Vegamótum, Dalvík. 85 ára Hermann Ólafsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Steinn Jónsson, Hátúni 7, Eskifirði. 80 ára Alda Rannveig Þorsteinsdóttir, áður Helgamagra- stræti 46, Akureyri, nú Dvalarheimlinu Hlíð. Hún tekur á móti ættingjum og vinum að Dvalarheimilinu Hlíð eft- ir kl. 16.00 á afmæisdaginn. Blóm og gjafirafþökkuð. Ólaffa Jónasdóttir, Vallargötu 27, Þingeyri. Sigurður Ragnar Guðbrandsson, Aðalgötu 19, Keflavík. 75 ára Birgir Magnússon, Gullsmára 7, Kópavogi. Guðmundur Ólafsson, Suðurgötu 4a, Keflavík. Trausti Adolf Ólason, Ásholti 2a, Dalvík. aLeifur Ragnar Magnússon, verkfræðingurog framkvæmdastjóri, Barónsstíg 80, Reykja- vík. Eiginkona hans erOddrún Kristjánsdóttir, umhverfisfræðing- ur og framkvæmdastjóri. Þau eru í útlöndum. Ásgerður Ulja Hólm, Grímsgerði, Akureyri. Magnús Andrés Jónsson, Byggðavegi 117, Akureyri. 60 ára Bjöm Þór Jónsson, Heiðarvegi 10, Reyðarfirði. Sigrfður Gunnlaugsdóttir, Borgarholtsbraut 76, Kópavogi. Þorvarður Guðmundsson, Stekkum 1, Selfossi. Þórður Kristján Pálsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. 50 ára Anna Ólfna Guðmarsdóttir, Keilusíðu 11 d, Akureyri. Bjami Marfus Jónsson, Ásholti 8, Reykjavík. Friðrik Karl Friðriksson, Leifsgötu 12, Reykjavík. Helga Hjaltadóttir, Kríuási 7, Hafnarfirði. Kristfn Gunnarsdóttir, Irabakka 14, Reykjavík. Slgbert Berg Hannesson, Strandaseli 7, Reykjavík. Theodór Guðjón Jónsson, Smáratúni 10, Keflavík. Ema Pálsdóttir * bóndi á Sveinsstöðum Erna Pálsdóttir, bóndi að Sveins- stöðum á Mýrum, er sextug í dag. Starfsferill Ema fæddist í Álftártungu á Mýr- um og ólst þar upp við öll almenn y sveitastörf þess tíma. Hún hefúr verið bóndi á Sveinsstöðum á Mýr- um. Fjölskylda Eiginmaður Ernu er Pétur Val- berg Jónsson, f. 4.5.1933, vélamað- ur. Hann er sonur Jóns H. Jónsson- ar og Nellýjar Pétursdóttur. Börn Ernu og Péturs eru Einar Páll, f. 16.10. 1968, bifreiðarstjóri f Borgarnesi; Nellý, f. 7.1.1981, nemi við Tækniháskóla Islands; Svan- hvít, f. 21.3. 1982, nemi; Helga, f. 9.11. 1984, nemi. Systkini Ernu: Anna Þóra, f. 16.6. 1939, kaupmaður í Keflavík; Svan- ur, f. 29.4. 1942, bóndi í Álftár- tungu; Egill, f. 30.9. 1945, vegagerð- armaður í Borgamesi; Birgir, f. 4.11. 1947, bflstjóri í Borgarnesi; Steinunn, f. 27.2. 1950, húsmóðir í Borgamesi; Ásgerður, f. 29.6. 1953, húsmóðir og bóndi á Arnarstapa. Foreldrar Ernu: Páll Þorsteins- son, f. 3.2.1913, d. 8.3.1988, hrepp- stjóri í Álftártungu, og k.h., Gróa Guðmundsdóttir, f. 4.6. 1917, bú- sett í Álftártungu. Erna tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Lyngbrekku föstud. 24.10. frákl. 21.00. 40 ára Arndfs Fannberg, Arnkötlustöðum, Hellu. Birgir Þórisson, Hverfisgötu 37, Reykjavík. Bjaml Haraldsson, Stóru-Mástungu 1a, Selfossi. Guðrún Ósk Jakobsdóttir, Heiðarási 22, Reykjavík. Hallgrfmur Lárusson, Ólafsgeisla 39, Reykjavík. Hllmar Sigurðsson, Skaftahlíð 18, Reykjavík. Ólafur Aðalsteinsson, Birtingakvísl 26, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.