Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 DV SPORT 29 með sex Katrín skoraði aftur Guðjón Valur HANDKNATTLEIKUR: Læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar í Magdeburg komust á topp þýsku deildarinnar með sex marka sigri á Essen, 30-24, í gærkvöld. Magdeburg er í efsta sæti sem stendur ásamt Flensburg og Lemgo en Lemgo er búið að leika einum leik fleira. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk fyrir Essen en Sigfús Sig- urðsson komst ekki á blað hjá heimamönnum. Lemgo sigraði einnig í sínum leik gegn Pfullingen í miklum markaleiksem endaði 39-31. Essen er í 7. sæti sem stendur og verða Guðjón Valur og fé- lagar að taka sig saman í and- litinu ætli þeir sér að blanda sér ítoppbaráttuna. Ódýrt hjá HK HANDKNATTLEIKUR: f gær var dregið í þriðju umferð í Evrópukeppni bikarhafa og óhætt að segja að HK hafi ver- ið heppið með mótherja, en HK dróst á móti Drott frá Svíþjóð. Hins vegar þarf kvennalið fBV að ferðast lengra en félagið fékk Etar Veliko Turnovo frá Búlgaríu. KNATTSPYRNA: Katrín Jóns- dóttir, sem er byrjuð að leika á nýjan leik með Kolbotn í Nor- egi, gerði sér lítið fyrir og skor- aði annan leikinn í röð í gær- kvöld þegar hún og stöllur hennar lögðu Larvik á útivelli, 1-9. Katrín skoraði fýrsta mark leiksins á 9. mínútu og eftir það héldu leikmönnum Kolbotn engin bönd. Katrín skoraði einnig á laugardaginn þegar Kolbotn lagði Klepp með fimm mörkum gegn einu. Þar kom hún inn á sem varamaður í byrjun seinni hálfleiks og skor- aði aðeins sjö mínútum síðar. Kolbotn á mikilvæga leiki fram undan þar sem liðið er komið í úrslit í bikar á móti Medkila og síðan gegn Malmö í 8 liða úr- slitum UEFA bikarsins. Jón með 2 stig Körfuknattleikur: Jón Arnór Stefánsson skoraði tvö stig í nótt þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir Utah Jazz á heima- velli, 76-92. Jón Arnór lék síð- ustu átta mínúturnar og skor- aði bæði stigin af vítalínunni. Dallas leikur aftur í kvöld þegar liðið sækir Sacramento Kings heim. Stærsti skandall íþróttasögunnar? Fjöldi frjálsíþróttamanna væntanlega fallinn á lyfjaprófi eftir að upp komst um nýtt lyf ÍÞRÓTTALJÓS Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is Frjálsíþróttaheimurinn nötrar þessa dagana eftir að banda- ríska lyfjaeftirlitið komst á snoðir um að í umferð væri komið nýtt steralyf sem greind- ist ekki í venjulegum lyfjapróf- um. Talið er að minnst 20 manns hafi fallið á A-lyfjapróf- um sem tekin voru á bandaríska meistaramótinu í júní sem og í prófum sem tekin voru skömmu síðar. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur ekki viljað nafngreina þá einstaklinga sem féllu á prófinu en talið er að meðal þeirra séu margar af helstu frjálsíþróttastjörnum Bandaríkjanna. Ef rétt reynist að þeir hafa notað ólögleg meðul verða öll verðlaun sem þeir hafa unnið til tekin af þeim ásamt því sem þau met sem við- komandi aðilar hafa sett verða afmáð úr frjálsíþróttasögunni. „Það sem við höfum afhjúpað lít- ur út fyrir að vera meðvituð lyfja- neysla af verstu gerð,“ sagði Terry Madden, formaður bandaríska lyfjaeftirlitsins, eftir að málið komst upp. Lyfið sem um ræðir heitir tetra- hydrogestrinone eða THG. THG er anabólískt steralyf sem er á bann- lista en svo virðist sem lyfjafræð- ingar hafi átt við lyfið svo það greindist ekki í venjulegum lyfja- prófum. Ástæðan fyrir því að upp komst um notkun þessa lyfs er að frjálsíþróttaþjálfari, sem vill ekki „Hér er um að ræða samsæri hjá lyfjafræð- ingum, þjálfurum og ákveðnum íþrótta- mönnum sem öll hjálp- uðust að við að búa til steralyfsem greindist ekki í lyfjaprófum." láta nafn síns getið, skilaði notaðri sprautu með efninu til háskólans í Kaliforníu þar sem lyfið var greint og í framhaldinu var gripið til við- eigandi ráðstafana svo að hægt væri að rannsaka lyfjaprófm á nýj- an leik. „Hér er um að ræða samsæri hjá lyfjafræðingum, þjálfurum og ákveðnum íþróttamönnum sem öll f SKUGGANUM: Það er óhætt að segja að bandariskt frjálsíþróttafólk feli sig í skugganum þessa dagana vegna lyfjahneykslisins stóra. Kelli White er einn þeirra frjálsíþróttamanna sem er grunuð um græsku en hún fagnar hér sigri í 200 metra hlaupi á síðasta heimsmeistaramóti. Gullverðlaunin þar og í 100 metra hlaupinu voru tekin af henni eftir að (henni greindist ólöglegt lyf sem þó er ekki komið á banniista. Reuters hjálpuðust að við að búa til steralyf sem greindist ekki í lyfjaprófum. Þetta er háþróað steralyf sem er bú- ið til af færum lyfjafræðingum. íþróttamennimir sem tóku lyfið vom fullkomlega meðvitaðir um að lyfið greindist ekki í lyfjaprófum. Áhrifin af lyfinu vara svo mánuðum skiptir en við höldum að aðeins hafi verið hægt að greina lyfið í lfk- amanum í mjög skamman tíma. Jafnvel ekki nema í 3-7 daga,“ sagði Madden sem mun lyfjaprófa og yf- irheyra fjölda íþróttamanna næstu vikurnar en ekki er búist við því að greint verði frá nöfnum þeirra sem féllu fyrr en í desember. Þeir sem falla á B-prófmu fara sjálfkrafa í tveggja ára bann. Greina 400 próf upp á nýtt Alþjóða frjálsíþróttasambandið er að sjálfsögðu stokkið í leikinn en það hyggst rannsaka öll lyfjapróf sem tekin vom á heimsmeistara- mótinu í frjálsum í lok ágúst upp á nýtt. Sambandið er með 400 próf í fómm sínum sem það hyggst rann- saka og þegar hefur verið gefið út að þeir sem greinast með THG fái alvarlega refsingu. Það þýðir að verðlaun og met verði tekin af ein- staklingum. „Ef einhverjir íþrótta- menn hafa viljandi ætlað sér að svindla þá verður að koma upp um þá og refsa þeirn," sagði Istvan Gyulai, framkvæmdastjóri Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Fjöldi frjálsfþróttastjarna verður kallaður í vitnaleiðslur vegna máls- ins á næstu vikum og meðal þeirra eru hlauparaparið Marion Jones og Tim Montgomery. Einnig verður hóað í hafnaboltastjörnuna Barry Fyrir utan þá rannsókn sem nú stendur yfir á Balco er einnig verið að rannsaka fyrirtækið fyrir skattsvik. Bonds. Eins og áður segir verður ekki gefið út á næstunni hvaða íþróttamenn það em sem taldir em hafa fallið á lyfjaprófmu en þó hef- ur nafn Kevins Toth lekið út en hann er Bandaríkjameistari í kúlu- varpi. Toth hafnar því að hafa vilj- andi neytt ólöglegra lyfja. Forkólfar frjálsíþróttasambandsins taka ekki mikið mark á slíku og halda því fram að íþróttamennirnir viti vel hvað sé í þeim fæðubótarefnum sem þeir nota. Balco sökudólgurinn? Ástæðan fyrir því að Marion Jo- nes, Tom Montgomery og Barry Bonds em kölluð í vitnaleiðslur er sú að þau em viðskiptavinir fyrir- tækisins Balco sem framleiðir fæðubótarefni en Balco er einmitt fyrirtækið sem er grunað um að hafa framleitt THG. Fyrirtækið greinir blóð og þvag íþróttamanna og útbýr síðan pakka með fæðu- bótarefnum sem henta hverjum og einum íþróttamanni. Fyrir utan þá rannsókn sem nú stendur yfir á fyr- irtækinu er einnig verið að rann- saka það fyrir skattsvik. Málið er reiðarslag fyrir banda- ríska íþróttamenn yfir höfuð enda hafa margir af fremstu íþrótta- mönnum þjóðarinnar verslað við Balco undanfarin ár. Barry Bonds hefur verslað við þá síðan árið 2000 og hefur hann margoft þakkað fyr- irtækinu fyrir þátt þess í velgengni hans. Sömu sögu er að segja af Jo- nes og Montgomery. Fyrrverandi eiginmaður Jones, kúluvarparinn CJ Hunter, var einnig viðskiptavinur Balco en hann féll eftirminnilega á lyfjaprófi fyrir nokkrum ámm þegar magn stera í líkama hans reyndist 1000 sinnum meiri en leyfilegt var að hafa. Victor Conte, stofnandi og eigandi Balco, tók á sig sökina í því máli og sagði að mistök hefðu átt sér stað þegar fæðubótarpakki var útbúinn fyrir Hunter. Nýjasta hlaupadrottning heims- ins, Kelli White, sem vann bæði 100 og 200 metra hlaup á heimsmeist- aramótinu í ágúst, féll á lyfjaprófi eftir mótið. Hún neitaði öllum ásökunum og sagðist hafa tekið lyf við svefnleysi sem læknir hennar, Brian Goldman, hefði gefið henni en Goldman hefur unnið með Conte í 20 ár. Varanlegur skaði Ljóst er að það á eftir að taka langan tíma að fá botn í þetta mál og á meðan engin nöfn em gefin upp liggja allir frjálsíþróttamenn undir gmn. Málið á eftir að fá mikla athygli næstu vikurnar og ljóst að ekki em öll kurl kominn til grafar en eitt er ljóst og það er að þetta mál hefur skaðað íþróttina í heild sinni - og það varanlega. 4 * r <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.