Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 30
30 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003
Barthez í biðstöðu
Rio skilar sönnunargögnum
KNATTSPYRNA: Leigusamn-
ingur Fabiens Barthez frá
Manchester United til
Marseille hefur verið settur á
bið af frönskum knattspyrnuyf-
irvöldum þar sem beðið er eft-
ir leyfi frá FIFA til þess að af
vistaskiptunum verði. Barthez
er ekkert að örvaenta þótt mál-
ið komi til með að taka aðeins
lengri tíma en í fyrstu var hald-
ið. „Frá fyrstu mínútu er ég
heyrði að United og Marseille
væru að tala saman var ég
spenntur. Marseille á sérstakan
stað í mínu hjarta því að ég
byrjaði minn feril hér og það
hefur ávallt verið von mín að
ég gæti leikið aftur með félag-
inu. Það verður frábært að
spila aftur á Stade Velodrome,"
sagði Fabien Barthez.
SMÁBIÐ: Barthez kemst ekki frá
United strax.
KNATTSPYRNA: Enska knatt-
spyrnusambandið staðfesti í
gær að það hefði fengið öll
nauðsynleg gögn frá Rio
Ferdinand og Man. Utd. til
þess að Ijúka málinu.
Meðal þeirra gagna sem send
var útprentun afvarsímanotk-
un Ferdinands sem gæti verið
lykillinn í málsvörn hans en
það á að sanna að hann hafi
hringt í sambandið þegar
hann gerði sér grein fyrir því
að hann hefði misst af lyfja-
prófinu. Hvað sem gerist í
málinu er Ijóst að Rios bíður
refsing fyrir að mæta ekki í
lyfjaprófið en það er undir
enska knattspyrnusambandinu
komið að dæma um hvort
hann hafi gert það viljandi eð-
ur ei.
STYTTIST: Mál Rios vel á veg kom-
ið.
"t
>
SVEKKELSI: Arsene Wenger, stjóri
Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sin
um í Úkraínu í gær enda enn eitt tapið
hjá hans mönnum staðreynd og þeir i
verulega vondum málum.
Skytturnar skotnar
Arsenal í vondum málum eftir tap í Úkraínu - Inter tapaði í Moskvu
Arsenal er í verulega vondum
málum í B-riðli meistaradeildar-
innar eftir tap gegn Dynamo Ki-
ev í gær. Þeir sitja langneðstir
en baráttan á toppi riðilsins er
mjög hörð eftir að Lokomotiv
Moskva gerði sér lítið fyrir og
pakkaði Inter saman. Juventus
er aftur á móti í verulega
huggulegum málum eftir sann-
færandi sigur á Real Sociedad.
Sigurmark leiksins í Úkraínu var
skrautlegt í meira lagi og skrifast á
Jens Lehmann, markvörð Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri liðsins, vildi
þó ekki kenna honum um tapið.
„Ég er ekki hér til þess að kenna
einhverjum um tapið því að við
fengum tækifæri til þess að klára
leikinn sjálfír. Svona mörk eru
óheppileg þegar maður biður leik-
menn sfna um að spila boltanum
frá aftasta manni en það má alltaf
búast við þeim. Það er eingöngu
hluti af leiícnum. Jens var í öngum
sínum inni í búningsklefa en það
voru reyndar allir strákarnir. Jens er
reyndur markvörður og við megum
ekki kenna neinum um heldur
standa saman,“ sagði Wenger en
hann var ekki tilbúinn að játa það
að baráttan væri búin.
„Staðan er vissulega mjög erfið
en strákarnir búa yfir þeim andlega
styrk sem þarf að hafa til þess að
komast yftr svona áföll og aftur á
skrið. Við erum ekki búnir að
syngja okkar sfðasta og ég hef fulla
trú á því að við komumst áfrarn,"
sagði Wenger en hans mönnum
hefur ekki tekist að sigra í níu síð-
ustu leikjum sínum í meistara-
deildinni.
O'Neill bjartsýnn
Martin O’Neill, stjóri Celtic, var
enn á því að hans menn réðu sín-
um örlögum í keppninni þrátt fyrir
tap gegn Anderlecht sem lék manni
færra frá 26. mínútu.
„Staðreyndin er að við ráðum
enn okkar örlögum. Við spiluðum
alls ekki nógu vel í þessum leik en
þrátt fyrir það fannst mér við eiga
skilið að fá eitthvað úr honum. Þeg-
ar þeir misstu manninn út af var ég
ekkert viss um að við myndum
sigra. Við spiluðum ekki nógu vel á
ákveðnum svæðum til þess að setja
pressu á þá. Við getum vissulega
gert betur en við gerðum í kvöld en
ég tek ekkert frá Anderlecht. Þeir
sönnuðu svo sannarlega hversu
gott lið þeir eru og þessi riðill er
enn þá opinn alveg upp á gátt."
Mark var dæmt af welska fram-
herjanum John Hartson og það
skipti sköpum að mati O’Neills. „Ef
markið hefði fengið að standa þá er
ég klár á því að við hefðum klárað
leikinn."
Inter kælt niður
Lokomotiv Moskva kom verulega
á óvart þegar það rúllaði yftr ítalska
risann, Inter, í Moskvu, 3-0. Yuri
Semin, þjálfari Lokomotiv, hrósaði
fyrirliða sínum, Dmitri Loskov, sér-
staklega.
„Hann tapaði aldrei boltanum og
„Jens var í öngum sín-
um inni í búningsklefa
en það voru reyndar
allir strákarnir. Jens er
reyndur markvörður
og við megum ekki
kenna neinum um held-
ur standa saman."
gaf margar stórkostlegar sendingar.
Meira að segja þegar við vorum
ekki að sækja vann hann varnar-
vinnuna frábærlega. Stórkostleg
frammistaða hjá honum í kvöld."
Semin sagði að fyrsta markið í
leiknum hefði gert útslagið. „Það
hjálpaði okkur mjög mikið. Inter er
ekki mjög gott lið gegn liði sem
beitir skyndisóknum. Þeir þurftu
að pressa á okkur og við það opn-
aðist pláss fyrir skyndisóknirnar
okkar. Leikurinn hefði orðið mun
erfíðari ef við hefðum fengið fyrsta
markið á okkur," sagði Semin sem
var í skýjunum með lið sitt.
„Ég vil óska öllum mínum leik-
mönnum til hamingju með frábær-
an leik. Enginn leikmaður átti
dapran dag og ég er einnig ánægð-
ur fyrir hönd stuðningsmanna okk-
ar sem var boðið til veislu."
Bjargvætturinn Tristan
Diego Tristan kom Deportivo til
bjargar þegar hann skoraði eina
mark leiksins gegn Monaco á Ri-
azor.
„Tristan fékk það sem hann átti
skilið úr leiknum. Hann stóð sig
virkilega vel,“ sagði Javier Irureta,
þjálfari Deportivo. „Monaco kann
listina að verjast vel. Við þurftum
að hafa mikið iyrir sigrinum og
stuðningsmennirnir gáfu okkur
þann kraft sem við þurftum svo
sannarlega á að halda til þess að
landa sigrinum." henry@dv.is
L. Moskva-lnter 3-0
1-0 Dmitri Loskov (2.), 2-0 Mikhail As-
hvetia (50.), 3-0 Dmitri khoklov (57.).
AEK Aþena-PSV Eindhoven 0-1
0-1 Theo Lucius (36.).
Anderlecht-Celtic 1-0
1-0 Dindane Aruna (72.).
Deportivo-Monaco 1-0
1-0 DiegoTristan (82.).
Dynamo Kiev-Arsenal 2-1
1-0 Maksim Shatskikh (27.), 2-0 Val-
entin Belkevich (64.), 2-1 Thierry
Henry (80.).
Galatasaray-Olympiakos 1-0
1-0 Cihan Haspolatli (9.)
Juventus-Real Sociedad 4-2
1-0 David Trezeguet (3.), 2-0 Marco
Di Vaio (6.), 3-0 Marco Di Vaio (45.),
4-0 David Trezeguet (63.), 4-1 Igor
Tudor sjm, (67.), 4-2 Javier De Pedro
(80.).
Lyon-Bayern Munchen 1-1
0-1 Roy Makaay (25.), 1-1 Peguy Luy-
indula (88.).
A-riölll:
Bayern 3 1 2 0 4-3 5
Anderl. 3 1 1 1 2-2 4
Lyon 3 1 1 1 2-3 4
Celtic 3 1 0 2 3-3 3
B-riöill:
D. Kiev 3 2 0 1 5-3 6
Inter 3 2 0 1 5-4 6
L. Moskva 3 1 1 1 3-2 4
Arsenal 3 0 1 2 1-5 1
C-riðill:
Deport. 3 2 1 0 4-1 7
Monaco 3 2 0 1 6-2 6
PSV 3 1 0 2 2-4 3
AEK 3 0 1 2 1-6 1
D-riölll:
Juvent. 3 3 0 0 8-4 9
R.Socied. 3 2 0 1 5-5 6
Galatasa. 3 1 0 2 3-4 3
Olympia. 3 0 0 3 1-4 0