Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hæsta jólatréð Á vefnum Local.is er því haldið fram að hæsta ís- lenska jólatréð sé á Eg- ilsstöðum. Stendur það upptendrað fyrir framan vöruhiís Kaupfélags Héraðsbúa . Starfs- menn áhalda- húss Austur-Héraðs hafa hamast við það undan- farið að koma ljósum á tréð en kveikt var á tré- nu síðasta laugardag. Mikið var um dýrðir, bamakór söng jólalög og jólasveinar komu á stað- inn og skemmtu börn- um og gáfu gjaflr. 10 ára kvennakór Kvennakór Reykjavíkur er 10 ára um þessar mundir og af því tilefni verða tónleikar í Lang- holtskirkju á sunnudag kl. 17 og 20. Diddú syngur ásamt kóm- um en stjórn- andi er Sigrún Þorgeirsdóttir. Hljóðfær- arleikarar á tónleikun- um era Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir, píanó og Kolbeinn Bjarnason, flauta. Jólaball undir berum himni Á laugardagskvöld verð- ur svo dansað undir ber- um himni á Silfurtorgi, Isafírði. Hefst ballið ld. 20 og það er ung- linga- hljóm- sveitin Apolló sem leikur fyrir dansi. Vonast bæjaryflrvöld á ísafirði að þessi útidans- leikur festist í sessi og verði fastur punktur í aðventunni eins og hin hefðbundna dagskrá þegar jólatréeru tendmð að deginum til. Sunnlenska jólastjarnan Ný útvarpsstöð er farin í loftið á Selfossi. Útvarps- menn em þeir Guðleifur W. Guðmundsson og Sverrir lúlíusson. Sent er út á tíðni 105,1 og nást út- sendingar á Selfossi og ná- grenni. Sunnlenska jóla- stjarnan mim flytja hlustendum jólatónlist og dægurlög allan sólar- hringinn. O -Q a E >N o nj c 3 AJ *o Aumingja Jón! Raunalegt var að horfa upp á lón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra á Pressu- kvöldi Ríkissjónvarpsins á miðviku- daginn var. Hann var þangað kominn til að skýra út og réttlæta vendingar ríkisstjómar- innar í málefnum öryrkja, en eins og allir vita hafa öryrkjar hástöfum sakað ríkisstjórnina um að hafa svikið þann samning sem þeir handsöluðu korteri fyrir kosningar, ráðherr- ann og Garðar Sverrisson formaður öryrkja- bandalags Islands. Sá samningur átti áreið- anlega mjög mikinn þátt í að lægja að miklu leyti þær miklu óánægjuraddir, sem risið höfðu um frammistöðu ríkisstjórnarflokk- anna í málefnum hinna verstu settu í samfé- laginu, það er að segja örykja. Og Framsóknarflokkurinn hóf í kjölfarið þá auglýsingaherferð sína, sem nú er orðin heimsfræg, og gekk út á að flokkurinn væri sannkallaður velferðarflokkur og nánast í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í velferðar- málum. Sú auglýsingaherferð skilaði flokkn- um þeim árangri að fyrirsjáanlegt tap varð að mjög vel viðunandi „varnarsigri" - og forsæt- isráðherrastóllinn kom í hlut Framsóknar, að vísu ekki fyrr en á næsta ári. Eins og fjallað hefur verið ítarlega um síð- ustu daga ætlar ríkisstjórnin nú að ganga á bak orða sinna og ekki efna samninginn við öryrkja að fuilu. Á vantar hinar margfrægu 500 milljónir. öryrkjar hafa líka brugðist mjög hart við. Fólk er að vísu orðið sorglega vant því að fulltrúar ríkisstjórnar og öryrkja fari í hár saman en jafnvel í þeirri orrahríð allri hlýtur að teljast til tíðinda þegar Garðar Sverrisson tekur svo til orða að ríkisstjórnin hagi sér eins og þriðja flokks ítalskur bílasali í málinu. Með fullri virðingu fyrir ítölum! lón Kristjánsson hefur reynt - og reyndi enn á Pressukvöldinu - að halda því fram að ekki sé um samningsrof að ræða. Þar er þó um hártoganir að ræða, eins og ráðherrann hlýtur að gera sér grein fyrir. Enda gátu jafn- vel hinir harðsvíruðustu menn ekki annað en hrærst til meðaumkunar með ráðherranum þegar hann hökti um sinn laskaða varnarmúr í Sjónvarpinu. Öllum er Ijóst að lón Kristjáns- son ætlaði sér að standa við samninginn við formann Öryrkjabandalagsins en aðrir ráð- herrar tóku af honum ráðin. En í raun er lóni þó auðvitað engin vor- kunn. Hann átti annaðhvort að berjast með kjafti og klóm fyrir sínum málstað eða segja af sér ella, þar sem hann hafði í raun verið svínbeygður - annað orð er eiginlega ekki hægt að hafa um það. Að minnsta kosti er honum enginn sómi í því að berja höfðinu við steininn og neita að viðurkenna staðreyndir sem við blasa. Og þá helsta að hann var af samráðherrum sínum gerður ómerkingur. Hlugi Jökulsson í gær fór Ámi Magnússon félags- málaráðherra í heimsókn til Sam- hjálpár sem rekur súpueldhús fyrir fátækt fólk í Reykjavík og þá sem ekki eiga málungi matar. I sjálfu sér em slflcar heimsóknir ráðherra á vettvang alþýðunnar virðingarverð viðleitni til að þeir geti kynnst kjör- um og aðstæðum umbjóðenda sinna Hins vegar brá svo við í gær að ekki einungis ráðherrann kom f heimsókn, heldur höfðu fjölmiðlar einnig verið boðaðir á staðinn, til þess að því er virtist að fylgjast með ráðherranum blanda geði við fátæk- lingana. Þetta var því á engan hátt „venjulegur dagur" hjá Samhjálp. En ekki nóg með fjölmiðla. I eld- húsinu f gær stóðu nefnilega ekki hinir venjulegu kokkar Samhjálpar og elduðu þann mat sem hversdags- lega er þar á borðum. Þar réði f stað- inn rflcjum Guðvarður Gíslason veit- ingamaður f Apótekinu í Austur- stræti sem er í hópi fínustu veitinga- húsa í borginni, að því er heimildir okkar herma. Og hann bauð upp á dýrindis kræsingar eins og Apótekið mun vera þekkt fyrir. Ekki fór hjá því að ýmsir yrðu nokkuð langleitir eftir því sem veisl- an hjá Samhjálp varð fínni. Máiið ieit óneitanlega út eins og félags- máiaráðherra væri ekki kominn þarna af einiægum áhuga til að kynna sér kjör skjólstæðinga Sam- hjálpar, heldur væri heimsóknin ekki annað en tjölmiðlabrella til þess að sýna almenningi ráðherrann blanda geði við fátæklingana. Dró það síst úr því áliti blaða- og frétta- manna að þeirhöfðu verið boðaðirá staðinn hvorki af Samhjálp né ráð- herranum sjálfum persónulega, heldur af almannatengslafyrirtæki nokkru sem Úmar R. Valdimarsson rekur en hann er kunnastur fýrir dyggileg störf sín fyrir ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo. upp í munninn. Síðar sama dag rifj- aðist upp fyrir honum - eða hann uppgötvaði þá í fyrsta sinn - að boð um hádegisverð á vegum Apóteksins og Samhjálpar hefði vissulega borist ráðuneyti hans fyrir milligöngu al- mannatengslafyrir- tækis Ómars R. Valdimarssonar. Það hefði þó verið algert aukaatriði í sínum huga að kokkamir kæmu að þessu sinni frá Apótekinu enda hefði hann ekki haft hugmynd tnn hverjir elduðu venju- lega fyrir Samhjálp. Að auki hefði rit- ari sinn tvívegis ftrekað við Ómar R. Valdimarsson að Ámi myndi koma á staðinn beint úr öðnun hádegisverði og yrði því vart mjög svangur. Sakir kurteisi hefði hann þó fengið sér eina ausu af súpu með hanskbrauði áður en hann ræddi við skjólstæðinga Samhjálpar. Víð ítrekum að það hvarflar ekki að okkur annað en Árni Magnússon hafi einlægan áhuga á að kynnast kjörum fátækra á íslandi og heim- sókn hans í matsal Samhjálpar hafí verið tilraun til þess. En staða ráð- herrans í þessari heimsókn til Sam- hjálpar var óneitanlega heldur an- kannaleg þar sem hann stóð með súpudiskinn úr einu fínasta eldhúsi landsins og átti að vera í heimsókn hjá fátækum. Sennilega hefur hann fyrst og fremst verið fórnarlamb of ákafra almarmatengslafulltrúa sem skynja ekki að vfsitasfa ísúpueldhús fátækra er eitt - en vísitasia til fátækra í kastíjósi fjölmiðla og af því tilefni boðið upp á fínasta veislumat á land- inu - það er dálítið mikið annar hlut- ur. Uklega ætti þessi vandræðalega heimsókn ráðherrans til Samhjálpar fyrst og fremst að verða stjómmála- mönnum áminning um að treysta eigin hyggjuviti og snotra hjartalagi fremur en „spunadoktorum" og al- mannatengslasérfræðingum. Ómar R. Valdimarsson „almanna- tengfll" er annars gamall blaðamaður og í stéttinni er hann fyrst og fremst kunnur fyrir að hafa gengið svo sköm- lega fram í að fylgj- ast með Bítlinum Paul McCartney, þegar hann kom tíl Islands um árið, að Paul missti að lokum þolinmæðina og mun hafa reiðst blaðamanninum svo mjög að hann hótaði Ómari llfláti. Þykir þó yf- irleitt þurfa nokkuð til að sá geðprúði Bítíli missi svo stjóm á sér. Málið leit óneitan- lega út eins og heim- sóknin væri ekki annað en fjölmiðla- brella til þess að sýna almenningi ráðherr- ann blanda geði við fátæklingana. Og svo fínn maður væri ráðherr- ann og svo merkilegur viðburður að hann léú svo lítið að stíga niður til fá- tæklinganna að venjulegur Sam- hjálparmatur hefði engan veginn verið nógu fínn, og Guffi því verið kallaöur til að elda fínerf ofan f ráð- herrann. Nú efumst við ekki um raunvem- legan áhuga félagsmálaráðherra á að kynnast kjömm sinna minnstu bræðra, þeirra sem leita þurfa til Samhjálpar afþvíþeir eiga ekki fyrir mat. En svona varð samtímynd þess- arar vfsitasíu ráðherrans - ogþar sem hún var skipulögð af almanna- tengslafyrirtæki, þá skipti ekki síður máli hvemig heimsóknin leit út held- ur en hugsanlegur tilgangur hennar í alvömnni. Ámi Magnússon hélt því í fyrstu fram f gær að hann hefði ekki haft minnstu hugmynd um að fjölmiðlar hefðu verið boðaðir á staðinn eða að maturinn yrði fínni en venjulega þeg- ar hann kæmi í heimsókn. Það hefði lengi staðið til að hann heimsækú Samhjálp og það hefði verið hrein úl- viljun að heimsókn sína hefði borið upp á sama dag og Guðvarður hefði verið á staðnum að gefa skjólstæð- ingum Samhjálpar eitthvað gómsætt Fyrst og fremst Ráðherrann í súpueldh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.