Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Sport DV Þrettán þjóðir komast áfram Það verða þrettán þjóðir frá Evrópu sem komast upp úr riðlunum átta í undan- keppni HM 2006 í Þýskalandi. Sigurvegararnir úr riðlunum komast allir áfram auk þeirra tveggja liða sem ná bestum árangri í 2. sætinu. Hin þrjú sætin ráðast í þremur úrslitaeinvígum milli hinna sex þjóðanna sem enda í 2. sæti riðlanna. Geta ekki lent í sjö liða riðli Fjórar þjóðir í drættinum íyrir undan- keppni HM í Þýskalandi 2006, Frakkland, England, Ítalía og Spánn, fá sérmeðferð að þessu sinni því þessar fjórar þjóðir geta ekki lent í sjö liða riðlum. Ástæðan er sú að í þessum ijórum löndum auk Þýskalands eru stærstu deildirnar og álagið langmest. Það er því ljóst að þrjú af hinum fjórum liðunum Portúgal, Svíþjóð, Tékkland og Tyrkland, lenda í því að leika 12 leiki í undankeppninni. Flestir leikir í sögunni Það verður í fyrsta sinn keppt í sjö liða riðlum í þessarri undankeppni enda tekur 51 Evrópuþjóð þátt í þessarri undankeppni. Þrír riðlar verða skipaðir sjö liðum sem þýðir að hvert lið leikur 12 leiki í undan- keppninni. Áætlaðir leikdagar undankeppninn- ar eru miðaðir við sex liða riðla og tíu leiki og því þurfa liðin í sjö liða riðlunum að spila tvo leikja sinna á degi sem er ætlaður undir vináttulandsleiki. Allt miklu stærra Þýskaland hélt síðast HM í knattspyrnu árið 1974 eða fyrir tæpum þrjátíu árum og það er óhætt að segja að keppnin sem land- ið heldur eftir tvö ár sé orðin talsvert meiri um sig. Sextán þjóðir komust í úrslitakeppnina þá en eru 32 nú. 106 þjóðir tóku þátt í undankeppninni fyrir 30 árum en 197 skrá sig til leiks nú og í stað 252 leikja í undankeppninni eru leikirnir orðnir fleiri en 850. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, vonast eftir því að fá David Beckham og félaga hans í enska landsliðinu á Laugardalsvöllinn í næstu undankeppni. í dag er stór stund fyrir íslenska knattspymu næstu tvö árin en þá verður dregið í næstu undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Þýskalandi eftir rúm tvö ár. ísland er í fjórða styrkleikaflokki og fær því þrjú lið með sér í riðil sem eru fyrirfram talin vera sterkari og tvö til þrjú veikari lið. Drátturinn skiptir miklu máli, bæði peningalega sem og það verður fróðlegt að sjá hvort riðill íslands gefur liðinu tækifæri á að hækka sig um styrkleikaflokk fyrir næsta stórmót. DV-Sport ræddi við Eggert Magnússon, formann KSÍ, um dráttinn í dag, mögulega andstæðinga og væntingar liðsins í undankeppninni. Eggert Magnússon, formaður KSl, var brattur þegar DV Sport ræddi við hann í gær. Eggert var kominn við íjórða mann til Frankfurt í Þýskalandi, þar sem drátturinn fer fram í dag kl. 16 en með honum í för eru landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigur- vinsson og Logi Ólafsson og Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Það ríkir mikil spenna á meðal okkar og við gerum okkur grein íyrir því að hlutirnir geta farið bæði á besta og versta veg,“ sagði Eggert. fslenska landsliðið er eins og áður sagði í fjórða styrkleikaflokki og hefur fallið niður um einn styrkleikaflokk frá því að dregið var í undankeppni EM 2002. Eggert sagði að það væri eitthvað sem hefði mátt búast við í ljósi breytts fyrir- komulags á riðlakeppninni. Vantaði aðeins eitt stig „Það eru miklu fleiri lið í hverjum styrkleikaflokki núna þannig að það var hægt að búast við þessu. Við erum hins vegar í sama sæti og síðast og hefðum aðeins þurft eitt stig til viðbótar úr tveimur sfðustu undankeppnum til að vera f þriðja styrkleikaflokki. Ég lít því ekki á það sem áfellisdóm yftr landsliðinu að liðið skuli hafa fallið um styrkleikaflokk heldur eru aðstæður breyttar." Átta lið eru í hverjum styrkleikaflokki en alls eru styrk- leikaflokkarnir sjö. Þrú lið, Andorra, Kasakstan og Lúxemburg eru í sjöunda styrkleikaflokki en það þýðir að þrír riðlar verða með sjö liðum en fímm riðlar með sex liðum. England, Spánn, Ítalía og Frakkland verða örugglega í sex liða riðlum og sagði Eggert að það hefði verið frumskilyrði fyrir því, af hálfu þessara „stóru“ þjóða að þessi hugmynd var samþykkt. Færri vináttulandsleikir „Allir þjóðir í Knattspyrnu- sambandi Evrópu fyrir utan þessar allra stærstu voru sammála um að breyta skipulaginu að því leytinu að fjölga alvörulandsleikjum og fækka vináttulandsleikjum sem hafa hvort eð er sýnt sig að þeir eiga undir högg að sækja. Stóru þjóðarnir vilja hins vegar eiga kost á því að spila hver við aðra og þar sem deildirnar í þessum löndum eru stærstar var fallist á það til að koma breytingunni í gegn. Ég held að þetta sé mjög gott fyrir okkur fslendinga því að við fáum annað hvort sex eða sjö hörkuleiki á Laugardalsvellinum á næstu tveimur árum, leiki þar sem eitthvað er undir,“ sagði Eggert. t.Úkraína 53.saeti hjá FIFA (1 rrieðtsl.) 2. Island 60. (- 3. Finnland 42. (Atdrei) 4. Noregur 39. (2) 5. Israel 47. (Aldrei) 6. Bosnía-Hersegóvína 54. (Aldrei) 7. Lettland 56. 'Aldrei) 8. Wales 58. (2) „Annars skiptir það að sjálfsögðu mestu máli að okkar landslið sé tilbúið í slaginn þegar keppnin byrjar. Við setjum okkur ekki markmið fyrr en dregið hefur verið í riðla en að sjálfsögðu er aðalmarkmiðið að komast aftur í þriðja styrkleikaflokk - það verður að duga í bili." Algjört happadrætti Eggert sagði að þegar í dráttinn væri komið þá væri það algjört happadrætti hvaða þjóðir lentu með íslandi í riðli. „Við værum mjög sáttir við að lenda loksins með Englendingum. Draumariðillinn væri sennilega með Englendingum, Pólverjum úr öðrum styrkleikaflokki og að sleppa við Rúmeníu .og Búlgaríu í þriðja styrkleikaflokki. Annars er erfitt að segja hvaða þjóðir eru draumamótherjar og hverjar ekki. Það segir sig hins vegar sjálft að það væri ekki gott fyrir okkur að lenda á mörgum liðum frá Austur- Evrópu. Þá er ferðakostnaðurinn farinn að vera ansi hár og við það vildum við helst sleppa," sagði Eggert en bætti svo við: „Annars skiptir það að sjálfsögðu mestu máli að okkar landslið sé tilbúið í slaginn þegar keppnin byrjar. Við setjum okkur ekki markmið fyrr en dregið hefur verið í riðla en að sjálfsögðu er aðalmarkmiðið að komast aftur í þriðja styrkleikaflokk - það dugir í bili,“ sagði Eggert. oskar&dv.is Afríka I.Frakkland 2. sæti hjá FIFA (4 meó IsU t.Holland 6. sæti hjá FIFA (4 með tsl.l 2. Portúgal 18. (Aldrei) 3. Svíþjóö 17.(1) 4.Tékkland 10. (3; 5. Spánn 3. (3; 6. Ítalía 11. íAldreii 7. England 8. (Aldrei) 8.Tyrkland 10.(3) 2. Króatfa 20. (Aldrei) 3. Belgla 16.(3) 4. Danmörk 13. (1) 5. Rússland 29.(5) 6. trland 15. ,22 7. Slóvenía 27. (Aldrei) 8. Pólland 24.(1) 1. Búlgarla 39. sæti hjá FIFA (1 rneð fst.) 2. Rúmenía 24. (!) 3. Skotland 50. 2) 4. Serbía og Svartfjallaland 36. (0) 5. Sviss 43. (2) 5. FLOKKUR 1. Ungverjaland 67. sæti {2 með ísf.) 2. Georgía , 92. (Aldrei) 3. Hvíta-Rússland 90. (Aldrei) 4. Kýpur 93. (Aldrei) 5. Eistland 73. (Aldrei) 6. Norður-írland 118.(2) 7. Litháen 100. 2} 8. Makedónía 96.(1) 1. Albanía 89. sæti hjá FIFA U. með fsl.) 2. Armenía 112.(1) 3. Moldavía j 105. (Aldrei) 4. Aserbadjan 119. (Aldrei) 5. Færeyjar 127.(1) 6. Malta 130.(2) 7. San Marínó 158. (Aldrei) 8. Liechtenstein 147. 1) 6. Grikkland 30.(1) 7. Slóvakia 49. (Aldrei! 8. Austurríki 65.' i i 1. Andorra 144. sæti hjá FIFA (1 meðísl.) 2. Luxemburg 151.(1) 3. Kasakstan 135. (Aldrei! öll tölfræði: ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.