Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 3 Ógeðið Ég er lítið spenntur fyrir stórum valdaeiningum, stjórnvöldum og einkasamsteypum. En eins og stað- an er í dag flnnst mér það vera mjög skýrt að séu ríkisreknir fjölmiðlar reknir lýðræðislega og sjálfstætt frá ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum eru þeir langsamlega bestu upplýs- ingamiðlar okkar tíma. BBC, ríkis- stöðvarnar á Norðurlöndunum og þar með talið fréttastofa ríkisút- varpsins falla undir þetta. Annað rekstrarform RÚV mun ekki færa okkur neitt betra þótt það hljóti nú að vera til einhver skárri leið við að innheimta afnotagjöldin. Sjálfstæð- isflokkurinn er konungur ríkisaf- skipta þegar kemur að RÚV og þegar fólk er orðið hundleitt á því, spretta upp einhverjar SUS drullur og benda á hversu vont það er að hafa fjölmiðla í ríkiseign. En það er ekki vont að hafa fjölmiðla í ríkiseign. Það er vont að hafa sjálfstæðismenn í ríkiseignum, í ríkisstjórn og út- varpsráði haldandi að þeir séu ríkið. Glerharðir galdramenn á göngunum Ef hugmyndir Björns Bjarnason- ar um íslenskan her væru orðnar að veruleika myndu ef til vill núna ber- ast fréttir af drepnum Islendingum niðri í írak. Nú er komin enn ein vond hugmynd frá honum. Ég er virkilega að reyna að skilja þetta. Ég hef fylgst með þessarri umræðu og hef ekki enn séð neinn rökstuðning, formlegar kvartanir eða yfir höfuð dæmi nefnd um vinstrislagsíðu Spegilsins. Markús Örn lagði fram gögn ásökun sinni til stuðnings. Kvörtun Reynis Tómas Geirssonar um að aðstandendur Spegilsins höfðu þrýst óþarflega á um viðtal við starfsmann Landsspítalans. Reynir virðist á engan hátt vilja að kvörtun hans sé notuð í þessum tilgangi. Enda þyrfti ekki bara „glerharðan hægrimann", heldur líka glerharðan galdramann til að sjá einhverja stað- festingu á vinstrislagsíðu út úr Bakarí Bernhöfts Tertan var dýr og lög- maðurinn hringdi. Sagan af tertunni dýru Vilhjálmur Þórisson skrifar: Fyrir nokkru hringdi móðir mín í Berhöftsbakarí til að panta tertu. Eins og gengur og gerist fékk hún uppgefið verð á tertunni, 4900 kr. Tveimur dögum síðar sótti hún tert- una en var látin greiða 7900 kr. Við þetta gerði hún athugasemd en var sagt að uppgeftð verð hefði verið Lesendur rangt og sá sent gaf það upp ætti að biðja hana afsökunar. Ekki var boðið upp á leiðréttingu vegna mistak- anna. Næsta dag hringdi ég í eiganda fyrirtækisins, sem mundi eftir að hafa tekið við pöntuninni, nema að hann hefði gefið upp verðið 7900 kr. Þarna var semsagt um að ræða orð gegn orði. Ég spurði hvort hann hefði hug á að koma til móts við hana. Hann svaraði því til að áður en hann tæki ákvörðun um slíkt, ætlaði hann ræða við lögmann sinn, vegna 3.000 krónanna og hafa svo aftur samband við mig. Þá sagðist ég ætla að kynna mér málið hjá Neytenda- samtökunum. Símtalið var af beggja hálfu kurteisislegt. Síðar um daginn hringdi lögmað- ur fyrirtækisins í mig. I stað þess að í speglinum Erpur Eyvindarson skilur ekkert í Birni og Markúsi Kjallari kvörtun Reynis. Og ef það er vinstri slagsíða að ræða gagnrýnið um Irak- stríðið sem Spegillinn hefur gert þá eru 80 - 90% íslendinga með vinstrislagsíðu. Sem væri nú alveg ágætis tilbreyting en engu að síður bull. Af hverju? Af hverju lætur Björn svona, og þar af leiðandi Markús? Er það vegna þess að Mogginn, tryggasti miðill Flokksins, er búinn að missa sína yfirburðastöðu? Er það kannski vegna þess að Kolkrabbinn virðist vera að hruni kominn? Er það vegna þess að kellingin í rfkisstjórnarsam- bandinu leyftr ekki landsföðurnum að vera forsætisráðherra út kjör- tímabilið? Er það vegna þess að margir af stærstu atvinnurekendum landsins eiga ekki samleið með „markaðshyggjuflokki fslands"? Er það-vegna þess að enginn styður fraksstríðið? Er það vegna þess að hinir glerhörðu hægrimenn sem val- hoppa um ganga Ríkisfjölmiðilsins eru brandari, þar sem allir vita að Hannes er sagnfræðingur Flokksins ekki fólksins og Ólafur Sigurðsson á fréttastofu sjónvarps er í besta falli með öllu óskiljanlegur? Heimildir Björns fyrir þessu koma úr mjög óhefðbundinni átt. Björn tekur Þrá- in Bertelsson á orðinu og það virðast vera einu rök hans í málinu. Síðan hvenær fór Björn að taka mark á Þráni og öðrum „vinstriöfga- mönnum"? Ef það er ný regla hjá Birni að taka því sem vinstrimenn hafa að segja svona hátíðlega, hlust- aðu þá á þetta: „Hættu í pólitík og farðu að skrifa eða eitthvað. Þú gæt- ir gerst sagnaritari Davíðs núna þeg- ar hann hefst handa við skriftir á einhverjum ódauðlégum verkum. Svipað og Rudolf Hess fyrir Hitler. Já og gerðu þetta núna. Strax!" Vanþróaðir fjölmiðlar Ég veit við erum ung þjóð og höf- um endalausar afsakanir fyrir því að hafa nær eingöngu vanþróaða íjöl- miðla. Fjölmiðla sem þora tæplega að ráðast gegn ráðamönnum og fyr- irtækjaeigendum sem íyrir vikið virðast komast upp með allt. Ólíkt hinum Norðurlöndunum. En frétta- skýringarþátturinn Spegillinn á RÚV er að gera nákvæmlega það sem íjöl- miðlar vilja hreykja sér af, að vera sjálfstæður og ákveðinn fjölmiðill. Það er spennandi að sjá hvernig þessu máli lyktir. Ég myndi segja það prófmál á hvort alvöru fjölmiðl- un nái að dafna undir Sjálfstæðis- flokknunt. Kannski eru allir speglar heima hjá Birni brotnir. Kannski eru speglar almennt í molum í Valhöll. Ef þú lítur í spegil og sérð eitthvað ógeð þá þýðir ekkert að brjóta speg- ilinn. Þú hættir ekki að vera ljótur þótt spegillinn hætti að vera til stað- ar til að sýna þér það. Spegillinn er ekki að gera neitt rangt með því að spegla, sama hversu erfitt það er að taka því. Og ef þér tekst að mölva spegil þá er eins gott að þú passir þig á brotunum. Spurning dagsins Er boxið búið? Ástæðulaust að berja aðra... "Það mætti alveg klára sig sem keppnisgrein en menn mættu gjarnan nota hreyfinguna við æf- ingar - hún er holl hverjum manni. En það er ástæðulaust að berja aðra." Jónas Jónasson, útvarpsmaður og áhuga- boxari. "Ég er í hópi þeirra sem er lítið hrifinn af þessari íþrótt - svokölluðu. Mér finnst hún ógeðfelld og óskiljanlegt að það sé farið að stunda hana hér á landi. Þannig að efboxið er búið er það að minu mati ekki degi of snemma." Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. "Þessi tvö nýj- ustu áföll eru líkleg til að ganga afbox- inu dauðu. Þegarþað byrjarsvona þá segir það sig sjálft að menn spyrja; hvernig verður framhaldið?" "Er ekki miklu betra að hafa þessa menn, sem hafa gam- an afboxi og hafa gaman af því að boxa hvern annan, einhvers stað- ar inni í hring þar sem þeir geta lamið hvern annan í stað þess að þeir séu á berja á einhverj- um öðrum? Efþessir gæjar hafa gaman afþví að berja í hausinn hver á öðrum er að minnsta kosti betra að það sé gert með lækni viðstaddan." Ásgeir Davíðsson, veitingamaður á Goldfinger. "Ég held að þetta sé ein- faldlega í box- inu. Ég heftrú á þvi að for- svarsmenn hnefaleika- manna á Is- landi muni finna farsæla lausn á þessum málum." ræða málið frekar tilkynnti hann mér að ég hefði verið æstur og með hótanir í garð eiganda Bernhöfts- bakarís. Ég bað hann um að útskýra þessi orð betur og kom þá fram að hótunin fólst í því að eftir að eigand- inn sagðist ætla að tala við lögmann sinn, sagðist ég ætla að tala við Neytendasamtökin. Einnig spurði ég lögmanninn hvort hann kannað- ist við þá óskráðu reglu, að við- skiptavirturinn hafi oftast rétt fyrir sér. Hann játti því, en sagði að það ætti ekki við í þessu tilfelli. Eftir að hafa fengið þessi við- brögð er ekki hægt annað en vera undrandi. Ég var ekki einu sinni bú- inn að nefna það að fá 3.000 krón- urnar endurgreiddar. Ætlunin var að fá sanngjörn viðbrögð sem svo snér- ust uppí undarlegt símtal frá lög- manni. Það er umhugsunarvert að kaupmaður líti á Neytendasamtökin sem hótun, nema þá ef viðkomandi hefur eitthvað að óttast. Bensínstöðin á Öskjuhlíð Bannað að pissa - afspyrnu léleg þjónusta. Matthíasi er mál Matthías Ó. Gestsson hringdi: Ég kom á bensínstöðina í Öskju- hlíð þegar ég brá mér til Reykjavíkur um daginn. Þar eru átta olíudælur og full þjónusta, en ekki hægt að fá að fara á salerni. Mér var synjað um það og þurfti að keyra í snarhasti á næsta stað í spreng. Þetta þykir mér afspyrnu léleg þjónusta svo ekki sé meira sagt. Á öllum olíustöðvum á Akureyri og annarsstaðar á lands- byggðinni þar sem ég hef komið hef ég fengið að nota salerni. Einnig á litlum stöðvum þar sem aðeins er ein dæla. Það er greinilega önnur þjónustulundin í Reykjavík. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu iesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Björn Leifsson, eigandi World Class. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn. Hnefaleikaíþróttin á undir högg að sækja eftir að blæddi inn á heila hnefaleikamanns og tveir aðrir voru handteknir í landsliðs- búningi með 400 grömm af kókaíni. Frábær jólagjöf Frábær nýjung á íslenskum markaði. Heilsukoddinn er úr 100% V1SCOELAST1C efni sem er hitanæmt “memory” efni í hæsta gæöaflokki. Þessi koddi ásamt hæðastillinum mynda saman ótrúlega þægilega og heilsusamlega lausn sem hentar hverjum sem er óháð axlabreidd og þyngd. Hæðastillandi tæki fyrir heilsukoddann. Hitanæmt “memoty" efni sem dregur úr álagspunktum Hægt er að fá heilsukoddann með eða án hæðastillis. Lagar sig aö þínum likama og hreyfingum sem tiyggir hámarks þægindi Laus við ofnæmis- valdandi efni s.s. CFC og formaldaíð Skiftanlegt koddaver sem þolir þvott ara abyrgð Ml MBI HÍ Verslunin Rúmtiott Smiðjuwgi 2 -Kópavogi Sími 544 2131 Opið til jóla: Laugardaga kl. I I til 16 Sunnudaga kl. I 2 til 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.