Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 14
74 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 Fréttir DV Huntley myrti ■ •• • ^ ^ bormn Maxine Carr, fyrrum unnusta Ians Huntleys, vitnaði gegn honum £ gær og sagði hann ábyrgan fyrir dauða litlu stúlknanna, Jessicu Chapman og Holly Wells. „Börnin dóu, hann myrti börnin,'1 sagði Maxine Carr fyrir rétti í Soham í gær. Carr laug að lögreglunni þegar víðtæk leit stóð að stúlkunum í ágúst í fyrra. Hún sagðist hafa gert það til að vernda þáverandi unnusta sinn, Ian Huntley, enda hafi hún trúað skýr- ingum hans í fyrstu. Síðar í vitnaleiðslunni sagðist Carr hafa óttast Huntley og hann hefði þvingað sig til að segja lögreglunni ósatt í fyrstu. Síðar sagði hún lög- reglunni af þrifnaðaræði Huntleys; hvernig hann þreif heimili sitt og bíl hátt og lágt. Aðvaxa og deyja „Það er eðli’viðskipta að vaxa eða deyja," sagði Bogi Þór Siguroddson í samtali við DV í dag en nýverið keypti hann Johan Rönn- ing HF. Bogi Þór vakti mikla athygli þegar hann varð af kaup- unum á Húsasmiðjunni í fyrra. Umdeild bók kom út skömmu síðar þar sem Bogi „gerði upp" atburðina en lítið hefur sést til hans síðan. „Ég lít ekki svo á að hafa farið neitt, enda verið í viðskiptum í 20 ár. Nú hef ég hinsvegar fundið mér nýjan farveg," sagði Bogi en bakhjarlar hans við kaupin á Johan Rönning voru Sparisjóður Mýrarsýslu og Sparisjóðabanki Islands. Jólasveinar 1 og 60 Sextíu jólasveinar frá Bandarfkjunum og Kanada voru á ferðalagi í Hong Kong í gær. Þetta voru sjálfboðaliðar í árlegri góð- gjörðarferð til að gleðja börn. Jólasveinarnir gáfu börnum gjafir í Peking, Singapúr og Bankok. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri „Ég er happy happy - með ör- lítil fráhvarfseinkenni eins og kona sem er nýbúin að fæða barn eftir forsýninguna á kvik- myndinni Opinberun Hannes- ar." Almennar sýningar á mynd Hrafns hefjast 2. janúar í Há- skólabíói. Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa saman í skipulagsnefnd og hunsa álit húsfriðunarnefndar og kveinstafi íbúa í grennd við Austurbæjarbíó. Austurbæjarbíó og reiturinn þar f kring Verktakinn sem á Austurbæjarbíó mun fá að rifa bygginguna og reisa i staðinn verslunar- og ibúðahús á lóðinni og á lóðinni þar aftan við, þar sem nú er barnaleikvöllur. Þó á að draga úr byggingarmagninu sem fyrst var kynnt. OV-MYND PJETUR Innsigla niouirif Austupbæjapbíós Austurbæjarbíó verður rifið og nýtt verslunar - og fbúðahús byggt á lóðinni. Þverpólitískur meirihluti skipulags- og bygging- arnefndar ákvað á fundi á miðvikudag að gert yrði deiliskipulag á Austurbæjarbíósreitnum eftir þeirri meginhugmynd að þétta byggð. Niðurrif bfósins er þvert á mótmæli fjölda íbúa í hverfinu og athuga- semdir aðila á borð við Húsafriðunameftid ríkisins. Þó á að minnka umfang bygginganna, lækka hæð þeirra og draga úr skuggavarpi á nærliggjandi lóðir miðað við það sem eigendur Austurbæjarbios hafa áður kynnt. Einnig á að skoða útfærslu leik- svæðis á reitnum. Tillaga eigenda bíósins gerði ráð fyrir að aðliggjandi leiksvæði yrði aflagt og þeirn fengin lóðin til að byggja íbúðablokk á. Vinstri grænn sveik lit Örlög Austurbæjarbíós voru innsigluð af R-lista fólkinu Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, Önnu Kristinsdóttur og Þorláki Traustasyni ásamt Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Kristjáni Guð- mundssyni úr Sjálfstæðisflokki. Óskar Dýrmundur Ólafsson, vinstri-grænn full- trúi Reykjavíkurlista, sat hjá við afgreiðsluna. Ósk- ar sagðist í bókun vilja taka undir tvö sjónarmið: „í fyrsta lagi að hús Austurbæjarbfós hafi menningarsögulegt gildi og beri að stuðla að varð- veislu þess. I öðm lagi að allt svæðið sem ber leik- völl og aðstöðu fyrir gæslustarfsemi verði áfram nýtt sem slíkt og almennt sem grænt útivistar- svæði." Andsnúinn en áhrifalaus Eini fundarmaðurinn sem lýsti sig andsnúinn áformunum var án atkvæðisréttar. Það var Ólafur F. Magnússon, sem sat fundinn sem áheyrnarfull- trúi frjálslyndra og óháðra. Hann sagðist leggja til að fallið yrði frá hinum „freklegu og yfirgangs- sömu" áformum. Ólafur sagði íbúum í grennd við Austurbæjar- bíó þykja harkalega að sér vegið: „Þetta þýðir veru- lega skerðingu útsýnis og útivistarmöguleika fyrir þessa íbúa. Einnig aukningu skuggavarps, um- ferðar, mengunar, ónæðis og bílastæðavanda- mála," var meðal annars bókað eftir Ólafi F. Magn- ússyni. gar@dv.is Kalt og blautt við Kárahnjúka Starfsmannaskálar þeir sem ítalska verktakafyrirtækið Impreg- ilo lét reisa í vor við Kárahnjúka eru byrjaðir að leka. Hafa íbúar þurft að grípa til eigin ráða til að forða því að rúm og innanstokksmunir blotni. Ástæðan er sú að klaki og snjór safnast fyrir f rennum og á þökum skálanna og lekur f gegn þegar hlánar. Þetta eru sömu skálar og ítalirn- ir höfðu trú á að myndu standast ís- lenska veðráttu með glans. Sér- hæfðir tyrkneskir verkamenn sem sett hafa slíka skála upp víða um heirn voru fengnir til verksins og aðvörunarorð heimamanna voru að engu virt. Nú súpa starfsmennirnir seyðið og hafa margir þeirra þurft að strengja sterk segl í loft herbergja sinna svo ekki fari allt á flot. Oddur Friðriksson, trúnaðar- maður starfsmanna, segir að ítrekað hafi verið bent á að skálarnir stæð- ust illa veðráttu hér án árangurs. Skálarnir margfrægu Það fór sem margir spáðu að ibúðaskálar Impregilo þoldu ekki is- lenskra vetrarveðráttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.