Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Blaðsíða 13
3>V Fréttir FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 13 Faðir býður nýra til sölu Bretinn Peter Randall hefur auglýst annað nýra sitt til sölu á uppboðsvefn- um eBay. Randall vonast til að fá 10 millj- ónir króna fyrir líffærið. Hann ætlar að nota peningana til að borga fyrir læknismeð- ferð sex ára dóttur sinnar. „Ég get lifað með eitt nýra. Þetta er lítil fórn fyrir að fá að sjá litlu stúlkuna mína stíga fýrstu skrefin," segir Randall. Dóttir hans, Alice, þjáist af lömunarveiki. Læknismeðferð Alice hefur þegar kostað nokkrar millj- ónir og miklu meira þarf til. Randall bindur vonir við að með réttri meðferð þá eigi Alice eftir að ganga óstudd að fáeinum árum liðnum. Fleiri erlend leikskólabörn Erlendum leikskóla- börnum í Reykjavík hefur fjölgað talsvert undanfarin ár. Frá því í fyrra hafa 84 börn af erlendu bergi brot- in bæst í hópinn, og eru þau nú 506 að tölu. Erlend leikskólabörn tala 54 mis- munandi tungumál og eru 330 þeirra tvítyngd. Flest þeirra tala ensku sem fýrsta tungumál, eða 74, og næst- flest spænsku. Enginn í rjúpu fyrir norðan „Við þraukum ennþá enda eru nokkrirsem enn fara til veiða," segirJónas Þór Hallgrímsson, áhugamaður um skotveiði og eigandi Hlað sf. á Húsavík, en fyrirtækið framleiðir hagla- skot. Rjúpnaveiðibannið sem Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra setti á hefur gert at- vinnureksturinn erfiðan. - Þið eruð ekki enn farnir á hausinn eins og margir óttuð- ust í sumar? „Við þraukum enn þá. Sem betur fer eru til menn sem skjóta gæs og hreindýr þannig aðsal- Landsíminn ekki alveg stöðnuð. Hins vegar hef- ur bannið gert mörgum gramt í geði. Sérstaklega núna fyrir jólin þegar fólk gerir sér grein fyrir að úrval afrjúpu fyrir jólaborðið verður kannski ekk- ert." - Eru engir norðanmenn að laumast til heiða eftir rjúp- unni? „Það efast ég um. Ég hefalla vega ekki heyrt um það. Hins vegar skilst mér að margir hyggist prófa hreindýrakjöt í jólamatinn ístað hinnar venjulegu rjúpu." - Hvað gerist efrjúpnaveiði- bannið stendur? „Þá er ekki i mörg hús að venda. Ráðherra þarfhins vegar að gera sér grein fyrir að meðan minka- og tófustofnar hér á landi stækka ár frá ári, þá á rjúpnastofninn sér litla framtíð." Samtök blökkumanna og prestar eru æfir vegna dauða Nathaniels Jones sem lést af völdum barsmíða lögreglumanna. Þess er krafist að lögreglustjórinn segi af sér. Reynir að standa upp Jones reynir að reisa sig upp en megnarþað ekki enda láta lögreglumenn höggin dynja á honum. Myndin er úr vídeómyndskeiði lögreglunnar. bitastaðnum White Castle. Lögregla hafði verið kvödd á vettvang vegna einkennilegrar hegðunar Jones en hann mun m.a. hafa stigið danspor á staðnum. Á myndbandinu sem fýrr er getið sést greinilega þegar tveir lögreglumenn hefja barsmíðar og láta kylfúhöggin dynja á Jones eftir að hann virðir ósk þeirra um að standa kyrr að vettugi. Jones gerði síð- an tilraun til að kýla annan lögreglumanninn. Lög- reglumennimir hættu ekki barsmíðum fyrr en Jones féll í gólfið og héldu þeir áfram að berja hann áður en þeir handjárnuðu. Jones var fluttur með sjúkrabfl á næsta sjúkrahús en var úrskurðaður látinn við komuna. Lögmaður fjölskyldu Jones segir Jones hafa gert tilraun til upggjafar eftir að átökin hófust. „Á mynd- bandinu sést að þegar Jones reynir að rísa upp og leggjast á hnén að lófar hans em flatir en ekki krepptir, sem væri eðlilegt ef hann ætlaði berja frá sér. Ég tel að Jones hafi gert tilraun til að gef- ast upp.“ Jones væri á lífi Varnarlaus Lögreglu- menn berja Jones aftur og aftur með kylfum. Dauði Nathaniels Jones sefn lést f kjölfar bar- smíða lögreglumanna í Cincinnati í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld hefúr vakið mikla reiði meðal íbúa sem ráðamanna. Þess er krafist að lögreglu- stjóri segi af sér vegna málsins. Lögreglumyndband sem sýnt hefur verið í sjón- varpi hefur vakið upp óhug meðal fólks enda sést þar hvernig lögreglumenn ganga í skrokk á manni og bókstáflega murka úr honum lífið. Alls vom fimm lögreglumenn á vettvangi; fjórir hvítir og einn svart- ur. Árekstur Jones og lögreglunnar hófst á skyndi- Borgarafundur Lögreglumenn svara spurningum íbúa Cincinnati um dauða Jones. Mikil reiði er með- al margra ibúa vegna ofbeldis lög- reglunnar. Krufningarskýrsla lá fyrir í gær og sam- kvæmt henni er dánarorsök Jones talin áverkar af völdum barsmíðanna. Dauði Jones er því flokkaður sem manndráp. Jones var stæðilegur maður sem þjáðist af offitu, vó 159 kfló, og var með stækkaðan hjartavöðva. Við krufningu kom í ljós að hann hafði neytt kókaíns nokkrum stundum fyrir andlátið. Margir mar- blettir fundust á líkinu og þykir fullvíst að þeir eru eftir lögreglukylfurnar. Dánardómstjórinn, Carl Parrot, segir að Jones hafi fengið hjartsláttartruflanir sem hafi leitt hann til dauða. „Jones hefði ekki látist á þessum tímapunkti hefði ekki komið til átaka," segir Par- rot. Sú staðreynd að lögreglumennimir sem eiga í hlut eru hvítir á hörund og fórnarlambið svart hefur vakið mikla reiði. Fyrir þremur árum brut- ust út óeirðir í Cincinnati eftir að svartur ung- lingur lést eftir átök við lögreglumann. Damon Lynch, forseti Samtaka blökkumanna, segir at- burðinn sýna nauðsyn þess að hreinsa til í lög- regluliði borgarinnar. „Við þurfum nýja yfir- stjórn í lögreglunni og ný viðhorf." Þá hafa svartir leiðtogar kirkjunnar boðað til mótmælagöngu á sunnudag. Fjölskylda Jones og Samtök blökkumanna ætla að krefjast sjálfstæðr- ar rannsóknar á atburðinum. Á meðan vinnur bandaríska alríkislögreglan, FBI, og starfsmenn dómsmálaráðuneytis að rannsókn málsins. arndis@dv.is Gunnar Örlygsson kominn úr fangelsi og inn á þing. „Mér var tekið vel" „Mér hefur verið mjög vel tekið hér á þing- inu og fengið hlýjar kveður. Undanfarnir mán- uðir hafa verið lærdómsríkir og það eru algjör stakkaskipti að öðlast frelsi aftur,“ segir Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálsynda flokksins, sem settist á þing í gær aftur í fyrsta sinn eftir að hann lauk afplánun fyrir brot gegn bókhalds- lögum, tollalögum og lögum um stjórn fisk- veiða. Hann flutti ræðu um lyfjaverð í utandag- krárumræðum um morguninn, en í vor sat hann á þingi í tvo daga, við þingsetningu og daginn eftir. Hann vildi lítið ræða vistina í fang- elsinu. „Ég hef öðlast ákveðna reynslu er varðar dóms- og fangelsismál, sem mun nýtast mér í þingstörfum," segir Gunnar, sem mun leggja áherslu á sjávarútvegsmál, málefni íþrótta- hreyfingarinnar og málefni fátækra f þingstörf- um sínum. „Fyrsta frumvarpið sem ég mun mæla fýrir birtist líklega á vordögum." Gunnar leyndi samflokksmenn sina því að hann ætti yfir höfði sér málshöfðanir vegna umferðar- lagabrota, eftir að fyrri málin komu upp. Hann missti prófið vegna ölvunaraksturs en hélt áfram akstri þrátt fyrir það. Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður flokksins sagði þá að hann hefði ekki viljað fá Gunnar örn í framboð hefði hann vitað hvernig í pottinn væri búið. „Ég tel ekki svo vera að Magnús hafi verið með atlögu gagnvart mér heldur að hann hafi verið að vernda hagsmuni flokksins. Fullar sættir hafa náðst milli mín og allra flokksmanna," seg- ir Gunnar. GunnarÖrlygsson „Ég tel ekki að Mag'nús hafi verið með atlögu gagnvart mér heldur aðhann hafi verið að vemda hagsmuni flokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.