Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2003, Qupperneq 21
DfV Fókus FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2003 21 Ein af leyndum perlum í útgáfuflórunni fyrir jólin er safnplatan Sándtékk sem 2112 gefur út. Sjö hljómsveitir eiga lög á plötunni og hægt er að fullyrða að þetta er eigulegasti gripur. Þetta eru kannski ekki þekktustu hljómsveitir landsins en þær eru nokkuð sjóaðar eftir að hafa spilað stíft á börum bæjarins undanfarin misseri. „Þetta byrjaði þegar við héldum hljómsveita- keppni Sánd. Þá sendi fullt af hljómsveitum og tónlistarmönnum inn tónlist og það var Fritz sem sigraði. Sigurlaunin voru að þeir fengu að fara í stúdíó hjá IMP og fljótlega í kjölfarið kvikn- aði sú hugmynd að gera þetta. Hljómsveitirnar sem eiga lög á diskinum tengdust eiginlega allar stúdíóinu og þannig var valið á plötuna," segir Franz Gunnarsson, einn þeirra sem stendur að útgáfu á safnplötunni Sándtékk nú fyrir jólin. Hljómsveitirnar sem eiga lög á plötunni eru Moody Company (skipuð áðurnefndum Franz og Krumma söngvara úr Mínus), Tenderfoot, Indigo, Rúnar, The Flavors, Fritz og Dr. Spock og segir Franz þetta vera bönd sem hafl verið að spila mikið saman á tónleikum. Þær eigi líka margt sameiginlegt, komi allar úr „þessum alt- ernative-, kántrý-, blúsgeira" sem virðist vera vinsæll hér á landi í dag. „Þetta er svona sveita- legur íslenskur blús, sameiginlegt einkenni er kassagítarinn. Þetta er voðalega mikil skírskotun í gamlar lietjur," segir Franz. Safnplötur ættu að koma „Við ákváðum að gera þessa tilraun til að sjá hvort þetta virkaði og ef vel gengur gerum við ráð fyrir að halda aðra hljómsveitakeppni. Þá munum við kannski breyta reglunum aðeins, taka inn fleiri tónlistarstefnur og hafa úr fleiri böndum að velja. Við bjuggum þessa plötu til í kringum sigursveitina. Þessi lög á plötunni eru eins og „snapshot" aflögum sem munu væntan- lega koma út í annarri mynd á' plötum með hljómsveitunum. Þetta er svona bragð af því sem koma skal," segir Franz. Það hefur frekar lítið af safnplötum komið út hér á landi undanfarin ár. Hvað finnst þér um þennan markað? „Já, það hefur frekar lítið komið út af safn- plötum ef Svona er sumarið er undanskilið. Það hefur eiginlega ekkert komið út síðan Spírur komu út fyrir um það bil fimm árum, sællar minningar. Hún gat af sér skemmtileg bönd eins og Bang Gang, 200.000 naglbíta og fleiri. Það er vonandi að hljómsveitirnar á Sándtékk komist til samskonar hylli. Það er heilmikill ftlingur sem hefur myndast í kringum þessa plötu. Ég hef sjálfur tekið þátt í öðrum safnplötum eins og til dæmis Heyrðu og þær hafa aldrei gert neitt fyrir mig. Safnplötur virðast í seinni tíð hafa verið gerðar að peningamaskínum, ég hefði frekar haldið að þetta ætti að koma í staðinn fyrir smá- skífumarkaðinn á íslandi. Það eru allir í svo mikl- um bissness og gleyma að þarf að vera hugsjón með, annars er engin sál í því sem þú ert að gera." Mikil uppsveifla í tónleikahaldi Franz segir að aðall hljómsveitanna á Sánd- tékk hafi verið að leika á tónleikum fram að þessu. Hann hrósar þeirri endurnýjun sem orðið hefur í tónleikahaldi hérlendis undanfarið; mik- ið af ungum hljómsveitum hafi komið fram og þær hafi verið duglegar við gefa út efni sitt sjálfar. „Það hefur verið mikil upp sveifla, sem er jákvætt." Hvernig verður svo framhaldið? „Við höldum að sjálfsögðu nokkra tónleika til að kynna plöt- una. í kvöld verða upphitunar- tónleikar á Kránni þar sem nokk- ur af böndunum koma fram Það verður ókeypis inn og við höldum þetta bara til að gefa fólki smá nasasjón af tónlist- inni. Á fimmtudagskvöldið í næstu viku verðum við svo með aðra upphitunartón- leika á Gauknum, þar sem við ætlum líka að bjóða öðr- urn böndum sem eru að gefa út sjálf fyrir jólin, að koma og spila með okkur. Útgáfutónleikarnir sjálfir verða svo sunnudags- kvöldið 14. desember í Þ j ó ðleikhúskj allaranum. Þar koma öll böndin fram nema kannski Dr. Spock því það er alltaf svo erfitt að koma þeim saman. Svo geri ég ráð fyrir að allar þessar hljómsveitir eigi eftir að dúkka upp víðsveg- ar um bæinn þegar líð- ur að jólum. Þegar jólastressið nær há- marki þá er fínt að þessi bönd hjálpi til við að róa íslendinga niður. Aðeins að slá á jólageðveikina." Franz Gunnarsson Eirm þeirra sem standa að ó útgófu á safnplötunni Sándtékk. Sjö hljóm- sveitir eiga iög á plötunni og spila þær Islenskan sveitablús að sögn Franz. • Stebbi Hilmars og félagar í Sálinni halda dans- leik á Players. • B3 tríó leikur á Kaffi Central klukkan 21.30. Central er undir Skólabrú. Lífið eftir vinnu • Hljóm- sveitin Rfláð heldur útgáfu- tónleika sína vegna plötunnar Seljum allt á Grand Rokk í kvöld ldukkan 23. Mynd- bönd verða einnig sýnd. Ókeypis inn. • Grúvbandið Muldphones spil- ar á Pravda fyrri part kvölds, svo takaKáriogÁkivið. • Blús- menn Andreu spila á Húsi Sillaog Valda ef það nafn verður enn við lýði, gamla Vídalín. • Dj Valdi heldur sætu stelpun- um og fótboltastrákunum heitum á Hvetfisbamum í kvöld. • Útvarpsmaðurinn ÞórBæring verður í búrinu á Felix. • í svörtum fötum spila á sveittu balli á Gauknum. • Dj MAT. spilar á Setustofunni sem er í Lækjargötu 10. • Níu listamenn opna vinnu- stofusýningu í Skipholti 33b, fyrir aftan gamla Tónabíó, klukkan 20. Listamennirnir eru Þórunn Inga Gísladóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Heiðar Þór Rúnarsson, Karen Ósk Sigurðardóttir, Hrund Jóhannes- dóttir, Hermann Karlsson og Mar- grét Norðdahl. ■.-O. Brítney Spears In theZone ■/ ★ M Jive/Skífan In The Zone er fjórða plata Britney Spears. Á þeirri síðustu sem hét ein- faldlega Britney var slatti af flottum lögum, bæði eitur- ferskt ný-fönk úr smiðju The Neptunes og vel gerðar poppbaílöður. Nýja platan Plötudómar er hins vegar afleit. Tónlist- arlega er reynt að elta allar tískubylgjur dagsins. Það er meira að segja skotið inn indversku grúví í ætt við Punjabi MC og ekki ómerk- ari aðilar en Moby, R. Kelly og Madonna fengnir til liðs. Án árangurs. Það eru ekki öll lögin hér jafn vonlaus og fyrsta smáskífan, Me Aga- inst The Music, en heildin er samt handónýt. Og ekki bjargar það að stelpugreyið tönnlast á því út alla plöt- una hvað hún sé sexí. Fátt jafn ósexí. Trausti Júllusson Underworld 1992-2002 ★ ★★★ V2/Smekkleysa Breska hljómsveitin Underworld er búin að vera í fremstu röð í danstónlist frá því að hún var stofnuð í byrjun tíunda áratugarins. Hér gerir hún upp fyrstu 10 árin á ferlinum. Og hvílík sending! 1992-2002 er tvö- föld og inniheldur 16 lög, næstum allt upprunalegu (og löngu) 12i útgáfurnar. Á fyrri plötunni eru lög frá þeim tíma þegar sveitin var lítt þekkt, en á þeirri seinni eru smellir eins og Born Slippy, Cowgirl og Push Up- stairs. Tónlistin er kraftmik- ið og hugmyndaríkt sam- bland af teknói og döbbi. Það er hvergi veikur punkt- ur hér og gripurinn virkar sértaklega vel sem heild. Skyldueign! TraustiJúlíusson Starsailor Silence is Easy ★ f | Tt EMI/Skífan Þetta er önnur plata Starsailor sem vöktu nokkra athygli með plötunni Love is Here fyrir skemmstu, en þar bar kannski hæst Poor Misguided Fool. Starsailor var hampað sem einni af bjartari vonum Breta og líkt við bönd á borð við Cold- play og Travis. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að Starsailor er mun leiðin- legra band en flestöll hin bresku böndin. Söngvarinn James Walsh er með leiðin- legan og vælandi söngstíl og tilraunir með sönginn, strengjaútsetningar og fleira til að gera einhverja dramatík eru misheppnað- ar. Ég veit ekki hvort að- koma morðingjans Phils Spector að plötunni (hann pródúserar tvö lög) hefur ruglað drengina í ríminu, en niðurstaðan er alla vega einföld: Hundleiðinleg plata. • Einar Sonic spilar á Ellefumii í kvöld frá klukkan 22. Höskuldur Daði Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.