Alþýðublaðið - 14.04.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.04.1969, Blaðsíða 12
12 Alþýðu'blaðið 14. apríl 1969 Minning: ÁRNIEYJÓLRIR SNÆ- BJÖRN VIGFÚSSON Arni var fæddur í Ölafsvík 25. sept. 1901, sonur hjónanna Vigfús- ar Eyjólfssonar sjómanns, og Þqru Egilsdóttur, sem þá áttu heima í Evrarbæ, en sú búð stóð þar sem Vélsmiðjan Sindri stendur nú. Árni var elztur átta systkina. Eitt þeirra dó í æsku af slysförttm, og bróðir hans, Jóhann, þá 23 ára gamall, drukknaði með Pétri Jóhannssyni 9. nóv. 1940. Pétur Jóhannsson var alla sína fórmannstíð ötull og feng- sæll aflamaður. Þennan dag, 9. nóv. 1940 var hann að koma úr fiskiróðri a trillubát í norðan ágangsveðri og barst á rétt fyrir utan hafnarmynn- ið í Olafsvík. Þá voru flestir lentir og margir bátar í höfninni, en 'sitt- hvað varð til tafar, unz þeir Hall- dór Jónsson og Guðlaugur Guð- mundsson komust út á'm.b. Víkingi, og gátu bjargað einum manni, Her- vin, syni Péturs formanns. Þrír menn drukknuðu þarna fyrir aug- um allra þorpsbúa, auk formanns- ins, Guðjón Ásbjörnsson, vélstjóri og Jóhann Vigfússon. Þetta var niikill hörmungadagur í byggðinni. Árni fór snemma að vinna og hjálpa foreldrum sínum. Hann fór fyrst til sjós í apríl 1916 á, m.b. •Garðar frá Isafirði og seinna það sama sumar fór hann á mb. Karenu frá Stykkishólmi. Hann var til sjós á ýmsum skipum allt til ársins '1931. Hann var einn þeirra vermanna, seqt um áramót Iagði land undir fót og gengu suður í Borgarnes og l’aðan sigldu þeir á skipi til Vest- mannaeyja og var í þeirri höfuð- verstþð nokkrar vertíðir. Þá reri þann frá Hellissandi og úr Rifi með F.Iiníusi Jónssyni, sem síðar var hér kaupfclagsstjóri. Hann var um ára- bil starfsrnaður Kf. Ólafsvíkur við fiskverkun. Seinni hluta ævinnar Stundaði hann landvinnli, bæði vinnu í frysíihúsum og alla algenga yinnu. Fjölskyldan átti fyrst heima í Eyrarbæ, eins og fyrr getur. Síðar flutti hún í Dvergastein og 1929 fluttist fjölskyldan að Bern og við þann bæ var Arni kenndur eftir það. Árni varð snemma forsvars- maður heimilisins og var samheldni þeirra systkina mikil, einkum voru FERDAFÉLAG ÍSLANDS heldur kvöldvöku í Sigtúni þriðju- daginn 15. apríl kl. 20,30. Húsið qpngð kl. 20. i Fundarefni: 1. Gömul Islandskvikmynd, tek-J in fyrir stríð. f 2. Hallgrímur Jónasson sýnir Jit- myndir úr ferðum félagsins. 3. Myndagetraun, verðlaun veitt. 4. Dans til kl. 1. A%iirtgurrtiðar seldir í .bókaverzl- unum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoídar. Verð 100,00. þeir Hugi, bróðir hans, sem var næstur honum að aldri af bræðr- um, samrýmdir og samtaka. Þeir stóðu saman að því að lagfæra Bern- ina og gera að þokkalegu húsi. Siðar byggði Árni myndarlegt hús við Brautarholt og fluttist fjölskyld- an þangað 1964. Vigfús faðir hans andaðist 1938, en móðir hans 1963, og bjó hún alla tíð með Árna. Árni var mikill félagsmaður. — Hann tók á unglingsárum þátt í starfi stúknanna hér í Ólafsvík. Hann var virkur meðlimur í Glímufélaginu Jökli, sem starfeði um langt skeið, — og var einn af stofnendum UMF. Víkings 1928, og innti þar af höndum mikið og gott starf. Munu margir minnast Árna frá jólatrésskemmtunum félagsins fyrr á árum. Þá hafði Árni mikinn áhuga á samtökum sjómannastétt- arinnar og var til hinzta dags full- trúi í Sjómannadagsráði hér og var þar virtur og ágætur starfsmaður. Þá var Árni einn t hópi þcirra Ólsara, sem á vetrarmánuðunum 1923, þegar stormar hömluðu sjó- sókn, fóru niður í Tanga með haka, járnkarl, handbörur og skóflu og hófu .hafnargerð með því að bera saman grjót í hafnargarð. Það þurfti mikla bjartsýni, fárra og fátækra manna til þess að hefjast handa um þetta stórvirki, en þetta brautryðj- endastarf hefur borið mikinn og góðan árangur fyrir byggðina. Átni var ágætur félagi, greiðvik- inn pg hjálpsamur og er glaðlyndi hans og kýrnni viðbrugðið, enda var Árni sérstæður persónuleiki. Árni trúlofaðist Bergþóru Guð- jónsdóttur frá Hólkoti í Staðar- sveit og fór að búa með henni að Bern 1943. Þau áttu fimm börn. Tvö þeirra elztu létust ung, en hin eru Þóra Viktoría, gift Júlíusi Inga- syni, sjómanni, Sigurbjörg, gift Björgvin Konráðssyni frá Hellis- sandi og Guðjón, sem nú dvelur á sjúkrahúsi. Við hinir gömlu félagar og sam- starfsmenn Arna þökkum honum langt og ánægjulegt samstarf og færum eftirlifandi unnustu hans og fjölskyldu samúðarkveðjur. Ottó Arnason. SJÓNVARP Framhald af bls. 11. að hlaldla henni eitthv. áfram Ég er til dæmis nýbúinn að lesa inn á rnynd <um endur- reisnartímabilið og Kólumb- us. i I, Ég vildi lfka 'tiatka það fram að í þessari anynid um máðald- inrar, þó er Ihún upphaflega byggð upp líkt og leikrit. Það er sögumlaðutr, sem' leiiðir fram persónur frá tíma'bilinu, og þær segja síðan frái séir. Þetta ’hefiur verið möndlað þannig, að ég hef snúið þessu í þriðju persónu og dlesið það sem slíkt. En í þessairi miynd í kvöld v'ar ein peirsónan tekin úf úr, frönsk hefðarmær, og íslenzk kona fengin til aiQi lesa hennair firásögn ácnn ói. Þarina er vierið að igerta til- raun til að hafa fleiri en einn þui í imynd'inni. PLASIKASSAR Frairthald af ‘i. síðu. er mjög sérkennilegt við þessi net, og það er, að um leið og þau snerta vatn Verða þau alveg ósýnileg, þrátt fyrir hve þykkt er í þeim. I sam- bandi við úrgreiðsluna, er annað atriði mjög gott — það er, hvað fiskprinn þvælist lítið í netunum. Hann liggur hérumbil alltaf þreinn fyrir og hangir bara á hausnum. — Þrándur netamaður lét ekki vel yfir að vinna þessi net og taldi að gera þyrfti breytingar á þeim, 1 ef taka ætti þau í notkun að ein- hverju marki. Hvað vilt þú segja um það? — Víst þurfa þau breytinga við. Fellimöskva verður að setja á þau. Einnig væri æskilegt, ef hægt vært að minnka dálítið suðupunktana eða rúnna þá af, því þeir vilja dálít- ið festa sig í möskyunum. — Mundir þú eftir slíkar breyting- ar taka trossu með tómum girnis- netum? — Nei, en ég mundi hiklaust fjölga þeim. Girnisnet ýfa sig alltaf það mikið að ég held að sé ógern- ingur að nota þau eingöngu. Ann- ars er ég enginn netaspekingur. Þetta er aðeins önnur vertíðin mín, sem skipstjóri á netaveiðum, svo bezt er að fara varlega í allar spár. Skoðun mín er samt sú, að girnis- netin verði alltaf of úfin við niður- greiðslu, þannig að þau verði ekki fyrst um sinn notuð nema með öðru. — Hvort heldurðu að sé heppi- legra að hafa girnisnetin hnýtt eða soðin? — Eg lteld, svona fljótt á litið, að suðan hafi sýnt það að hún sé heppilegri. Hún situr alltaf föst en hnútarnir geta alltaf hlaupið til. — Það er þá einhver framtið í þessum netum? — Já, vafalaust, ef á þáu fæst fellimöskvi. Þá er ég þeirrar skoð- unar að þarna séu komin ný net, fisknari og e.t.v. ódýrari en þau sem við notum núna. HEFIFLUTT VEUUM ÍSLENZKT- fSLENZKAN IÐNAÐ <H> lögfræðisikrifstofu mína að Aust'urstræti 18, IV. hæð. BENEDIKT SVEINSSON, HDL. Tilkynning irm lódahreinsun í Reykjavík, vorió 1969 Saarikvæmt 10., 11. o’g 28. gr. heilbrigðissam- þylkíktar fyrir Reýkjavik, er l'óðareigiend'um skylt iað halda lóðum sínum hreinum og þrifuleg'um og að sjá um, að ldk séu á sorp- ílátunum. Umráðamenn lóða eru hér með áminntir um.að flytja nú þegar brott af lóðum sinum allt, isem veldur óþrifnaði og óprýði og háf a Ipkið því eilgi síðar <en ,14. maá n. k. Að þessum fresti liðmum verða lóðirnar skoðaðar og þar ,sem hreinsun er ábótavant, verður hún framfcvæmd á kiostnað og ábyrgð húseig'enda, án frekari viðvörunar. Þeir, sem kynriu að óska eftir sorptunnu- 'lokum, hreinsiun eða brottfhitnimgi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síima 12746 eða 13210. Úrgang ,og ruisl skal fly.tja á sorphauga við Gufunes, á þeim tíma sem hér Segir: Alla virkia daga frá M. ,7.45—23.00. Á helgidögum frá kl. 10.00—18.00. Ekki má kvelkja í rusli á sorphau'gunum og hafa ber samráð við starfsmenniraa um lósun. Sérstök atíhygli skal vakin á því, að óbeim- iílt er að ,flytja úrgang á aðra staði í borgar- 'landinu. Verðta þeir látnir sœta ábyrgð, sem gleralst brotlegir í þVí efni. GATNAMÁLASTJÓRINN í (REYKJAVÍK (Hreinsun ardeild Orðsending til húsmæðra Við bjóðum yður nýja tegund smjörlíkis „SMÁRA“-bökunarsmjörlíki. Það ,er drjúgt, ódýrt, aðeiris kr. 22.50 stk., er frábært í bakstur og er ómilss'andi í hverju eldhúisi. Matarpenimgamir endaSt lemgur, ef þér not- ið hið ódýra, en þó góða „,SMÁRA“-bökun- arsmjörhki. — Fæst í næstu búð. SMJÖRLÍKIIHF. »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.