Alþýðublaðið - 14.04.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 14.04.1969, Blaðsíða 14
14 Al'þýðublaðið 14. apríl 1969 PAULINE ASE: RÚDDIN 1. 1. KAFLI. Phlip Ancliff bylti sér órólega í sjúkrarúminu. Það var svo mjótt og óþægilegt Hann gat hreyft vinstri hönd og fót og tærnar á hægri fæti. Svo gat hann líka snúið höfðinu til á koddanum. Hann gat bæði heyrt og talað. Hann kannaðist nú orðið við skrjáfið í stífuðum fötum hjúkr unarkvennanna, en fyrst og fremst gat hann hallað sér að útvarpinu og hlustað á röddina, sem heillaði hann svo mjög. En hann sá ekki! Þannig var það, og einkahjúkrunarkonan hans, sem hét Seaman, en bað hann sífellt um að kalla sig ísabellu, þótt það væri nú ekki leyfilegt, hatði sagt honum, að það væri allsendis óvíst, að hann fengi sjónina nokkurn tímann. Nú var hann óvenju niðurdreginn og systir Seaman fann það og reyndi að uppörva hann. — Hvað ætlið þér að gera, þegar þér hafið feng- ið sjónina aftur? Hlusta á útvarpið? — Nei, hún er ekki í útvarpinu í dag. Þetta hrökk fram af vörunum á honum, áður en p. hann vissi af. Hann hafði alls ekki ætlað sér að segja hjúkrunarkonunni frá röddinni, sem skipti hann megin- máli. En vitanlega þurfti hún að taka eftir þessu. — Hver er þessi „hún“? -— Það er þáttur, sem heitir „Stúlkan við borðið, ‘ sagði hann hikandi. ■— Ekki man ég eftir þeim þætti, sagði ísabella. Hann er nú líka aðens istundarfjórðung í einu og það ekki nema vikulega, sagði Philip. —i Konan, sem hefur hann, ræðir almenn vandamál, sem hún hefur rekizt á í starfi sínu. Hann sagði henni ekki frá því, hvað röddin var elsku leg og hjartanleg. Að hann vissi, að þessi rödd veitti honum allt, sem hann þarfnaðist. Nei, það hefði hann aldrei getað sagt ísabellu Seaman. Hann bylti sér í rúminu, og hún sagði andvarpandi: — En hvað þér eruð órólegur í dag. Viljið þér fá sprautu? — Nei, svaraði hanrr. Hann vildi ekki fá neitt róandi. Hjúkrunarkonan beit í neðri vör sína. Philip An- cliffe var ekki auðveldur sjúklingur, enda hafði yfir- hjúkrunarkonan vitað það og ekki farið í launkofa með það, hvers vegna hún hafði valið ísabellu sem hjúkrunarkonu hans. Hún hafði útskýrt það fy.ir hermi, að sjúklingurinn væri ungur, ríkur og veípekkt- ur. Hann þurfti að hafa hjúkrunarkonu, sem léti þetta engin áhrif hafa á sig. Yfirhjúkrunarkonunni virtisí, að ísabella hefði allt til þess starfs að bera, sem þyrfti. Húrr var einstakega fær hjúkrunarkona og trúlofuð að auki. ísabellu hafði alls ekki dottið í hug, að yfirhjúkr- unarkonunni þætti skemmtilegra að vita, að hún hefði oft yfirvegað að slíta trúlofuninni vegna þess, að það var erfitt að vera trúlofuð vélstjóra á milli- landaskipi. Með hverjum deginum fannst henni Tommi verða fjarlægari og fjarlægari og bréfin hans höfðd , engin áhrif á hana lengur. — Langar yður til þess, að ég lesi fyrir yður, Philip? spurði hún og hélt aftur af óþolinmæðirni. — Nei, þér ættuð ekkert að lesa, sagði hann. — Leyfið mér að nota augu yðar. Hvernig er herberg 'Ö, sem ég er í? — Það er allt málað bleikt hérna inni, sagði hún. — Loftið líka. Dyrakarmurinn er heldur dekkra bleik- ur og öll húsgögnin eru hvít. Þetta er nýjasta álma sjúkrahússins, enda fengum við hana gefins frá ætt- ingja sjúklings, sem lá hérna. Hann var líka skyldnr yfirlækninum. — Skemmtilegt! sagði Philip og andvarpaði djúpt. — Hvað er hægt að sjá út um gluggann? — Rósagarð! Sjúkrahúsið er óvenju skemmtilegt. — Leitt, að ég á aldrei eftir að sjá það, sagði Philip. —Segið þetta ekki, sagði hún og snerti hann mjúkt og blíðlega, næstum ástúðlega. — Hvernig, er hjúkrunarkvertnabúningurinn á lit- inn? spurði hann skyndilega. — Ljósgulur með grænum röndum og húfan er kostuleg. Aftan á henni eru fellingar — alveg eins og á gullfiski. — En hvernig lítið þér út? isabella hikaði. — Ég er hávaxin og Ijóshærð, sagði hún loksins, — Satt að segja bauðst mér bæði að verða Ijós- myndafyrirsæta og leikkona, áður en ég ákvað aö verða hjúkrunarkoná. Mig iðrar þess ekki í dag. — Hvernig eru augun á yður á litinn? — Blá! En hvað þér viljið vita mikið um mig! Hann bylti sér aftur í rúminu: — Skiljið þér ekki, hvernig það er að liggja hérna og geta ekkert gert, nema heyrt. Ef ég hefði haft sjónirra, hefði ég ekki þurft að spyrja yður eins eða neins! Ég hefði séð það sjálfur! En hann var orðinn svo þreyttur á öllum þessum samræðum, að hann lagðist niður á kodda og sofn- aði. Isabella sat inni hjá honum um stund og virii hann fyrir sér. Hún vissi, hvernig hann hafði litið út fyrir slysið, því að hún hafði séð myndir af honum í blöðunum. Hár og dökkhærður. Fallegur, karlmann- legur og lífsglaður. Við hliðina á honum — á mynd inni — hafði staðið ung stúlka, klædd í glæsileg og dýr íþróttaföt. Þau voru falleg saman. Myndin var hálfs árs gömul. Seinrra hlaut eitthvað að hafa geng- ið úrskeiðis, því að trúlofuninni vár slitið óg unga stúlkan hafðr alls ekki gert neina tilraun til að heiin. sækja hann allan þann tíma, sem hann hafði legið á sjúkrahúsinu. Enginn hafði heimsótt hann nema lögfræðingur hans. Það var sagt, að heitrofin hefðu gert alla í fjölskyldu hans svo reiða, að enginn vildi tala við hann framar, ísabella kreppti hnefana. Hún hafði logið að Philip Ancliffe. Hana iðraði þess mjög, að hún skyldi nokkru sinní gerast hjúkrunarkona. Hún var sannfærð um, að ekkert starf gæti verið leiðinlegra en hjúkrun- arkonustarfið, og vonaðist eftir því einu, að herini tækist að krækja sér í ríkan, óvæntan sjúkling. Philip Ancliffe var auðsjáanlega ákjósanlegur sem slíkur. En svo var það það, að allt benti til þess, að hanri yrði blindur alla ævi. Gæti hún hugsað sér hann sem eiginmann? Tommi, unnusti hennar, var sterkur og hraustur! En Tommi átti ekki peninga, og svo var hann alltaf úti að sigla — IGÓMSÆTIR RÉTTIR I i I I I I I i I S ! I I I Svikin önd með eplum og sveskjum Hver uppskrift er ætluð fyrir 4. 1 epli, safi úr einni sítrónu, 6 sveskjur, kanell, sykur, negull. 375 gr. hakkað nautakjöt, 125. gr. hakkað kindakjöt, 1 rúnstykki, 1 egg, salt og pipar, paprika, rifinn sítrónubörkur. Fiysjið eplið, takið kjarnúsið úr og skerið eplið í báta. Sítrónusafa hellt yfir. Sveskjurnar þvegnar og settar hjá eplunum. Kanel og negul stráð yfir. Rúnstykkið sem er bleytt upp með egginu, er hrært saman við hakkið ásamt kryddinu og sítrónuhýðinu. Helmingur farsins er síðan fiattur út og ávextirnir látn- ir í miðjuna, hinn helmingurina síðan breiddur yfir. Þetta er mótað sem brauð og iátið í smurt form, en áður eru sneiðar af fleski settar í botn formsins. Steikt í heituml ofni í ca. kiukkutíma. Borið fram’ með kartöflum og piparrótarsósu. ! Piparrótarsósa r r 30 gr. smjör, 3 matsk. hveiti, 4TS dl. heit mjólk, salt, pipar. — Búili til venjuleg uppbökuð sósa, sem í er sett 1 matsk. edik eða sítrónusafi og rifin piparrót eftir smekk. Pipar- rótin má ekki sjóða og er þess vegna sett síðast í sósuna. Notuð með hænsna-, nauta- eða káifakjöti. NATHAN & OLSEN HF. Cheerios SÓLARGEISLI í HVERRI SKEIÐ GEWEftAl^H MILIS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.