Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.04.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 16. aþríl 1969 Pauline Ase: 3. RÖDDIN yður. Ég veit í raun og veru aðeins eitt — þér eruð móðir átta ára sjúklings míns. — Eg hef alltaf verið yður einstaklega þakklát fyrir að þér spurðuð ekki of margs, sagði hún lágt. — Ég vil, að þér sýnið mér trúnað, Kamilla, sagði Geoffrey Vannard ákafur. — Ég geri það líka, svaraði hún þreytulega. — En getum við ekki haldið áfram að vera vinir eins lega og formleg í framkomu okkar á sjúkrahúsinu? — Þykir yður það nóg, Kamilla? — Hvers vegna ætti ég að vænta meira? spurði hún. — Þér hafið þegar gert nóg fyrir okkur mæðg- urnar. Þér útveguðuð mér vinnu á sjúkrahúsinu svo að ég gæti alltaf verið nálægt Laurí og auk þess gerðuð þér það að verkum, að ég gæti alltaf feng- ið frí til að gera — annað en það, sem starf mitt við sjúkrahúsið krefst af mér. — Og hvaða störf eru það, Kamilla? — Ýmis aukastörf, sem ég get hagnazt á. Ég er að spara samarr fé til framtíðarinnar. — Svo að þið Laurí eigið þá engan að? spurði Geoffrey, og þegar hún svaraði engu, hélt hann áfram — Eitthvað hljótið þér að= hafa starfað áður, fyrst þér þurftuð að sjá fyrir barni? Hún neitaði því ekki beint, en sagði í þess stað hikandi: — Já, ég vann við leikhús. Hann varð mjög undrandi: — Ekki vissi ég það, sagði hann. — En auðvitað skil ég það — þér eruð afar fögur og röddin eftir því. Ætlið þér að gerast leikkona aftur? — Hvernig ætti ég að geta það? spurði hún, skelfingu lostin. — Það skiptir heldur engu máli lengur. Ekkert skiptir máli nema Laurí verði hrausfc og hress. — Kamilla, sagði hann alvarlegur. — Ég er ein- mana og þreyttur á einverunni. Þér eruð líka ein- mana, og þér kunnið vel við mig. •— Já, auðvitað geri ég það. — Þá er lausnin svo einföld. Kamilla, má ég biðja yður um að — Hún greip viljandi fram í fyrir honum, áður en hann sagði meira. Henni fannst óhugsandi að neita bónorði hans, því að hún þarfnaðist hans svo miög sem vinar. Því greip hún fram í fyrir honum og sagði: — Við skulum láta málið liggja í þagnargildi, þangað til Laurí er útskrifuð. Hann þagði smástund áður en hann sagði, og sýndi með því mikla sjálfsstjórn: — Eins og þér viljið, Kamilla. En eitt langar mig til að segja yður. Laurí verður ekki útskrifuð svo mánuðum skiptir. 4. KAFLI. I I Philip Ancliffe beið í spenningi eftir útvarpsþætt- inum, sem hann var svo hrifinn af. Nú vissi ísabella Seaman, hvaða þætti hann unni svo mjög, og hana langaði líka til að hlusta á stúlkuröddina. En útsendingin var naumast hafin, þegar hún hall- aði sér aftur á bak í stólnum hin rólegasta. Nú vissi ísabella Seaman, að þetta var aðeins einn þessara venjulegu útvarpsþátta, sem engu máli skipta. Henni fannst röddin ein þeirra velþekktu og æfðu útvarps- radda. Hún hafði ekkert að óttast frá þessari stúlku og hún hugsaði sitt, meðan Philip hlustaði. ísabella hugsaði um Tomma og bréfið, sem hún hafði fengið frá honum. Hann sagðist hlakka til að komast heim og nú gæti hann sagt henni góðar frétt- ir. Áður en Tommi fór síðast hafði hann gefið henni greinilega í skyn, að nú væri kominn tími til, að hún hætti sem hjúkrunarkona og gifti sig. Hann vildi enn kvænast henni sem fyrst. Útvarpsþættinum lauk, og ísabella reis á fætur til að slökkva á útvarpinu, og sagði svo, eiginlega mest til að segja eitthvað: — Já, mér finnst hún hafa fallega rödd, Philip. En mér finnst nú, að hún hefði átt að leysa þessi mannlegu vandamál, sem hún var alltaf að tala um. — Mér fannst hún gera það, sagði Philip ákafur. — Hlustuðuð þér ekkert á hana, ísabella? Hún brosti við. — Eiginlega var ég nú að hugsa um annað. — Eins og hvað? spurði hann. Og fyrst að hanrr virtist vera í skapi til að ræða við hana, tók ísabella þá ákvörðun að segja honum skoðun sína. — Ég var að hugsa um unnusta minn, sagði hún. — Hann heitir Tommi Frazer og vill kvænast mér strax, en ég er í vafa um, hvort ég á að gera það, því að hann er vélstjóri og alltaf í siglingum. — Þetta hlýtur að vera einfalt mál, sagði Philip. — Annað hvort elskið þér hann, eða elskið hann ekki. Hvers vegna trúlofuðust þér honum eiginlega? ísabella beit sér á vör. Tommi Frazer hafði verið sjúklingur hennar, enda hafði hann runnið á þilfar- inu og fótbrotnað. Tommi var alltaf kátur og reifur, og ísabella hafði aðeins verið tuttugu og tveggja ára og þegar orðin leið á að vera hjúkrunarkona. Tommi hafði talað um ókunn lönd og staði, og hún h;-fði horft á hann og dáðst að honum. Þá hafði henni alls ekki komið til hugar að neita bónorði hans, en nú skildi hún ekki, hvernig því hafði staðið, að hún var svo heimsk að játast honum. En spurningu Philips Ancliffes svaraði hún aðeins svona: — Mér leizt vel á hann, og hann vissi, að ég elsk- aði hann ekki. En nú held ég, að það sé mikilvægara, að ég segi skilið við hann heldur en að ég geri hann óhamingjusaman. Henni til mikillar undrunar, sagði Philip Ancliffe reiðilega: — Hvílík vitleysa! Þér vitið sennilega ekkert um það, hvernig þeim manni líður, sem verður fyrir því, að stúlkan hans svíki hann! ' I |i i 5. KAFLI. i { Fáeinum vikum seinna skein sólin eftir langa rign- ingartíð og Philip Ancliffe leið það mikið betur, að hann gat setzt upp í rúminu. Allir hrósuðu honum fyrir það, hvað hannr barðist hreystilega, og Geoffrey Vannard, læknir, sagði við hanm I I I I I I I I I I I Myndin sýnir smekk-buxur með axlaböndum, þær eril einnig skreyttar með ofnum böndum og gylltum hnöppum, Við þessar buxur er notuð einlit blússa með löngum ermum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.