Alþýðublaðið - 23.04.1969, Page 2

Alþýðublaðið - 23.04.1969, Page 2
2 Alþýðublaðið 23. apríl 1969 FRUMSÝNING A DARIO FO ÁLAUGARDAG Leikfclag Reykjavíkur frumsýnir á laugardagskvöld klukkan 20.30 skopleik eftir Dario Fo — Sá sem stelur fæti er heppinn í ástum. Áður hefur Leikfélagið sýnt þrjá einþáttunga eftir hann, Þjófa, lík og falar konur sem frumsýndir voru veturinn 1965 og síðan sýndir á þremur leikárum alls 100 sýning- um, og urðu Þjófarnir því með virisælustu sýningum félagsins. Dario Fo rekur eigin leikflokk í Milanó sem sýnir einatt leikrit hans sem liann stjórnar sjálfur, leikur aðalhlutt'erkið og gerir leik- myndir og jafnvel auglýsingar eigin hendi. Hefrir orð hans borizt víða um lönd undanfarin ár og eru verk hans mjög víða lei-kin, nú síðast í Ameríku, en einnig ferðast Dario Fo víða með flokk sinn til sýninga. — Leikur sá sem Leikfélagið sýnir nú er nokkurra ára gamalt verk, yngra þó en Þjófárnir og heil kvöldsýning — en efni þess sagði Sveinn Einarsson leikhússtjóri sein hefur þýtt leikinn, að væri ógern- ingur að rekja í viðtali við frétta- menn í gær. Helgi Skúlason setur leikinn á svið, Steinþór Sigurðsson gerir leik- myndir, en átta leikendur koma fram í Sá sem stelur fæti er hepp- inn í ástum: Steindór Hjörleifsson, Helga Bachmann, Jón Sigurbjörns- son, Guðmundur Pálsson, Brynjólf- ur Jóhannesson, Bryndís Pétursdótt- ir, Borgar Garðarsson og Kjartan Ragnarsson, j Vilja ekki báta | menn í sjódinn I I I i I I TOGARASJOMENN hafa nú skorið upp herör gegn þvf að báta- sjómenn fái aðild að lífeyrissjóði þeirra. Hefur farið fram atkvæða- greiðsla meðal skipshafna 20 tog- ara um ályktun, þar sem segir að að- ild bátasjómanna að lífeyrissjóðnum sé meiri skerðing á kjörum og rétt- indum en við verði unað. Samþykk- ir þessum mótmælum voru 496, en andvígir þeim 54. 30 vildu ekki taka afstöðu. Mótmælaályktunin var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta á öllum skipunum, nema tveimur, togurunum Narfa og Sigurði, en skipverjar á Jóni Þorlákssyni sendu engar atkvæðatölur, heldur skeyti þar sem þeir sögðust mótmæla ein- dregið aðild bátasjómanna að líf- eyrissjóðnum. Alþýðublaðið sneri sér í morgun til Jóns Sigurðssonar, formanns Sjð- mannasambandsins vegna þessara tíðinda, og sagði hann, að togara- sjómenn hefðu líka mótmælt á sín- um tíma, þegar undirmenn á farskip- um fengu aðild að lífeyrissjóðnum, eri reynslan hefði orðið sú, að sjóð- urinn hefði eflzt við þá aukningu og það orðið mcðlimum hans til hagsbóta en ekki kjaraskerðingar. Ekki væri útlit til að annað gerðist núna, og væru því mótmæli togara- sjómanna byggð á alröngum for- sendum. Hins vcgar hefði vegna fyrri reynslu verið búizt við ein- hverjum mótmælum frá togara- mönnum, og þess vegna væri kveð- ið svo á í samningunum, að stofná skuli sérstakan sjóð bátasjómanna, reynist ekki unnt að koma þeiní inn í sjóðinn, sem fyrr er. AÐALFUNDIR deilda KRON verða sem hér segir: Aíhugið breytta deildaskiptingu. Mánudaginn 28. apríl 3. og 4. idleild: Samfcomusal Afurðaisölu SÍS Kiirkju- sandi. Þriðjudaginn 29. apríl. 1. iog 2. deild: Fundarsal Sambandsíhúsinu við Sölv- bólsgötu 4. bæð. Gengið inn úr portinu frá Ingólfsstræti. Miðvikudáginn 30. apríl 5. deild: Á skrifstofu KRON, SkólavörðUstíg 12. MiðvKkudaginn 30. apríl 6. dieild: Fél'agSheimilinu Kópatvogi (l.hæð). UMSÓKNARFRESIUR Frestur til að 'skiEa umsóknum um verka- mannavinnu í ikerskála og kersmiðju sem auglýst voru í dagblöðunum 30. marz, 1969, framlenigist hér með til 5. maí, 1969. Þeir sem sótt hafa um önnur störf hjá fyrir- tækinu en hafa eklki verið látnilr vita u!m hvort af ráðningu verður er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. íslenzka Álfélagið hf. Fundirnir hfefjast allir kl. 20.30. Sjá auglýsingar í matvörubúðum KRON DEILDASKIPTING KRON: 1. deiíld: Seltjarnarnes og Vesturbær sunnan Hringbrautar að Flugvallarbr. 2. deiild: Vesturbær norðan Hringbrautar og Miðbær að Rauðarárstíg. 3. deild: S.A.Jbær frá- Rauðarárstíg, norðan Laugavegar og Suðurlandsbraut að Elliðaárvogi. 4. de.Ud: S.A.-bær frá Rauðarárstíg, sunnán Laugavegar og Suðurlandsbraut ar aústur að Grensásvegi og suður að mörkum Kópavogs. 5. deild: Austurbær, austan Grensásvegar og sunnan Suðurlandsbrautar 'að mörkum Kópavogs, einnig Árbæjar- og Breiðholtshverfi. 6. deild: KópaVogur. KAFFISALA - VEITINGÁR Sumardaginn fyrsta gangast Skógarmenn K. F. U. M. fyrir kaffi- og veitinga'sölu í húsi K: F. U. M. og K. við Amtimannsstíg, til ágóða fyrir sumarstarfið í Vatnaskógi. Hefst kaffisalan um kl. 14.00. Um kvöld-6 fefna Skógarmenn til ALMENNRAR SAMKOMU á sarná istað kl. 20.30. Dagskrá verður fjöl- 'breytt, m. a. verður sýnd kvikmynd í sum- arbúðunum. Reykvíkingar! Drekkið síðdegiskaffið hjá Skógarmönnum og sækið samkomu þeirra. SKÓGARMENN K. F. U. M.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.