Helgarblaðið - 03.04.1992, Side 5
Helgar 5 blaðið
-S
Viðkunnanlegur gaur.
\
Fjölhæf iðngrein
Charles Lambert, rúmlega hálf-
fimmtugur breskur sérfræðingur
um Qármál, sér um útgáíu á árs-
skýrslum breska efnaiðnaðarins.
Hann prýddi forsíðu bókarinnar
með skýrslunum, sem kom út í
byijun þessa árs, með meðfylgj-
andi mynd af nöktum bakhlulum
kvenna, mjög skreyttum. Tilgang-
urinn með þessu, segir Lambert,
var sá einn að „gera hræðilega
leiðinlegt verk lítið eitt skemmti-
legra“. A hann þar liklega við
vinnuna við frágang bókarinnar.
Ennffemur tók hann ffam að
skreytingin væri ekki tattóveruð
inn í hörund stúlknanna, heldur
máluð. „Það sýnir ásamt með öðru
fjölhæfni efnaiðnaðarins," segir
Lambert.
Sigli á milli
skers
og báru
„Mitt hlutverk er eiginlega
að sigla á milli skers og
báru og reyna að ná höfii.
Þótt ég sé skipaður af fé-
lagsmálaráðherra lít ég svo
á að ég eigi að starfa óháð
bæði aðilum vinnumarkað-
arins og lögsögn ríkis-
stjómarinnar,“ segir Guð-
laugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari.
Það mæðir jafnan mikið á ríkis-
sáttasemjara og starfsliði embætt-
isins þegar aðilar vinnumarkaðar-
ins eru að semja um kaup og kjör,
að ekki sé talað um þegar aukin
harka hefur hlaupið í deilur aðila
og verkfoll eru annars vegar. Þeim
málum sem embættið fær til með-
ferðar er vísað þangað annaðhvort
af öðrum aðilanum eða báðum. En
ef verkfal! hefur verið boðað ber
ríkissáttasemjara skylda til að
grípa inn í viðkomandi deilu.
Þá ber mönnum jafnframt
skylda til að mæta á samninga-
fundi sem ríkissáttasemjari boðar
til en þó eru engin viðurlög við
því efþau fundarboð eru hunsuð.
„í þessu starfi þurfa menn að
hafa töluverða þolinmæði og
húmor. Þótt þeir séu ekki lærðir
sálfræðingar þá skiptir ekki minna
máli að þekkja á fólk en að þekkja
einstök atriði í samningunum."
Sáttasemjari
Hættir 1995
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari, sem er viðskipta-
fræðingur að mennt pg fyrrver-
andi rektor Háskóla íslands, var
skipaður af þáverandi félagsmála-
ráðherra í embættið 1978 og tók
við starfínu árið eftir. Hann kom
fyrst nálægt gerð kjarasamninga
árið 1971, þá tilkvaddur í sátta-
nefnd ásamt öðrum til aðstoðar
þáverandi ríkissáttasemjara, Torfa
Hjartarsyni, í mjög erfiðum samn-
ingum. Þar var nánast verið að
gjörbreyta launakerfinu og stytta
vinnutímann svo nokkuð sé nefnt.
Þá tókust samningar í byrjun des-
ember eftir fjögurra sólarhringa
samningalotu. Guðlaugur sat einn-
ig í sáttanefnd með ríkissáttasemj-
ara í samningunum 1974, 1975,
1976 og í sólstöðusamningunum
1977.
Ríkissáttasemjari er skipaður til
fjögurra ára í senn og er Guðlaug-
ur því búinn að vera eitt ár af sínu
ljórða tímabili. Því lýkur í apríl
1995 en þá verður Guðlaugur orð-
inn sjötugur og „þá verða allir
lausir við mig“.
Laun ríkissáttasemjara eru
ákveðin af kjaradómi og eru þau
hin sömu og hæstaréttardómarar
hafa.
Fyrstu lögin um starfsemi ríkis-
sáttasemjara voru sett árið 1925
en allt fram til ársins 1978 var lit-
ið svo á að það væri aukastarf.
Það var ekki fyrr en lögunum um
ríkissáttasemjara var breytt árið
1978 sem það varð að fullu starfi.
Fyrstur til að gegna starfi ríkis-
sáttasemjara var Georg Olafsson
bankastjóri, 1925- 1926, og Bjöm
Þórðarson, sem síðar varð forsæt-
isráðherra, var ríkissáttasemjari á
tímabilinu 1926-1942. Árið 1938
voru sett ný lög um starfsemi rík-
issáttasemjara. Voru þá skipaðir
svokallaðir héraðssáttasemjarar og
sá sem gegndi því embætti á Suð-
urlandi var jafnframt ríkissátta-
semjari. Því embætti gegndi Jón-
atan Hallvarðsson árin 1942-1945
þegar Torfi Hjartarson tók við og
var við stjómvölinn í ein 34 ár.
Fyrst gegndi hann starfinu sam-
hliða tollstjórastarfinu og áfram
um nokkurt skeið eftir að hann lét
af störfum sem tollstjóri sökum
aldurs. Guðlaugur segir að Torfi
hafi þrýst á um að lögunum um
ríkissáttasemjara var breyít þannig
að það var gert að fullu starfi árið
1978 eftir að hann hafði upplifað
árin 1974, 1975, 1976 og 1977 þar
sem samningar voru í gangi meira
og minna allt árið.
Minnisstæ&ir
samningar
Eins og gefur að skilja er vinnu-
tími Guðlaugs og samstarfsfólks
hans mjög óreglulegur. í nýafstað-
inni samningalotu var vinnutím-
inn iðulega um 18 tímar á sólar-
hring. Hann getur þó bæði verið
mun styttri þegar lítið er að gera
og einnig mun lengri þegar samn-
ingar eru á viðkvæmu stigi. Þá
getur samfelldur vinnulími numið
allt að nokkrum sólarhringum
þegar mikið liggur við. „Þetta er
eins og á vertíð. Stundum lítið að
gera og stundum mikið.“
Einna minnisstæðastir eru Guð-
laugi samningamir sem gerðir
voru við opinbera starfsmenn
1984. „Sú deila var afskaplega
erfið." Einnig eru honum ofarlega
í huga samningamir sem gerðir
voru árið 1988 þegar krafan var
að fá samningana heim í hérað.
Eftir að hafa farið til Eyja, Egils-
staða og Akureyrar og verið með
samningafundi í Reykjavík var
síðan ákveðið að klára dæmið þar
nyrðra. Þar dvöldu menn við
samningagerð í fjóra sólarhringa
sem lauk með því að undirritaðir
voru þeir víðtækustu kjarasamn-
ingar sem Guðlaugur hefur staðið
að, enda vom þeir upp á fjögur
hundmð blaðsíður. 1 beinu fram-
haldi af því höfðu verslunarmenn
í Reykjavík tvífellt samninga sem
skrifað hafði verið undir í Karp-
húsinu undir stjóm þáverandi
vararíkissáttasemjara, Guðmundar
Vignis Jósepssonar. „í þeim
samningum við verslunarmenn
gerðist ýmislegt sem ég ætla nú
ekki að tíunda hér en þessir samn-
ingar vom mjög erfiðir. Hið sama
má nú reyndar segja um samning-
ana sem gerðir vom við BHMR;
þeir vom mjög erfiðir.“
Hjá embætti ríkissáltasemjara er
ekki fyrir að fara fjölmennu
starfsliði en embættið hefur yfir
að ráða þremur stöðugildum. Fyrir
utan ríkissáttasemjara er það
skrifstofustjórinn sem sér um rit-
vinnsluna, skjalasafnið, bókhald-
ið, innkaup og margt fleira. í
þriðja stöðugildinu er kona sem
sér um símavörslu, ljósritar og
hellir uppá kaffi handa þeim fjöl-
mörgu sem þurfa að dvelja lengri
eða skemmri tíma í Karphúsinu
við Borgartún. Þar fyrir utan er
starfandi vararíkissáttasemjari
sem er þó ekki í fullu starfi. Nú-
verandi vararíkissáttasemjari er
Geir Gunnarsson, fyrrverandi al-
þingismaður. „Ég kalla hann til
starfa þegar ég tel mig þurfa enda
mjög gott að þurfa ekki að hugsa
einn og hafa einhvern til að ræða
við.“
Guðlaugur segir að það taki
óneitanlega á að vinna langan og
strangan vinnudag í erfiðri og
snúinni samningagerð, að ekki sé
talað um þegar miklar vökur eru
því samfara. „Það getur tekið tíma
að jafna sig eftir strangar samn-
ingalotur og þá getur þreytan setið
í manni í nokkum tíma á eftir.“
Á þeim tíma sem Guðlaugur
hefur gegnt starfi ríkissáttasemj-
ara hefur gengið á ýsmu eins og
skiljanlegt er þegar verið er að
fjalla um viðkvæm deilumál, að
ógleymdum þeim áhrifum sem
langar vökur geta haft á geð
guma. Guðlaugur neitar því ekki
að menn hafi stokkið uppá nef sér
og látið ýmislegt fjúka sem að
öllu eðlilegu hefði verið látið
kyrrt liggja. En undantekningar-
laust fylgja því engir eftirmálar
enda fljótt að rjúka úr mönnum.
Fyrir utan orðsins brand minnist
Guðlaugur þess þó að þgð hafi
gerst einu sinni að hurð hafi verið
skellt svo harkalega í húsakynnum
ríkissáttasemjara að hún fór af
stöfum og brotnaði svolítið í
kring.
Föstudagurinn 3. apríl