Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 11

Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 11
Helgar 11 blaðið Skíðavikan á ísafirði Ferðalög Það verður mikið um að vera á Isafirði um þessa páska eins og svo oft áð- ur því að þá verður Skíðavikan haldin með pompi og pragt. Hér á árum áður var Skíða- vikan fastur liður í tilveru Is- fírðinga og nærsveitarmanna um hverja páska uns hún lagð- ist af. Fyrir nokkrum árurn var hún svo endurreist. Venju samkvæmt er boðið upp á margvíslega skemmtun í sam- komuhúsum bæjarins á Skíða- vikunni fyrir utan hið sjálf- sagða að renna sér á skíðum á Seljalandsdal. Þar er aðstaða fyrir skíðamenn eins og hún gerist best hérlendis og er nægur snjór þar vestra eins og verið hefur í nær allan vetur. Til að gera veg Skíðavik- unnar sem veglegastan hefur skíðafélagið, einstaklingar og önnur félög í bænum ekki leg- ið á liði sínu. Hér á árum áður lágðist Gullfoss, flaggskip Eimskipa- félagsins, við bryggju á Isa- firði um hverja páska enda minna um hótelrými þá en nú eftir að Hótel Isaljörður hóf starfsemi sína. Eins er mikið um það að brottfluttir Isfirð- Sé& yfir lítinn hluta af skí&asvæ&i ísfir&inga á Seljalands- dal sem þykir meb þeim betri á landinu. ingar og aðrir venslamenn íjöl- og gisti hjá vinum og ættingj- menni til bæjarins um páskana um. Spennandi páskaferðir Ferðafélag íslands efiiir til fjölda lengri og styttri ferða nú um páskana 16.-20. apríl næstkom- andi. Kynning á ferðun- um verður á mynda- kvöldi Ferðafélagsins næstkomandi miðviku- dagskvöld 8. apríl í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a. Brottför í þrjár eftirfarandi ferðir eru á skírdagsmorgun klukkan átta árdegis: Þriggja daga ferð á Snæ- fellsnes og Snæfellsjökul. Gist verður að bænuin Görð- um í Staðarsveit, en þar er gistiaðstaða í svefnpokapiássi eins og hún gerist best. Að- Fiinm daga skíðagönguferð í Landmannalaugum. Ekið verður að Sigöldu og þaðan gengið á skíðum inn í Land- mannalaugar. Þangað verður farangurinn fluttur á jeppum. Frá Laugum verður svo farið í dagsferðir á skíðum og meðal annars í Hrafntinnu- sker og inn í Jökulgil. Þá býður Ferðafélagið enn- fremur upp á fimm daga skíðagönguferð þar sem leið liggur um Landmannalaugar, Hrafntinnusker og Laufafell. Hér er um nýja ferð að ræða um hið margrómaða Torfa- jökulssvæði og verður gengið á milli skála. Þátttaka í þessa ferð er takmörkuð við tíu manns. Skagfjörðsskála Ferðafélags- ins og farið i styttri og lengri gönguferðir um nágrennið. í Borgarfjarðarferðinni verður gist i félagsheimilinu Brúarási scm er skammt fyrir ncðan Húsafell. Þessi ferð býður upp á góða möguleika til göngu- og skíðagöngu- ferða. Styttri ferðir Auk þessara ferða verður farið í styttri ferðir um bæna- dagana og páska. A skírdag kl. 13 verður gengið á Vífilsfcll. Á föstudaginn langa kl. 11 árdegis verður farið í ökuferð í Seivog og Strandarkirkja skoðuð. Laugardaginn fyrir páska kl. 14 verður páska- ganga fjöiskyldunnar. Þá verður farin tveggja tíma ferð í Vífilsstaðahlíð og nágrenni. Kíkt verður meðal annars í hella og gengið um nærliggj- andi skógarstíga. Á annan í páskum kl. 13 verður gönguferð um Flekku- vík og Keilisnes að Staðar- borg. Allar nánari upplýsingar um þessar ferðir er að fá á skrifstofu Ferðafclags lslands að Öldugötu 3. Brottför í ferðimar er frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Gönguferb ó Snæfellsjökul. dráttarafl ferðarinnar er að sjálfsögðu sjálfur Snæfells- jökull en á hann verður geng- ið við fyrsta tækifæri. Einnig verða í boði ýmsar skoðunar- og gönguferðir um Snæfells- nesið. Þá er stutt í sundlaug á Lýsuhóli. Heimkoma er á laugardagskvöldið fyrir páska. Laugardagsmorg- uninn 18. apríl næst- komandi klukkan átta árdegis verður lagt upp í tvær þriggja daga ferðir í Þórsmörk og Borgar- fjörð. I Þórsmerkurferð- inni verður gist í AFMÆLIS TILBOÐ SÉRSTAKUR 5% AFMÆLIS- 11 / AFSLÁTTUR AF FLESTUM MÆ?/ VÖRUM VERSLUNARINNAR ÍÆ /t 10% EF STAÐGREITT ER. R I PPEN* SAMICK* HVUHOFII PÍANO OG FLYGLAR • DINO BAFFETTI HARMONIKUR • SAMICK "WM GÍTARAR • OFL. TILBOÐIÐ STENDUR FRÁ OG MEÐ BMf 27.MARS TIL 5.APRÍL NK. MM VERIÐ VELKOMIN LtlFS H. MAGNUSSONAR GULLTEIGI 6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI91 - 688611 fFRÁ TÓNLISTARSKÓLA AKUREYRAR Einleikaraveisla Sigrún Eðvaldsdóttir á meðal einleikara með Kammerhljómsveit Akureyrar á tónleikum á Norðurlandi. Fimm einleikarar koma fram með Kammer- hljómsveit Akureyrar undir stjórn Arnars Óskars- sonar á tvennum tónleikum sem haldnir verða á Blönduósi og Akureyri helgina 4. og 5*apríl n.k. Tónleikarnir hefjast með tónverkinu „Quiet City" eftir Aron Copland, en einleikarar í því verki verða Gordon G. Jack á trompet og Jacqueline Simm á enskt horn. Næst á efnisskránni er hið sívinsæla verk: „Karneval dýranna" eftir Saint Saéns með þeim fagra „svani“. Einleikarar á píanó verða þeir Richard Simm og Thomas Hig- gerson, og leika þeir á tvo flygla. Hæst rísa tónleikarnir með fiðlukonserti í e-moll eftir Mendelssohn, sígildu og hrífandi verki sem Sigrún Eðvaldsdóttir flytur með hljómsveitinni. Það er sérstakt ánægjuefni að Sigrún hlaut verðlaun fyrir flutning sinn á þessum fiðlukonserti í aiþjóðlegri keppni fiðluleikara í Wellington á Nýja-Sjálandi nýverið. Norðlendingar eiga þess fyrstir kost að hlýða á flutning hennar á því verki hér á landi. Tónleikarnir á Blönduósi fara fram í félagsheim- ilinu þar laugardaginn 4. apríl kl. 15 og eru þeir skipulagðir í samráði við Tónlistarfélag Vestur- Húnvetninga. Tónleikarnir á Akureyri fara fram í íþrótta- skemmunni sunnudaginn 5. apríl kl. 17 og hefst forsala á þá tónleika mánudaginn 30. mars. Óhætt er að segja að Kammerhljómsveitin, sem skipuð verður 40 hljóðfæraleikurum, hefur aldrei efnt til veglegri „einleikaraveislu". Föstudagurinn 3. april

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.