Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 12

Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 12
I Mín útivist Smári Haraldsson bæjarstjóri „Ég hef gaman af að ganga hcr um nágrennið, ýmist í fjör- unni eða í hlíðum „íjallra blára“ og reyni að skokka dálít- ið reglulega svona til að halda mér í einhverri þjálfun. I mín- um göngutúrum geng ég ýmist einn eða með öðrum í hóp. Þar fyrir utan hef ég einnig gaman af að ganga á gönguskíðutn þegar tækifæri gefst enda hcfur verið nægur snjór hér vestra frá því snemma í vetur. Það hefur verið snjólétt í byggð cn því meira af snjó upp til fjalla. A sumrin hjóla ég svo á mínu reiðhjóli. Ég cr með bamastól á hjóiinu og tek því börnin mín með í hjólreiðaferö- ir. Þótt hugurinn leiti ofl norður í Jökulfirðina hef ég nú ekki gert mikið að því að fara þang- að á sumrin. En allra síðustu sumur hef ég þó farið á færi- skak- krókaveiðar, sem var nú árvisst hjá mér lcngi vcl og vonandi verður áframhald á því. Þá finnst mér það vera orðið mun algengara hér vestra cn áður að fólk taki fram göngu- skóna og rölti hér um bæinn, að ógleymdum þeim scm skokka um Seljalandsveginn, sem er svo til laus við alla umferð, og upp Skíðaveginn, inn í Tungu- dal og Engidal svo citthvað sé nefnt. En þcir sem eru harðastir í skokkinu láta sig ekki muna um að skokka alla leiö til Bol- ungarvíkur og jafnvcl inn í Álftaljörð til Súðavíkur. Ég er þó ekki svo harður,“ segir Smári Haraldsson, bæjarsljóri á ísafirði. Helgat 12 blaðið Veðu r Á laugardag verður vestlæg átt um sunnanvert landið en gengur í norðaustan átt um landið norðanvert. Eljaaangur norðantil á Vestrjörðum og hiti um frostmark en rigning öðru hverju í öðrum landshlutum og 2ja til 5 stiga hiti. Horfur á sunnudag: Aust-læg eða norðaustlæg átt, víðast þurrt en skýjað. Hiti 2 til 6 stig að deginum en sums staðar næturfrost. Hallgríms- kirkja í Saurbæ Farið verður í sjö- undu kirkjugöngu Úti- vistar sunnudaginn 5. apríl kl. 10.30 árdegis. Brottför frá BSÍ bens- ínsölu og ekið að Miðsandi. í þessari ferð verður gengin gamla þjóðleið- in fram hjá Brekku, Hrafnabjörgum og Fer- stiklu að Hallgrims- kirkju í Saurbæ. Komið verður við á bæjunum og notið fylgdar heima- manna. í Hallgríms- kirkju verður rifjuð upp saga sóknarinnar, kirkjumunum lýst og göngukortin stimpluð. Að því loknu verður gengið að Eyri. Skíðaganga á Hellisheibi Eins og fýnri sunnu- daga býður Útvist upp á hrcssandi þriggja til fjögurra klukkustunda skíðagöngu á Hellis- heiði. Fararstjóri mun leiðbeina þeim sem þess óska og verður lagt af stað kl. 13 frá BSÍ bensínsölu; stans- að við Árbæjarsafh. Ferðaþjónustan nyrðra efld í ársbyrjun var stofnað á Norðurlandi eystra Ferða- málafélag Eyjaíjarðar en til- gangur þess er að efla ferða- þjónustu sem atvinnugrein á svæðinu og bæta þjónustu við ferðamenn. Starfssvæði félagsins er Eyja- fjarðarsýsla, Akureyri, Dalvík, Ol- afsfjörður, Svalbarðshreppur og Grýtubakkahreppur í Suður- Þing- eyjarsýslu, en heimili og vamar- þing félagsins er á Akurcyri. Skráðir félagar voru 60 talsins í síðasta mánuði en tilgangi sínum hyggst félagið ná meðal annars með því að stuðla að samvinnu þcirra aðila sem sinna ferðaþjón- ustu á svæðinu og standa vörð um hagsmuni þeirra. Ennfremurað leita nýrra lciða til að laða fcrða- menn til héraðsins og beita sér fyrir námskciðahaldi fyrir starfsfólk í fcrðaþjónuslu. Einnig að halda kynningarfundi og ráðstcfnur um fcrðamál og miðla upplýsingum til félagsmanna um ferðaþjónustu cr tengist Eyjaíirði. Jafnframt að stuðla að merkingu skoðunarvcrðra staða og göngulciða og efla vitund almcnnings fyrir varðveislu fagurra staða og fyrir snyrtilegri umgcngni við landið. Þá hyggst félagið sluðla að sameiginlegri kynningarstarf- semi, rckstri upplýsingamiðstöðvar og laka þátt í samstarfi fcrðamála- félaga og annarra aðila til eflingar íslenskum fcrðamálum. I venjulegu árferði er mikib um dýr&ir í skibaparadísinni í Hliðarfjalli fyrir fer&amenn jafnt sem a&ra. Um þessa helgi fer þar fram keppni í alpagreinum á landsmóti skibamanna en keppni i norrænum greinum fer fram á Olafsfirði. Þessu til viðbótar hefur héraðs- nefnd Eyjaíjarðar ákveðið, að frumkvæði Ferðamálaféiagsins, að setja á laggirnar þriggja manna starfshóp til að kanna möguleika á því að efla núverandi upplýsinga- miðstöð fyrir ferðafólk á Akureyri. Hugmyndin að baki þessu er sú að upplýsingamiðstöðin verði betur í stakk búin til að þjóna Eyjaljarðar- svæðinu og landinu öllu, en eins og flestum er kunnugt um er Akureyri ein af íjórum innkomuleiðum ferðamanna til landsins. Til að efla ferðaþjónustuna enn frekar á Norðurlandi eystra voru á hlaupársdaginn stofnuð á Húsavík Ferðamálasamtök Norðurlands eystra. Þann fund sóttu tæplega 20 manns, fulltrúar frá ferðamálafé- j'JJÖTUóJ IDVj'JUjjj *\n \ i jjiPilljjj Einstæð náttúra landsins Ferðamálaráð hvetur Islendinga til að férðast um eiglð land - allan ársins hring lögum og ferðamálanefndum af Norðurlandi eystra. Meðal þeirra verkefna sem rætt var um að stjóm Ferðamálasamtakanna fylgdi eflir var endurútgáfa bæklings um Norðurland, áframhaldandi þátt- taka í rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk í Reykjavík í sam- starfi landshlutasamtakanna og Ferðamálaráðs og hugsanleg þátt- taka í Vest-Norden ferðakaupstefn- unni til kynningar á Norðurlandi. Skútuvogi 10a - Sími 686700 -+ Föstudagurinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.