Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 13

Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 13
 Bláa lóniá nýtur sivaxandi vinsælda me&al þ og ö&rum til yndisauka. Á vegum heilbrigðisráðuneytisins standa nú yfir rannsóknir á lækninga- mætti Bláa lónsins á hina ýmsu húð- sjúkdóma, en eins og kunnugt er telja margir sig fá bót meina sinna með því að baða sig reglulega í lóninu. Hemiann Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bað- hússins við lónið, segist sjálfur vera fullviss um lækningamátt þess en með þessari rannsókn eigi að fá úr því skorið á faglegan hátt hvort svo sé. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem lækningamátt- ur lónsins er kannaður en það mun þó ekki hafa verið nægilega vel að þeim rannsóknum staðið og lækningamáttur þess ekki verið kannaður til fullnustu fyrr en nú. Verði niðurstaðan jákvæð má búast við því að erlendir aðilar verði tilbúnir að leggja eitthvað af mörkum til að liægt verði að láta þann gamla draum rætast að gera Bláa lónið rra sem leita sér lækninga og eins hinna sem að meiriháttar heilsustöð. Jafnframt má gera ráð fyrir því að tryggingakerfin bæði hér heima og erlendis verði þá tilbúin að greiða að hluta þann kostnað sem sjúklingamir hafa hingað til þurft að bera sjálfir. Ennfremur má búast við því að lón- inu verði skipt upp; annars vegar fyrir venjulega ferðamenn og hins vegar fyrir þá sem þangað konia til að leita sér Iækninga með þeirri aðstöðu sem til þarf. Or&sporib best Frá því Bláa lónið tók að myndast, seinni hluta ársins 1976 í kjölfar starfsemi Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, og fólk tók að baða sig í því í lok áttunda áratugarins, hefur aðsókn að því farið ört vaxandi. I fyrstunni var aðstaða til böðunar nánast engin en síðan hefur verið byggt þar bæði baðhús, gisti- og veitingahús. A síðustu árum hefúr komið til tals að færa lónið en ekki er talið þangaó koma til a& slappa af sjálfum sér að úr því verði á næstunni. 1 gegnum tíðina hcfur hróður Bláa lónsins bor- ist víða unt heini og fyrir tveimur ámm var gert sérstakt átak til að auglýsa það. Besta auglýsing- in er þó sú þcgar fólk fær bót meina sinna á hin- um ýmsum húðsjúkdómum enda er slíkt fljótt að berast á milli manna. Töluvert er unt það að hópar fólks komi í lón- ið, bæði á eigin vegum og í skipulögðum ferðum. Þá eru skipulagðar ferðir úr Reykjavík þangað suðureftir og verður farið þangað þrisvar á dag í sumar frá Umfcrðamiiðstöðinni. Þar fyrir utan koma Kynnisferðir þangað á hveijum degi með erlenda ferðamenn. Hemiann Ragnarsson segir að aðsókn að lón- inu sé mest yfir sumartímann, en sjálfum finnst honum lónið mun betra á vetuma. „Það er meiri rómantík yfir öllu svæðinu þegar dimmt er og nóg pláss fyrir gestina." Mót hækkandi sól Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag, og verður lagt af stað frá Fannborg 4 Idukkan 10 árdegis. Með hverjum deginum hækkar sól á lofti og upp úr moldinni teygja páskaliljumar upp gul höf- uð sín og í görðunum eru vor- verkin byrjuð. Eins heldur laug- ardagsganga Hana nú áfram rölti sínu á móti sumrinu. Þeirra sem ætla að ganga með býður nýlag- að molakaffi, almælt tíðindi og skemmtilegur félagsskapur fyrir alla. Stillið því vekjaraklukkuna og komið í Fannborgina í fýrra- málið. Gamla Orfirisey Onnur hafnargangan verður á morgun, laugardag, og verður lagt af stað frá Hafnarportinu kl. 13.30. Þaðan verður gengið eins og kostur er cftir gömlu strandlín- unni út í Örfiriseyjargranda og áfram út í eyju þar sem verslunar- húsin í Hólmakaupstað stóðu, um Dönsku vör og út á Reykjames þar sem fjömlífið verður skoðað. Síðan verður gengið sem leið liggur til baka eftir Grandanum og gömlu alfaraleiðinni en göng- unni lýkur svo þar sem hún hófst, í Hafnarportinu. GULLKORN A SILFURFAH Forsýning laugardaginn 4. apríl á árshátíö Sláturfélags Suðurlands Almenn frumsýning laugardaginn 11. apríl Húsiö opnar kl. 19:00 Boröhald hefst kl. 20:00 Matseðill: Rjómalöguð kjörsveppasúpa og glóðarsteikt lambafillé með jurtasósu, bakaðri kartöflu og grænmeti eða grillaður lax með sítrónusmjöri og heimalagaður nougatís m/rjómatoppi Sýning sem er allt í senn; dularfull, fyndin, mögnuð og mikil (grand). Aörar sýningar mlövikudaginn 15. apríl (daginn fyrir skír- dag) og laugardaginn 25. apríl. Verö kr. 4.100,- Hópar kr.3.800 (10 eöafleiri). Pantanir í síma 22500. Miöar á ball eftir kl. 24 kr. 1.000 Snyrtilegur klæðnaður. hóPe! SELFOSS Pólska Elitesse kexið komið aftur Innflutningur: INSÚLA hf. Sölusími 678876 og 668067. Umboðsmenn um land allt. Föstudagurinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.