Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 14
Eitthvað sætt
Á morgun, laugardag, verða
opnaðar þrjár sýningar á Kjarvals-
stöðum. 1 vestursal opnar Helgi
Gíslason sýningu á höggmyndum.
í austursal opnar Rúrí sýningu,
einnig á höggmyndum. En í aust-
urforsal verður opnuð sýning á
ljóðum eftir Kristínu Ómarsdóttur.
Nemendur fataiðnaðardcildar
Iðnskólans í Reykjavík opna á
laugardag sýningu á verkum sínum
í Hinu húsinu og er hún haldin til
að vekja athygli á því starfi sem
unnið er innan deildarinnar og á
hæfileikum þess fólks sem þar er
við nám.
Á laugardag frumsýnir leiklistar-
félagið Áristofanes í Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti leikritið
„Sugar and Spice“ eða Eitthvað
sætt eftir Nigel Williams í þýðingu
Ólafar Ýrar Átladóttur. Sigurþór
Heimisson er leikstjóri.
Hinir árlegu vortónleikar Karla-
kórs Reykjavíkur verða haldnir nú
í byrjun apríl. Á morgun, laugar-
dag, syngur kórinn í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði, kl. 17.00; á
mánudaginn í Seljakirkju i Reykja-
vík, kl. 2030; á miðvikudag í
Langholtskirkju, kl. 20.30; og á
sama stað og sama tíma á fimmtu-
dagskvöldinu.
Kammerkór Gautaborgar er á
söngferðalagi um Norðurlönd og
heldur tvenna tónleika í Norræna
húsinu á sunnudags- og mánudags-
kvöld kl. 20.30. Auk þess syngur
kórinn á Akranesi á þriðjudags-
kvöld. Á efnisskránni eru verk eft-
ir norræn tónskáld en kórinn mun
einnig spila
eftir eyranu
og stemmn-
ingunni í
salnum
hverju sinni.
Sænska
bama- og
unglinga-
myndin El-
vislEIvis!
sem byggð er á sögu Maríu Gripe
verður sýnd í Norræna húsinu á
sunnudaginn kl. 14.00. Myndin er
full af hlýju og kímni og fjallar um
Elvis sem er sex ára og mikill
Presley-aðdáandi.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur-
borgar gengst fyrir sýningu nokk-
urra ljósmynda á Mokkakaffi um
þessar mundir. Myndimar sýna
Helgar 14 blaðið
Reykvíkinga við ýms störf, svo
sem netahnýtingu, skósmíði,
straujun á þvotti og margt fleira.
M-hátíð er nú haldin á Suður-
nesjum með fjölbreyttu efnisvali.
Þriðja sýning Þjóðleikhússins á
Ríta gengur menntaveginn verður í
kvöld, föstudag, í Stapa í Njarðvík
kl. 20.30 og annað kvöld í Glað-
heimum Vogum á sama tíma.
Fimmtudaginn 9. apríl verða ljóða-
tónleikar Hlínar Pétursdóttur við
undirleik Kristynu Cortes í Sæborg
í Garðinum, svo að eitthvað sé
nefnt.
Á laugardag opnar Jón Gunnars-
son málverkasýningu i Hafnarborg
í Hafnarfirði. Hann sýnir olíumál-
verk og vatnslitamyndir sem flest-
ar em unnar á síðustu þremur ár-
um. Sýningin stendur til 20. apríl.
álminn í höndum Islendinga
Hinn
víðkunni
norski
kvikmynda-
höfundur
Hrafn
Gunnlaugsson
Það var fremur krumpaður
og þreytulegur Friðrik Þór
sem stóð á sviðinu í stærsta
kvikmyndasal Rúðuborgar
með Sigríði Hagalín í rauð-
um lqól sér við hlið til að
taka - tvívegis - við verð-
launum fyrír kvikmyndina
„Böm náttúrunnar“. Senni-
lega er það heldur ekld tekið
út með sældinni einni að
þurfa að stika fram og aftur
um hálfan hnöttinn milli
þeirra staða þar sem kvik-
myndin hefur verið valin í
keppni og allra augu beinast
að henni og höfundinum, og
Friðrik Þór var nýkominn
allar götur frá Los Angeles,
þvert yfír ótal tímabelti.
„Gerist það ofl á Islandi að menn
gufa svona upp?“ spurði kynnirinn.
„AllofL“ svaraði Friðrik Þór, og
er ólíklegt að nokkur sá maður hafi
verið í öllum salnum sem trúði hon-
um ekki.
Það var að sjálfsögðu nokkuð á
sig leggjandi að vera á þcssum stað,
hvort sem maður var í salnum eða á
sviðinu, því þetta var söguleg
stund: á þessari kvikmyndahálíð
Rúðuborgar, sem nú var haldin í
fimmta sinn, var íslensk kvik-
myndagerð í miðpunkti og það svo
um munaði, og að lokum slóðu ís-
lenskir kvikmyndahöfundar mcð
pálmann í höndunum, þótt ekki
fengju þeir aðalverðlaunin.
íslenska framlagið
I þeirri samkeppni sam var kjami
hátíðarinnar eins og jafnan áður
voru tvær kvikmyndir (af tíu) sýnd-
ar undir íslenskum fána: „Böm
náttúrunnar“ og svo „Ryð“ efiir
Láms Ými Oskarsson. Ekki veitti
reyndar af því að Islcndingar væru
fjölmennir því búast mátti við liarð-
vítugri samkeppni milli frændanna
á Norðurlöndum og í kringum
Eystrasaltið, og buðu Norðmcnn
t.d. fram myndina „Dcn hvite vik-
ing“ eftir hinn víðkunna norska
kvikmyndahöfund Hrafn Gunn-
laugsson (svo vilnað sé í dagblað í
héraðinu).
Við hliðina á samkeppninni var
sérstök dagskrá helguð íslcnskri
kvikmyndagerð og vom þar sýndar
sjö myndir: „Skyttumar" eftir Frið-
rik Þór, „Óðal feðranna" og „í
skugga hrafnsins“ eftir Hrafn
Gunnlaugsson, sem skipti hér um
þjóðemi, „Land og synir“ og „Út-
Iaginn“ eftir Ágúst Guðmundsson,
„Skilaboð til Söndrú' eftir Kristínu
Pálsdóttur og síðast en ekki síst
„Hadda Padda“ eflir Guðmund
Kamban frá 1923. Auk þess var
sýnd ein stutt mynd, „Vestmanna-
eyjaf“ eftir Sólveigu Ansbach.
Ýmsar af þessum myndum höfðu
verið sýndar áður á hátíðum í
Rúðuborg, en áhugi manna virtist
ekkert hafa dofnað við það. Þannig
var „Útlaginn“ sýndur þrisvar við
góðar undirtektir- þótt sú mynd
hefði bæði verið sýnd í Rúðuborg
1988 og síðan í franska sjónvarpinu
- og var nánast húsfyllir á einni
sýningunni þcgar Ágúst mætti sjálf-
ur og stóð fyrir svömm. inni, hlut-
vcrk seiðskrattans og greftmnarsiði.
Ekki cr ólíklegt að þessi dagskrá
hafi stuðlað að því að auka skiln-
inginn á þeim myndum sem vom í
samkeppninni, enda fóm þær raddir
fljótlega að heyrast sem sögðu að í
þetta skipli myndi íslcnsk kvik-
mynd fá verðlaun og jókst sá orð-
rómur smám saman. Svo fór að lok-
um að þessi spá rættist, cn samt var
greinilcgt að úrslitin komu mörgum
á óvart og er nokkuð alhyglisvcrt að
rýna í einstök atriði þeirra.
Sérstætt val
Verðlaunavcitingu var hagað á
þann hátt að sjö mismunandi verð-
laun voru vcilt og af þeim úthlutaði
dómnefnd þrcnnum. Niðurstaðan
varð sú aö lslendingar fcngu engin
þcirra: það var danska myndin
„Dcn storc badcdag" cflir Slellan
Olsson scm fékk aðalvcrðlaunin, en
aðallcikararnir í sænsku myndinni
„Gott kvöld, hr. Wallcnberg" cftir
Kjcll Gredc og cistnesku myndinni
„Áðcins fyrir gcðveika“ cftir Arvo
Iho voru valdir bcsti lcikarinn og
bcsta lcikkonan. Aðrir aöilar á há-
tíðinni, áhorfcndur, gagnrýncndur
blaöa og samtök kvikmyndahús-
stjóra og annarra slíkra, veiltu síðan
fem vcrðlaun, og brá þá svo við að
þrenn þeirra féllu Islcndingum í
Einar
Már Jónsson
skaut. „Börn náttúrunnar" fengu
verðlaun áhorfcnda, sem veitt voru
mcð atkvæðagrciðslu þeirra sem
höfðu áskriftarkort á hátíðina, og
cinnig fékk myndin verðlaun sam-
taka dreifingaraðilanna. Þcssar við-
tökur áhorfcnda lofuðu vitanlega
góðu fyrir feril myndarinnar i
Frakklandi, cn verðlaun dreifingar-
aðila skiptu ekki síður máli vegna
þess að þcim fylgir að myndin
vcrður tckin til sýningar í mörgum
kvikmyndahúsum í vesturhluta
Frakklands. Loks fékk „Ryð“ verð-
laun ungra áhorfenda, sem svo voru
kölluð, cn þau veitti dómnefnd
menntaskólaunglinga. Gagnrýnend-
ur blaða veittu hins vegar ,yombie“
eflir Mika Kaurismaki verðlaun sín.
Þessi munur á vali dómnefndar-
innar og hinna aðilanna, sem ég
held að hafi ekki verið eins áber-
andi á fyrri hátíðum, er forvitnileg-
ur. Þær myndir sem voru í sam-
keppninni voru harla mismunandi
og verður að segja að íslensku
myndimar sómdu sér mjög vel. Af
öðrum myndum fannst mér „Gott
kvöld, hr. Wallenberg" einna at-
hyglisverðust. Hún er byggð á
sannsögulegum atburðum sam
margir munu kannast við: hetjulegri
baráttu sænska verslunarmannsins
og diplómatans Wallenbergs við að
bjarga gyðingum úr klóm nasista í
Búdapcst árið 1944. Myndin var
sérstaklega vel gerð og harla tíma-
bær á þessum breytinga- og endur-
skoðunartímum sem nú eru að
ganga yfir, og hefði hún átt skilið
að fá eitthvað mcira en verðlaun
fyrir besta leikarann (Stellan
Skarsgárd í hlutverki Wallenbergs).
Hún var alla vega langskæðasti
kcppinautur íslensku myndanna að
mínum dómi.
Kvikmyndin „Vinir, félagar" eflir
finnska leikstjórann Rauni Mol-
berg, sem varð víðfrægur á sínum
tíma fyrir myndina „Jörðin er synd-
ugur söngur“, var mikið og brogað
sjónarspil um feril iðjuhölds sem
rekur nikkelnámur í Norður-Finn-
landi á striðsárunum og hikar ekki
við að selja öllum stríðsaðilum
þennan mikilvæga málm og þiggja
orður jafnt frá nasistum sem komm-
únistum.
Babdagurinn
Danska myndin „Den store bade-
dag“ sem fékk aðalverðlaunin var í
nokkuð öðrum flokki. Ekki vantaði
að cfnið virkaði forvitnilegt: sagði
þar frá ungum dreng scm var að al-
ast upp í Kaupmannahöfn árið 1935
og dáði nijög föður sinn, verka-
manninn Axcl, sem vissi allt og gat
allt og hafði lent í miklum ævintýr-
um á gresjum Suður-Ameríku. En
svo ákveður faðirinn að gangast
fyrir því að íbúamir í blokkinni fari
niöur að ströndinni að baða sig, og
við það tækifæri uppgötvar dreng-
urinn að ekki crallt sem sýnist og
foðurimyndin hrynur. En gallinn
var sá að faðirinn var gerður svo
skelfilega ómerkilegur að hann
hætti smáin saman að vera sannfær-
andi cða áhugaverður:. Eflir stóð
nokkuð haglcga gerð gamanmynd í
grófasta kantinum, sem menn gátu
lilegið að, þ.e.a.s. efþeir voru þá
ekki búnir að fá nóg af búkhljóða-
húmomum áður en yfir lauk.
Svo virtist sem áhorfendur tækju
dönsku myndinni nokkuð vel, en
eftir að úrslitin í keppninni höfðu
verið birt, varð ég hvarvetna var við
mikla undrun yfir því að hún skyldi
hafa fengið vcrðlaun og einkum að
hún skyldi hafa verið tekin fram yf-
ir „Böm náttúrunnar". Grein sem
birtist í dagblaðinu „Libération"
eftir að hátíðinni lauk en bar með
sér að hafa verið skrifuð áður cn
verðlaunaafhending fór fram, gaf
nokkuð vel til kynna væntingar
áhorfenda: „Böm náttúrunnar" vom
þar langefst á blaði og miklu lofs-
orði lokið á myndina,
Greinarhöfundur eignaði Islend-
ingum þrjár myndir í keppninni, því
að hann setti Hrafn í búð með Mör-
löndum. Þetta lofar ekki góðu.
Kannske eiga Norðmcnn og íslend-
ingar eftir að deila hart um þjóðemi
Hrafns Gunnlaugssonar, eins og
þeir em búnir að dcila um Snorra
Sturluson og Leif heppna.
Á íslandsmiðum
Sagt er að þcgar munur sé á vali
dómnefndar og áhorfenda sé hann
gjaman á þá leið, að áhorfendur
kjósi gamanmyndir en dómnefndir
alvarlegri og þyngri verk. Að þessu
sinni virðist reglan hafa snúist við.
Ekki cr ólíklegt að þessi hátíð í
Rúðuborg verði upphafið að því að
íslenskar myndir komist til áhorf-
enda í Frakklandi.
Margt fleira var á boðstólum
þessa tólf daga sem kvikmyndahá-
tíðin stóð yfir og verður sérstaklega
að nefna eitt sem ætti að snerta ís-
lendinga nokkuð: 1 sambandi við
kynninguna á íslenskum myndum
vom nefnilega sýndar þær tvær
kvikmyndir scm Frakkar hafagert
eftir skáldsögunni víðfrægu „Á Is-
landsmiðum" ef'tir Pierre Loti. Önn-
ur þeirra var eftir Pierre Guerlais og
gcrð árið 1933. Hún var fremur
slöpp og einfeldningsleg og háði
það henni sérstaklega að leikaramir
léku enn á mjög ýktan hátt og yfir-
drifinn eins og í þöglum myndum,
þannig að átakanlegustu atriðin
urðu drephlægileg. En hin útgáfan,
sem Jacques de Baroncelli gerði ár-
ið 1924 með Charles Vanel í aðal-
hlutverki, var hins vegar meistara-
verk með ákaflega tæmm línum og
skörpum svipmyndum frá Bretaníu-
skaga og frá jífi brctónsku fiski-
mannanna á íslandsmiðum. Eftir
cina sýninguna á þessum tveimur
myndum svaraði Elín Pálmadóttir
spumingum áhorfenda og sagði frá
rannsóknum sínum á þessum þætti
Frakklands- og Islandssögunnar.
Enn var haldið áfram að kynna
kvikmyndagerð í Eystrasaltslönd-
unum, og eftir eistnesku myndimar,
sem vöktu svo mikla athygli fyrir
tveimur ámm, og litháísku mynd-
imar í fyrra var nú röðin komin að
lettneskum myndum. En því fór
fjarri að þær væm eins áhugaverðar
og það sem áður hafði verið sýnl
frá þessum löndum. Svo virtist sem
Lettar hefðu farið miklu verr út úr
forrússun landsins en nágrannar
þeirra í norðri og suðri, og eftir
þeim mynduin að dæma sem ég sá
kom það fram í því að kvikmynda-
höfundar forðuðust að koma nokk-
uð nálægt vandamálunum og lögðu
á flótta yfir í einhveija bændafortíð
eða steingeldan fagurkerahátt. Það
var beinlínis dapurlegt að sjá enda-
lausar nærmyndir af ketti við arin,
trjágreinum svignandi undan snjó,
dögg á grasi og svo póstkortalands-
lag af væmnasta tagi, meðan konu-
rödd byrjaði að kyija þjóðvísu í
111. sinn, og muna efíir því að þeg-
ar þessar „listrænu" myndir vom
teknar (hér er verið að vitna í
myndina „Drenginn" frá 1977) var
enn ekki búið að gera upp málin
eftir kerfisbundna nauðungarflutn-
inga lcttneskra menntamanna og
annarra til Síbiríu. „Sonur fiski-
mannsins" frá 1940, sem var síðasta
myndin sem Lettar gerðu áður en
þeir misstu sjálfstæðið, var þá sýnu
athyglisverðari: þar var blandað
saman á hinn forkostulegasta hátt
melódrama um óléttu, svik og
sjálfsmorð og mjög svo bjartsýnni
sögu um ungan fiskimann sem berst
fyrir gagnlegum umbótum á veiðar-
fæmm og fiskverkun og var hægt
að gera sér góða dægrastyttingu
með því að bera saman þessa balt-
nesku fiskimenn við hina sem vom
að bardúsa á lslandsmiðum.
Föstudagurinn 3. apríl