Helgarblaðið - 03.04.1992, Side 16
Makarnir,
dagpeningarnir
og ímyndin
Nú ætia ég að gera mig
sekan um skelfilegan hluL
Hætta mér út á þann ólgu-
sjó þar sem þjóðarsálin rær
í gríð og erg. Tala til dæmis
um dagpeningana frægu
sem ráðherramir fá. Sem
væri víst nógu slæmt ef
makamim fengju þá ekki
líka.
Einn daginn var heil síða í
Morgunblaðinu lögð undir yfirlit
um greiðslur vegna ferðalaga ráð-
herra í þeirri stjóm sem nú situr.
Þar mátti lesa hve oft hver fór í
reisu, hvað hún kostaði og hvað
það kostaði að maki fór með.
Þetta hratt vitanlega af stað mikl-
um hringingum í símaþáttum út-
varpsstöðvanna. Satt best að segja
hefði ég fátt af þeim vitað ef út-
varpsrýnir Moggans heíði ekki
vakið á þeim sérstaka athygli á
dögunum. Af honum mátti skilja
að ein væri sú manncskja sem
hefði orðið sérstaklega fyrir barð-
inu á upphringingahrinunni en það
væri eiginkona utanríkisráðherr-
ans. Segir síðan frá því að Bryndís
hafi komið fram á Bylgjunni og
varið makadagpeninga með alls-
konar fúrðulegum röksemdum
sem óþarfi er að tíunda hér.
Einföld meginregla
Útvarpsrýnir Moggans vissi
bersýnilega ekki hvort hann ætti
að fagna þessu tali eða hneykslast
á því að hér færu útvarpsstöðvam-
ar frjálsu eina ferðina enn með
„slúður og hnýsni“. 1 rauninni
þurfa menn ekki að velta slíkum
spumingum lengi fyrir sér. Það er
vitanlega engin sérstök ástæða til
þess að kippa einum einstökum
dagpeningaþega út úr hópnum og
hamast á honum (þeas. henni).
Menn eiga ekki að spytja um
Bryndísi eða Brynhildi heldur um
meginreglu. Og það er viss meg-
inregla sem gefur mönnum rétt til
að hneykslast í dagpeningamálinu.
Meginreglan er blátt áfram sú að
rétt eins og fólk á ekki að gjalda
fyrir sína hjúskaparstétt þá á það
heldur ekki að hafa þann sama
fjölskyldustatus að einskonar
tekjulind. Menn geta rifist um
upphæðir vegna ferðalaga ráð-
herra en það liggur líka í augum
uppi að þeir hljóta eitthvað að
kosta, mannagreyin. Makar þeirra
koma þó ríkissjóði hreint ekkert
við. Hvemig sem málinu er vclt
og snúið.
Hvers vegna Bryndís?
En þegar þetta er sagt, þá er
samt hægt að spyrja að því hvers
vegna einmitt eiginkona utanríkis-
ráðherra verður fyrir sérstakri hríð
í þessu máli (ef marka má Morg-
unblaðsdálkinn). Er það vegna
þess að Bryndís Schram er sjálf
viðriðin fjölmiðla? Eða vegna
þess að í hennar dæmi em upp-
hæðimar stærstar? Það getur svo
sem verið. Þó er það trúa mín að
hér komi inn í dæmið þáttur sem
gerist æ fyrirferðarmeiri á okkar
dögum: ímyndarþátturinn.
Með öðmm orðum: maki utan-
ríkisráðherra er efiirsóknarverður
skotspónn vegna þess að sá ráð-
herra er formaður jafnaðarmanna-
flokks.
Imyndafræðin ætlast til ein-
hvers annars af slíkum höfðingja
en t.d. ráðherra úr Sjálfstæðis-
flokknum. Ef Albert Guðmundson
væri utanríkisráðherra mundi eng-
inn byija á þvi að ýta yið hans
maka. Ekki vegna þess að um
annan „verknað“ væri að ræða
(dagpeningagreiðslur) heldur
vegna þess að menn hafa, þrátt
fyrir allt, aðrar væntingar um fyr-
irgreiðsluhöfðingjann Albert en
krataforingjann sem fór um sveitir
á sinni uppleið og spurði með
nokkmm þjósti: hver á landið?
Hatturinn glannalegi
Það er mál manna að ímynda-
smíðin skipti æ meim í pólitík
meðan æ færri gefa því minnsta
gaum hvað stjómmálamenn em í
rauninni að fara. Menn horfa ekki
á það hvað gert er heldur á það
hve „trúverðugir“ menn sýnast
vera. Hitt getur svo vafist mjög
fyrir mönnum hvemig þeir eiga að
fara að því að sýnast trúverðugir.
Hvað það er scm þeir eiga að
veifa. Jón Baldvin virðist til dæm-
Árni
Bergmann
is í mikilli óvissu um það hvemig
krataforingi eigi að líta úl á síðasta
áratug tuttugustu aldar. Hann hef-
ur valið sér einhvers konar töffara-
ímynd mcð frakka og hatti sem
minna meir á róslutíma í Chicago
en á tiltölulega saklausar rætur
flokksformannsins í vestfirskum
plássum. Og kannski finnst hon-
um að uppataktar í samkvæmislífi
séu þá við hæfi þessarar ímyndar.
Eða hæverska?
Hitt er líklegra að utanríkisráð-
herra fari villur vegar í þessu efni.
Almanaki lslcndinga er flett með
nokkuð öðmm hraða en dagatali
grannþjóða - og við emm ekki
komnir á sama punkt í ímynda-
smíðinni og þær. Enn mun það
svo, að mcnn tclja að jafnaðar-
mannaforingi eigi að ganga á und-
an með sæmilcgu fordæmi gegn
því setn þjóðarsálin kallar sukk og
bmðl og óþarfa. Og því er það, að
þegar ferðareikningar ráðherrans
og maka hans sveiflast hátt upp á
við, þá getur ekki farið hjá því að
hann fái yfir sig gusu nokkra.
Þeim mun frekar scm hann að
öðru leyli hcfur mjög hátt um
nauðsyn spamaðar og niðurskurð-
ar: það er Jón Baldvin sem segir
að við höfum ekki efni á landbún-
aðarkerfinu, ekki á námslánakerf-
inu heldur, og varla á heilbrigðis-
kerfinu eins og það hefúr verið.
Slíkur maður er í þeirri stöðu að
ekkert getur komið í veg fyrir að
það sogist að honum með miklum
krafti hin pólitíska reiði ótal-
margra sem bera nú meir en
skarðan hlut ffá borði. Dagpen-
ingamálið er akkúrat þessi litli
dropi sem mælinn fyllir. Hjá þessu
getur ekki farið - og væri mikill
misskilningur að afgreiða málið
með því að kalla ergelsið allt sam-
an marklausa öfund.
Ab deyja í strætó
Skandinavískir sósíaldemó-
krataforingjar hafa lengi haft ann-
að augað á réttri ímynd þegar þeir
voru að byggja upp það samféiag
sem þcir kölluðu alþýðuheimilið.
Olof Palme fór aldrei í smóking
hvað þá meir og passaði sig á því
að búa ekki í villu heldur raðhúsi.
Reyndar liíðu sænskir kratar á því
í marga áratugi að landsfaðir
þeirra, Per Albin Hansson, dó í
strætisvagni á leið til vinnu sinnar.
Hér er reyndar um meira en tákn-
ræna viðleitni, ímyndasmíð að
ræða. í hegðun og siðum af þessu
tagi fclst viss viljayfirlýsing um
samfélagið sem alþýða vill gjama
tæaka mark á í anda þess fom-
kveðna: sýn mér trú þína af verk-
unum.
Fleiri þekkja þennan sannleika;
Boris Jeltsin varð manna vinsæl-
astur í Rússlandi á því að fyrstur
höfðingja - hvort sem við tölum
um Rússland keisaranna eða Sov-
ét-Rússland - neitaði hann sér um
fríðindi scm fylgja háu embætti
(þegar hann var borgarstjóri í
Moskvu). Jeltsin komst svo að
orði um þctta að hann vissi vel að
kjör almennings mundu ekki
batna þótt hann og nokkrir aðrir
gæfu frá séröll friðindi. En hann
lýsti með breytni sinni samstöðu
og skilningi á stöðu venjulegs
fólks. Margt má misjafnt um Boris
jarl segja, en hér tekur hann mjög
fram íslenskum stjómmálaforingj-
um - ekki síst krötum.
Og því er það svo, að við getum
(meðal annars vegna þessa mgls í
ímyndasmíði) búist við því að það
fari að styttast i höfðingdómi Jóns
Baldvins í Alþýðuflokknum. Það
gerir honum kannski ekki mikið
til, því í lögum þess flokks er
leyniklausa, sem hvergi er skráð,
en gildir samt öllum öðmm klaus-
um betur. Klausan er svona:
„Nú gefst Alþýðuflokkurinn
eða fylgismenn hans upp á for-
manni sínum. Skal hann þá gerður
að sendiherra."
Helgar
16
blaðið
Ástarljóð, trúarljóð, harmljóð
Atta ljóðskáld munu flytja
þrjú af ljóðum sínum í Vetrar-
garði Perlunnar á mánudags-
kvöld kl. 20.30. Ljóðin eru sér-
staklega valin og mun hvert
skáld lesa upp eitt ástarljóð, eitt
trúarljóð og eitt harmljóð. Bæði
verða flutt áður útgefin Ijóð og
einnig verða nokkur ný Ijóð
frumflutt.
Skáldin sem lesa upp em Guð-
bergur Bergsson, Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Ntna Björk Amadóttir,
Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Vigdís
Grímsdóttir og Þórarinn Eldjám.
Auk þess mun Ragnar Halldórsson
flytja þtjú af ljóðum Matthíasar Jo-
Ingibjörg
Haraidsdóttir
er me&al
skáldanna
sem lesa upp í
Perlunni.
hannessens auk þess sem hann er
kynnir.
I dagskrárlok mun Sigfús Hall-
dórsson leika þrjú ný sönglög úr
eigin smiðju. Friðbjöm G. Jónsson
og Elín Sigurvinsdóttir syngja.
Það er félagsskapurinn Reykvísk
menning sem stendur fyrir ljóða-
samkomunni og er samkoman öll-
um opin. Aðgangseyrir er kr. 450.
Sígaunamúsik
Af óviðráðanlegum ástæð-
um varð gagnrýnandi Helg-
arblaðsins að láta sér nægja
að hlýða á sinfóníutónleik-
ana 26. mars í útvarpinu.
Þá var flutt tónlist firá Ung-
verjalandi og Rúmeníu.
Sígaunar koma frá Indlandi og
hafa þaðan breiðst um allan heim.
En flestir eru þeir nú í Evrópu,
einkum í Svíþjóð, Ungveijalandi
og Rúmeníu. Tungumál þeirra
nefnist romani og er indóevrópskt.
A nitjándu öldinni heilluðust menn
af tónlist þeirra, sem talin er varð-
veita ýmis indversk einkenni.
Fræg tónskáld notuðu hana sem
uppistöðu í verk sín. En það sem
venjulega er kallað „sígauna-
músik“, og heyra má á kaffihús-
um, er víst eins konar fölsun á
raunverulegri tónlist sígauna.
Liszt var að semja svona músik
eins og allir vita. Og hún er óneit-
Sigurður
Þór Guðjónsson
anlega skemmtileg og jafnvel æs-
andi þegar hún er leikin á píanó.
Ungversku rapsódíumar vitna um
það. Og sú númer sex er einna best
og númer tvö einna verst. En þær
voru báðar leiknar á þessum sin-
fóníutónleikum. Og er minna varið
í hljómsveitargerðina sem Liszt
gerði reyndar sjálfúr.
Forvitnilegra var að heyra kons-
ert frá 1978 fyrir simbalon, strengi
og slagverk eftir ungverska lón-
skáldið Gyorgi Ránki. Konsertinn
var saminn fyrir simbalonsnilling-
inn Mörtu Fábián sem lék hann
einmitt í þetta sinn með hljóm-
sveitinni. Simbalon er skylt sítar
og er þjóðarhljóðfæri Ungveija.
Debussy og Stravinsky notuðu það
ofurlítið. Konsertinn er skemmti-
legur og var gaman að heyra
Mörtu spila á þetta hljóðfæri sem
okkur er vissulega framandi.
A myndum lítur János Kodály út
eins og dýrlingur eða jafnvel frels-
arinn sjálfur. Hann var virtasta
tónskáld Ungverja á þessari öld og
gnæfði yfir alla aðra í heimalandi
sínu meðan hann lifði. Hann hefur
þó fallið talsvert í skugga Bartóks.
Hljómsveitarsvítan, sem hann
gerði upp úr frægustu óperu sinni,
Háry János, er prýðileg tónsmíð.
Þar er líka notað simbalon sem
Márta Fábián lék á að sjálfsögðu.
Þá var brugðið sér til Rúmeníu
og leikin rúmensk rapsódía eftir
frægasta tónskáld Rúmena, Ge-
orge Enescu. Hann bjó reyndar
lengst af í París, en hélt sterkum
tengslum við heimaland sitt. Það
var seinþroskasta land i Evrópu
tónlistarlega, fyrir utan Island auð-
vitað. En sagt er að fjölbreytni
rúmenskra þjóðlaga sé einstök.
Enescu var mikill tónlistarmaður.
Hann var snjall fiðluleikari og
einnig þekktur hljómsveitarstjóri
og lék vel á píanó, orgel og selló.
Hann kenndi bæði Yehudi Menu-
hin og Dinu Lipatti. Þá Iék hann
kammermúsik með Cortot og
stofnaði eigin strengjakvartett.
En tónlist Enescu er lítið spiluð
nema þá helst í Rúmeníu...Hún er
þó talin ágæt og ópera hans,
Oedipe, er sögð stórmerk, svo
sumir hafa jafnað henni við
Wozzeck eftir Alban Berg. Þau
verk Enescu sem helst heyrast eru
tvær rúmenskar rapsódíur er hann
gerði á yngri árum. Og á þessum
tónleikum var flutt hin betri þeirra,
sú númer eitt. Hún er glæsilegt
verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Og
tónleikunum öllum var ágætlega
stjómað af okkar gamla góða Petri
Sakari.
Sigrún með Kammer-
hljómsveit Akureyrar
Norðlendingum mun um helgina
gefast kostur á að hlýða á einleik
Sigrúnar Eðvaldsdóttur fiðluleik-
ara í Fiðlukonserti í e- moll eftir
Mendelssohn. Sigrún hlaut verð-
laun fyrir flutning sinn á þessum
fiðlukonserti í alþjóðlegri keppni
fiðluleikara í Wellington á Nýja-
Sjálandi nýverið.
Auk Sigrúnar munu fjórir aðrir
einleikarar koma fram með
Kammerhljómsveit Akureyrar á
tónleikum í félagsheimilinu á
Blönduósi á morgun, laugardag,
kl. 15 og i Iþróttaskemmunni á
Akureyri á sunnudag kl. 17.
Tónleikamir hefjast með „Quiet
Cify“ eftir Aron Copland en ein-
leikarar í því verki verða Gordon
G. Jack á trompet og Jacqueline
Simm á enskt hom. Þá kemur
„Kameval dýranna“ eftir Saint
Saens þar sem Richard Simm og
Thomas Higgerson leika á tvo
flygla. Tónleikunum lýkur svo
með fiðlukonserti Mendelssohns.
Kammerhljómsveitin verður
skipuð 40 hljóðæraleikurum en
stjómandi er Amar Óskarsson.
Föstudagurinn 3. april