Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 17
Helgar 17 blaðið
Tekid til
þar sem
frá var
horfið
Azerskir hermenn og skri&dreki í Fjalla-Karabakh - Armenar óttast a& þjó&armor&inu sem hafi& var
i heimsstyrjöldinni fyrri ver&i haldib ófram.
Það var í febrúar árið
1988. í Súmgaít, um
230.000 manna borg við
Kaspíhaf í þáverandi Sovét-
Azerbajdzhan, skammt frá
Bakú, æddi azerskur múg-
ur, þ.á m. margir ungling-
ar, inn í þau hverfi borgar-
innar sem byggð voru Ar-
menum. Lýðurinn rændi
heimili og verslanir Ar-
mena, drap karlmenn,
nauðgaði konum, níddist á
líkum.
Azeramir mddust meira að segja
inn á fæðingarstofnun og myrtu
armenskar sængurkonur, sem þar
lágu, og nýfædd böm þeirra. Rúm-
lega 20.000 Armenar bjuggu þá í
Súmgaít og hundmð þeirra létu líf-
ið í ofsókn þessari.
„Vi& útrýmum
ykkur..."
„Ein stúlknanna sem ég kenni,“
sagði armensk kennslukona,
tungumálakennari þar í borg, „fór
úr og sýndi mér sig nakta. Kross-
mörk höfðu verið rist í hömnd
hennar. Hópur manna hafði mðst
inn á heimili hennar og nauðgað
henni og yngri systur hennar fyrir
augum foreldranna."
„Drepum Armenana! Við útrým-
um ykkur!“ æpti skríllinn.
Armenar í Súmgaít og annars
staðar sáu fyrir sitt leyti ekki
ástæðu til að efast um að þetta
væri alvarlega meint. Þeir minntust
fjöldamorða Tyrkja, náfrænda og
trúbræðra Azera, á Armenum í
heimsstyrjöldinni fýrri og fyrstu
árin þar á eftir. (Tyrkir og Azerar
tala náskyld tyrknesk mál og em
múslímar. Mál Armena er hins
vegar indóevrópskt og þeir em
kristinnar trúar.) Azerar tóku þátt i
þeim hryðjuverkum. Þá var rúm-
lega ein miljón Armena myrt og
þeim því sem næst útrýmt í
Tyrkjaveldi.
„í eindrægni
og bró&erni..."
Árið 1918 lýstu Armenar yfir
sjálfstæði í norðausturhluta lands
síns, sem ffam að rússnesku bylt-
ingunni hafði um langt skeið heyrt
undir Rússakeisara, en lentu
skömmu síðar í striði við Tyrki og
fóru halloka. Hémð þessi, tæplega
30.000 ferkílómetrar að flatarmáli,
vom þá eina landsvæðið þar sem
fólk af armensku þjóðemi var enn
í meirihluta, burtséð frá smáskik-
um hér og þar. Þetta svæði reyndu
Tyrkir nú að vinna og miðað við
það sem á undan var gengið er
ástæða til að ætla að þeir hafi haft
hug á að ljúka við að útrýma arm-
ensku þjóðinni. Armenar munu
fýrir sitt leyti ekki hafa efast um
það.
Þegar Rauði herinn, eins og sov-
éski herinn var oftast kallaður þá,
réðist inn í armenska lýðveldið
haustið 1920, brá svo undarlega
við að Armenar fognuðu innrásar-
her þessum, eða allt að því, enda
áttu þeir þá vart um annað að velja
en rússnesk yfirráð eða tyrkneska
útrýmingu. Lýðveldi þeirra var
innlimað í Sovétríkin og gert að
sovétlýðveldi. Tyrkir lögðu ekki í
Rauða herinn og drógu sig til baka.
Snar þáttur í ríkishugsjón Sovét-
ríkjanna var að bræðralag í sósíal-
isma og alþjóðahyggju verkalýðs
hefði þar í löndum eytt öllum
fjandskap milli þjóða, trúflokka og
kynþátta. Kákasusmaðurinn Jósif
Dzhúgashvílí Stalín, þáverandi ko-
missar (ráðherra) með mál þjóð-
emisminnihluta á sinni könnu,
skrifaði í Pravda í des. 1920:
„Ævafomt vandamál fjandskapar
Armena og íslamskra granna
þeirra hefur verið leyst í einni
svipan, og nú lifa þeir saman í
fyllstu eindrægni og bróðemi.“
26 alda saga
Ekki var fyrr farið að losna um
tök sovétvaldsins en ljóst varð að
það sem öðru fremur hafði tryggt
meint bróðemi sovétþjóðanna í
næstum 70 ár var harðneskja þess
valds.
Snemma árs 1988 var glasnost
Gorbatsjovs komið það vel á veg
að menn þorðu að bera fram kröf-
ur, sem fyrnneir hefðu kostað líflát
eða Síbiríuvist, og einnig að íjand-
skapast opinskátt hver við annan.
Fyrstir til þess svo að verulegum
ógnum olli urðu Amienar og Azer-
ar. Og þá sýndi sig að þeir vom
engu meiri vinir heldur en 1920,
þegar Rauði herinn stöðvaði „end-
anlega lausn" tyrkneskra þjóða á
„Armenavandamálinú'.
Kveikjan að illindunum í þetta
sinn varð Fjalla-Karabakh (sem
Armenar kalla Arzakh), um 4400
ferkílómetra stórt hérað með um
190.000 íbúum, flestum annensk-
um, en heyrir þó undir Azerbaj-
dzhan. Armenar, sem búið hafa
austanvert í núverandi Tyrklandi
og suðvestanvert í Kákasuslöndum
í um 2600 ár (tyrkneskt fólk hins-
vegar ekki svo heitið geti nema í
tæp þúsund ár), líta á Arzakh sem
óaðskiljanlegan hluta lands síns,
ekki einungis vegna byggðar arm-
ensks fólks þar, heldur og vegna
þess að mikið fer fyrir héraðinu í
sögu þjóðarinnar. 1 fjöllunum þar
héldu Armenar ofl sjálfstæði eða
sjálfstjóm gagnvart erlendum
drottnurum, ekki síst tyrkneskum,
og sumra mál er að þar hafl arm-
enska Ietrið verið fundið upp. Þar
að auki stendur landbúnaður með
blóma í héraðinu og tiltölulega lít-
ið tjón hefur enn orðið á umhverfi.
„Drópu helming
íbúa Karabakhs..."
Þetta skiptir miklu fyrir Armen-
íu, sem minnst er að flatarmáli
hinna fyrrverandi sovétlýðvelda,
með hátt á fjórðu miljón íbúa og
hrjáðari af mengun og umhverfis-
skaða en nokkurt annað af um-
ræddum lýðveldum. Er þá víst
mikið sagt. Af þeim sjö borgum t
Samveldi sjálfstæðra ríkja (SSR),
þar sem loftmengun er mest, cru
sex í Anneníu. Landið á þegar erf-
itt með að fæða sig, og erfiðara
hefur það orðið vegna flótta-
mannastraums frá Azerbajdzhan.
Stalín hefur verið kennt um að
Sovét-Azerbajdzhan fékk Fjalla-
Karabakh/Arzakh, en í því fór
hann að fordæmi keisaradæmisins.
1828 skiptu Rússar suður- og aust-
urhluta Transkákasíu í þrjú fylki;
Jerevan, sem varð núverandi Ar-
menía, Jelísavetpol og Shemakha,
er Azerbajdzhan varð til úr. Kara-
bakh varð með þeim úrskurði hluti
af síðamefndu fylkjunum tveimur.
í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri
hertóku Tyrkir mikinn hluta þessa
svæðis og í skjóli þeirra ráku
Azerar á brott armenska og kúrd-
neska íbúa Neðra-Karabakhs
(svæðisins á milli Fjalla- Kara-
bakhs og núverandi Anneníu) og
settust þar að sjálfir. „Tyrkir drápu
um helming íbúa Karabakhs,“
skrifaði georgíski bolsévíkaleið-
Dagur
Þorleifsson skrifar
toginn Ordzhoníkídze yfirmanni
sínum Lenin. En í Fjalla-Karabakh
tókst Armenum að halda velli.
Azerska nómen-
klatúran á bak viö?
Þeir neyddust eigi að síður til að
hlíta þeirri ákvörðun sovésku
stjómarinnar að Fjalla-Karabakh
skyldi heyra undir Sovét- Azerbaj-
dzhan. Að nafninu til hafði héraðið
sjálfstjóm, en armenskir íbúar þess
sættu stöðugum þrengingum af
hálfu stjómvalda í Bakú, höfuð-
borg Azerbajdzhans. Vegna mikils
íjölda múslíma í Sovétríkjunum
mun stjóm þeirra hafa ákveðið að
vera Azerum innanhandar í þessu
máli. Armenar halda því fram að
sovéska stjómin hafi heitið þeim
Arzakh, gegn því að þeir létu með
góðu innlima sig í Sovétríkin.
Armenar sættu sig aldrei við
þessi málalok. Þegar glasnosttím-
inn gekk í garð, kröfðust þeir lengi
vel ekki sjálfstæðis, heldur í fyrsta
lagi ráðstafana gegn umhverfis-
tjóni og í öðru lagi Fjalla-Kara-
bakhs. Andstaða sovéskra stjóm-
valda gegn síðamefndu kröfunni
leysti úr læðingi raunvemlega
sjálfstæðishreyfingu með Armen-
um.
Múgurinn sem hryðjuverkin
framdi í Súmgaít öskraði „Kara-
bakh! Karabakh!“ og sagðist vera
að refsa Armenum fyrir að krefjast
héraðsins. Miklar líkur em á að
nómenklatúra Sovét-Azerbaj-
dzhans hafi hvatt til ofsóknanna og
jafnvel skipulagl þær. A.m.k. gerði
lögreglan í borginni ekkert Armen-
um til vemdar.
Fjandskapurinn
aftur opinskór
Síðan hefur verið fullur opinskár
fjandskapur með Armeníu og
Ázerbajdzhan, sem nú em fúll-
sjálfstæð ríki, og síðustu tvö árin
stríð í raun, ásamt með hryðju-
verkum á báða bóga. Við þau hafa
Azerar verið stómm athafnasamari
en Armenar. Armenskir ibúar
Fjalla-Karabakhs hafa lýst yfir
sameiningu við Armeníu og Azer-
bajdzhan formlega svipt Fjalla-
Karabakh sjálfstjóm.
í jan. 1990 bmtust út í miljóna-
borginni Bakú, þar sem fjöldi Ar-
mena bjó, ofsóknir á hendur þeim
með líku móti og í Súmgaít áður,
en umfangsmeiri. Þær urðu til þess
að um 300.000 Armenar flúðu frá
Azerbajdzhan til annarra sovétlýð-
velda. Á móti ráku Armenar um
200.000 Azera frá Armeníu.
I ofsóknum Azera á hendur Ar-
menum í Bakú og víðar vom at-
hafnasamastir ungir menn og ung-
lingar, æstir í að skemmta sér við
brennur, morð og nauðganir. Ar-
menar fóm vægar að. Fyrir kom að
vísu í Armeníu að ráðist væri á
Azera, en algengara var að þeir
væm beittir sálrænum ógnum;
neitað umafgreiðslu í verslunum,
reknir úr vinnu, hrækt á þá á götu.
Þegar þetta er ritað er hermt að á
vettvangi Ráðstefnu um öryggi og
samvinnu í Evrópu (RÖSE) geri
menn sér sæmilegar vonir um að
takist að stilla til friðar með þjóð-
um þessum, sem hatast svo mjög.
Enn er þó óvíst um hvemig það
gengur til frambúðar.
Kasakstan
(áður Kírovabad) ASERBÆDSJAN
GetasherL^ fjalla- karabakh
►Agdam
4- Khodshali
—Khankendi
(ftðurStg
Sumgait
TYRKLAND
Föstudagurmn 3. april