Helgarblaðið - 03.04.1992, Síða 19
Helgar 19 blaðið
IBOLTAVIKING TILISRAELS
Enn á ný heldur íslenska
knattspyrnulandsliðið í
víking og að þessu sinni er
forinni heitið til ísraels.
Ferðin er liður í undirbún-
ingi liðsins fyrir komandi
átök í undankeppni HM
en liðið hefur m.a. keppt á
Möltu og í Dubai í Samein-
uðu arbísku furstadæmun-
um.
Leikurinn gegn ísraelska
landsliðinu verður næstkom-
andi þriðjudag, 8. apríl. Til
fararinnar hefur Ásgeir El-
íasson landsliðsþjálfari valið
sextán manna hóp og meðal
þeirra sem valdir hafa verið
eru helstu atvinnumennimir
í íþróttinni. Hins vegar geta
þeir Olafur Þórðarson Lyn
og Andri Marteinsson FH
ekki tekið þátt í leiknum
vegna meiðsla.
Þar eð leikurinn við Isra-
elsmenn er síðasti landsleik-
ur íslenska liðsins áður en
það mætir Grikkjum í und-
ankeppni HM í Áþenu þann
13. maí næstkomandi, þótti
ekki annað fært en að kalla á
islensku atvinnumennina.
Eins og svo oft áður hafa
forráðamenn erlendu lið-
anna haft uppi væl við
Knattspymusambandið
vegna þessa en Snorri Finn-
laugsson, framkvæmdastjóri
KSl, segir að þeir muni
standa fast á sínum rétti til
að fá viðkomandi leikmenn
til lsraels.
Markverðir verða þeir
Birkir Kristinsson Fram og
Friðrik Friðriksson ÍBV.
Aðrir leikmenn eru þeir Ein-
ar Páll Tómasson Val, Hörð-
ur Magnússon FH, kemur í
stað Atla Helgasonar Vík-
ingi sem kemst ekki vegna
náms, Framaramir Kristján
Jónsson, Baldur Bjamason
og Kristinn R. Jónsson, Val-
ur Valsson og Amar Grét-
arsson Breiðabliki, Rúnar
Kristinsson KR, Ormarr Ör-
lygsson KA, sem kemur á
ný í landsliðshópinn eftir þó
nokkra fjarveru, Eyjólfur
Sverrisson Stuttgart, Amór
Guðjohnsen Bordeaux,
Guðni Bergsson Tottenham
og Þorvaldur Örlygsson
Nottingham Forest.
Arnór
Guójohnsen
ó gó&um degi
meS islenska
landslióinu.
Keflavík
og Valur
í úrslit
Eftir æsispennandi undanúr-
slitaleiki þar sem Keflvíkingar
unnu KR-inga og Valsmenn lið
Njarðvíkinga verða það Keflvík-
ingar og Valsmenn sem leika til
úrslita um íslandsmeistaratitil-
inn í körfuknattleik í ár.
Fyrsti leikur þessara liða l'er
fram í Keflavík í kvöld, föstudag-
inn 3. apríl, og það lið sem sigrar í
þremur leikjum stendur uppi sem
sigurvegari. Þótt Keflvíkingar
verði að teljast sigurstranglegri
gegn Val er engin ástæða til að af-
skrifa Hlíðarendaliðið og þá sér-
staklega þegar höfð er í huga sú
staðreynd að þeir unnu Njarðvík-
inga tvívegis á dögunum í Ljón-
grytjunni þar syðra. En að tapa
tveimur leikjum í röð á heimavelli
mun ekki hafa hent Njarðvíkurlið-
ið í rúman áratug og muna næst-
elstu menn ekki eftir öðm eins þar
á bæ. Með fullri virðingu fyrir
öðmm liðsmönnum Vals þá er það
engin spuming að geta liðsins fer
mikið eftir því í hvemig fonui
Franc Booker verður þegar kemur
að þessum úrslitaleikjum gegn
Keflvíkingum. Það fengu áhorf-
endur að sjá í síðustu viðureign
Vals og Njarðvíkinga þar sem
Booker skaut andstæðinginn í kaf
og skoraði 39 stig en næsti Vals-
maður aðeins 13 stig.
Þetta vita Keflvíkingar og munu
því kappkosta að taka Booker úr
umferð með öllum tiltækum ráð-
um. Hvort þeim tekst betur upp í
þeim efnum en Njarðvíkingum
skal ósagt látið en hitt er víst að
Keflvíkingar ætla sér ekkert annað
en sigur - eins og Valsmenn að
sjálfsögðu. Það stefnir því allt í
æsispennandi úrslitaleiki og því
eins gott fyrir áhorfendur jafnt
sem leikmenn að mæta með taug-
amar í lagi.
Spáð í Evrópukeppni
sumarsins
Gary Lineker og fé-
lagar hans í enska
landslióinu í knatt-
Ef marka má tölfræðina
verða það landslið Englands
og Hollands sem mætast í
fyrri imdanúrslitaleiknum í
Évrópukeppni landsliða í
knattspyrnu í Svíþjóð í sum-
ar og Þjóðverjar og Júgósiav-
ar í seinni undanúrslita-
leiknum.
Þótt enn séu rúmir tveir mánuðir
þangað til boltinn fer að rúlla í úr-
slitum Evrópukeppninnar á sænsk-
um grasi grónum sparkvöllum em
„sérfræðingamir" þegar famir að
spá í spilin. í því sambandi er mjög
vinsælt til fróðleiks og skemmtunar
í senn að taka mið af viðureignum
liðanna og markamun í gegnum tíð-
ina og þeim tölfræðilegu staðreynd-
um sem út úr því koma. Samkvæmt
því munu Englendingar verða í
fyrsta sæti í sínum riðli með fimm
stig, Júgóslavar í öðm sæti með þrjú
stig, Frakkar í þriðja sæti einnig
Gudmundur Rúnar
Heiðarsson
með þijú stig og heimamenn í
íjórða sæti með eitt stig. Með sama
hætti verða Þjóðveijar sigurvegarar
í hinum riðlinum með fimm stig,
Hollendingar í öðm sæti með þijú
stig, Samveldi sjálfstæðra ríkja,
fyrmrn Sovétríkin, í þriðja sæti incð
tvö stig eða jafnmörg og Skotar sem
munu þó reka lestina í sínum riðli.
Leikur a& tölum
I viðureignum Svía og Frakka er
tölfræðin 1:2 Frökkum í vil en þessi
lið hafa att kappi alls tíu sinnum.
Þar hafa Frakkar unnið fimm sinn-
um, Svíar Ijórum sinnum og einu
sinni orðið jafntefli. I þssum leikj-
um hafa Frakkar skorað 16 mörk en
Sviar 10. Á sama hátt er tölffæði-
legt jafntefli 2:2 í viðureignum
Júgóslava og Englendinga. Alls
hafa þessi lið mæst 14 sinnum á
knattspymuvellinum og þar af hafa
Englendingar unnið fimm sinnum,
Júgóslavar fjómm sinnum og fimm
sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Markatalan er 23-21 Englendingum
í vil.
Að sama skapi er tölfræðilega
niðurstaðan í viðureignum Hollands
og Skotlands 1:1. Átta sinnum hafa
þessar þjóðir leitt saman hesta sína
og þar af hafa Skotar borið hærri
spyrnu hafa nokkuó
oft þurft að gripa
um höfuð sér til
aðlýsa vonbrigðum
með órangur liðsins
ó alþjóðlegum
stórmótum. En ef að
likum lætur ættu
þeir að sleppa við
það i Svíþjóð i sum-
ar.
hlut fjómm sinnum, Hollendingar
tvisvar og tveimur leikjum lyktað
með jafhtefli. Markatalan er 11:10
Skotum í vil. Þá hafa Þjóðveijar
vinninginn í viðureignum sínum við
fyrmm Sovétríkin eða 2:1.1 tólf
viðureignum hafa Þjóðveijar unnið
níu sinnum en Sovétmenn þrisvar
og markatalan er 22-11 Þjóðveijum
í vil. í viðureignum Svía og Júgó-
slava er tölfræðilegt jaffitefli 2:2.
Alls hafa þjóðimar leikið ellefú
sinnum hvor gegn annarri og Júgó-
slavar hafa unnið fimm leiki en Sví-
ar Ijóra og tveim lyktað með jafnt-
efli. í þessum leikjum hafa Júgó-
slavar skorað 19 mörk gegn 17
mörkum Svía. Þá hafa Englending-
ar vinninginn gegn Frökkum eða
3:1. Þjóðimar hafa att kappi í bolt-
anum í 21 skipti og þar hafa Eng-
lendingar unnið 15 sinnum,
Frakkar fjómm sinnum og
tvisvar sinnum hefur orð-
ið jafntefli. I þessum
leikjum hafa Eng-
lendingar skorað
hvorki meira né v
minna en 61 mark
og fengið á sig 27. Að
sama skapi hafa Hol-
lendingar vinninginn gegn
fyrmrn Sovétmönnum, 2:1
Sex sinnum hafa þessar þjóðir
mæst á knattspymuvellinum og
hafa Hollendingar unnið þrisvar en
Sovétmenn tvisvar og einu sinni
orðið jafntefli. í þessum leikjum
hafa Hollendingar skorað átta mörk
en Sovétmenn íjögur. Skotar og
Þjóðveijar hafa barist tíu sinnum
um boltann og þar er staðan 2:2.
Báðar þjóðir hafa sigrað þrisvar
sinnum, Ijórum sinnum gert jafnt-
efli og markatalan er 17-15 fyrir
Skota.
Stórsigur Tjallans
Enlendingar hafa yfir gegn
Svíum 3:1, samkvæmt tölfræðinni.
Þessar þjóðir hafa leikið alls sextán
leiki þar sem Englendingar hafa
unnið í níu skipti og þar af fyrstu
sjö leikina, Svíar þrisvar en fjórum
sinnum hafa liðin skilið jöfn að
skiptum. Markatalan er 50- 16 fyrir
Englendinga og munar þar mest um
stórsigur þeirra árið 1908 í London
þegar þeir gersigruðu sænska liðið
12:1.
fræðimii hafa Þjóðveijar vinninginn
yfir Hollendinga eða 2:1. Þessir
þjóðir hafa 30 sinnum att kappi
hvor gegn annarri á fótboltavellin-
um; Þjóðveijar hafa unnið tólf leiki,
Hollendingar sjö en ellefu sinnum
hefúr orðið jafntefli. Markatalan er
64-51, Þjóðveijum í hag. I innbyrð-
is virðureignum Skota og fyrrum
Sovétmanna er tölfræðin 0:2 fyrir
þá síðastnefndu eftir að þjóð-
imar hafa fjórum sinnum
mæst á vellinum. Sovét-
menn hafa unnið þrisvar sinnum
og einu sinni orðið jaíhtefli.
Markatalan er 6:4 fyrir
Sovétríkin sálugu.
\
Viðureignir Frakka og Júgóslava
hafa hinsvegar verið mun jafnari í
gegnum tíðina og samkvæmt löl-
fræðinni er jafnræði með liðunum,
2:2. Alls hafa þessar þjóðir mæst 25
sinnum á knattspymuvellinum;
Júgóslavar hafa unnið tíu sinnum,
Frakkar átta sinnum og í sjö skipti
hefúr orðið jafhtefli. Bæði liðin hafa
skorað 38 mörk. Samkvæmt töl-
Föstudagurinn 3. apríl