Helgarblaðið - 30.04.1992, Síða 15

Helgarblaðið - 30.04.1992, Síða 15
Helgar 15 blaðið And-leikhúsið nefnist nýstofnað leikhús í Reykjavík. Það frum- sýnir á laugardags- kvöldið kl. 21 leikritið Danni og djúpsævið bláa eftir bandaríska leikskáldið John Patrick Shanley. Leikendur eru Helga Braga Jónsdóttir leikur Rúnu en Þorsteinn Guómunds- son Danna. þau Helga Braga Jónsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Ásgeir •Sigurvaldason þýddi og leikstýr- ir verkinu. Sýningarnar fara fram í Tunglinu við Lækjargötu og er gengið inn frá Austur- stræti hjá veitingastaðnum Pisa. Danni og djúpsævið bláa var frumsýnt í New York árið 1984 og vakti samstundis sterk viðbrögð gagnrýnenda og áhrofenda. Leikritið segir frá kynnum Danna og Rúnu eina kvöldstund á sóðalegri knæpu í Bronx-hverfinu, en höfundurinn er fæddur og upp- alinn í því hverfi. Þau Danni og Rúna hafa bæði slegið um sig þykkum skráp, sem þau veija með kjafti og klóm, í ofsafengjnni til- raun til að leyna alburðum úr for- tíð sinni. Danni telur sig hafa drepið mann fyrr um kvöldið og yfir fortíð Rúnu liggja dökkir skuggar. Þau taka tal saman og brátt hefst ófyrirsjáanleg atburða- rás þar sem teflt er fram biturri reynslu, sekt og sjálfsblekkingu. Ljósahönnun annast Egill Óm Ámason og tæknistjóri er Kári Gíslason en auk þess koma á ann- an tug manna við sögu bakvið uppsetninguna. Norrænn vísnasöngur víða um land Norrænir yísnadagar verða haldnir á íslandi dagana 1. tíl 5. maí. Listamenn frá öll- um Norðurlöndunum munu koma fram á tónleikum í Reykjavik, á ísafirði, Egils- stöðum og Akureyri. Þekkt- astí gesturinn er án efa Bjöm Afeelius frá Svíþjóð, sem verður með stórtónleika í Norræna húsinu sunnu- daginn 3. maí, en með hon- um leika Bengt Bygren og Hannes Rastram. verða tónleikar í Gamla Lundi á Akureyri á vegum Norrænu upplýs- ingamiðstöðvarinnar. Þar koma fram Hanus Johansen, Jannika Haggström og Tjamarkvartettinn. Á sunnudag er komin röðin að stórtónleikum með Bimi Afzelius í Norræna húsinu kl. 20.30. Sama dag verða tónleikar á Hótel KEA á Akureyri kl. 16 með Hanne Juul og Jan-Olof. Á Egilsstöðum verða tón- leikar í Valaskjálf kl. 20.30 með Hanus G. Johansen, Janniku Haggström og Övind Sund ásamt þeim Önnu Pálínu og Aðalsteini Ásberg og Vísnavinum á Egilsstöð- Þeir sem koma fram á þessum Norrænu vísnadögum eru auk Bjöms, Hanne Juul frá Danmörku, Hanus G. Johansen lfá Færeyjum, Jan-Olof Andersson frá Svíþjóð, Övind Sund frá Noregi og Jannika Sænski söngvarinn og lagahöf- undurinn Björn Afzelius. Haggström frá Finnlandi. Af Is- lands hálfu taka eftirfarandi þátt í vísnadögununv. Hljómsveitin Is- landica, Anna Pálína Ámadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Sig- urður Friðrik Lúðvíksson, Tjamar- kvartettinn, Vísnavinir á Egilsstöð- um og Hörður Torfason. Opnunartónleikarnir verða í Nor- ræna húsinu í Reykjavík kl. 16 föstudaginn 1. mai. Þar koma fram allir erlendu gestimir fyrir utan Bjöm Afzelius og auk þess Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg og Is- landica. Á laugardag verða tónleikar í Stjómsýsluhúsinu á ísafirði kl. 16 og eru þeir haldnir í tilefni af opnun Norrænnar upplýsingamiðstöðvar þar. Þar koma fram Hanne Juul, Jan-Olof Andersson og Sigurður Friðrik Lúðvíksson. Á sama tíma Vísnadögunum lýkur svo með lokatónleikum í Tónlistarskóla FIH við Rauðagerði kl. 20.30. Þar koma fram allir erlendu þátttakendumir ásamt þcim Herði Torfasyni og Is- landicu. Erfitt a& fá fólk úr stofunni Hanne Juul, Jan-Olof Andersson og Anna Pálína litu inn á ritstjóm Helgarblaðsins í vikunni. Anna Pá- lína, sem cr fomiaður Vísnavina, sagði að þcssir vísnadagar væru haldnir í samvinnu Vísnavina, Nor- rænu fclaganna á Islandi og Nor- ræna hússins, en Norræni menning- arsjóðurinn hcfði styrkt hátíðina. En er mikill áhugi á þessari tón- list hér á landi? „Það virðist vera, en hann er mjög dæmigerður fyrir íslending- inn. Það hafa allir áhuga á þessari tónlist heima í stofu cn það er rnjög erfitt að fá fólk út úr stofunni á tón- leika,“ sagði Anna Pálína. Hin tóku undir þctta og sögðu að það sama gilti í Svíþjóð og Dan- mörku. Töluvert samstarf er á milli flytj- enda vísnatónlistar á Norðurlöndun- um, einkum í gegnum Nordvisa, setn eru samtök vísnasöngvara á Norðurlöndum. Tengsl Islands við þessi samtök eru ekki síst að þakka Hanne Juul. Hún var búsett á Is- Iandi í 9 ár frá 1969 og var stofnfé- lagi að Vísnavinum. Héðan flutti hún til Svíþjóðar og hefur ferðast um öll Norðurlöndin og flutt vísur á öllum Norðurlandatungumálunum, m.a. íslensku, en hún segist ætíð reyna að flytja nokkur íslensk lög á tónleikum sínum. „Eg hef alltaf hafl mikið sam- band við ísland efiir að ég flutti og reyni að koma hingað eins oft og ég get. Mér finnst ég ailtaf vera að koma heim þcgar ég kem hingað,“ segir hún á nær lýtalausri íslensku. „íslensk vísnahefð er mjög bók- menntaleg, dönsk og finnsk vísna- hefð byggir mikið á revíum og ka- barett, Svíamir eru mjög fastir í náttúrulýrik og Norðmenn í pólitík- inni.“ Jan-OIof er ekki á því að hægt sé að flokka þetta svona niður: „Tón- listarmenn í dag hólfa sig ekki nið- ur á þennan hátt. Hvert yrkisefni kallar á sitt form. Það skiptir ekki máli hvort vísa er eftirEvert Taube eða John Lennon, hvort hún er pól- itísk eða náttúrulýnsk. Listamaður- inn reynir að túlka sérhveija vísu á sinn eigin hátt. Mörkin á milli vís- natónlistar og popptónlistar eru meira og minna horfin. Hver leitar í smiðju til annars." Að öðrum ólöstuðum er Bjöm Afzelius þekktastur af þeim lista- mönnum sem taka þátt í vísnadög- unum. Á þijátíu ára ferli sínum hef- ur hann selt rösklega miljón plötur og frá 1980 hefur hann gefið út 10 plötur sem allar hafa náð gullsölu, þar af þrjár platínuplötur, en það em plötur sem selst hafa í meira en 100 þúsund eintökum. Það var árið 1970 að Bjöm stofn- aði hljómsveitina Hoola Bandoola Band ásarnt Michael Wiehe og kom fyrsta plata þeirra út ári seinna. Alls gaf hljómsveitin út fjórar plötur á jafnmörgum ámm og varð geipivin- sæl. Árið 1976 var hljómsveitin leyst upp fomilega og í framhaldi af því hóf Bjöm sólóferil, en hann haíði reyndar gefið út eina sólóplötu á meðan Hoola Bandoola var og hét. Bjöm Afzelius hefur síðan verið með ástsælustu listamönnum Svíþjóðar og auk þess átt miklum vinsældum að lagna á hinum Norðurlöndunum, þó einkum og sér í lagi í Danmörku. Hljómsveit hans, Globetrotter, ferðaðist um alla Skandinavíu og hélt tónleika fyrir fullu húsi hvar sem þeir komu fram. 1986 tóku þeir Bjöm og Michael Wiehe aflur upp samstarf og gáfu út plölu saman, auk þess sein þeir héldu styrktartónleika fyrir menn- ingarstarf í Nicaragua. Álls söfhuðu þeir um 17 miljónum íslenskra króna til þess starfs. Anna Pólina Árnadóttir, forma&ur Visnavina, danska vísnasöng konan Hanne Juul og sænski vísnasöngvarin Jan-Olof Andersson. Mynd: Kristinn. Jan-Olof Andersson er söngvari og gítarleikari frá Svíþjóð og er cfnisskrá hans mjög fjölbreytt; spannar allt frá 16. öld Elísabctar 1 Englandsdrottningar, gegnum sænska vísnahefð og allt til fiutn- ings eigin laga við vísur eftir skáld á borð við Nils Ferlin og Dan And- erson. Auk þess sem liann hefur á seinni árum samið eigin vísur og lög. Jan-Olof hefur einu sinni áður komið lil lslands, en það var í des- ember sl. í boði Blásarakvintetts Reykjavíkur. Hann kom fram á af- mælistónlcikum kvintettsins og hélt auk þess tónleika í Norræna húsinu. Jan-Olof segist undrandi á því hversu vel íslendingar þckki lil sænskrar vísnahcfðar. Hinsvegar er tungumálið hindmn fyrir hann til þess að setja sig almennilega inn í íslenskan vísnasöng. En er munur á vísnahefð Norður- landanna? Það er Hanne Juul sem verður fyrir svömm: TRESMIÐIR ! Sýnum öfluga samstöðu í kjarabaráttunni. Fjölmennum á útifundi og í kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Trésmiðafélag Reykjavíkur Fimmtudagurinn 30. april V J

x

Helgarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.