Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 2
2 Pagblaöiö. Fimmtudagur 11. september 1975. Spurning dagsins Tókst þér að verða brún(n) i sum- ar? Eygló Aðalsteinsdóttir nemandi: Nei, mér hefur alls ekki tekizt það, á Hornafirði þar sem ég var hefur veðrið verið svipað og i Reykjavik. Jóna Jónsdóttir, gerir allt mögu- legt: Mér hefur ekki tekizt að verða brún, þar sem ég vann fyrir austan var jú sæmilegt veður en ég vann i frystihúsinu og var þvi alltaf inni. Asgeir Jónsson starfsm. Lands- bankans: Jú, mér hefur tekizt það, en ekki hér heldur var ég hálfan mánuð á Spáni og hefur gengið erfiðlega að haida litnum við siðan. Sigurþór Guðmundsson Réttar- hoítsskóla: Já, ég var erlendis, á Costa Brava, en liturinn sem ég fékk þar hverfur fljótt. Ingibjörg Gunnarsdóttir á hjúkrunarþingi: Ég fékk eins og aðrir Reykvikingar tvo sólardaga og það er nú ekki nema sá litur sem ég hef. Matthias Sigurðsson, starfar við verzlun: Ég var hálfan mánuð á Spáni og litnum þaðan hefur mér ekki tekizt að halda við. SB Skemmdarvarg- ar fari í geðrannsókn „Þetta eru greinilega menn ekki alveg heilir á geðsmunum, sem gera svona hluti,” sagði ibúi i Garðahreppi eftir að hafa komiðað símaklefa þarna i ná- grenni heimilis hans. Klefinn var brotinn og bramlaður eins og sést á myndinni, sem ljós- myndari okkar tók i gær. „Fólk, sem gerir svona hluti og kemst upp um, ætti umsvifalaust að senda á geðveikrahæli til að gangast undir geðrannsókn. Það hlýtur eitthvað undarlegt að koma úr sálarfylgsnum manna, sem haldnir eru þvilik- um hvötum. Gerir fólk sér ekki grein fyrir þvi, hvað það er að gera, þegar það ræðst að eigum samfélags- ins og eyðileggur? Sima er kom- ið fyrir á almannafæri vegna þess hvilikt nauðsynja- og hjálpargagn hann er. Yrði þess- um vörgum ekki bilt við, ef slys yrði einhvers staðar i nánd við simaklefa, sem þeir hafa eyði- lagt? Það hefði ekki tekizt að ná i sjúkrabíl i tima, sá slasaði lát- izt af blóðmissi rétt áður en hann kom á sjúkrahúsið. Nei, það er ekki vist nema slikt mundi gleðja vargana. Þeir mundu jafnvel hefjast handa við að skipuleggja fleiri skemmd- arverk. Mér finnst að almenn- ingur eigi að tilkynna skemmd- arvarga umsvifalaust i stað þess að þegja um gerðir þeirra. Greinilega gerist það allt of oft.” Þannig var sintaklefinn i Hafn- arfirði útleikinn, eftir að reynt var að sprengja hann i loft upp. Á myndinni er einn rannsóknar- lögreglumannanna i Hafnar- firði, Eðvar ólafsson, að virða fyrir sér skemmdirnar. (Ljós- mynd DB, Bjarnleifur) Hefndar- ráðstafanir JÓN BIRGIR PÉTURSSON Látið þá þýzku hafa vatn og vistir, segir farmaður: bitna r a okkur sjálfum Ólafur Sigurðsson farmaður skrifar: „Til mála hefur komiö að hætta aö veita þýzkum aöstoð- arskipum vatn og vistir vegna njósna þeirra um varðskip okk- ar. Ég álit að þessar njósnir eigi að stöðva tafarlaust, en aldreiá að neita einu eða neinu skipi um vatn og vistir, sllkt er firra og fáránleg hugmynd þeirra sem aldrei hafa nálægt sjó komið. Slikt mundi að öllum likindum bitna á okkar eigin sjómönnum og okkar eigin skipum þegar þau eru i erlendum höfnum. Ég vona þvi að önnur ráð verði not- uð en þetta.” - Ég hef talað við yfirvöld, réttu aðilana, um þetta, en það ber litinn árangur. Ég tel að gatna- kerfið i heild ætti að endurskoða með tilliti til merkinga og það sem allra fyrst, það er lífsnauð- syn.” Hitaveitu í óleyfð hús! Hjörtþór Agústsson hjá RR sim- aði. „Hvers eiga þeir að gjalda, sem búa i óleyfðu húsunum i Múla, Smálöndum, Blesugróf og viðar? Þeir fá ekki hitaveitu, jafnvel þótt stokkur sé við dyrn- ar. Þetta hefur i för með sér gffurlegan hitunarkostnað fyrir ibúa þessara húsa. Er ekki hitaveita lögð inn til að spara fé? Þó húsin verði rifin eftir 5—10 ár er engin ástæða að láta fólkið greiða mun hærri hit- unarkostnað en aðra ibúa Reykjavikur.” Auðvitað er hann Árni auglýsinga- stjórinn Lesandi spyr: „Ég las i Dagblaðinu að Baldvin Jónsson, sé auglýsingastjóri Morgunblaðsins, er þetta ann- ars rétt hjá ykkur?” SVAIt: Nei, þetta er ekki rétt, Baldvin er aðstoðarmaður Árna Garðars Kristjánssonar, sem er auglýsingastjóri Mbl. og hefur verið árum saman. Vonandi leiöréttist þessi misskilningur með þessari fyrirspurn og svari við henni. M.Th. ræddi við okkur i sim- ann um einn ákveðinn hluta hins risastóra umferðarvandamáls Reykvikinga: „Ég ætla að bjóða ykkur i ökutúr um Laufásveginn, þessa kyrru, hæglátu og fallegu götu. Við ökum niður Barónsstig til suðurs. Komum við þá að bið- skyldumerki, sem hið almáttga stórráð umferðarinnar hefur plantað þar niður. Nú, við höldum þá norður á bóginn, þar komum við að Njarðargötugatnamótum, — biðskyldumerki á báða bóga, sem er nauðsynlegt, enda mörg slys orðið þar. Við Bragagötu- hornið eru aftur á móti engin merki. Þarna sjáum við alls konar æfingar fólks á kennslu- bifreiðum, bakkandi upp og nið- ur götuna. Nú, við Baldursgöt- una, ótrúlegt nokk, þar er að finna merki, biðskylda. Nú er maður farinn að renna grun I að umferðarstórráðið sendi um- ferðaskiltin niður i fallhlifum og láti þau standa þar sem þau lenda! Jæja, nú er komið að Skothúsvegi. Þar mætast þrjár götur i einum punkti og umferð er þarna talsvert mikil. Háir steingarðar húsanna byrgja út- Er umferðar- merkjunum dreift í fallhlífum? sýni, enda þótt „punkturinn” sé nokkuð vfður. Þarna er engin umferðarmerki að finna ! Þarna verða á hverjum degi æsispenn- andi augnablik, — og þvi miður, stundum slys. Við Skálholtsstig- inn er ekkert merki, en bannað að aka upp götuna. Liklega er þetta gert vegna strætisvagna. Hins vegar er við enda Laufás- vegarins leyft að aka upp og niður Bókhlöðustig upp að Lauf- ásvegi. Þar eru Landleiðabil- arnir þó ætið fyrirferðarmiklir. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.