Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 3
3 'i Dagblaðiö. Fimmtudagur 11. september 1975. „ÞORPIÐ" I SKUGGA MORGUNBLAÐSHUSSINS HEIMSOTT: ÍBÚARNIR LEGGJAST GEGN NIDURRIHNU Eftir að skipulagstiliögur þeirra arkitektanna Guðmund- ar Kr. Guðmundssonar og Ölafs Sigurðssonar *im Grjótaþorpið voru opinberaöar hafa þær verið ræddar manna á meðal, misjafn skilningur lagður f þær og þörfin fyrir siikt skipulag rædd. Blaðamaður Dagblaðsins fór á stúfana og heimsótti góð- vin sinn er býr þarna f miðju Grjótaþorpinu, nánar tiltekið i Mjóstræti. Fékk ég mér hann til lciðsagnar um „þorpið” sem heimamann og þar hagavanan. Sagðist vinur minn ekki vilja telja hús þau er standa við Garðastræti til hins eiginlega Grjótaþorps, þar sem þau eru flest nýrri af nálinni, steinhús og talin ásamt Morgunblaðs- höllinni i allgóðu ástandi. Þar má geta lágreists húss, þar sem tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns fæddist, og er það hús þvi miður i fremur slæmu ástandi. Við Garðastræti stendur einnig Unuhúsið viðfræga. I Mjóstræti fyrir utan prent- smiðju Ásgeirs Sigurðssonar (hina velþekktu PAS) hittum við Ragnar Henriksson prentara, sem tjáði okkur aö hann væri orðinn hræddur að mæta til vinnu á morgnana af ótta við að einhver sé farinn að rifa húsið og hann yrði undir þvi, annars vildi hann sem allra minnsta röskun á þessu hverfi hvar hann hefur svo lengi unað glaður við sitt. Við Mjóstrætið stendur enn- fremur litið, afar snyrtilegt hús, vel málað með sérlega fallegum bakgarði. Þar býr Svava Stefánsdóttir og hefur verið þar undanfarin 21 ár. Upphaflega Gestur nýkominn lir málningar- vinnunni húsi. Sagði hann okkur að fyrir nokkrum árum þegar hann var að dytta að þessu sama húsi, kom lögreglan á vettvang og dró hann niðui' úr stiga sem hann stóð i og bar það upp á hann að hann væri að taka starf frá iðnaðarmönnum á ólöglegan hátt með þvi að gera við hús, sem hann er aðeins leigjandi i en ekki eigandi að. Meistara- félög iðnaðarmanna láta það ekki viðgangast að menn haldi við húsum annarra og taki þar með vinnu frá iðnaðarmönnum þó svo að engir fáist til að vinna störfin. Þar eð langflest húsin i hverf- inu eru leigð út en eigendurnir búa þar ekki, stuðlar það að minna viðhaldi húsa i Grjóta- þorpi, og er það ein orsök lélegs , Garðurinn hennar Svövu og f baksýn sést Gestur Ólafsson aö mála þakið á Unuhúsi. ætlunin hjá henni var að vera þar aðeins i eitt ár. Hús þetta var talið i lélegu standi. Svava kveðst þó aldrei hafa orðið vör við annað en það héldi bæði vatni og vindum ekki slður en nýjustu steinhús. Svava á erfitt Ragnar Henriksson hjá PAS. mæta til fundarins I Norræna húsinu i gær og láta skoðanir sinar i ljós á niðurrifstillögun- um. Þar búa m.a. Friða Haraldsdóttir og Sigurbjörn Helgason. Hafa þau unnið mikið i húsinu, og er það komið i mjög gott ástand að innan og er sér- lega vistlegt. Þetta er eitt af húsunum sem að leigð eru út og má sjá það utan á húsinu hversu illa þvi er við haldið. En það stendur nú að visu til bóta. Flestum Ibúa hverfisins (þorpsins), er heimsóttir voru, bar saman um að mörg hús, er i skýrslum arkitektanna voru tal- in I lélegu eða slæmu ástandi, voru það alls ekki, heldur þvert á móti I alla staði hin beztu hús, sem þess vegna gætu staðið i 300 ár enn. _RH Svava að bjóða aðkomumönn- um inn með að gera sér i hugarlund að flytja úr þessu hverfi sem henni finnst sem næst himneskt að vera I og á allan hátt hinn ákjósanlegasti staður til að búa á. Svava hefur ræktað upp einn fallegasta husagarðinn i Grjóta- þorpinu og þó viðar væri leitað. Næstan hittum við að máli Gest ólafsson arkitekt sem var að mála þakið á húsi sinu Unu ástands húsa þar. Þó hefur fjöldinn farið þarna á bak við iðnaðarmennina og haldið mörgum húsanna viö. Gestur sagðist helzt hvergi annars staðar vilja búa. Það sé fjöl- breytilegt mannlif sem lifað er i hverfinu, börn nái þarna að kynnast mörgu og að i Grjóta- þorpinu er lögð talsverð rækt við náungakærleikann. í einu húsanna, er Reykja- vikurborg á, býr Aðalsteinn Hansson og hefur verið þar i 15 ár. Húsinu hefur svo gott sem ekkert verið haldið við og segist hann vera þvi fylgjandi að hús i slæmu ástandi verði rifin, þvi eftir langa vanrækslu borgi sig ekki að gera við mörg húsanna og það sé eðlilegt að það sem orðið sé að rusla sé kastað burt. Ibúarnir i Bröttugötu 3A gáfu út dreifibréf til ibúa Grjóta- þorps og hvöttu þá alla til að Verðið á dún þýtur upp: KOSTAR 21 ÞUSUND KRONUR Allir vilja sofa sætt, — en vita- skuld kostar það nokkurt fé. Viltu kaupa dún i sængina þina fyrir 21 þúsund krónur? Þá skaltu flýta þér, þvi verðið fer hækkandi. Nú fást 30 þúsund krónur fyrir fullhreinsaðan æð- ardún i útflutningi, og verðið ferð hækkandi, svo bráðum verður sængin dýrari. En auð- vitað kemur söluskattur ofan á 21 þúsund krónurnar, sem 700 grömmin i sængina kosta. Agnar Tryggvason hjá Bú- vörudeild SÍS sagöi Dagblaðinu, að útflutningsverð á dún færi nú stöðugt hækkandi. 1 júlilok hafði Búvörudeildin flutt út 413 kg af dún fyrir 12 milljónir króna, og taldi Agnar að bændur fengju nú um 26þúsund krónur fyrir kilóið af dúninum fullhreinsuðum. Allur dúnn, sem Búvörudeild- in flytur út, er undir ströngu gæðaeftirliti. Hann er fyrst vél- hreinsaöur, en siðan tekur mannshöndin við og gengið er úr skugga um, að vörunni sé 1 engu ábótavant. Markaðurinn er aðallega Þýzkaland, og þar er dúnninn notaður I sængur, kodda og púða. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var heildarút- flutningur á dún allt árið 1974 960 kiló fyrir 14,3 milljónir króna. í júlilok I ár höfðu veriö flutt út 557 kg af dún fyrir 15,5 mill- jónir króna. í SÆNGINA Þessi verðhækkun á dún fer saman við heldur minnkandi dúntekju. Að visu gekk varpið vel i vor, þar sem júnimánuður, aðalvarptiminn, var ágætlega þurr og góður. Hins vegar er margháttaður vargur I æðar- varpinu, og ekki er samkomu- lag um, hvernig skuli eyða hon- um. Minkurinn lætur fara mikið fyrir sér, en flugvargur á ekki siður stóra sök. —SHH Metdagur hjá Akraborginni: FLUTTI 193 BILA YFIR FLÓANN „Það er gefið mál, að skipið þarf að ganga sleitulaust næsta sumar,” sagði Þórður Hjálms- son, framkvæmdastjori Akra- borgar i viðtali við Dagblaðið. „Það þarf ekki að stoppa nema 15 minútur á hvorum stað, og það veitir ekki af að hafa ferðirnar eins margar og kostur er.” Siðan Akraborgin fékk þá að- stöðu á báðum endum, að hægt væri að aka bilum um og frá borði, hefur rekstrargrundvöllur skipsinsgjörbreytzt. „Ég býst við að við værum farnir að græða, ef við hefðum haft þessa aðstöðu frá þvi að skipið kom,” sagði Þórður. a laugardaginn var metdagur hjá Akraborginni, en þann dag flutti hun 193 bila yfir flóann. Metið fram að þvi var 163 bilar. Á laugardögum er aukaferð frá Reykjavik um morguninn og aukaferð til baka á sunnudags- kvöldum. Miðað við algengustu bilastærð hérlendis komast 33 bil- ar á biladekkið, en auk þess er hægt að taka 11 bila .með gamla laginu á efra dekk. Langflutningabilstjórar hafa sumir hverjir notað sér þjónustu Akraborgar, en skipið getur að- eins tekið takmarkaða hæð af bil- um, þannigaðekki getaallir farið með þvi sem vilja. Þórður sagði eftireinum, sem notar Akraborg- ina og ekur milli Húsavikur og Reykjavikur, að með þvi að nota skipið næði hánn að komast til Akureyrar og gista þar, i stað þess að gista i Varmahlið áður. „Menn eru geysilega fegnir að losna við að aka Hvalfjörðinn,” sagði Þórður. „Einn þeirra sagði við mig um daginn: „Ég skal aldrei aka Hvalfjörðinn framar.” Þórður sagði, að ekki hefði ver- ið tekin ákvörðun um að fjölga ferðum skipsins frá þvi sem er nú, eða þrjár á dag auk aukaferð- anna um helgar, en talað hefði verið um að fjölga helgarferðun- um. „En ef við lifum næsta vor verður ferðunum fjölgað veru- lega,” sagði hann. — SHII LJÓN Á VEGINUM Þá hafa menn lagt 3 lönd að baki i landaleiknum okkar, — það fjórða heimsækjum við I dag, Suður-Afriku. Og hvað skyldi nú höfuðborgin heita? Það er nú ykkar höfuðverkur lesendur góðir. Og enn sem fyrr er það góð regla að taka ekki neitt sem gefið. Mörg ljón eru I veginum. Eins og allir hljóta nú að vita, þá heitum við áskrifendum okk- ar verölaunum fyrir sigur i þessari keppni, stórkostlegri ferð til Hawaii, Kalifórniu og til New York. Vinningurinn er 300 þúsund króna virði. Sendiðlausnirnar, þegar allar átta hafa birzt, og munið nú að safna þeim saman og krossa skilmerkilega viö réttu höfuð- borgina. (V) 'Y) 4. Hvað heitir höfuðborg Suður- Afrfku? A: Cape Town B: Jóhannesárborg C: Pretoria \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.