Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaöið. Fimmtudagur 11. september 1975. ik Frakklands og tslands i Nantes fyrra miðvikudag — rétt eftir að ein sóknariota íslenzka liðsins larkvörðurinn aðfalla I mark sitt. Matthlas Hallgrimsson, til hægri, gengur vonsvikinn frá, en Teit- Iþróttir Iþróttir nan að vera Is- Lenin-vellinum slands í Moskvu, í samtali við DAGBLAÐIÐ í morgun , að það hefði verið fyrirfram. Ahorfendur á ;inum voru tæplega 20 Leiknum öllum — frá u'nútu — var sjónvarpað margir hafa þvi kosið að ma og sjá leikinn á þann ður var þó gott, en anzi lendingarnir úr sendiráð- um vissulega stoltir af í. Ég sendi ambassador- iurlandanna miða á leik- elgi Gislason, sendiráðs- íafði sama hátt á við ðsritara hinna Norður- ndiráðanna, og einnig ‘álsdóttir ritari. Það var /ert um Norðurlandabúá eiknum, þó íslendingar ki margir — og Norður- arnir stóðu fast með okk- ið mátti oft heyra ’arhróp frá þeim til is- iðsins. el þessi úrslit mjög rmikil fyrir Island — • hafa vakið verðskuldaða i landisinu. Allir, sem ég ið, undruðust, að þeir ekki með meiri mun. með ólikindum, að leik- menn frá landi, sem aðeins telur rúmlega 200 þúsund ibúa, skyldu standa svo vel i Olympiuliði Sovétrikjanna — liði frá landi, sem telur um 250 milljónir ibúa. Sovétmennirnir voru auðvitað ánægðir með, að sigurinn hefur fært þeim sæti i úrslitakeppni Olympiuleikanna i Montreal næsta sumar — en sendiráðs- fólkið á Norðurlöndum kom til min og hrósaði islenzka liðinu mjög fyrir góðan varnarleik. Greinilega kom fram hjá þvi mik- il aðdáun á markverði okkar. Já, ummæli allra hafa yljað manni um hjartaræturnar — maður var stoltur af landi sinu þarna i mannhafinu á Leninleikvangin- um. Ég hafði boð fyrir islenzka liðið og fararstjórann i sendiráðinu i hádeginu á þriðjudag — og það var mjög ánægjulegt. Skemmti- legt að ræða við piltana og farar- stjóra þeirra. í morgun kl. sjö eftir sovézkum tima — það er fjögur i nótt eftir islenzkum — héldu piltarnir út á flugvöll og það er reiknað með, að þeir komi til islands siðar i dag. Þeir bjuggu á Úkrainu-hótelinu hér i Moskvu meðan á heimsókn þeirra stóð —■ gamalfrægt hótel og virðulegt — og ég heyrði ekki betur en þeir hefðu verið ánægðir með dvöl sina þar. Ég skal segja þér, Hallur, að ég sá hér um daginn italska lands- liðið leika við hið sovézka á sama leikvangi. Það tapaði með sama mun og við — og mér persónulega fannst, að islenzka liðið i gær gæfi þvi italska ekkert eftir. Það var sami varnarleikurinn hjá Itölum og okkur — og itölsku atvinnu- mennirnir útfærðu varnartaktik- ina ekkert betur en okkar menn. Þarna var samanburður, sem ég fór yfir með sjálfum mér — og sá samanburður var ekki óhag- stæður islenzka liðinu. Þetta fannst mér afar athyglisvert — ég hef alltaf talið Italiu mikið knattspyrnuland, sagði Hannes Jónsson ambassador að iokum. í fréttaskeyti frá Reuter af leiknum segir, að sovézka liðið hafi haft yfirburði i leiknum, en islenzka liðið sett upp varnarmúr, sem heimaleikmennirnir hafi orðið að berjast grimmilega gegn til að brjóta. Einnig hafi loka sóknarlota þess verið heldur slök. Iþróttir íþróttir Celtic hafði al- gjöra yfirburði — Vann Stenhousemuir á útivelli í gœrkvöldi „Þetta var fínt hjá strákunum" — sagði Ásgeir Sigurvinsson í morgun. Lið hans, Standard Liege, sigraði í gœrkvöldi, en lið Guðgeirs tapaði naumt á útivelli Hvað segirðu — töpuðum við ekki nema með einu marki i Moskvu, eitt núll. Þetta er fint hjá strákunum — við vorum allir heldur hræddir við þennan leik, þegar þeir fóru héðan frá Belgiu, sagöi Asgeir Sigurvinsson, þegar Ilag- blaðið talaði við hann i morgun á heimili hans i Liege. Asgeir var fyrirliði is- lenzka landsliðsins, sem lék gegn Belg- um i Evrópukeppninni sl. laugardag. Það var heil umferð, sú fimmta, i 1. deildinni belgisku i gær, og við lékum prýðilega hjá Standard Liege á útivelli gegn Louviere, sagði Asgeir ennfremur. Við sigruðum i leiknum og sigur á úti- velli er alltaf þýðingarmikill. Eina markið i leiknum skoraði Bukal, júgó- slavneskur leikmaður, sem leikur hér hjá okkur. En við vorum miklu betra liðið i leiknum og áttum að vinna með meiri mun. Ég var prýðilega ánægður með mina frammistöðu i leiknum. Við hækkuðum talsvert á töflunni — höfum nú fimm stig eftir fjóra leiki. Charleroi, liðið, sem hann Guðgeir Leifsson leikur með, tapaði enn — fjórði tapleikur þess i fimm leikjum. En það var naumt tap — Liegeois sigraði með 3- 2 á heimavelli sinum. Guðgeir hefur ekki sima, svo ég veit ekki hvernig hann hefur komizt frá leiknum. Næsti leikur okkar hjá Standard verður á heimavelli á sunnudag gegn Brugge — en það lið tapaði á heimavelli i gær. Annars urðu úrslit þannig i Belgiu i gærkvöldi. Asgeir Sigurvinsson. Beveren — Anderlecht 2-2 Malinois — Brugeois 0-2 Molenbeek — Lokeren 3-1 Beerschot —- Antwerpen 2-5 Liegeois — Charleroi 3-2 Louviere — Standard 0-1 Lierse — Ostende 1-1 Brugge —Malines 0-2 Waregem — Berchem 3-1 Við hjá Celtic höfðum algjöra yfir- burði gegn Stenhousemuir, sem leikur i 2. deild á Skotlandi i áttaliða-úrslitum skozka deildabikarsins i gærkvöldi. Unnum þó aðeins með 2-0 en mörkin hefðu eins getað orðið margfalt fleiri. Ég var heldur óheppinn að skora ekki — átti til dæmis skalla i stöng og allgóð skot, sem markvörðurinn varði, sagði Jóhannes Eðvaldsson við Dagblaðið i m org un. Við lékum á velli Stenhousemuir, sem er skammt hér fyrir utan Glasgow, og þetta er skritinn völlur — hann er svo lítill. Miklu minni en þeir vellir, sem maður á að venjast. Þeir Bobby Lennox ogKenny Dalglishskoruðu mörk okkar i leiknum — og það verður létt að komast iundanúrslit keppninnar. Við hjá Celtic leikum siðari leikinn við Stenhousemuir nk. miðvikudag og þá á heimavelli — það er daginn eftir leikinn við Val i Evrópukeppninni, sagði Jóhannes enn- fremur Spenntur að koma heim og leika gegn gömlu félögunum þinum i Val? Jú, vissulega. Það verður gaman að koma heim og leika hér — ég vona, að þetta fari allt vel, fyrir bæði lið. Við för- um til tslands á sunnudag — leikurinn við Val verður á þriðjudag, svo timi verður góður heima. Anægður hjá Celtic? Já, mjög. Þetta hefur gengið vel — og ég fæ góða dóma i blöðunum, sagði Jó- hannes að lokum. Úrslit urðu annars þessi i deilda- bikarnum skozka i gær — en liðin leika heima og að heiman. Þau, sem sigra komast i undanúrslit. Hibernian—Montrose Partich—Clydebank Rangers—Queen of South Stenhousemuir—Celtic Jóhannes Eðvaldsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.