Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.09.1975, Blaðsíða 12
12 Dagblaöiö. Fimmtudagur 11. september 1975. Hún spáir í hné Sem kunnugt er stundar fjöldi fólks viða i heiminum þá at- vinnu að lesa i lófa. Ein er sú kona i Bandarikj- unum sem les á hné! Frá 1972 segist hún hafa lesið á meira en tvö þúsund hné. Munu hné vinstri fótar vera heppilegri til lesturs vegna beins sambands þeirra við hjartað heldur en hné hægri fót- ar. Hnén eru saklausasti hluti likamans, segir hún, þau eru sem reifabörn.á þeim er hvorki hár né sigg. Mishæðirnar á hnénu benda ýmist til þolin- mæði, brjóstgæða, eigingirni, ótta, heppni, skopskyns, undan- látssemi eða forvitni. í starfi sinu kemst umrædd kona í samband við mikinn fjölda fólks og segir hné kvenna frekar en karla séu mun athygl- isverðari til aflestrar. John Woyne hrœddur við krabba Leikarinn John Wayne er nú orðinn alvarlega hræddur við krabbann, og hann ætl- ar að hætta að reykja. ,,Mér finnst ég hafa veriö sviptur einhverju mikilvægu. Ég mun aldrei aftur mana örlögin með þvi að reykja,” seg- ir hann. John Wayne var fyrir skömmu útskrifaður úr sjúkra- húsi, þar sem læknarnir óttuö- ust, að krabbinn, sem kostaði leikarann hálft lunga áriö 1964, hefði nú dreifzt til betra lungans og sýkt þaö. „Guði sé lof, þetta var ekki krabbamein,” sagði Wayne, þegar sjúkdómurinn reyndist vera lungnabólga. Hann haföi kvalizt mikiö. bá fékk leikarinn hóstakast, og hann sagði: ,,bað var ekki svona sárt, þegar ég fékk krabbamein I lunga. Mér finnst ég vera að kafna.” „betta kemur allt af reyking- um,” sagði hann. „Nú hafa læknarnir sannfært mig um, aö snerti ég vindling eða vindil, fái ég svona hóstaköst og skemmi góða lungað. beir sögðu mér þetta llka eftir uppskurðinn 1964, en ég var bjáni. Ég hef fengið ofnæmi fyrir reykingum. Héðan I frá fer ég að ráðum læknanna.” Listrænir hæfileikar ekki alltaf til góðs! Maður nokkur í Los Angeles var nýlega kærður fyrir hórdóm vegna þess að hann teiknaði mynd á brjóst lagskonunnar og merkti sér. Lagskonan gleymdi aö þvo listaverkið af sér svo að eiginmaðurinn sá það og þekkti nafnið. Hann ákærði manninn fyrirhórdóm og fékk skilnað frá kvenmanninum. Dómarinn sagði, að aldrei hefði hann séð greinilegri sönnunargögn á ævi sinni.!! Peysan hennar A myndinni sést eitt tiltæki Elisabetar Taylor til að losna við eftirför forvitinna aðdáenda. Er hún var I London nýlega klæddist hún peysu með áletrun á bakinu hvar stóð: „Ég er ekki Elisabet Taylor, vinsamlegast hættiö að elta mig.” Á hinni myndinni sést fram- hlið peysunnar (og Elísabetar) þar sem hún kemur út úr hótel- inu i London ásamt syni sinum, Chris Wilding. Elisabet lét ekki hafa eftir sér hvort þessi brella hennar hefði gefið góöa raun, eða þvert á móti, hvort þetta heföi vakið á henni meiri athygli en ella. HÆFILEIKINN TIL AÐ BANKA t stórverksmiðju nokkurri i Bandarikjunum bilaði skyndi- lega vél, sem þá stöðvaði alla framleiöslu verksmiðjunnar um stundarsakir. Vélstjórarnir stóðu ráðþrota hjá hinni biluöu vél og var þvi kallað á sérfræð- ing frá framleiðendunum til bjargar. Hann leit á vélina, bankaði aðeins i hana með hamri og vélin rann af staö. Er sérfræðingurinn sendi inn reikning upp á 250 dollara þótti forstjóra verksmiöjunnar það fullhá upphæð fyrir eitt litið bank og krafðist sundurliðunar reikningsins. Sérfræðingurinn var ekki lengi að þvi og bætti inn á reikninginn eftirfarandi: Bank á vélina með hamri: 1.00$ Að vita hvar banka átti: 249.00$ 22. águst, föstudagur. Æ VINTÝ RAFERÐ UM BREIDA- FJORD. Vinningshafi býður með sér f jórum gestum i flugferð með Vængjum tll Stykkishólms. Þaðan er svo siglt um eyjasund Breiðafjarðar. Hádegisverður á Veitlngahúsinu Nonna innifallnn. Kom- ið aftur að kvöldi. VINNINGSNUMER: 5387. 23. ágúst, iaugardagur. Haustfegurðá Þlngvöllum. Vinningshafl og gestur hans dvelja að Valhöll á Þing- völlum frá föstudegl til sunnudags, þar sem þeir njóta þjónustu hótelslns I hús- næði, mat og drykk. VINNÍNGSNOMER: 7942. 24. ágúst, sunnudagur. FJOLSKYLDUFERD AD HÚSA- FELLI. Gerð er ferð að Húsafelll 12.-14. september þegar sérkennilegt umhverf Ið skrýðlst haustlitum. Vlnnlngshafl fær sumarhús til ráðstöfunar, hentugt fyrir 4ra manna f jölskyldu, með sundlaug og gufubaði i næsta nágrenni. VINNINGSNÚMER: 15921. 25. ágúst, mánudagur: SKEMMTISIGLING UM VIDEYJAR- SUND. Vinnlngshafl býður með sér 15 vinum og kunnlng|um I skemmtislglingu með Akraborglnni á sunnudagseftirmið- degi kl. 3. Siglt er um Viðeyjarsund og staldrað við á Akranesl, og innifalið er kaffi og með þvi á Hótel Akranes. VINNINGSNÚMER: 18686. 26. ágúst, þriðjudagur. VETRARFEGURÐ VIÐ SKJALF- ANDA. Ferðfyrirtvo með Flugleiðum til Húsavikur, þar sem dvalið er á Hótel Húsavlk frá föstudegi til sunnudags. Or- stutt 1 fagurt skiðaland. VINNINGSNÚMER: 21481. 27. ágúst, miðvikudagur. MEÐ 18 GESTI „HVERT A LAND SEM ER". Vinningshaf! fær til umráða 18 manna langferðabifreið með bilstjóra, I 3 daga. Þannig getur hann boðlð með sér fjolskyldu og vlnum I skemmtiferð. VINNINGSNÚMER: 24756. 28. ágúst, fimmtudagur. A NORDURHEIMSKAUTI. Að þessu sinni ferðast vinningshaf i og gestur hans með Flugleiðum til Akureyrar, þar sem gist er 12 nætur á Hótel Varðborg. Þaðan er gerður „heimskautaleiðangur" og Grímseylngar sóttir helm. VINNINGSNÚMER: 27036. 29. ágúst, föstudagur. A ESKIMÖASLOÐUM. Ferð næsta sumar fyrir tvo á esklmóaslóðir á Græn- landi. Flogið verður með Flugleiðum til Kulusuk og eskimóaþorpið Kap-Dan sótt ar. Komlð aftur að kvöldl. VINNINGSNÚMER: 33914. 30. ágúst, laugardagur. LEIKHUSFERD TIL AKUREYRAR. Vinningshafi og gestir hans fljúga með Flugleiðum til Akureyrar á laugardegi, þar sem búið verður á Hótel KEA. Um kvöldið ery vinningshafar gestir lelk- félagsins. Komið aftur á sunnudags- kvöldi. VINNINGSNÚMER: 41473. 31. ágúst, sunnudagur. HRIKALEIKI HORNSTRANDA. Ferð með Flugleiðum fyrir tvo til Isaf jarðar. A Isafirði er búið á Hótel Mánakaff i, og gerður leiðangur með Flugfélaginu Ern- ir I útsýnisflug yfir Hornstrandlr. VINNINGSNÚMER: 54258. 1. september, mánudagur. FÆREYJAFERD. Flug með Flugleið- um fyrir tvo til Þórshafnar og dvöl á Hótel Hafnla föstudag til þriðjudags. Sklpulagðar skoðunarferðir blða gest- anna I Þórshöfn. VINNINGSNÚMER: 31597. 2. september, þriðjudagur. TIZKA I FARARBRODDI. Vlð bjóðum vlnningshafa og gesti hans til Kaup- mannahafnar á kynningu á skandina- vlskum ttzkufatnaði, „Scandinavlan Fashion Show". Farið verður með Útsýn og staldrað við frá föstudegl til mánu- dags. Hótel og morgunverður innifalinn. VINNINGSNÚMER: 63005. 3. september, miðvikudagur. ÚTSÝNI YFIR LANDIÐ. Útsýnisflug I einn dag með nýrri Cessna 310 frá Flug- þjónustu Sverris Þóroddssonar. Innifald- ir eru 4 f lugtimar og vinnlngurinn gildir fyrir vinningshafa og 3 gestl. VINNINGSNÚMER: 43459. 4. september, fimmtudagur. Skoðunarferð fyrir tvo til Vestmanna- eyja með Flugfélagi Islands. Farið að morgnl, máltið á Hótel Vestmannaeyj- ar. Komið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚMER: 68217. 5. september, föstudagur. VIKA I VATNSFIRÐI. Vikudvöl fyrir tvo I landnámi Hrafna-Flóka. Dvallð verður á hinu glæsilega hótell þeirra Vatnsflrðinga, Hótel Flókalundi. Fæði er innifalið. VINNINGSNÚMER: 47589. 6. september, laugardagur. VIKA I LUNDÚNUM. Vinningshafl fer I ferð með Utsýn tll Lundúna, þar sem dvalið verður f viku á Hótel Cumberland, rétt við Hyde Park Corner. Morgunverð- ur innifalinn. VINNINGSNÚMER: 72015. 7. september, sunnudagur. Ferð til Luxemborgar með Flugleið- um. Þaðan verður f logið til Bahamaeyja og svo aftur til Luxemborgar og sfðan heim. VINNINGSNÚMER: 58433. AÐALVINNINGUR Tveggja vlkna ferð til Bangkok f Thai- landi fyrlr tvo með útsýn. Ævintýraslóð- ir, sem fáir Islendingar hafa lagt leið sfna um. VINNINGSNÚMER: 60421. U ALÞJÖÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.