Dagblaðið - 23.09.1975, Page 7

Dagblaðið - 23.09.1975, Page 7
Dagblaöið. Þriðjudagur 23. september 1975. 7 Erlendar fréttir Saint- John Porse látinn Franska nóbelsskáldið Saint-John Perse lézt á laug- ardaginn, 88 ára gamall. Hann var einnig vel þekktur stjórnarerindreki. Nóbelsverðlaun fékk hann 1960 fyrir ljóðlist sina, sér- staklega ,,La Gloire des Rois” og „Exil”. Hann lézt á heimili sinu á Giens-skaga í Suður- Frakklandi. Hunda- bann í Pisa Borgarstjóranum í Pisa á ftaliu hefur verið hótað lifláti. Ástæðan er sú, að hann hefur sett bann við hundahaldi i borginni og hefur það mælzt misjafnlega fyrir. SAMIÐ UM SÍNAÍ Egyptar og fsraelsmenn luku snemma i morgun end- anlegum samningaviðræðum um framkvæmd Sinaí-sam- komulagsins. Höfðu nefndirn- ar þá setið á 14 klukkustunda löngum fundi á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna i Genf. Nefndirnar voru bundnar af timaákvæðum, sem sett voru i heildarsamkomulagið, er gert var að undirlagi Kissingers. Egyptar skrifuðu undir i morgun en tsraelsmennirnir settu aðeins upphafsstafi sina og ætla áður að ráðfæra sig við stjórnvöld heima fyrir. Enii reynt að myrða Ford í þetta skipti hljóp skot úr byssunni Sarah Jane Moore, sem ákærð er fyrir að hafa reynt að ráða Ford Bandarikjaforseta af dög- um i San Francisco i gær, vann um tima við matvæladreifingará- ætlun Randolphs Hearst, föður Patty Hearst. Var þetta haft eftir starfsfólki Hearst i gærkvöldi. Hafði frú Moore (fráskilin með 9 ára gaml- an son) boðið sig fram sem sjálf- boðaliði til starfa við bókhald dreifingarinnar. Útvarpsstöð i San Francisco skýrði svo frá i gær, að frú Moore hefði hringt þangað hvað eftir annað undanfarna daga og kynnt sig sem skrifstofustjóra Hearst. Sarah Moore skaut einu skoti að forsetanum, þegar hann var að koma út úr hóteli i San Francisco. Er þetta i annað sinn á skömm- um tima,sem Ford er sýnt bana- tilr'æði. Oryggisverðir fóru þegar i stað með forsetann til flugvallarins og kom hann til Washington i gær- kvöldi. Þar sagðist hann siður en svo hafa i hyggju að láta ofbeldis- seggi kúga sig og stjórna gerðum sinum. „Eitthvað er að i þjóðfé- lagi okkar,” sagði forsetinn. Ford forseti hefur fyrir sið að fara mikiO út á meOal fólks og þvier hann auOvelt skotmark. öryggisverö- ir hans hafa miklar áhyggjur. Á myndinni sést einn standa fyrir framan bil forsetans — skimandi eftir grunsamlegum andlitum i fjöldanum. Sarah Jane Moore var yfir- heyrð af lögreglu skömmu áður en forsetinn kom til San Francisco i fyrrakvöld. Hún var siðan látin laus. Hún er sögð eiga að baki nokkurn feril sem andófs- kona — og hefur það nægt til þess, að hún var yfirheyrð áður en for- setinn kom til borgarínnar. Finnsku kosningarnar: Línumar skýrast lítið Kommúnistar og miðflokks- menn i Finnlandi voru sigurveg- arar kosninganna þar i landi um helgina. Jafnaðarmannaflokkur- inn er enn stærsti flokkurinn, þrátt fyrir að hafa misst fjögur þingsæti. f Reuters-fréttum i morgun segir.aðfátteitt bendi til þess, að ný stjórn verði mynduð til að takast á við erfiðan efnahags- vanda, breytingar á fylgi flokk- anna hafi ekki verið nægilega miklar. Samkvæmt tölum, sem bárust i morgun, fengu kommúnistar 41 þingsæti og bættu við sig fjórum. Miðflokkurinn fékk 39 sæti og bætti við sig fimm. 1 haldsflokk- urinn bætti við sig einu þingsæti og héfur nú alls 34 sæti. Af litlu flokkunum bætti Kristilegi flokk- urinn mestu við sig, fékk sex sæti til viðbótar þeim fjórum, sem fyrir voru. Á finnska þinginu eiga tvö hundruð fulltrúar sæti. Þegar aðeins örfá atkvæði voru ótalin var staðan sem hér segir og er fyrri staða i svigum: Jafnaðarmenn: 52sæti(56) Kommúnistar: 41 sæti (37) Miðflokkur: 39 sæti (34) Frjálslyndir: 9sæti( 6) Sænski flokkurinn: 10sæti( 9) fhaldsflokkurinn: 34sæti(33) Kristilegirfl.: 10sæti( 4) Sameiningarfl.: lsæti(13) Dreifbýlisflokkurinn: 2 sæti ( 5) Stjómarskrárafl.: lsæti( 2) Kekkonen Finnlandsforseti. Hans biður þess nú aö ný stjórn verði mynduð. Forsetinn er sagður hlynntur samsteypustjórn miðflokks, jafnaðarmanna og kommúnista. LIKLEGT AÐ ÞINGIÐ HEFJI Á NÝ RANNSÓKN Á JFK-MORÐINU Frank Church, öld- ungadeildarþingmaður í Bandarikjunum, sem sæti á í rannsóknarnefnd öld- ungadeildarinnar um starfsemi leyniþjónusta ríkisins, hefur skýrt frá því, að athugað verði, hvort CIA og FBI liggi á upplýsingum um morðið á Kennedy forseta. Church sagði ennfremur, að ef til vill yrðu haldnar opinberar yfirheyrslur, ef ástæða þætti tiL „Með tilliti til allra þeirra efasemda, sem uppi eru vegna vinnu Warren-nefndarinnar,” sagði hann á fundi með frétta- mönnum, „munum við að sjálf- sögðu taka til athugunar allar skýrslur CIA og FBI til að rann- reyna, hvað þessar stofnanir báru fyrir nefndinni.” Fréttamaður spurði þing- manninn, hvort hann mundi styðja nýja rannsókn á morði forsetans og sagði hann afstöðu sina velta á þvi, sem út úr rann- sókn nefndarinnar kæmi. Portúaal: Dregur enn úr áhrifum komma Hin nýja stjóm Portúgals kemur saman til fundar i fyrsta skipti i dag. Mikill vandi blasir við stjórninni, þar sem er stórfellt efnahagslegt og félagslegt hrun undanfarna 18 mánuði, allt frá aprilbylt- ingunni ’74. Jose Pinheiro de Azevedo mun i dag leggja fram lista yfir aðstoðarráðherra sina. Er búizt við, að sigur lýðræðis- flokkanna i kosningunum i april sl. verði jafnvel enn skýrari i þeim lista en sjálfum ráðhe rr alistanum. Reuter hefur eftir öruggum heimildum i Lissabon i morg- un, að Sósialistaflokkurinn, sem fékk 38% atkvæða i kosn- ingunum og fékk fjögur ráð- herraembætti i nýju stjóm- inni, hafi þegar tryggt sér 14 af 30 aðstoðarráðherraemb- ættum. Hin sextán embættin fá kommúnistar og miðflokks- menn. Kommúnistar, sem aðeins fengu eitt ráðherraembætti i stjórninni, eru taldir öruggir um að fá fjögur aðstoðarráð- herraembætti.- Stefnuskrá hinnar nýju stjómar Azevedos gerir ráð fyrir, að aftur verði komið á aga I hemum, kommúnisk stjórn fjölmiðla taki enda sem og verkalýðsfélaga og sveitar- stjórna. Þá er einnig á verk- efnalista stjórnarinnar að hrinda i framkvæmd um- fangsmikilli landnýtingar- áætlun. Azevedo sagði I gærkvöldi — og kom mjög á óvart, — að ef stjórn sin myndi reynast of hægrisinnuð, þá teldi hann sjálfan sig ■ sjálfkrafa vera kominn i stjórnarandstöðu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.