Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 10

Dagblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. Útvarp Sjónvarp BOLLI HÉÐINSSON Sjónvarp kl. 21.40: Dick Cavett og Norman Mailer Marlyn viö töku myndarinnar ,,The Seven Year Itch”. m umrœðu Marílyn Monroe Hinn velþekkti bandariski sjónvarpsmaður Dick Cavett ræðir við Norman Mailert sem skrifað hefur ævisögu Marlyn Monroe og er talsvert umdeild um þessar mundir i Bandarikjunum. Það er ef til vill að bera i bakkafullan lækinn að rekja æviatriði Marlyn Monroe, svo mikið hefur verið um hana ritað og rætt, en þó eru það vafalaust margir af yngri kynslóðinni, sem hafa sjaldan heyrt um hana getið. Norma Jean Martenson eða öðru nafni Marlyn Monroe var fædd þann 1. júni 1925. Af föður sinum hafði hún aldrei neitt að segja og móðir hennar var taugasjúklingur. Hún lék i fyrstu kvikmynd sinni 1948 og sagði þar aðeins eitt orð „halló”. Seinna komu fleiri myndir og að þvi kom að hún varð hreimsfræg fljótlega upp úr 1950. Eitt sinn sét hún ljós- mynda sig allsnakta og var myndin prentuð á almanak. Þá þótti hneykslanlegt að hún skyldi hafa sýnt sig nakta á ljós- mynd og var mikið um talað. Var hún m.a. spurð: „Didn’t you have anything on?” og Marlyn svaraði um hæl: „Oh yes, I had the radio on.” Hún var um tima gift einum frægasta beisboltaleikara B a n d a r i k j a m a n n a Joe DiMaggio og seinna hinu heims- fræga leikritaskáldi Arthur Miller. Hann samdi seinna kvik- myndahandrit fyrir hana og um það bil sem töku þeirrar myndar var að ljúka var hjóna- bandi þeirra einnig lokið. Þetta var árið 1961, en i byrjun ágúst 1962 bárust þær fréttir, aö Marlyn Monroe hefði tekið inn of stóran skammt af svefnlyfj- um og látizt af. _bh útvorp ki. 23,00 INNFLUTT MENNING AF SEGULBANDI James Thurber var Banda- rikjamaður, sem lézt áriö 1961. Hann var álitinn einn albezti satirski rithöfundur Bandrikja- manna frá þvi Mark Twain leið. James Thurber myndskreytti jafnframt bækur sinar með sér- stæðum og skemmtilegum teikningum. Ég held ekki að nema ein bóka hans hafi verið þýdd á islenzku og hafi hún i þýðingunni heitið „Siðasta blómið”. Var hún myndskreytt af Thurber. Bæði skopskyn hans og teiknihæfileikar féllu vel að starfi hans hjá hinu þekkta riti „The New Yorker” og var hann einn af leiðandi rithöfundum þar frá 1927—’33. Peter Ustinov ætlar að lesa sögurnar eftir James Thurber fyrir okkur og ennfremur „nokkrar vellognar sögur Munchausens baróns.” Ustinov er vigur maður á fjölda hluta, semur leikrit og starfar sem leikari jöfnum höndum. Hann mun vera jafnvigur á þrjú tungumál, ensku, þýzku og frönsku. Gæti þvi vel svo farið að við fengjum að heyra sögur James Thurber i kvöld á ensku, en lygasögur Munchausens á þýzku. Peter Ustinov lék, eða öllu heldur tal- aði Jóhann landlausa (bróður Rikharðs ljónshjarta) i teikni- mynd Walt Disneys um Hróa hött, bæði i ensku og þýzku út- gáfu myndarinnar. —bh Q Utvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Baldur Pálmason les söguna „Siggi fer i sveit” eftir Guðrúnu Sveinsdóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Morgunpopp kl. 10.25. Illjómplötusafnið kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunn- ars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 i léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. V. ... ...... n 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýodi. Nanna Ólafsdöttir les (15). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð og flutt er tónlist við ljóð Þeódórakis. 15.00 M iðdegistónleikar: hin fagra ”, lagaflokkur eftir Jón Laxdal. Þuriður Pálsdóttir syngur, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. b. Sextett fyrir flautu, klarinettu, trompet, horn og tvö fagott eftir Pál P. Pálsson. Jón Sigur- björnsson, Gunnar Egils- son, Jón Sigurðsson, Stefán Þ. Stephensen, Sigurður Markússon og Hans P. Franzson leika. c. Lög eftir Þórarin Guðmundsson. Margrét Eggertsdóttir syngur, Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. d. „Landsyn”, hljómsveitar- forleikur eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Jindrich Rohan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Siðdegispopp. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dick- ens.Bogi ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (12) 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.30 Evrópukeppni í knatt- spyrnu: ÍBK — Dundee UnitedJón Ásgeirsson lýsir frá Keflavik. 19.45 Trú, töl'rar, galdur. Haraldur Ólafsson lektor flytur siðara erindi sitt. - 20.05 Lögunga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 21.00 Úr erlendum hlöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maðurtekur saman þáttinn. 21.25 Serenaða fyrir hljóm- svcit op. 31 eftir Wilhelm Stenhammar Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarps- ins leikur, Stig Westerberg stjórnar. (Frá sænska út- varpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrdk” eftir Poul Vad.úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (18). 22.35 Harmonikulög Myron Floren leikur. 23.00 A hljóðbergi. Peter Ustinov les nokkrar dæmi- sögur handa okkar öld eftir James Thurber og endur- segir nokkrar vellognar sögur Miinchausens baróns. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ^ Sjónvarp & 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. 8. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur ólafur Guðmundsson. 20.50 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Gestur hjáDick Cavett. Norman Mailer. 1 þessum þætti ræðir Dick Cavett við höfund hinnar umdeildu ævisögu leikkonunnar Marilyn Monroe. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.30 Dagskrárlok. %

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.