Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 2
2 Hvaö heldur þú um Ármanns-' fellsmáliö? Björn Halldórsson skrifstofumaö- ur: — Nei, ég held aö ekkert mis- ferli hafi átt sér staö, þeir hefðu átt aö fara öðruvisi að, þá hefði allt komið hreint út. Spurning dagsins Lára Magnúsdóttir hdsfrú: — Eg hef nil svo afskaplegalitið kynnt mér þetta og ég er jjfi alls ekki vel að mér um málavexti. 'm Gestur Jónsson lögfræöingur: — Þaö liggur einhver i þvi. v \ Ragnar Aöalsteinsson lögmaöur: Eg tel vist að reynt verði að svæfa það eins og önnur samsvarandi mál. Siguröur E. Haraldsson kaup- maöur: Ja, mér finnst þetta hafa verið notað I pólitiskum tilgangi til að sverta stóran hluta Sjálf- stæðisflokksins. Margrét Kjartansdóttir verka- kona: — Ég veit þaö ekki, ég er ekkihrifinaf að stjórnmálaflokk- ar séu að skipta sér af. bygginga- framkvæmdum. Dagblaöiö. Föstudagur 26. september 1975. Raddir lesenda „Göturnar horfnar í iður jarðar" „Ég bý á Rifi,” sagði maður nokkur, sem sagðist heita Gauti, ,,og þar má ýmislegt bet- ur fara. Ég er þar til dæmis með 12tonna bát og erá handfærum, ræ allt árið um kring. En þegar við — fleiri karlar eins og ég eru þarna með litla báta — komum að landi, þá er oft alveg lifsins ómögulegt að fá vigtarmennina til að vigta aflann fyrir okkur. Ég hef stundum mátt biða i fjóra til fimm tima. Stóru bát- arnir eiga að ganga fyrir. Það kann rní að vera gott og blessað, en mér þykir þetta ekki nægi- lega gott, þvi ég og fleiri róum allt árið, eins og ég sagði, og það erum við, ekki stærri bátarnir, sem höldum uppi frystihúsinu — og eiginkonum vigtarmannanna — yfir veturinn. „Jæja,” sagði Gauti svo. „Ekki var þetta nú erindið. Það var að bera fram spurningu. Við búum ekki mörg á Rifi, en við erum þó sálir sem lifum og hrærumst þar i plássinu. Og spurningin: Hvernig stendur á þvi,að vegheflar fara fram og aftur um þjóðveginn — leiðina á Hellissand— en koma aldrei viö hjá okkur? Elztu menn á Rifi muna ekki einu sinni hvenær veghefill kom siðast á Rif. Þeg- ar ég kom þangað fyrst voru götur i plássinu, en þær eru löngu horfnar niður i iður jarðar og sér maður orðið ekkert nema poliana og holurnar, sem eftir eru. Jarðneskt samband við vegagerðarmenn næst ekki frekar en þeir væru sjálfur guð almáttugur.” Byrgið brunninn.... Einn af hinum fjölmörgu les- endum DAGBLAÐSINS hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á fyrirkomulaginu við gangbraut á Bústaðaveginum gegnt Bústaöakirkju. Þarna er mikil umferö barna, sem eru á leið í bókasafnið eða sunnu- dagaskólann, en þvi miður eru engar merkingar við brautina. Zebrabrautin ein er látin nægja. Biðstöð strætisvagnanna er þarna rétt hjá, og þeir standa þarna oft langtímum saman. Oft á tiöum má sjá börn skjótast fram undan strætisvögnunum og yfir götuna. Þarna er yfirleitt greitt ekið svo að slysahættan er mikil. Ég vil koma þeirri uppá- stungu á framfæri að gang- brautin verði merkt, — og helzt rækilega, — til öryggis fyrir börnin og aðra gangandi veg- farendur og til aðvörunar fyrir ökumenn.” FORDÆMUM FASISMA - MÓTMÆLUM DÓMUNUM Ingibjörg Jónasdóttir hringdi: „Við erum hér þrjár sima- stúlkur sem viljum lýsa yfir stuðningi okkar viö yfirlýsingu járniðnaöarmanna viö Sigöldu. Þar fordæma þeir réttarfarið á Spáni og krefjast ógildingar dauðadómanna. Meðal dauða- dæmdra eru tvær ungar konur, sem ganga meö barni. Aðfarir spánskra fasista hafa vakið við- bjóð frelsisunnandi manna um allan heim. Um leið viljum viö beina þeirri áskorun til ríkisstjórnar- innar að mótmæla þessum dóm- um fyrir hönd íslenzku þjóöar- innar.” LESENDUR Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 „Guðs gjöf" Hygg þú að því Hygg þú að því, hringaþöll, hvislaðu þvl að öðrum konum. Kynorkan er orðin öll I eyrunum á karlmönnonum. -VH— G.S. Keflavik sendir „við- kvæmum I blokk” greinarstúf: „Það er vegleg lýsing, sem þeir gefa á sjálfum sér, „blokk- búar” sem skrifuðu I Dagblaðið þann 22. sept. undir fyrirsögn- inni „Haldið ykkur frá klámi og ógeði”. Það er nú einu sinni þannig, að maðurinn er fæddur með sínar kynhvatir, sem þið nokkrirgetið ekki neitað. Ef svo væri, væruð þið taldir skrýtnir, þvi sá er talinn skrýtinn, sem ekki hegðar sér eins og almenn- ingur. Hvers vegna ekki koma með fallegar stúlkur I blaðið — það gleður augað. Eruð þið virki- lega feimnir við guðs gjöf? Það er ekkert ógeðslegt við fáklædd- an llkama — þvert á móti. Einn megingalli siðmenningar okkar er feimnin við kynlifið — dýr- legustu gjöf guðs.” Heimur versnondi fer Unnur Ingim arsdóttir hringdi: „Nú er sláturtið hafin og eins og venjulega fara reykviskar húsmæður i slátur. Nú i fyrra fékk ég ágætisslátur sent frá Borgarnesi og sótti það niöur i Borgartún. Að sjálfsögðu vildi ég nota þessa ágætu þjónustu aftur. Þá bregður svo við að Af- urðasala SIS tekur fyrir þetta, þeir vilja fá allt slátrið sjálfir. Nú, hvað um það, ég hringi i Af- urðasöluna og spyr hvenær þeir byrji að selja slátur. Þá vita þeirþað ekki! Hvernig má þetta vera? Af hverju er ekki hægt að panta slátur eins og nautakjöt? Er sveitakörlunum alveg sama, bara ef þeir fá styrkina sina? I dag byrjar Sláturfélagið að selja slátur — ég ætla að mæta kl. 7 — salan hefst kl. 9— þvi ég veit að geysilegar biðraðir verða og ég ætla að verða fyrst, til þess að lenda ekki i langri biðröð. í gamla daga var slátrið sent heim til manns en nú er þessi sjálfsagða þjónusta ekki veitt. Já, heimur versnandi fer!”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.