Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðið. Föstudagur 26. september 1975. 5 ÍfgÉgÉSlll ,LIttu niður og horfðu á Flogið i átt til Reykjavikur hangandi i sætis- og fallhlifarólunum Ómar Vaidimarsson. DB-myndir Neðri vörin í gólfið og moginn upp í loft I sumar hefur af og til mátt sjá litla eins hreyfils flugvél leika listir i nágrenni Reykja- vikur. Hefur hún stungizt, snú- izt, flogið á hvolfi og yfirleitt látiðeins og eitthvað væri stór- lega varasamt við fluglag þess er stjórnað hefur. Þarna hefur verið á ferðinni eina listflugvél tslendinga, nú i eigu 10 einstaklinga i borginni. Flugmaðurinn er Asgeir Christiansen, flugmaður og flugvirki hjá Vængjum. Vélin var flutt til landsins 1956, þá fyrir forgöngu Agnars Kofoed- Hansens, Hallgrims Jónssonar og fleiri manna. Með vélinni, sem þá var ný, kom til landsins frá Tékkóslóvakiu listflugkenn- arinn Hulka, sem kenndi kaup- endunum að fara með gripinn og munu þeir hafa haft beztu skemmtun af. Vélin er af gerðinni Zlin Z-326, Traner Master. Undanfarin tvö eða þrjú ár hefur hún legið i hirðuleysi i flugskýli á Reykja- vikurflugvelli, en i vor tók As- geir sig til ásamt öðrum eigend- um og „skveraði” hana til. Fréttamaðurblaðsins fór með Asgeiri i stutta flugferð suður fyrir borgina á þriðjudaginn — og er æstur i að fara aftur. Til- finningunni skal ekki reynt að lýsa hér að öðru leyti en þvi, að hún er sérlega undarleg þegar farið er i svokallað „loop”, þ. e. þegar vélinni er snúið á hvolf: Þá sigur neðri vörin niður i gólf en eyrun fylgja maganum upp á — Dqqblaðið í listfluqi með Ásaeiri Christiansen við. Asgeir, sem er með hressari mönnum, hefur nú mikinn áhuga á að fara utan og læra til listflugs, helzt til Tékkóslóvakiu þar sem menn eru framarlega i listinni, enda vanur þeirrar þjóðar vélum. —ÓV. tiSfipiSSi Asgeir Christiansen við Zlin-Traner Masterinn: Vill fara til Tékkó og læra listflug til hlitar. NÚ HÆTTA ÞEIR AÐ REYKJA í ÓLAFSFIRÐI Nú fá ólafsfirðingar næst að kynnast „Fimm daga áætlun- inni”, sem nú er orðin velþekkt hér á landi. Siaukinn fjöldi fólks tekur þátl i námskeiðum þess- um sem tslenzka bindindis- félagið heldur og „losar undan oki reykinganna”, eins og Jón Hj. Jónsson sagði okkur. A sunnudaginn hefst nám- skeiðið í Ólafsfirði i gagnfræða- skólanum þar. Hefst námskeið- iö klukkan 20,30 og stendur fimm kvöld i röð. „Allir, unglingar og fullorðn- ir, konur og karlar, sem mögu- lega geta, eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að losna við reykingarnar,” segir Jón Hj. Jónsson. „Hættan, sem af reyk- ingunum stafar, er öilum ljós. Heilsan og lifið er i veði.” Og ekki er það dýrt að losna við reykingavanann. Andvirði sem svarar þriggja sigarettu- pakka, eða 500 kr. til kaupa á handbók um efnið. Jósef Skafta- son, héraðslæknir þeirra Ólafs- firðinga, mun starfa með Jóni við námskeiðið. ER JÁRNSÍÐA HIN NÝJA „GLÖTUD"? Yfirlýsing fró meirihluta stjórnar Jórnsíðu Svo er komib, að velgengni Dagblaðsins og þær viðtökur, sem það h?fa hlotið hjá al- menningi, hafa komið aðstand- endum Vísis úr jafnvægi. Varð þetta m.a. ljóst I fyrradag er Visir f jallaði um það i „frétt” og einnig forystugrein sama dag- inn aö fundargerðabók Járnslðu h.f. fengist ekki afhent. Enginn kunnugur hefði trúað þvi að óreyndu að núverandi stjórnendur VIsis færu af stað með blaðaskrif um málefni Járnsiðu að fyrra bragði, né að þeir réðust að formanni Járn- siðu, Guðmundi Guðmundssyni forstjóra i Viði, sem að sjálf- sögðu átti betra skilið úr þessari átt. A þessu stigi ætlar meirihluti stjórnar Járnsíðu ekki að taka þátt i ritdeilu um öll þau mörgu atriði, sem upp komu I deilum um VIsi á sl. sumri. Rétt þykir þó að róa Vlsismenn að þvi er fundargerðabókina varðar og verður i leiðinni að geta nokk- urra atriða um stjórn félagsins og stjórna-rfundi að undanförnu, en áhyggjur Visismanna snúast einnig um það efni. Guðmundur Guðmundsson var kjörinn stjórnarformaður Járnsiðu fyrir rúmum tveimur árum. A þessum tveimur árum hefur hann aldrei boðað til stjórnarfundar eða haft frum- kvæði I málefnum félagsins. Af þessum sökum hafa stjórnar- störfin lent á öðrum stjórnar- mönnum og þá einkum varafor- manni og framkvæmdastjóra félagsins. Það er einnig af framangreindri ástæðu, að aðalfundur hefur ekki verið haldinn i þessi tvö ár. A sl. sumri komu upp þau málefni aö ekki varð undan þvi vikizt að taka formlegar stjórnarákvarðanir I félaginu, þótt tilraunir til að fá formann og fullskipaða stjórn til aðgerða bæru ekki árangur. Að þeim til- raunum stóðu þó bæði þeir menn, er nú ráða VIsi, og einnig þeir sem standa að Dagblaðinu. Svo ekkert fari á milli mála i þessu efni skulu hér rakin nokk- ur bréf og skeyti sem um þetta fjalla. Hinn 13. ágúst sl. fékk for- maður Járnsiðu, Guðmundur Guðmundsson, og aðrir stjórnarmenn svohljóðandi. bréf: „Reykjavik, 13. ágúst 1975 Við undirritaðir hluthafar I Járnsiðu h.f. krefjumst þess af yður sem þeim aðilum, er siðast voruð kjörnir i'stjórn félagsins, að boðað verði til aðalfundar i félaginu, svo fljótt sem samþykktir félags- ins leyfa. A dagskrá verði venjuleg aðalfundarstörf. Hörður Einarsson Blönduhlið 1, Reykjavik Ingimundur Sigfússon Grenimel 45, Reykjavik Til stjórnar Járnsiöu h.f. sent Gúðmundi Guðmunds- syni, Birni Þórhallssyni, Pétri Péturssyni, Sveini R. Eyjólfssyni og Þóri Jóns- syni.” Varaformaður og ritari sendu stjórnarformanni af þessu til- efni svohljóðandi bréf: „Reykjavik, 18. ágúst 1975 Hr. forstjóri, Guðmundur Guðmundsson c/o Trésmiðjan Viðir Laugavegi 166, R. Undirritaðir stjórnarmenn I Járnsiðu hf. hafa móttekið bréf tveggja hlúthafa, þar sem þeir krefjast þess, að aðalfundur verði haldinn I félaginu svo fljótt sem sam- þykktir þess leyfa. Óskum við þess hér með formlega, að stjórnarfundur verði þegar haldinn i þvi skyni að undir- búa og ákveða aðalfund og gera nauðsynlegar ráðstafan- ir i þvi sambandi. Björn Þórhallsson Sveinn R. Eyjólfsson.” Er ekkert svar hafði borizt þrem dögum siöar, sendi vara- formaður formanninum annað bréf með Itrekaöri áskorun um að halda stjórnarfund, en kvaðst að öðrum kosti boða stjórnina til fundar um tiltekin málefni, sem greind voru i bréf- inu. Daginn eftir, þ.e. 22. ágúst, barst framkvæmdastjóra Járn- siðu svohljóðandi svarskeyti frá formanni félagsins. „Mun ákveða fund I Járnsiðu h.f. I næstu viku. Mótmæli bréfi Björns Þórhallssonar I gær sem markleysu. Guð- mundur Guðmundsson, for- maður Járnsiðu hf.” Annað hraðskeyti sendi for- maðurinn 25. ágúst, þar sem hann visaði til „fyrri yfirlýsing- ar um boðun Járnsiðufundar.” Þrátt fyrir þessar tvær yfir- lýsingar I hraðskeytum leið hin umrædda vika án þess að for- ^ maðurinn boðaði til stjórnar- fundar og er hann raunar ekki farinn til þess enn, hinn 25. september, þegar þetta er ritað. Hins vegar gerðist það 29. ágúst, að formaðurinn sendi eitt skeytið enn, þar sem hann „Itrekaði” kröfu um afhendingu fundargerða. Skeyti þetta var viðtakendum óskiljanlegt, þvi fundargerðir hafði formaðurinn ekki nefnt á nafn fyrr en i skeyti þessu. Var honum svarað um hæl meðbréfi, dags. 1. sept., þar sem m.a. var sagt að fundar- gerðir væru „að sjálfsögðu alltaf til reiðu hjá ritara félags- ins og á stjórnarfundum”. í stað þess að boða stjórnar- fund eða þiggja boð um að kanna fundargerðirnar hjá rit- ara sendi formaðurinn enn eitt skeytið 4. september, efnislega á sömu leið og skeytið 29. ágúst að þvi viðbættu að ekki yrði „um að ræða stjórnarfund i Járnsiðu að svo búnu”. Þetta er sagan um fundi og fundargerðabók Járnsiðu að undanförnu. í þvi efni liggur allt ljóst fyrir, einnig það að reynt var að hindra löglega stjórn i störfum með imyndun og get- gátum um faldar fundargerðir. Járnsiða hin nýja, fundar- gerðabók Járnsiðu h.f. Um fundargerðabókina er þess loks að geta, að i frétt Visis var klykkt út með þeim voðalegu upplýsingum að fundargerða- bókin hafi veriö i höndum Sveins R. Eyjólfssonar „siðast, þegar vitað var til.” Sveinn R. Eyjólfsson er ritari Járnsiðu og er fundargeröabók- in og hefur verið I hans vörzlu. Fer að syrta i álinn með félags- starfsemi hér ef það er efni i fréttir og forystugrein dagblaðs, að ritari varðveiti fundargerða- bók félags sins. Um starfsemi Járnsiðu skal það að lokum upplýst, að undan- brögð minni hluta stjórnar félagsins varðandi fundasókn, skripaleikur með fundargerða- bók og aðrar tilraunir til aö hræða meiri hluta stjórnarinnar frá þvi að stjórna félaginu hafa að sjálfsögðu ekki náð tilgangi sinum og mun það allt koma betur I ljós á næstunni. í stjórn Járnsiðu h.f. Björn Þórhállsson, varaform. Pétur Pétursson, gjaldkeri Sveinn R. Eyjólfsson, ritari.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.