Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Föstudagur 26. september 1975. n Þegar poppstjörnurnurnar borga 98% í skatta: OMAR VALDIMARSSON Brezka stjórnarandstaðan styður Rolling Stonesl Bay City Rollers: „Vissulega getum við verið án þeirra, en borgar það sig?” Mick Jagger: Suður-Frakkland. allt það fé sem stórstjörnurnar skapa með nærveru sinni. Nokkrir hafa bent á að brezk skattheimta ætti að fara að for- dæmi skattheimtunnar i ýmsum öðrum löndum þar sem hátekju- mönnum eru gerð sérstök, ein- staklingsbundin tilboð, sem fela i sér að skattgreiðandanum eru veitt ýmiss konar skattaleg hlunnindi. Hér er svo 'sannarlega ekki Og nú litur út fyrir að vinsæl- asta hljómsveit Bretlands, sið- an Bitlarnir voru upp á sitt bezta, Bay City Rollers, flytji utan. Það varð til þess að Lond- on Evening Standard sagði eft- irfarandi i forystugrein: „Vissulega getum við verið án Bay City Rollers. En er það skynsamlegt að taka svo mjög af tekjum þeirra að hljómsveit- in gæti endað með að borga alls enga skatta i Bretlandi?” Eftir þvi sem efnahagur Bret- lands og horfur i þeim málum þyngjast reyna Bretar æ meir að finna sér eitthvað skemmti- legt og upplifgandi til að hugsa og tala um. Helzta umræðuefni brezku þjóðarinnar þessa dag- ana eru misjöfn örlög popp- stirna, sem flýja verða heima- land sitt vegna þungra skatta- byrða. Umræðan beinist helzt að vin- sælum átrúnaðargoðum sem kjósa heldur að vera milljónar- ar en að njóta einfaldra brezkra þæginda á borð við bjórkrárnar og krikket. Til að svo megi vera fara þau utan og setjast að með- al skattheimtumanna sem ekki gera jafngifurlegar kröfur og þeir brezku. Ekki er þessi um- ræða þó alveg ný af nálinni þvi öll munum við eftir laginu „Taxman” á LP-plötu Bitlanna, „Revolver”. Það, sem aðallega hefur vakið þessa umræðu upp nýverið, er ræða, sem Sir Geoffrey Howe, efnahagsmálasérfræðingur stjórnarandstöðunnar og sem slikur heldur óliklegur talsmað- ur poppstirna, flutti á þingi um siðustu helgi. Sir Geoffrey sagði i ræðu sinni að með stöðugum brottflutningi hátekjumanna á borð við meðlimi hljómsveitarinnar Rolling Stones sé verið að skapa „frægðarsiu”, sem brezki rikis- kassinn hafi tæplega efni á. Lávarðurinn leiddi að þvi getur að rikiskassinn gæti i raun og veru þénað á að lækka efsta „skala” tekjuskatts niður i 50%, þannig væri hægt að ná inn þeim tekjum sem nú lenda i skatt- hirzlum og bönkum i Kaliforniu, Frakklandi og á Spáni. Sem stendur greiða Bretar i skatt 83% af öllum tekjum sem fara upp fyrir 20 þúsund sterl- ingspund (6.8 millj. isl. kr.). Ef þessar tekjur eru tilkomnar vegna hagkvæmra fjárfestinga verður skatturinn hvorki meira né minna en 98%. Listinn yfir „útlagana” er langur. Foringi Rolling Stones, Mick Jagger, býr i suðurhluta Frakklands og sömuleiðis „Dýrlingurinn” Roger Moore. Söngvararnir Elton John og Rod Stewart ásamt Ringo Starr, fyrrum trommuleikara Bitl- anna, búa i Los Angeles. Brezki golfleikarinn Tony Jacklin flutti til eyjunnar Jersey á Ermar- sundi þar sem skattar eru i mun meira samræmi við reglur á meginlandi Evrópu en á Bret- landseyjum. „Að sjálfsögðu”, sagði Mick Jagger i viðtali við London Daily Mail, „sakna ég þess að geta ekki verið i Bretlandi eins lengi og mér sýnist. Mér þykir ömurlegt að mega ekki vera i heimalandi minu nema 90 daga á ári.” Niutiu dagar á ári er hámark Rod Stewart og Joe Cocker: Los Angeles. leyfilegs dvalartima Breta i heimalandi sinu ef þeir vilja ekki borga brezka skatta. Stuðningsmenn hugmynda Sir Geoffreys um þetta mál benda á að auk þess að verða af skatta- tekjunum komi heldur ekki til um neina skiptimynt að ræða. Dýrlingurinn Roger Moore hef- 'ur sagt brezku dagblaði að hann þéni hvorki meira né minna en hálfa milljón sterlingspunda á ári með þvi að búa i suðurhluta Frakklands. Eric Clapton: búsettur i Holly- wood. ðílstjórinn leysir fró skjóðunni; Onassis hélt alltaf við Maríu Callas Aristoteles Onassis endurnýj- aði gamalt ástarsamband sitt við óperustjörnuna Mariu Call- as nokkrum vikum eftir að hann kvæntist Jackie Kennedy. Hann og Maria hittust stööugt að kalla eftir það, allt til dauða hans. Sannleikurinn var sá, að hann leit á hana sem „sina einu ást”. Þetta segir bilstjóri auðjöf- ursins og vinur um mörg ár, Jacinto Rosa. „Hún var hin „raunverulega kona hans”, þótt hann væri opinberlega kvæntur annarri. Ég vissi um þetta, þvi að ég ók oft með hann á hennar fund i Avenue Georges Mendel i Paris, jafnvel þegar Jackie var i Paris. Onassis gat alltaf fundiö tima til að hitta sina heittelskuðu Callas. Stundum borðuðu þau, Onassis og Callas saman i ibúð hennar og létu Jackie um að sjá um sjálfa sig i Avenue Foch. Hann fór lika i margar veizlur með Mariu i stað Jackie. Þegar auðkýfingaf jölskyldan Rot- schilds bauð þeim til dæmis, fór hann alltaf með Mariu en aldrei Jackie. Þegar Jackie var ekki nær- stödd, hló hann jafnan aö henni- og talaði háðslega um hana sem „aumingja litlu konuna”. Hann tók hana aldrei alvarlega. Hann virtist telja, að hún væri eyðslusöm með afbrigðum og kærulaus. Onassis var farinn að kvarta við mig um eyöslusemi hennar, en aldrei heyrði ég hann kvarta við hana. Samskipti hans við Callas voru oft æsileg, mikil ástriða. Hins vegar var þungi yfir samskiptum hans við Jackie, þó kurteisi en leiðindi yfir. Þau reyndu að sýnast en litið meira. Bílstjórinn, Jacinto Rosa, og Jackie. Nánir vinir hans bjuggust við að hann mundi kvænast hinni fögru óperusöngkonu. Þegar hann svo kvæntist Jackie, þoröi hann ekki aö segja Mariu það sjálfur. Ég varð að gera það. Hann bað mig að segja að állt yröi óbreytt milli þeirra. Þegar ég hringdi til Mariu Callas og sagði henni þetta, hló hún en var greinilega bitur. Hann sagði, að Jackie væri „svikadama”. Ég fór að lita á bros Jackie sem grimu, sem hún bæri jafn- auðveldlega og svörtu gleraug- un. Ég komst fljótt að þvi, að hún var ekki jafnindæl og virtist i fljótu bragði. Ég fór, þegar timar liðu, að gera mér grein fyrir hinum raunverulega per- sónuleika hennar. Hún leit niður á minni máttar og virtist álita að allur heimur ætti að lúta sér. Hún var nizk við þjónustu- liðið, þótt hún eyddi miklu i vörur. Kristin, dóttir Onassis, var einnig eyðslusöm með af- brigðum. Þegar hún og Jackie voru saman, voru samskiptin mjög þvinguð. Þær völdu sér svefnherbergi sin hvorum meg- in i ibúð og reyndu að hittast sem sjaldnast. Eitt kvöldið sá ég hana þjóta úr ibúöinni, þar sem Jackie var og æpa. Hún sagði, að stjúpan ætti ekkert takmark nema að eyöa pening- um. Hún hefði gifzt föður sinum aðeins til þess að hafa peninga handa á milli. „Þú hefur ekkert annað i hausnum,” hrópaöi Kristin (Christina). Svo hljóp hún út og kallaði. „Ég hata hana. Ég hata hana.””

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.