Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 9
DagblaðiO. Föstudagur 26. september 1975. ingarfélag fékk hina mjög eftir- sóttu lóð. Og það gerir málið aðeins enn verra, hversu óvenjulegum aðferðum var beitt til þess að þröngva þvi i gegn að félagið fengi lóðina. Skipulagi var sérstaklega breytt, félagið skipulagði sjálft lóðina, sem er einstætt (og þvi skal bætt við, að persónulega virðist mér það og húsaskipun eitthvert það ljótasta og hörmu- • legasta sem ég hef séð og er illa viðunandi fyrir þá sem búa i nágrenninu að fá þetta kraðak yfir sig). Og loks var svo beitt alveg óvenjulegum aðferðum til að þröngva þessu i gegnum borgarkerfið, farið á bak við sjálfan borgarstjóra. Nú vil ég setja hér fram mjög alvarleg orð. Þessi atvikaröð, sem hér hefur verið lýst, er svo alvarleg, að i hverju venjulegu siðmenntuðu þjóðfélagi myndi forustumaður i þessari stöðu láta af öllum opinberum störfum. Það eitt nægir að sama höndin taki við slikri stórgjöf og úthluti siðan stórfelldri ivilnun. Það eitt myndi að visu ekki nægja til að dómstóll dæmdi menn i tugthús fyrir mútur og misferli, þvi að sterkari sann- anir þarf áður en refsilögum verði beitt. En slik óbein orsakatengsl væru i öllum sið- menntuðum löndum talin nægja til þess að viðeigandi forustu- maður gæti ekki lengur notið trausts samborgaranna. En þá kemur aðeins upp spurningin á hvaða siðferðis- stigi við sjálfir stöndum, fyrst i flokki okkar og siðan sem þjóð. Tökum við einir gildar afsak- anir nixonanna, að það sé alveg „öruggt” og alveg „vist”, að engin tengsl séu þar á milli. Munu kannski stjórnir sjálf- stæðisfélaganna standa við bakið á Alberti i gegnum púður og reyk, verða allar ábendingar úthrópaðar sem rógur og persónulegar árásir. Munu forustumennirnir „standa eins og klettar” og standa af sér i einhverjum hetjulegum anda öll áföll? Munu þeir lyfta Alberti til ennþá hærri metorða, fjölga áhrifa- stöðum hans, mynda I kringum hann heilar baráttusveitir og fullyrða athugunar- og rök- semdalaust um „óvefengjan- legan heiðarleika”? Verður kannski þessi grein min for- dæmd sem rógur og persónuleg árás? Verður mér kannski vikið úr Sjálfstæðisflokknum fyrir að leyfa mér að blaka vonum minum og þrá fyrir þvi að sá flokkur, sem ég hef fylgt svo að segja frá blautu barnsbeini, reyni að halda skildi sinum hreinum og taka forustu sem stærsta stjórnmá1aaf1 þjóðarinnar um að reyna að bæta mannlifið og setja stolt sitt i að halda i a.m.k. lágmarks- kröfur siðgæðis. Allt þetta mun væntanlega skýrast á næstunni og það verður vissulega fróðlegt að sjá, hvaða siðferðisgrundvöll gamli flokkurinn og félög hans hasla sér i þessu, eða hvort hann hefur engan siðferðisgrundvöll, er botnlaus, og aðeins sprettur út úr þessu i stað skirnar, persónu- leg hatursbarátta og flokka- drættir. Er það kannski aðeins undanfari að þeim átökum um persónur, völd, áhrif, peninga, að i siðustu viku, meðan brenn- andi spurning um milljón krón- urnar frá Armannsfelli lá i loftinu, að Albert Guðmundsson beitti sér fyrir þvi af miklum krafti, sem honum er lagið, að safna i einu vetfangi annarri milljón króna meöal forustuliðs Sjálfstæðisflokksins til að gefa öldruðum flokksforingja i afmælisgjöf. Heiður sé afmælis- barninu, en skyldi þvi ekki hafa verið hugsað til annarrar milljónar, sem þá var að svifa i hugarfylgsnum okkar allra? Og óneitanlega er óhugnanlegt, hvernig swingað er milljónum i flokksstörfum gegnum sömu hönd, og æ eru þeirri færðar þakkir og heiður fyrir vináttu, heiðarleika og hið swingandi örlæti. Fyrir okkur borgarana af öllum flokkum væri svo fróðlegt að fá að vita nánar um þá nýju stjórnunarhætti borgarinnar, sem birtust i frásögn borgar- stjóra, þar sem svo virðist að nýr aukaborgarstjóri hafi tekið þar völd, án þess að nokkur hefði hugmynd um og stjórní þar stofnunum á bak við hinn rétt kjörna borgarstjóra. Fróð- legt að vita, hvort slikum bak- tjaldastjórnunaraðferðum sé beitt þar á fleiri sviðum. Kannski eigum við borgararnir ekki lengur að snúa okkur til hins raunverulega borgarstjóra um lausn vandamála okkar, heldur til annars aukaborgar- stjóra, sem raunverulega ræður? Ég hef hér sagt, hvað gert væri i öðrum löndum i sliku til- felli, en þó skömm sé frá að segja veit ég ekki, hvað verður gert hér. Ég veit ekki hvar við stöndum, hvort þjóðin og flokk- urinn eru heiðarleg, eða ekki. Eins og við ritun fyrri greinar er ég við þessi óvenjul. skil- yrði óviss um siðferðisgrundvöll okkar, ég feta mig áfram i óvissu og þoku, Að visu liggja nú fyrir nokkru ákveðnari upplýs- ingar, en maður veit ekki enn hverju verður svarað og myndin kann enn að breytast. Maður er hikandi og veit ekki nema maður sé að útbreiða ósannan óhróður og róg sem læðist um klikuviðjar samfélags okkar. En hvernig sem myndin á enn eftir að breytast og hvernig sem siðferðisgrundvöllurinn er, og þó svo verði komist að niður- stöðu að allt mitt tal sé tómur rógur og þvættingur þá getur hvort sem er rógurinn eða spill- ingin átt upptök sin i óeðlilegri aðstöðu, þar sem sami maðurinn situr i tveimur lykil- pólum, stendur á sama tima fyrir mikilli fjársöfnun til flokks- byggingar og virðist vera mesti áhrifamaður i borgarráði. Það sér hver maður, að þó að maðurinn væri heiðarlegur og engilhreinn, þá er þessi staða hættuleg og óhæfa að sami maðurinn sitji við báða þessa háspenntu póla. Kannski ætlaði hann aldrei neitt slæmt, i eðli sinu góður og drengilegur iþróttamaður, en það hafi aðeins orðið skammhlaup. Skipulagið er ljótt hermir að endurnýjun vega- bréfsáritunar Lennons sé á- hugamál þriggja nafngreindra manna, þar á meðal fyrrum yf- irmanns INS i dómsmálaráðu- neytinu og fulltrúadeildarþing- mannsins Binghams i New York. Siðari orðsendingin i skjala- skáp INS var langhundur mikill, óundirritaður, en merktur „John Lennon”. Þar var upptalning á nokkr- um hljómleikum, sem Lennon hafði komið fram á til stuðnings ákveðnum stjórnmála- og and- ófshópum og bætt siðan við, að nokkrir þekktir vinstrimenn i Bandarikjunum, þeirra á með- al Rennie Davis og Jerry Rubin (jipparnir úr „Chicago-7”- hóphum) og David Sinclair, bróðir Johns Sinclair, sem var forsprakki rokkhljómsveitar- innar MC5og áhrifamaður mik- ill innan vinstrihreyfingarinnar i Bandarikjunum: meira að segja svo mikill að hann var dæmdur i 10 ára fangelsi fyrir að hafa undir höndum tvær marijuanasfgarettur. „Þessi hópur,” sagði i þessari orðsendingu, „hefur verið hávaðasamur i baráttunni gegn Richard Nixon og átti stóran þátt i þeim óeirðum sem urðu við flokksþing demókrata i Chi- cago 1968. Áætlun þessa hóps er að halda rokkhljómleika í hin- um ýmsú fylkjum, þar sem for- kosningar fara fram, i eftirfar- andi tilangi: Að komast i sam- bönd i háskólum: að hvetja 18 ára kjósendur til að láta skrá sig: að krefjast lögleiðingar marijuana: aðfjármagna starf- semi sina: og að safna liði til að koma til San Diego á flokksþing repúblikana i ágúst 1972.... Hóp- urinn hyggst nota Lennon til að tryggja aðsókn á hljómleikana. Heimildarmaður okkar er þess fullviss, að þessar aðgerðir muni afla geysilegs fjár i hirzlur vinstrihreyfingarinnar og leiði óhjákvæmilega til átaka á milli múgs, sem þessi hópur stjórnar, og löggæzlumanna i San Diego. Heimildarmaður okkar er þeirrar skoðunar að ef vega- bréfsáritun Lennons er numin úr gildi, væri það sterkur mót- leikur. Hann benti einnig á að taka yrði varlega á málinu með tilliti til mögulegrar einangrun- ar 18 ára kjósenda ef Lennon yrði visað úr landi.” Næst gerðist það að 4. febrúar 1972 skrifaði Strom Thurmond dómsmálaráðherranum John Mitchell og lét aðra af nefnd- um orðsendingum fylgja með. „Mér viröist hér vera um mikil- vægt mál aö ræða,” skrifaði þingmaðurinn, „og ég held að vel færi á að tekið yrði tillit til þess á æðstu stöðum. Eftir þvi, sem ég fæ bezt séð, væri hægt að komast hjá töluveröum höfuð- verk ef viöeigandi aögerðum er beitt.” „Neðst á bréfið til dómsmála- ráðherrans hafði Tðurmond skrifað: „Ég sendi lika Bill Timmons (ráðgjafi i Hvita hús- inu) eintak af orðsendingunni.” Mitchell sendi málið frá sér til aðstoðardómsmálaráðherra sins, Richard Kleindiests, sem brást við 14. febrúar og skrifaði eftirfarandi orðsendingu til Reymonds Farrells, yfirmanns INS: „Ray, hringdu i mig út af þessu máli. Hvenær kemur hann? Getum við — ef við kjós- um svo — staðið á þvi að neit'a beiðni hans?” Og nú er svo komið að vegna þeirra uppljóstrana, sem að framan hafa verið raktar, hefur verið ákveðið að rannsaka mál- ið aftur og að enginn þeirra embættismanna, sem áttu hlut að fyrri rannsókn, komi þar nærri. Lennon hefur sjálfur sem minnst viljað segja um málið á hinum ýmsu stigum þess, en eins og Dagblaðið hefur áður skýrt frá hefur honum. borizt stuðningur úr ýmsum áttum. Nú viröist sá stuðningur að bera árangur — og John Ono Lennon — sem raunar varð 35 ára 10. september siöastliðinn — getur þá dvalizt i Bandarikjun- um eins lengi og honum sýnist. (Aðalheimild: Rolling Stone.) um synmgu Jens Urup Jensens í Norrœna húsinu Það er ekki hægt að neita þvi að Norræna húsið hefur unnið með afbrigðum gott starf þau fáu ár sem það hefur verið i gangi. Samt hef ég saknað þess að sjá þar ekki sýningar á verk- um fleiri úrvalslistamanna frá Norðurlöndunum heldur en ver- ið hefur. En þessa umkvörtun verð ég nú að draga að ein- hverju leyti til baka þvi i Nor- ræna húsinu sýnir nú danski listamaðurinn Jens Urup Jen- sen 43 verk af ýmsu tagi. Urup Jensen mun íslendingum mörg- um að góðu kunnur, þar eð hann er tengdur landinu gegnum konu sina og hafa þau hjónin einnig gert myndir fyrir tvær is- lenskar kirkjur, Sauðárkróks- kirkju og Miklabæjarkirkju i Skagafirði. Urup Jensen er með eindæmum fjölhæfur listamað- ur og sýnir hér úrval af verkum sinum, málverkum, serigrafi- um, collage, gvass og teikning- um fyrir glermyndir og vefnað, auk þess sem litskyggnur af helstu kirkjuverkum lista- mannsins eru sifellt i gangi. Fjölhæfur Er það athyglisvert hversu langt Urup Jensen hefur náð i hverju þvi sem hann hefur tek- ið sér fyrir hendur án þess að kasta fyrir borð óforbetranleg- um lýriskum persónuleika sin- um og óskeikanlegri tilfinningu fyrir lit. Elsta verk Urup Jen- senshér er frá 1956, formynd af veggmynd um „vélina”, heldur vélrænt I anda Légers og Her- bins, þót? hinir djúpu litir þess komi að visu upp um tilhneig- ingu listamannsins. Siðan fýlgj* ast nokkur stíf afstraktverk frá 1964, sterkt uppbyggð og þykkt máluð, en tilfinning Urup Jen- sens fyrir áferð og samræmi lita bendir til þess að hann muni einbeita sér að frjálsara mál- verki. I þessum harða geó- metríska stil eru svo skissurnar af þrihyrndu gluggunum þrem i Esbjergkirkjunni, en þá má sjá „in situ” á litskyggnum. Þar er greinilegt að listamaðurinn hef- ur þegar náð miklu valdi yfir þessum erfiða miðli sem gler- myndin er. Fleiri aðilar hafa séð hversu vel Urup Jensen Nr. 18 „Dæmonisk billede” Myndlist vinnur með „umhverfi” og "í veggteppi hans fyrir skipið „Winston Churchill” (lit- skyggnur) sjáum við hann teygja sig eftir fleti I frjálsum straumum lita og lifrænni hrynjandi, án þess að rim tepp- isins og salarins gleymist að neinu leyti. Lýriska leiðin Um það leyti er Urup Jensen kominn inn á lýriska málverkið að fullu og öllu, en sú leið virðist honum eðlislægust og happa- drýst. Eins og til að halda upp á þá ákvörðun málar hann hið griðarstóra „I det grönne” 1969, lýriskt málverk meö nær hetju- Nr. 33 „Rytme” lega umsvifamiklum brag, — af svipuðum toga og „Vatnsliljur” meistara Monets. Hér gengur áhorfandi ekki smátt og smátt inn i mynd- ina eftir hefðbundnum leiðum, heldur reikar hann inn i hana eins og frumskóg eftir þeim leiðum sem pensill listamanns- ins ryður. Siðan heldur Urup Jensen á- fram þessa leið, alveg fram til dagsins i dag, og verða gler- myndir hans og veggteppi jafn- framt frjálsari i sniðum. Stund- um erii það djúplituð, lifræn form, sem mjaka sér eftir myndfletinum, og stund- um eru ekki eftir nema útlinur þeirra sem dansa um flötinn eins og leifar af gamalli kúbiskri mynd eða af sumum timamótamyndum Kandinskys. Þessi vinnubrögð Urup Jensens leiða hann á timabili i átt til nokkuð persónulegs „tassisma”, eins og i „Rytme” myndum hans frá þvi i fyrra, — sannfærandi verk þar sem handbragðið allt, notalegir litir og eins konar danskur „joie de vivre” bera listamanninum fag- urt vitni. Ekki má svo gleyma smámyndum Urup Jensens i gvass, serigrafiu og collage, sem allar eru gerðar meðsömu óskeikulu tilfinningunni fyrir formi, lit og hrynjandi. Nýjustu málverk Urup Jen- sens benda siðan til þess að hann muni ekki gefa hina hreinu lýrisku afstraksjón upp á bátinn i bráð og væntanlega fáum við að sjá verk hans sem fyrst aft- ur, en þessi sýning er opin til 30. september. ,DÖNSK LÝRIK'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.